Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 21
þori alveg í tölvuleik. Ég skora hér með á því á fræðimenn sem aðhyll- ast fiskfriðun með ofbeldi og aðra fiskfriðunarsinna að leggja gögn sín á borðið á síðum Morgunblaðsins sem er besti og áreiðanlegasti fjölmiðill á íslandi. Gögnin sem við notum eru gögn Hafrannsókna- stofnunar um stærðir veiðistofna og hrygningarstofna helstu nytja- fiska þjóðarinnar og nýliðun þeirra. Það eru skástu og einu gögnin sem tiltæk eru um þessi málefni. Góð nýliðun er það sem vantar. Eigum við að bæta nýliðun með meira stjórnunarofbeldi eða meira fijáls- ræði? Ég vel fijálsræðið og bý í nálægð við náttúruna. Fiskfriðunar- sinnar hafa valið stjórnunarofbeldið og búa í nálægð við kerfisófreskj- una. Þetta verður spennandi ein- vígi. Geta fiskfriðunarsinnar rök- stutt mál sitt á sannfærandi hátt? Hver skyldi hafa betur, ég eða fisk- friðunarsinnar, þegar upp verður staðið? Dómarar verða áhugasamir lesendur og e.t.v. ritstjórn Mbl. Sá sem tapar rökfræðilega biðst afsök- unar opinberlega! Ég ætla að hafa betur. Kenningar fiskfriðunarsinna standast hvergi að mínu mati, hvorki fiskifræðilega, lögfræðilega né út frá almennri skynsemi. í grein minni í Mbl. 23. apríl sl. birtist línu- rit unnið upp úr skýrslum Hafrann- sóknastofnunar um veiðistofn og nýliðun þorsks sem sýndi neikvæða fylgni nýliðunar um 46% með stækkandi veiðistofni. Ragnar telur í svargrein sinni 8. maí sl. að 46% neikvæð fylgni nýliðunar við að safna þorski í hafið frá 1972 „sé ekki tölfræðilega marktæk" eins og hann orðar það. Prófessorinn reynir svo að rök- styðja mál sitt með því að birta svipað línurit yfir lengra tímabil sem sýnir líka neikvæða fylgni en sleppir því að segja hversu mikið neikvætt, en kemst að þeirri niður- stöðu að hans eigið línurit sé heldur ekki „tölfræðilega marktækt"!? Pró- fessorinn verður að gera betur ef hann ætlar ekki að kolfalla. hversu mörg línurit vill Ragnar fá og yfir hve marga fiskistofna í sams konar samanburði til þess að telja saman- burðinn „tölfræðilega marktækan"? Mitt framlag í þessari grein er sameiginlegt línurit yfir sex fiski- stofna samanlagt sett upp á sama hátt og í fyrri grein, nema nú er nýliðun reiknuð í tonnum. Línurit þessi eru sömuleiðis unnin upp úr gögnum Hafrannsóknastofnunar. Um er að ræða samanlagða veiði- stofna sex mikilvægra fiskistofna og samanlagða nýliðun þeirra. í þessari staðreyndaskoðun eru þrír botnfiskistofnar; þorskur, ýsa og ufsi og þrír uppsjávarfiskistofnar; loðna, síld og kolmunni. Kolmunni er lítið nýttur hér á landi en hann er stærsti fiskistofn í Norður-Atl- antshafi og kemur inn í landhelgina á vorin og sumrin í ætisleit og' þvi er rétt að hafa hann með, þar sem hann er þurftarfrekur á matarbúrið sökum stærðar. Samanlögð stærð þessara sex mikilvægu fiskistofna er frá tæpum 12 milljónum tonna 1979 niður í í Flatey á Breiðafirði 190.000 kr. Eysteinn G. Gíslason, Skáleyjum, Flatey. Smíða upp gamlan árabát, Kóp í Skáleyjum, 100.000 kr. Byggðasafn Rangæinga og V-Skaftfellinga, Skógum. (Þórður Tómasson). Endursmíði á heimilis- rafstöð frá Breiðabólstað á Síðu, 100.000 kr. Náttúrugripasafn A-Skaftafells- sýslu, Höfn. (Gísli Sverrir Árna- son.) Smíði sýningarborða undir skordýrasafn Hálfdáns Björnsson- ar, Kvískeijum, 115.000 kr. Háskólabókasafn (Þórir Ragn- arsspn). Viðgerðir á bókum og blöð- um í safni Benedikts S. Þórarins- sonar, 150.000 kr. Landsbókasafn íslands (Finnbogi Guðmundsson). Til umbúnaðar handrita, 120.000 kr. Héraðsskjalasafnið á ísafirði (Jó- hann Hinriksson). Söfnun skjala í umdæmi safnsins, 120.000 kr. Minjasafnið á Akureyri (Guðný Gerður Gunnarsd.). Skráning þjóð- lífsmynda Önnu Schiöth og Hall- gríms Einarssonar, 175.000 kr. Myndadeild Þjóðminjasafns ís- MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 21 rúmar 6 milljónir tonna 1982 og síðan aftur upp. Samanlögð nýliðun þessara stofna tekur stökk upp á við úr um 300 þúsund tonn á ári að meðaltali í um 630 þúsund tonn af árganginum 1983, 800 þúsund tonn af árganginum 1984, 440 þús- und tonn 1985 en fellur niður fyrir 250 þúsund tonn 1986 þegar stofn- arnir fara að stækka aftur vegna hinnar gífurlega sterku nýliðunar árin á undan! Þessi sömu gögn umreiknuð í fylgni sýna samanlagt neikvæða fylgni nýliðunar um 42% með stækkandi veiðistofnum allra þessara sex mikilvægu fiskistofna! Er þessari stærðargráða (6-12 millj. tonna veiðistofnar og nýliðun þeirra) nægilega stórt úrtak til þess að vera „tölfræðilega marktækt"? Eru 12 ár ekki „tölfræðilega mark- tæk“ og þá hvers vegna ekki? Þessi gögn gefa ótvírætt til kynna að mínu mati að sú öfgafulla friðun á veiðistofnum sem beitt hefur verið hafi verið til stórskaða hvað varðar nýliðun þeirra! Samt eru fræðimenn ennþá að reyna að heilaþvo þjóðina um að „ofveiði" sé orsök lítillar veiði í dag! Þetta eru staðreyndir unnar upp úr skýrslum Hafrann- sóknastofnunar á mína ábyrgð. Ég skal éta þetta allt ofan í mig ef fisk- friðunarsinnar geta hrakið þessi gögn og rökstutt að léleg nýliðun sé vegna of mikillar veiði. Mér finnst augljóst að þessi gögn gefi frekar til kynna að bæta hefði mátt nýliðun umtalsveit með meiri veiði úr flestum ef ekki öllum þess- um stofnum. Nú dugar ekki að hlaupa í burtu eða drepa þessu máli á dreif út um víðan völl. Það verður séð til þess að fiskfriðunarsinnar geti ekki falið sig. Gögnin á borðið! Brostið stjórnkerfi Forsendur núverandi fyrirkomu- lags fiskveiðistjórnunar eru gjör- samlega í molum að mínu mati sam- kvæmt gögnum Hafrannsókna- stofnunar. Þar að auki er ofbeldis- stjórnkerfið brostið vegna þess að það stenst alls ekki stjórnarfars- lega. Ekki má takmarka atvinnu- frelsi manna nema í þágu almanna- heilla skv. 69. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins. Það er alls enginn al- mannahagur fólginn í ofbeldis- stjórnkerfi sem leiðir til langtum lakari nýliðunar og þar með til- minnkandi afrakstursgetu mikil- vægustu nytjastofna íslensku þjóð- arinnar! 69. og 67. gr. stjórnarskrár lýð- veldisins var og er ætlað að veija atvinnufrelsi og eignarréttindi al- mennings í landinu. Hvor tveggja hefur verið fótum troðið í núver- andi stjórnunarofbeldi sem er Al- þingi íslendinga til hinnar mestu skammar. Alþingismenn tóku flest- ir mark á fiskfriðunarsinnum eins og páfagaukar. Þeir fáu sem voru með múður voru snúnir niður eða hundsaðir. Sjávarútvegi á íslandi hefur verið stjórnað í ört vaxandi mæli með stjórnunarofbeldi og til- skipunum, þó svo að nefndum 69. og 67. gr. stjórnarskrár ísleAska lýðveldisins hafi verið ætlað að koma í veg fyrir að slíkt yrði mögu- legt í lýðveldi sem á að teljast rétt- arríki! Allur þessi óskapnaður er svo að festa sig í sessi vegna þess að menn sjá ímyndaða fjármuni í því að halda ofbeldinu til streitu! Flotinn ekki of stór Fiskfriðunarsinnar þurfa að átta sig á því að ég og fleiri þolendur þessa stjórnunarofbeldis munum ekki láta þennan fíflagang viðgang- ast lengur. Við munum sækja fram og varpa okinu af okkur út í hafs- auga. Ég minni á að víkingarnir flúðu forðum daga frá Noregi und- an ofstjórn í leit að frelsi. Nú verð- ur ekkert flúið heldur skal ofstjórn- inni komið fyrir kattarnef! Ég ætla að endurtaka fully-rðingu rnína um að fiskiskipaflotinn sé alls ekkert of stór. Ég endurtek einnig að sjón- deildarhringur okkar er allt of lítill. Kolmunnastofninn einn er átta milljónir tonna! Næg verkefni þar! Fiskistofnarnir eru sameign þjóðar- innar en ekki einkafiskabúr öfga- fullra fiskfriðunarsinna og kerfis- karla sem virðast telja það hlutverk sitt að vera sífellt að reyna að vetja fiskana í „fiskibúrinu" fyrir ímynd- uðum, ljótum veiðimönnum, sem séu allt lifandi að drepa! Það finnast hvergi neinar vísindalegar stað- reyndir um að ofveiði sé orsök lé- legrar nýliðunar! Lítil veiði og minnkandi fiskistofnar eru hins vegar beinar afleiðingar lélegrar nýliðunar og fer nú að þrengjast hringurinn! Vannýttar fisktegundir eins og kolmunni, langhali (tvær tegundir), blálanga, úthafskarfi, gulllax, stinglax, búrfiskur o.fl. eru til vitnis um gífurlega sóknarmögu- leika í þessar fisktegundir í veiðan- legu magni langt umfram getu okk- ar til sóknar! Veiða má líka mun meira af síld og loðnu! Klúðrið með loðnuna er kapítuli út af fyrir sig. Loðnan reis upp frá dauðum! Þvætt- ingurinn um „of stóran flota“ ber eiginlega frekar keim af trúarof- stæki en staðreyndaumfjöllun. Við sem viljum fá að búa í friði og sátt í fijálsu landi án stjórnunar- ofbeldis og tilskipanakerfis sem á sér enga stoð í veruleikanum mun- um sjá til þess að gömul og forn- kveðin íslensk sannindi muni verða ráðandi í framtíðinni um niðurstöðú þessa máls: „Hafa skal það sem sannara reynist." Höfundur stundar atvinnurekstur og var þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn á Austurlandi TILBOÐSPAKKI A. Iseýi*. vcrðl Handlaug með blöndunartækjum Sturtubotn , . . . 80*80 cm | Salerni nv setu Allt þetta á aðeins krónur 28.990,- Skeifunni 8, Reykjavík S682466 lands (Inga Lára Baldvinsd.). Eftir- tökur eftir 10.000 óþekktum ljós- myndaplötum frá Ljósmyndastofu Sigfúsar Eymundssonar, 185.000 kr. Hörður Ágústsson, Grænuhlíð 12, Reykjavík. Gerð korta og blek- setning teikninga af bæjarhúsum og kirkjum í verkið Laufás, staður og kirkja, 135.000 kr. Kjartan Bergmann Guðjónsson, Bragagötu 30, Reykjavík. Sögurit- un um íslenska glímu og glímu- menn, 100.000 kr. Glímubókarnefnd Glímusam- bands íslands (Valdimar Óskars- son). Ritun um þróun og stöðu glímu í ísl. þjóðlífi, 150.000 kr. Veiðistjóraembættið (Páll Her- steinsson). Skráning allra þekktra grenja í Hornstrandafriðlandi, 130.000 kr. Fuglaverndarfélag íslands (Björn Guðbrandsson). Verndun ísl. haf- arnarstofnsins, 85.000 kr. Sumartónleikar í SkáHioltskirkju (Helga Ingólfsdóttir). Kaupa bassa- fiðlu í barokkstíl, 225.000 kr. GYSBRIDHR Á SÖGUSLéDIIM 1 i Uppselt hefur verið á allar sýningar frá upphafi Við tökum áskoruninni og höfum aukasýningu laugardagskvöld 30. maí v ALLRA SÍÐASTA SÝNING Stórkostleg skemmtun, þrírétta veislukvöldverður (val á réttum) og dansleikur Verð kr. 4.800 Opinn dansleikur frá kl 23.30 Ú13.00 Hljómsveitin EINSDÆMI Hinn sívinsæli stórsöngvari BJÖRGVIN HALLDÓRSSON syngur valin lög með hljómsveitinni eftir miðnætti Pantanir í síma 29900. Grænt númer 996099 -lofargóðu!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.