Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 43 Minning: Hlíf Tryggvadóttir Fædd 2. júní 1908 Dáin 9. maí 1992 Oftast finnst okkur mönnunum sem yfir skyggi þegar dauðinn bregður sinni beittu banasigð. Það fór þó ekki þannig, þegar mér var flutt sú fregn, að kær vinkona og samstarfsmaður um tveggja ára- tuga skeið, Hlíf Tryggvadóttir frá Ytri-Njarðvík, væri nú lögð upp í ferðina miklu, sem eitt sinn bíður okkar allra. Mér fannst þvert á móti, sem sólin skini skært í skýja- rofi, þegar minningamyndir liðinna samverustunda hrönnuðust upp í huga mínum. Það var alltaf svo bjart í kringum Hlíf, hvar sem hún fór. E.t.v. var það einn sterkasti eiginleikinn í fari hennar, að breiða birtu og yl yfir umhverfi sitt. Það finn ég einmitt svo mætavel, þegar minningin um þessa mikilhæfu konu sest að völdum í hjarta mínu. Hlíf Tryggvadóttir fæddist í Reykjavík 2. júní 1908. Foreldrar hennar voru hjónin Tryggvi Matt- híasson, trésmiður og Kristín Þórð- ardóttir. Þau hjónin eignuðust þrjár dætur. Elst þeirra er Auður, húsmóðir í Garðinum, en yngri voru tvíburarnir Nanna og Hlíf. Nanna er látin fyrir nokkrum árum. Tveggja ára gömul fluttist Hlíf með foreldrum sínum og systr- um suður að Skeggjastöðum í Garði og þar ólust þær systumar upp. Að loknu námi í barna- og ung- lingaskóla fór Hlíf til Reykjavíkur og lærði þar kjólasaum. En hugur hennar stefndi lengra á náms- brautinni, enda gædd ótvíræðum hæfileikum á þeim vettvangi. Hún hóf nám í Kennaraskóla Islands haustið 1931 og útskrifaðist þaðan vorið 1933 með kennarapróf og auk þess sérstakt söngkennara- próf. Að námi loknu lá svo leiðin fyrst til Ólafsvíkur. Þar kenndi Hlíf við barnaskólann um tveggja ára skeið. Árið 1935, hinn 9. janúar, gekk hún svo í hjónaband með unnusta sínum og skólabróður, Sigurbirni Ketilssyni frá Álfsstöðum á Skeið- um. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík og voru þar við kennslu í eitt ár. Eftir það lá leiðin austur á Eski- fjörð. Þar kenndu þau hjónin við barnaskólann næstu fimm árin. Þá var Sigurbjörn ráðinn skólastj- óri við Njarðvíkurskóla. Þangað flutti fjölskyldan 1942 og áttu þau heima í Ytri-Njarðvík. I Njarðvík var svo ævistarfið unnið. Hlíf hóf þegar kennslu hjá manni sínum og kenndi alltaf á meðan hann var þar við stýrið. Hennar aðalkennslu- greinar voru handmennt og söng- mennt. Annars var hún oftast nær reiðubúin að grípa þar inn í, sem þörfin var • mest hverju sinni. Fyrstu árin í Njarðvík var hún stundakennari, en frá 1955 var hún fastráðin þar. Hlíf var fædd kennari og naut þess að miðla öðrum af þekkingu sinni og hæfileikum. Ég kynntist störfum hennar talsvert náið. Bæði vorum við samkennarar við Njarð- víkurskóla á annan áratug og auk þess var hún organisti og söng- stjóri í því barnastarfi, sem fram fór innan vébanda kirkjunnar í Ytri-Njarðvík á starfsárum mínum þar syðra. Það var gott að starfa með Hlíf. Hún var svo samvinnuþýð, jákvæð og uppörvandi, að allt starfið var léttara, ánægjulegra og jimfram allt árangursríkara en það ella hefði orðið. Hún náði oft og tíðum alveg frábærum tökum á barna- kórnum sínum, sem alla tíð var starfandi í Njarðvíkurskóla á með- an hennar naut þar við. Þá má ekki gleyma þeim þætti, sem söng- urinn skipaði í skólastarfinu. „Syngjandi skóli er góður skóli" er eftir vitrum skólamanni haft. Og þá staðhæfingu hygg ég, að Hlíf hafi sannað með söngkennslu sinni í Njarðvíkurskóla. Þeir eru áreiðanlega margir, bæði þátttak- endur og áheyrendur, sem muna hinn fagra og fágaða söng, sem setti svo mikinn svip á hátíðahöld litlu jólanna í Njarðvíkurskóla. Oft kom mér í hug englasöngur, þegar ég hlýddi á hinar björtu, tæru og glöðu barnaraddir hljóma við und- irleik ýmiss konar ásláttarhljóð- færa, sem börnin léku sjálf á. Hlíf stjórnaði, og kórinn hlýddi stjórn- anda sínum, eins og hún væri að leika á hljóðfæri. Stærsta sigurinn tel ég þó, að kórinn hennar hafi unnið, þegar hann söng við hátíðarguðsþjónustu í Innri-Njarðvíkurkirkju á Thork- illí-hátíðinni svonefndu, þegar minnisvarði Jóns Þorkelssonar skólameistara var afhjúpaður 29. maí árið 1965. Það hefði verið gaman að eiga upptöku af þeim söng og eins af lögunum, sem kór- inn söng úti við afhjúpunina sjálfa. Þetta var mikil hátíðarstund, en hápunktur hennar var hinn ógieymanlegi söngur barnanna. Árið 1951-1952 var Sigurbjörn skólastjóri í fríi og dvaldi erlendis. Tók Hlíf þá að sér hlutverk eigin- manns síns og var settur skólastj- óri í fjarveru hans. Fórst henni það vel úr hendi eins og flest það sem að skólastarfi laut. Hlíf kom víðar við sögu á vett- vangi söng- og tónlistarmála í Njarðvík en í sambandi við skóla- kórinn og söngkennslu í skólanum. Árið 1944 var Innri-Njarðvíkur- kirkja endurvígð og Innri-Njarðvík gerð að sérstakri sókn. Þá tók Hlíf að sér að æfa upp nýjan kór þar í hverfinu og stjórnaði honum til 1948. í Ytri-Njarðvík var engin kirkja. En reglulegt guðsþjónustuhald hófst þar árið 1954 og fóru guðs- þjónustufnar fram í samkomuhús- um þar. Nokkru síðar hófst Hlíf handa og stofnaði kirkjukór í Ytri- Njarðvík og söng hann jafnan við guðsþjónustur þar upp frá því, með örlitlum hléum þó. Síst ber að van- meta og vanþakka hinn mikla og einlæga áhuga söngfólksins, sem hlaut að starfa við mjög erfiðar aðstæður. En fyrst og fremst var það þó hinn óbilandi baráttuhugur söngstjórans, sem hélt liðinu sam- an, bar starfið uppi og náði oft og tíðum alveg ótrúlegum árangri. Marga Ytri-Njarðvíkinga dreymdi um að eignast sína eigin kirkju. Sá draumur varð að bless- uðum veruleika á sumardaginn fyrsta 1979. Við þá framkvæmd lögðust margir á eitt. En sannfær- ing mín er sú, að með því góða og gifturíka starfi, sem Hlíf innti af hendi með söngstjórn sinni, bæði meðal barna og fullorðinna, megi telja hana í hópi hinna fremstu og virkustu brautryðjenda að kirkjubyggingunni. Auk tímafrekra starfa að söng- stjóm og organleik tók Hlíf tals- verðan þátt í félagsmálum Njarð- víkinga. Hún var t.d. formaður kvenfélagsins Njarðvíkur árin 1943-1945 og 1951-1954. Af því sem hér hefir verið sagt mætti draga þá ályktun, að Hlíf hafi ekki haft mikinn tíma aflögu til að sinna húsmóðurstörfum. En því fór víðs fjarri. Hún bjó fjöl- skyldu sinni fagurt heimili og gest- risni var hjá þeim hjónum í háveg- um höfð. Sjálfur minnist ég margra ógleymanlegra ánægjustunda á heimili þeirra við Þórustíginn í Ytri-Njarðvík og þeir eru áreiðan- lega mjög margir, sem eiga bjartar Kveðjuorð: Fædd 9. júlí 1899 Dáin 15. apríl 1992 Látin er á Ísafirði mikil heiðurs- kona, Anna Bjarnadóttir. Mig langar til að minnast hennar með nokkrum fátæklegum orðum. Anna giftist Ólafi Jakobssyni skósmið. Þau bjuggu á Urðarvegi 11 svo lengi sem ég man eftir, en Ólafur lést fyrir allmörgum árum. Þau eignuðust saman, stóran, góðan og myndarleg- an barnahóp, sem ég hef þekkt síðan ég man eftir mér Elst er Bjarney, þá Guðbjörg, Dagrún, Guðrún, Arndís, Anna Ólafía (Lóló) sem lést 11. jan. 1956, þá Jakob og yngst Fjóla. Oft var þröngt í litla húsinu, sem von var, en mikill kærleikur og hjartahlýja. Ég kom í litla liúsið á mínum barna- og uppvaxtarárum. Þangað var gott að koma, og á ég góðar minningar frá þessum árum. Já, það var stór barnahópurinn sem þau eignuðust, samt ólu þau upp eitt barnabarn, hana Steinunni. Eftir að ég flutti suður hef ég alltaf komið við hjá Önnu þegar ég hef farið vestur á ísafjörð. Oft hef ég minnst þessarar góðu konu eftir að ég varð fullorðin, sérstaklega fyrir hvað hún var alltaf hlý og notaleg. Aldrei heyrði ég hana kvarta, eða tala illa um nokkurn mann. Þó að þau væru svona mörg í litla húsinu fékk ég oft að bætast í hópinn. Svo er það eitt sem ég hef tekið eftir, en það er hvað sambandið milli hennar og barnanna hefur ætíð verið gott. Ég veit að Adda vinkona mín hefur hugsað vel um mömmu sína, og reyndar þau öll, enda var Anna allt- af boðin og búin að rétta hjálpar- hönd ef á þurfti að halda. Síðast kom ég til Önnu sumarið 1989, en þá yar hún flutt í Hlíð, hús aldraðra á ísafirði. Það var sama viðmótið sem mætti mér. Ellen mín ert þú komin? Ég held að við fáum okkur nú kaffisopa. Þá rifjuðum við allt mögulegt frá fyrri tíð, hún nefndi hitt og þetta í sambandi við okkur Öddu frá fyrri árum. Já, hún Anna var engin venjuleg kona hún var kjarkmikil Alþýðukona sem vert er að muna eftir. Ég sendi börnum, tengdabörnum og barnabörnum samúðarkveðjur. Ég á minninguna um hana hreina og fagra. Ellen Einarsdóttir. minningar í barmi geymdar frá samverustundum með þeim hjón- um á heimili þeirra. Börnin eru fimm talsins og öll á lífi. Elstur er Tryggvi, verkfræð- ingur og framkvæmdastjóri, kvæntur Siglindu F. Klein, þau búa í Reykjavík, þá er Kristín, kennari og húsmóðir í Reykjavík, gift Sig- urði Halldórssyni arkitekt, Drífa er húsmóðir og rekur gistiheimili í Lúxemborg, gift Þórði Sæmunds- syni flugvirkja, Álfdís Katla býr í Tampa í Flórída í Bandaríkjunum og yngstur er Þráinn, verkfræðing- ur búsettur í Suður-Afríku, kona hans, Susan, er af ensk-hollensk- um ættum. Afkomendur þeirra hjóna eru í dag 33 talsins. Hlíf hélt áfram kennslu til 1978. Eftir það bjuggu hjónin áfram í Ytri-Njarðvík til 1985. Þá um vor- ið fluttu þau til Reykjavíkur og bjuggu í Stóragerði 34 þangað til í nóvember 1991, er þau fluttu á dvalarheimilið Litlu-Gmnd. Síðustu þrjú árin átti Hlíf við ört vaxandi vanheilsu að stríða. Það var því sannkölluð lausnar- stund, þegar augu hennar lukust aftur í síðasta sinn hinn 9. maí síðastliðinn. Ég kom síðast á heimili þeirra hjóna á sólbjörtu síðdegi í júnímán- uði 1988. Það var alveg jafn gott og gaman að sækja þau heim þá eins og forðum suður í Njarðvík. Sama glaðværa gestrisnin, vinátt- an og hlýjan. Tíminn tók á flug. Það var liðið langt á kvöld, þegar ég loksins kvaddi, þó að ekki virt- ist það vera nema ein örskots- stund. Þau hjónin fylgdu mér fram á ganginn. Þangað inn var kvöld- sólin að senda síðustu geislana sína. Enn sem fyrr ljómaði birtan í þeim ranni, þar sem Hlíf Tryggva- dóttir réði ríkjum. Það var einmitt þessi sólskinsmynd, sem fyrst kom fram í huga minn, þegar Sigur- björn tjáði mér lát konu sinnar. Og nú sé ég hana í anda, þar sem hún gengur, á bjartri geislabrú, burtu frá dauðanum til lífsins. Vini mínum, Sigurbirni, börnum hans og fjölskyldum þeirra sendi ég mínar innilegustu samúðar- kveðjur og bið þeim Guðs blessun- ar í bráð og lengd. Björn Jónsson. Eitt sólríkt júníkvöld fyrir 34 árum steig ung kona sín fyrstu spor á íslenskri grund. Við land- ganginn stóðu tengdaforeldrar sem sáu hana þarna í fyrsta sinn. Faðirinn var heldur skeptískur á svipinn, en konan opnaði faðminri á móti konunni, sem sonur hennar var að koma með frá Þýskalandi. Síðan var faðmur hennar ætíð opinn þrátt fyrir tungumálaerfið- leika í byrjun. Henni Hlíf tengda- mömmu minni þótti vænt um börn- in mín, og ekki síst um nýjasta fjölskyldumeðliminn, fyrsta barna- barnið mitt. Móður minni sem síðustu árin kom árlega til íslands tengdist hún vináttuböndum og það era ekki fáar myndimar sem teknar voru af þeim sitjandi saman brosandi hvor til annarrar þrátt fyrir að þær skildu ekki mál hvor til annarrar. Því miður hafði hún ekki tæki- færi til að kynnast öðrum ættingj- um mínum persónulega fyrr en fyrir tveim árum, en hún fylgdist ætíð með þeim og spurði um líðan þeirra. Með árunum bættust fleiri og fleiri útlendingar í fjölskylduna og alltaf var hún reiðubúin að taka á móti þeim með hlýju og vinsemd. Að leiðarlokum vil ég þakka henni allt gott, líka fyrir hönd barna minna og ættingja. Megi hún fá hvíld eftir langa og farsæla ævi. Siglinde Sigurbjarnarson. Anna Bjarnadóttir Ævintýraleg sumardvöl í sveit fyrir 6 til 12 ára börn að sumardvalarheimilinu Kjarnholtum í Biskupstungum. Á áttunda starfsári okkar bjóðum við uppá fjölbreytta og vandaða dagskrá undir stjórn reyndra leiðbeinenda: Reiðnámskeið, íþróttir, leiki, sveitastörf, siglingar, sund, ferðalög, kvöldvökur o.fl. VERÐ: f tilefni þjóðarsáttar höldum við verðinu óbreyttu frá því í fyrra: 1 vika kr. 15.800,2 vikur kr. 29.800. Staðfestingargjald fyrir 1 viku kr. 5.800, fyrir 2 vikur kr. 9.800 Systkinaafsláttur: 1 vika kr. 1.200, 2 vikur kr. 2.400 Tímabil: l 31. maí - 6. júní 28. júní - 4. júlí 26. júlí -1. ágúst 7. júní - 13. júní 5. júlí -11. júlí 3. ágúst - 9. ágúst 14.júní-20.júní 12.júlí-18.júlí 21. júní-27. júní 19.júlí-25.júlí - I L Innritun og upplýsingar sími 98-68808 á daginn og 98-68991 um kvöld og helgar. j L_
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.