Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Filippseyjar: Fidel Ram- os sigurviss Manila. Reuter. FIDEL Ramos, fyrrverandi yfir- maður hers Filippseyja, kvaðst í gær trúaður á að hann myndi bera sigur úr býtum í forseta- kosningunum í landinu eftir að hafa náð 300.000 atkvæða for- skoti á helsta keppinaut sinn, Miriam Santiago, er þriðjungur atkvæðanna hafði verið talinn. Ramos fékk 1,74 milljónir at- kvæða og Miriam Santiago, oft nefnd „Járnfrú norðursins", fékk 1,44 milljónir. Imelda Marcos, ekkja Ferdinands Marcos einræðisherra, var í fimmta sæti af sjö og varaði við óeirðum í landinu ef Ramos kæmist til valda með kosingasvindli. Santiago hvatti námsmenn til að taka þátt í fjöldagöngum, sem hún hefur skipulagt víða um landið til að mótmæla meintu kosninga- svindli. „Ég bið 10 milljónir náms- manna til ganga til liðs við mig í þessari krossferð," sagði hún. „Há- skólanámsmenn fallast aldrei á for- seta sem kemst til valda með svindli.“ 141 ferð umjörðu Geimskutlan Endeavour lenti á Edwards-herflugvellinum í Kali- forníu sl. laugardag eftir níu daga velheppnaðan leiðangur. Tilgangur leiðangursins var að gera við bilaðan fjarskiptahnött og skjóta honum á rétta braut um- hverfis jörðu. Áhöfnin, sex karl- menn og ein kona, fór þrisvar út úr geimskutlunni til gera við hnött- inn, sem vegur 4 tonn og kostar um 7.8 milljarða ÍSK. Geimskutlan fór 141 hring í kringum jörðina í leiðangrinum, alls 4,16 milljónir km. Endeavour og áhöfnin settu mörg met í leiðangrinum, þ. á m. tvær lengstu geimgöngurnar frá upphafi. Króatar segjast ekki ráða við flóttamannastrauminn frá Bosníu: Reuter Flóttamannastraumurinn frá Bosníu liggur í allar áttir og stundum á fólk ekki annars úrkosta en leita á náðir andstæðingsins. Hér eru múslimar að fara yfir brú á Drinu, sem skilur Bosníu og Sebíu. „Flóttafólkið verður oft að hafast við á götumim“ - segir talsmaður króatíska utanríkisráðuneytisins Zagjeb, Róm, París. Reuter. KROATISK stjórnvöld skýrðu í gær frá því að þau réðu ekki lengur við þann gífurlega fjölda flóttamanna sem streymdi yfir landamærin frá Bosníu og báðu um aðstoð frá öðrum Evrópuríkj- um. Króatar hafa þegar tekið við 350 þúsund hosnískum flótta- mönnum og sagði Ante Babic, talsmaður utanríkisráðuneytisins, sagði tafarlausar aðgerðir verða að koma til og snerist málið ekki um daga heldur klukkustundir. „Brýnasta vandamálið sem finna verður lausn á er varðandi húsnæði. Ástandið er það slæmt að fólk bókstaflega sefur á götunum," sagði Babie. Þúsundir flóttamanna héldu áfram að streyma til Króatíu í gær en flest nági’annaríki hafa lokað landamærum sínum að mestu fyrir flóttamönnum. Dag- blöð í Króatíu skýrðu um helgina frá raunum hóps flóttamanna sem höfðu rekist um frá einum stað til annars í fimm daga eftir að þeim hafði verið bannað að fara yfir landamærin til Slóveníu. Töluverður fjöldi flóttamanna fór yfir landamæri Ítalíu um helgina og hafa ítalir óskað eftir því að Evrópubandalagsríkin haldi fund um flóttamannavandann. Giulio Andreotti, l'orsætisráð- herra í starfsstjórn Italíu, bað í gær George Bush Bandaríkjafor- seta um að hafa frumkvæði að alþjóðlegri neyðaraðstoð við flóttamenn frá Bosníu og fólk á átakasvæðunum. „Bandaríkin hafa ávallt verið í forystu fyrir mannúðaraðgerðum til að stuðla að því að draga úr þjáningum óbreyttra borgara sem að ósekju dragast inní átök,“ sagði ítalski forsætisráðherrann. „Eg þrábið yður um að íhuga þann möguleika að ráðast í svipaða mannúðarað- gerð ásamt okkur og öllum þeim þjóðum sem hefðu áhuga á að taka þátt.“ Talsmaður franska utanríkis- ráðherrans sagði Frakka í gær vera þeirrar skoðunar að nokkur hundruð friðargæsluliðar frá Sameinuðu þjóðunum ættu að vera staðsettir í Bosníu þó ekki væri nema til annars að tryggja öryggi bílalesta með neyðarað- stoð. Ekkert lát er á bardögunum í Bosníu og skiptust sveitir múslíma og Serba á skotum í höfuðborg- inni Sarajevo í gær. Króatíska útvarpið skýrði einnig frá því að tvær konur og einn lögregluþjónn hefðu fallið fyrir kúlum serbnesk- um leyniskyttna í Sarajevo. Einn- ig bárust fréttir af átökum í borg- inni Buca Potok, skammt frá Sarajevo, og serbneskum stór- skotaliðsárásum á borgina Tuzla, sem aðallega er byggð múslímum. Þá hófu sveitir Serba skothríð á rútu fulla af flóttamönnum í norð- urhluta Bosníu. Einn farþeganna féll og margir særðust. í það minnsta þrettán hundruð manns hafa fallið í átökunum í Bosníu á síðustu vikum og allt að sjö hundruð þúsund misst heimili sín. Reuter Sara og Andrés sjást saman Hertoginn og hertogaynjan af Jórvík, öðru nafni Andrés prins og Sara Ferguson, komu í fyrsta sinn saman opinberlega á hestasýningu í Winds- or sl. laugardag, eftir skilnað þeirra frá borði og sæng. Þau virtust afs- löppuð og Andrés var sagður hafa tekið utan um herðar hennar í stutta stund. Flutningabílar fluttu hins vegar eigur Söru á brott frá sveitasetri þeirra í Sunninghill Park á laugardaginri. Burma: Suu Kyi hittir loks- ins eiginmamiinn Semur ávarp sem sonur hennar flytur viö komu Ólympíueldsins til Spánar Bang’kok. The Dáily Telegraph. EIGINMAÐUR Aung San Suu Kyi, friðarverðlaunahafa Nó- bels, sagði eftir að hafa heim- sótt eiginkonu sína til Burma í fyrsta sinn í hartnær tvö og hálft ár að hún væri með „óbug- anlegt baráttuþrek“. Eiginmaðurinn, Michael Aris, prófessor við Oxford-háskóla, sagði að Aung San Suu Kyi fylgd- ist grannt með tilslökunum stjórn- ar Burma að undanförnu. „Suu fylgist með þróuninni með opnum huga. Hún er ekki enn sannfærð um að þetta sé upphafið að raun- verulegum umbótum, en hún vill láta þá njóta sannmælis ef svo reynist," sagði Aris. Herforingjastjórnin í Burma, sem setti Suu Kyi í stofufangelsi í júlí 1989, hefur að undanförnu slakað nokkuð á klónni, meðal annars látið pólitíska fanga lausa. Aris sagði að Suu Kyi temdi sér sjálfsaga í stofufangelsinu, læsi, stundaði sjálfsnám, færi með bæn- ir eins og venjulega og hlustaði á útvarp. Þau einu sem hún fengi að ræða við væru ung þjónustustúlka og foringi í leyniþjónustu hersins. Hún kvartaði þó ekki þar sem hún vissi að aðrir þjáðust meira en hún. Suu Kyi hefur ákveðið að láta verðlaunafé sitt, meðal annars vegna Nóbelsverðlaunanna, renna til heilbrigðis- og menntamála í Burma. Hún hefur einnig þegið boð um að semja ávarp í tilefni af komu ólympíukyndilsins til Spánar og það verður elsti sonur hennar, Alexander, sem flytur það. Suu Kyi Kúrdar að kjörborðinu KÚRDAR í Norður-írak ganga að kjörborðinu í dag til að kjósa sér leiðtoga en hlutverk hans verður fyrst og fremst að hafa forystu fyrir þeim gagnvart Saddam Hussein íraksforseta. Átti að kjósa á sunnudag en kosningunum var frestað um tvo daga vegna þess hve auð- velt var að þvo burtu blekið, sem nota átti til að merkja þá, sem kysu. Stendur baráttan milli tveggja manna, Massouds Barz- anis og Jalais Talabanis, og vill sá fyrrnefndi ganga til samn- inga við Saddam um sjálfstjórn en ekki sá síðarnefndi. Tveir aðrir menn, sem njóta þó lítils fylgis, bjóða sig fram og því getur hugsast, að kosið verði aftur milli tveggja efstu. Síðustu nas- istaréttar- höldin? JOSEF Schwamm- berger, fyrr- um yfirmaður í tvennum út- rýmingar- búðum nasista í Póllandi, var dæmdur í gær í lífstíðarfangelsi fyrir morð á gyðingum. Lýstu vitni honum sem einstaklega grimmum manni, sem ýmist hefði drepið fólk með eigin hendi eða sigað blóðhundi á það. Eftir stríð komst Schwammberger til Arg- entínu en þar hafðist uppi á honum fyrir tveimur árum og var hann þá framseldur til Þýskalands. Margt bendir til, að með dómnum yfir honum hafi síðustu nasistaréttarhöldin farið fram í Þýskalandi. Mandela í Ósló NELSON Mandela, forseti Af- ríska þjóðarráðsins, sem kom til Noregs sl. sunnudag í tveggja daga heimsókn, sagði að innan tíðar hæfust viðræður um myndun nýrrar ríkisstjórnar allra kynþátta sem tæki við af ríkisstjórn F.W. de Klerk, for- seta landsins. „Við hittum ríkis- stjórnina innan mjög skamms tíma til að ljalla um þetta mál og undirbúa það. Við horfum því til framtíðarinnar með bjart- sýni í huga,“ sagði Mandela við komu sína til Óslóar á þjóðhátíð- ardegi Norðmanna. Mandela heldur til Svíþjóðar í dag og síðan til Finnlands. Jöfn skipti 1 EB-málinu NÚ ERU andstæðingar Maastricht-samkomulagsins um aukinn samruna ríkja Evrópu- bandalagsins (EB) orðnir jafn margir og stuðningsmennirnir, samkvæmt nýjustu skoðana- könnun. Samkvæmt henni hyggjast 43% Dana greiða at- kvæði gegn samkomulaginu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2. júní og 43% á móti. Almennt er álit- ið að andstæðingar samkomu- lagsins séu að sækja í sig veðr- ið. Nokkur taugatitringur er vegna þessa á meðal stjórnmál- amannanna, sem eru flestir fylgjandi samkomulaginu. Þrír flokkar eru þó andvígir frekari samruna EB; Sósíalíski þjóðar- flokkurinn, Framaraflokkurinn og Kristilegi þjóðarflokkurinn. Á flokksþingi síðastnefnda flokksins um helgina var sam- þykkt ályktun gegn samkomu- laginu og urðu þingmenn hans undir í atkvæðagreiðslunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.