Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 Evrópumótið í einmenningi; Jón missti af 3. sætinu í síðasta spili mótsins Brids Morgunblaðið/GSH Jón Baldursson, Björn Eysteinsson og Piotr Gawrys voru allir í sviðsljósinu á Evrópumótinu í einmenningi. Guðm. Sv. Hermannsson ÍSLENDINGAR náðu ágætum árangri á fyrsta Evrópumótinu í einmenningi í París í síðustu viku. Jón Baldursson varð í 4. sæti, aðeins hársbreidd frá því þriðja og raunar tapaði hann af þvi sæti í síðasta spilinu. Björn Eysteinsson varð í 17. sæti og Guðlaugur R. Jóhanns- son í 36. af 52 spilurum sem kepptu um þennan Evrópu- meistaratitil. Pólverjinn Piotr Gawrys varð Evrópumeistari eftir mikinn endasprett en til mark um styrk mótsins skröp- uðu stórstjörnur á borð við~ Frakkana Chemla og Quantin botninn allan tímann. Lesendur muna ef til vill eftir að Jón Baldursson og Bretinn Tony Forrester elduðu grátt silfur saman á heimsmeistaramótinu í Yokohama þótt þeir sættust að lokum. Jón var ekki ánægður með þennan fjandvin sinn eftir síðustu umferð einmenningsins í París. Þá spiluðu þeir saman þetta spil: S/Allir Norður ♦ G872 VG6 ♦ 10862 + ÁG10 Vestur Austur ♦ K653 + ÁD109 V D92 ¥Á84 ♦ 53 ♦ ÁG7 + 9862 Suður ♦ 4 + 753 V K10753 ♦ KD94 + KD4 Forrester opnaði á hjarta í suð- ur, Jón svaraði 1 spaða og Forr- ester valdi að segja 1 grand, sem er ekki óeðlilegt þar sem keppnis- formið er eins og tvímenningur. Eftir tvö pöss enduropnaði austur með dobli og þótt það benti til að hann ætti spaðalit sagði Forr- ester pass og spilaði því 1 grand doblað. Vestur trúði félaga sínum ekki betur en svo að hann spilaði út laufi sem Forrester átti í borði. Ljóst var að tígullinn varð að gefa 3 slagi og til að vinna spilið var nauðsynlegt að spila tígultíunni úr borði í öðrum slag og svína henni. En Forrester spilaði tígli á kóng og nú dugði ekki að fara inn í borð á laufás og spila tígli. Aust- ur gat drepið og spilað iaufi, og vörnin var búin að bijóta sér 7 slagi. Forrester fór því einn niður og andstæðingarnir fengu 200 en Jón og Forrester fengu hreinan botn. Ef Forrester hefði unnið spilið, eða flúið í 2 tígla hefði Jón náð 3. sætinu. Honum gekk betur í þessu spili: S/NS Norður ♦ K8643 V- ♦ 9642 + 8754 Vestur Austur ♦ G72 + D105 VKDG1086 V 9752 ♦ D753 ♦ ÁG10 + - Suður ♦ Á7 VÁ43 ♦ K8 + D63 ♦ AKG1092 Vestur Norður Austur Suður M. Corn Sundelin Lesni- Jón ewski 2 Gr 3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 6 lauf/// Opnun Jóns sýndi 20-22 punkta. Hjartasagnir andstæðing- anna sögðu Jóni að Sundelin væri stuttur í hjarta og ætti því 3-4 lauf, og hann hlaut einnig að eiga eitthvað fyrst hann gat sagt 3 spaða. Jón skaut því á slemmuna og vann hana, þrátt fyrir laufaleg- una, þegar tígulásinn lá rétt. Slemman náðist aðeins við eitt annað borð og þar gengu sagnir nákvæmlega eins! Björn Eysteinsson var einnig með suðurspilin og hafði sem spil- afélaga annan sænskan evrópu- meistara, Tommy Gullberg. Björn opnaði einnig á 2 gröndum en nú sagði vestur pass. Norður yfir- færði í spaða með 3 hjörtum, Björn sagði 3 spaða og þá sagði norður pass! Það getur tekið á taugarnar að spila einmenning. En Björn fór illa með gamla refinn Georgio Belladonna í þessu spili. Norður ♦ 94 V 1082 ♦ ÁKG3 ♦ ÁK82 Vestur Austur ♦ 102 ♦ ÁK763 V DG974 VÁ ♦ 85 ♦ D10972 + DG94 Suður + DG85 VK653 ♦ 64 + 1065 + 73 Frakkinn Alan Levy í norður opnaði á 1 tígli, Pólverjinn Marcin Lesniewski sagði 1 spaða og Björn í suður sagði 1 grand sem varð lokasögn. Belladonna valdi að spila út hjartadrottningu á ás austurs sem spilaði spaða á drottningu Björns. Björn taldi Ijóst að hjartað lægi 5-1 og þá var ekki ólíklegt að austur ætti lengd í tígli og laufið lægi 3-3. Björn ákvað því að spila laufi í þriðja slag og þegar Bella- donna fylgdi með fjarkanum lét Björn áttuna duga og hún hélt slag! Björn spilaði þá spaða úr borði og austur stakk upp ás, tók kóng- inn og spilaði meiri spaða. Bella- donna henti tígli og hjarta, og nú tók Björn ás og kóng í tígli í borði. Aftur varð Belladonna að henda hjarta og þá gaf Björn honum einn hjartaslagen átti síðan afganginn. 9 slagir og semitoppur. Almanna- varnaæfing í Grindavík HJÁ Almannavörnum ríkisins lauk 6 daga námskeiði fyrir vettvangsstjóra almannavarna laugardaginn 16. maí. 24 vett- vangssljórar frá 14 stöðum á landinu voru útskrifaðir, þar af 8 úr Reykjavík. Þar með eru sérþjálfaðir vettvagnssljórar í landinu orðnir yfir 100 talsins og dreifast þeir nokkuð jafnt miðað við fólksfjölda á hveiju svæði, nema í Austurlandskjör- dæmi, sem er á eftir öðrum landssvæðuin hvað varðar al- mannavarnaþjálfun, segir í frétt frá Almannavörnum ríkis- ins. Námskeiðinu lauk með al- mannavarnaæfingu í Grindavík, þar sem sviðsettir voru jarðskjálft- ar, sprungumyndanir og eldgos. Tekin voru fyrir og æfð viðbrögð og vinnubrögð vegna slysa á fólki sem „varð undir fallandi hlutum og lokaðist inni á eiturmenguðum svæðum“. Þá var æft hvernig stað- ið yrði að brottflutningi íbúa og einnig bústofns, sem þurfti sér- staka meðhöndlun. Einnig voru æfð viðbrögð vegna skemmda á vegum og götum og veitukerfum, svo sem hitaveitu. 32 siasaðir voru dreifðir um bæinn í atvinnufyrir- tækjum, heimahúsum og í Svarts- engi. Stjórn æfingarinnar var í hönd- um Almannavarnanefndar Grinda- víkur en stjórn aðgerða á svæðinu í höndum nýútskrifaðra vettvangs- stjóra. Almannavarnir ríkisins önnuðust heildarsamræmingu á aðstoð við svæðið. Þeir sem tóku þátt í æfingunni auk framangreindra véttvangs- stjóra voru iögregla, slökkvilið og heilsugæsla í Grindavík, allar björgunarsveitir á Suðurnesjum, eiturefnamenn frá Slökkviliðinu á Keflavíkurflugvelli, deildir Rauða krossins á Grindavík og á Suður- nesjum og Landhelgisgæslan. Æfingin og sú þjálfun sem hún veitti er talin hafa skilað tilætluð- um árangri, segir í fréttatilkynn- ingu frá Almannavörnum. > I Opna mótið á St. Martin: Tveir af fjórum sig“- urvegurum íslenskir __________Skák_____________ Margeir Pétursson FJÓRIR skákmenn urðu efstir og jafnir á opna alþjóðamótinu á St. Martin í frönsku Vestur Indíum í Karíbahafinu sem lauk um síðustu helgi. Á meðal sigur- vegara með 7 v. voru tveir af íslensku stórmeisturunum, þeir Jón L. Árnason og Helgi Ólafs- son. Þátttakendur komu víðs vegar að, en flestir frá Banda- ríkjunum og Frakklandi. Margir af öflugustu skákmönnum Bandarikjanna tóku þátt og hin- ir sigurvegararnir tveir komu þaðan, þeir Alexander Ivanov, sem var úrskurðaður sigurveg- ari á stigum og Dmítríj Gúre- vítsj. Eins og nöfnin benda til hófu þeir báðir feril sinn í Rúss- landi. Undirritaður var ekki í nærri eins góðu formi og á mótinu í fyrra og endaði í 5-10. sæti, hálfum vinn- ingi á eftir efstu mönnum. Þar var ég m.a. í ágætum félagsskap tveggja úr bandaríska Ólympíulið- inu í Manila, þeirra Gulko og Benj- amin, en þeir gera sér vonir um að veija silfurverðlaun sín frá því síðast. Þessi frammistaða Jóns L. og Helga gefur vissar vonir um að íslenska Ólympíusveitin geti náð sínu besta í næsta mánuði. Úrslit urðu þessi: I- 4. Alexander Ivanov, Bandaríkj- unum, Jón L. Árnason, Helgi Ólafs- son og Dmítríj Gúrevítsj, Bandar. 7 v. af 9 mögulegum. 5-10. Joel Benjamin, Boris Gulko og John Fedorowicz, Bandaríkjun- um, Zapata, Kólumbíu, Margeir Pétursson og Igor Ivanov, Banda- ríkjunum 6 v. II- 19. I. Gúrevítsj, Bandaríkjun- um, Renet, Frakklandi, Todorcevic, Júgóslavíu, Kotliar, ísrael, Gamboa, Kólumbíu, Djuric, Júgó- slavíu, Ándrej Sokolov, Rússlandi, Zaltsman, Bandar. og Wallyn, Frakklandi 6 v. Keppendur voru hundrað talsins. Jón L. Árnason var í fararbroddi mestallt mótið, í sjöundu umferð missti hann upplagða skák gegn Aiexander Ivanov niður í jafntefli en lét það ekki á sig fá og vann mikilvægasta sigur sinn strax á eftir: Hvítt: ílja Gúrevítsj, Bandar. Svai-t: Jón L. Árnason 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 - a6 6. Be3 - e6 7. Be2 - Be7 8. 0-0 - Dc7 9. a4 - Rc6 10. f4 - 0-0 11. Khl - He8 12. Bf3 - Ra5 13. Dd3 - Bf8 14. Hadl - Hb8 15. b3 - Bd7 16. Rde2 - Rc6 17. g4 - Bc8 18. g5 - Rd7 19. Bg2 - g6 20. Bgl - Rb4 21. Dg3 - b6 21. — Rxc2 gekk nú ekki vegna 22. Hcl - Rb4 23. Rd5 - Da5 24. Bb6! - Rxb6 25. Rf6+. En hvítur lætur peðið á c2 hanga of lengi. 22. h4 - Bb7 23. h5 - Bg7 í stað þess að þæfa þessa dæmi- gerðu Sikileyjarstöðu áfram gefur hvítur nú andstæðingnum færi á að létta á stöðu sinni. Líklega hef- ur hann gert þetta í þeirri von að geta síðar sölsað undir sig d5 reit- inn. 24. Bd4 — e5 25. fxe5 — Bxe5 26. Bxe5 - Hxe5 27. Hd4? Eftir þetta er peðið á c2 ekki lengur eitrað. Gúrevítsj hefur yfir- sést hinn bráðsnjalli 29. leikur Jóns. 27. - Rxc2 28. Hc4 - Hc5 29. Rf4 - Rb4! (SJÁ STÖÐUMYND í NÆSTA DÁLKI) En ekki 29. — Hxc4? 30. Rcd5! Nú hefur svartur hins vegar bæði peði meira og betri stöðu. 30. hxg6 — hxg6 31. Hxb4 — Hxc3 32. Df2 - Dc5 33. Hd4 - Hf8 34. Bh3 - Hcl 35. IIxcl - Dxcl+ 361. Kh2 - Re5 37. Hxd6 - Bxe4 38. Hxb6 - Hd8 39. Hb4 - Hd2 40. Re2 - Rf3+ 41. Kg3 - Dc7+ 42. Kg4 — De5 og hvítur gafst upp. Helgi byrjaði illa pg var með 2 'A v. eftir 4 umferðir. í Monrad kerf- inu þýddi þetta að næstu andstæð- ingar hans voru ekki sérlega sterk- ir og það var ekki fyrr en í síðustu umferð að hann mætti stórmeist- ara. Andstæðingur hans, Frakkinn Renet, tapaði unninni skák í síð- ustu umferð á mótinu í fyrra og missti þá af því að deila efsta sætinu. Líklega ætti hann að bjóða jafntefli snemma næst. Hvítt: Renet, Frakklandi Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 - cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 — a6 6. f4 - Rbd7 7. Df3 - e5 8. Rf5 - b5 9. a3 - Bb7 10. Bd3 - g6 11. Re3 - Bg7 12. 0-0 - 0-0 13. Bd2 - exf4 14. Dxf4 - Re5 15. Jíel - h6 16. Hdl - Hc8 17. Khl - He8 18. Df2 - Dd7 19. Dgl - Rfg4 20. Rxg4 - Rxg4 21. Bg3 — Re5 22. Be2 - h5 23. Hd2 - He6 24. Hfdl - Rc4! Svartur jafnaði taflið fyrirhafn- arlítið og nær nú frumkvæðinu eftir frekar máttlausa taflmennsku hvíts. 25. Bxc4 - Hxc4 26. Hxd6 - Hxd6 27. Hxd6 - Dg4 28. Df2 — Bxe4 29. Rxe4 — Dxe4 30. Hd8+ - Kh7 31. Hd3? Það gerast oft undarlegir hlutir í síðustu umferð. Nú á svartur ein- faldan vinning með 31. — Dxd3! 32. cxd3 - Hcl+ 33. Del - Hxel 34. Bxel — Bxb2. Það er þó erfitt að gagnrýna leik sem knýr and- stæðinginn til uppgjafar aðeins þremur leikjum síðar. 31. - f5?! 32. h3? Með 32. b3! hefði hvítur átt þokkalega möguleika á að jafna taflið fyllilega. En Renet virtist alveg vera kominn úr sambandi og endaði með því að leika af sér manni: 32. - f4 33. Bh4 - f3 34. b3? - Dxh4 og hvítur gafst upp.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.