Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 37 Hjónaband í haustlitunum Kvikmymdir Sæbjörn Valdimarsson Reg-nboginn Herra og frú Bridge - „Mr. & Mrs. Bridge" Leikstjóri James Ivory. Handrit Ruth Prawer Jabhvala, byggt á skáldsögum e. Evan S. Connell. Aðalleikendur Paul Newman, Joanne Woodward, Kyra Sedgwick, Miargaret Welsh, Simon Callow, Blythe Danner, Saundra McClain, Robert Sean Leonard. Bandarísk. Cineplex Odeon 1990. Framleiðandinn Ishmail Merch- ant og leikstjórinn James Ivory vísa okkur veginn af sinni kunnu smekkvísi um horfinn heim vel stæðrar efri-millistéttar fjölskyldu í Kansas millistríðsáranna. Hús- bóndinn, lögmaðurinn hr. Bridge (Newman), er ráðsettur, sjálfum- glaður og heldur tillits- og húmors- snauður. Eiginkonan er algjör and- stæða, frú Bridge (Woodward) er hlý, tilfinninngarík stólpakona, bæld af eilífri undanlátssemi og harðstjórn eiginmannsins. Börn þeirra, Carolyn (Welsh), Ruth (Sedgwick) og Douglas (Leonard) eru af öðru sauðarhúsi og gjöró- líkri kynslóð og .fara sínar eigin leiðir á skjön við áform og vænt- ingar heimilisföðursins. Að venju er einstök fágun og Paul Newman og Joanne Wood- ward eru fremst í flokki ein- vala leikhóps í myndinni Herra og frú Bridge. fagmennska hinna kunnu kvik- myndargerðarmanna í fyrirúmi. Hvert einasta atriði er nosturslegt fram í fingurgóma, allt að því geril- sneytt. Og samtölin vel skrifuð af hinum góðkunna samstarfsmanni þeirra félaga, Ruth Prawer Jabhv- ala. Enda byggt á skáldsögum sem þykja afargóð lýsing á fjölskyldu- lífi ríkrar, hvítrar mótmælendafjöl- skyldu á tímum mikilla þjóðfélags- breytinga. Og þeir þættir komast líka dável til skila. Einkum hið breiða kynslóðabil á milli barnanna og foreldranna í Bridge fjölskyld- unni. Annarsvegar íhaldsemi og einstrengingsleg virðing gamla Bridge fyrir gildum og hefðum og hinsvegar sá nýi og fijálslegi and- blær sem umlykur yngri kynslóð- ina. Þá eru persónurnar afbragðs- vel holdi klæddar af úrvals leik- hópi. Þau Newman og Woodward eru þegar komin í hóp goðsagna- kenndra stórleikara sem eru ætíð jafn hrífandi á að horfa. Þau eru farin að reskjast en bera aldurinn vel, hann er í glæstum haustlitum eins og inntak myndarinnar. Blyt- he Danner skipar svo sannarlega sama flokk, en hún er kunnari leik- sviðs- en kvikmyndaleikari og því miður alltof fáséð á hvíta tjaldinu. Þau eru öll mjög eftirtektarverð, Welsh, Leonard og einkum Sedgwick, í' hlutverkum systkin- anna og leikararnir hárréttir í öll- um aukahlutverkum. Persónunum eru gerð misjafn- lega góð skil. Hið ástríðulausa samlíf hjónanna, fastmótað og trénað, er yfir höfuð sannfærandi. Börnin eru hinsvegar meira og minna úti á þekju. Samband Sedgwick og Newmans er einkar forvitnilegt og kemur stúlkan á áberandi hátt við sögu framan af en svo dettur botninn úr forvitni- legum tengslum hennar og fjöl- skyldunnar. Tilfínningarnar á milli móður og sonar eru einnig ófull- nægjandi, en þar bólar einnig á forvitnilegum böndum. Og dóttirin Welsh er algjörlega í lausu lofti. Þessir þættir eru hálfkaraðir og yfir myndinni hvílir kunnur, dauð- yflislegur hægagangur þeirra félaga, Merchants og Ivorys. Herra og frú Bridge er hvalreki fyrir þá sem unna sönnum leik og fágaðri kvikmyndagerð en sjálfsagt þykir einhveijum hún vel leikin og fáguð langloka. Einfeldningnr verður ofurmenni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Hugarbrellur („The Lawnmover Man“). Sýnd í BíóhöIIinni. Leik- stjóri: Brett Leonard. Gerð eftir smásögu Stephens Kings. Aðal- hlutverk: Jeff Fahey, Pierce Brosnan, Jenny Wright, Geof- frey Lewis. New Line Cinema. 1992. Önnur aðalsöguhetjan í þessari vísindaskáldskaparmynd eftir smásögu Stephens Kings er van- gefínn garðsláttumaður leikinn af Jeff Fahey. Hann er saklaus ein- feldningur sem engum gerir mein en fær að finna fyrir vonsku heims- ins, smánaður og barinn. Hin sögu- hetjan er vísindamaður, leikinn af Pierce Brosnan, sem vinnur við tilraunir með hugarorku fyrir her- gagnafyrirtæki. Hann hefur fundið upp lyf sem eykur margfalt starf- semi heilans og garðsláttumaður- inn verður hans tilraunadýr með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Myndin á lítið skylt við sögu Kings, sem er örstutt og birtist í smásagnasafninu „Night Shift“. Hugarbrellur er tækniþriller fyrir tölvuöld sem leikur sér að hluta með samband manns og tölvu og ótakmarkaða starfsgetu heilans þegar búið er að sprauta hann með lyfjum, nýrri uppfínningu vísinda- mannsins. Þetta er ekta vísinda- skáldskapur sem gælir við sköpun ofurmennis. Fahey er Franken- stein endurborinn búinn hugarorku sem ekki aðeins færir hluti úr stað heldur kemur sér líka inní tölvu- búnað og stundar þar hugarleik- fimi allógurlega. Aðalmálið í Hugarbrellum og það sem heppnast hvað best eru tæknibrellurnar og sérstaklega tölvumyndirnar sem margar eru mjög vel gerðar svo myndin virkar eins og hraður tölvuleikur. Tæknin 'yfírgnæfír efnið enda í raun fátt frumlegt við persónulega dramað í kringum vísindamanninn og til- raunadýrið hans. Brosnan er of- virkur sem vísindamaðurinn og Fahey alltof drungalegur til að kalla á samúð þar sem hann hefn- ir sín á þeim sem áður voru honum vondir. Yfir þeim gnæfir svo hinn raunverulegi óvinur sem er her- gagnafyrirtækið er sér hernaðar- legt mikilvægi í einfeldningnum en þar er líka róið á örugg mið stórfyrirtækjahatursins. Myndin virkar best fyrir vísindaskáldskap- arfíkla sem gera ekki alltof miklar kröfur til rökvísi í söguþræði eða dýpri persónusköpun. RAÐAUGÍ YSINGAR KENNSLA IÐNSKÖLINN t HAFNARFIRÐI REYKJAVIKURVEGI 74 OG FLATAHRAUNI SlMAR: 51490 OG 53190 Innritun á haustönn 1992 Innritað er á skrifstofu skólans alla virka daga frá kl. 9.00 til 15.00. Við innritun skulu nemendur láta fylgja prófvottorð frá þeim skólum er þeir hafa áður stundað nám í. Síðasti innritunardagur er 4. júní. Innritað verður í eftirtaldar námsbrautir: - 2. stig fyrir samningsbundna iðnema. - Grunndeild háriðna. - Grunndeild málmiðna 1. og 2. önn. - Framhaldsdeild í málmiðnum. - Grunndeild rafiðna 1. önn. - 3. önn í rafeindavirkjun. - Grunndeild tréiðna 1. og 2. önn. - Tækniteiknun 1. hluti. - Tækniteiknun framhaldsdeildir. - Tækniteiknun með tölvu. Tækniteiknurum og tæknifólki er gefinn kostur á að sækja þá áfanga í Auto-CAD sem eru kenndir í tækniteiknuninni. - Hönnunarnám er byggir á verkstæðinu sem grunni. Námið innifelur almennan kjarna og teikningar auk grunnþekkingar í meðferð tækja og efnis á sviðum tré, málma, plasts og steinaslípunar o.fl. svo og markaðsþekkingu. - Námskeið í trefjaplastiðn. Gefinn verður kostur á fjarnámi í bóklegum greinum, sem undanfara fyrir verklega hluta námsins. - Enskunám fyrir vinnuvélafólk. Gefinn verð- ur kostur á fjarnámi, er verður undanfari verklegra námskeiða, sem fyrirhuguð eru á vorönn. - Meistaraskóli fyrir iðnaðarmenn. - Fornám, auk upprifjunar á námsefni 10. bekkjar innifelur námið verkefnavinnu í verkstæðum skólans og starfskynningu frá atvinnulífinu. Á vorönn verður boðið nám fyrir 1. og 3. stig samningsbundinna iðnema, 3. önn hár- greiðslu, 2. önn í grunndeild rafiðna, 4. önn í rafeindavirkjun, námskeið í vinnuvélatækni auk hluta af ofannefndu námsframboði. Fullorðinsfræðsla fatlaðra Upplýsingar og^ innritun miðvikudaginn 20. maí í síma 813306 (Brautarskóli) og í dag þriðjudaginn 19. maí (skólinn við Kópavogs- braut) í síma 41423 milli kl. 10.00-12.00 og 13.00-15.00. Skólastjóri. óskast í eftirtaldar bifreiðar og tæki sem verða til sýnis þriðjudaginn 19. maí 1992, kl. 13-16 í porti bak við skrifstofu vora í Borgartúni 7, Reykjavík, og víðar. 2 Toyota Land Cruiser STW 4x4 diesel 1983-87 1 Mitsubishi Pajero Long 4x4 bensín 1988 1 Mitsubishi Pajero Turbo 4x4 diesel 1987 1 Ford Econoline XLT 14 farþ. 4x4 bensín 1985 1 Toyota Hi Lux Xtra cab 4x4 bensín 1987 1 Nissan Double cab 4x4 diesel 1985 3 Toyota Tercel 4x4 bensín 1986-87 2 Mitsubishi L-300 4x4 bensín 1983-86 1 Daihatsu Feroza (skemmdur) 4x4 bensín 1990 1 Saab 900 I (skemmdur) 1989 1 Mazda T-3500 sendib. diesel 1987 3 Ford Econoline sendib. bensín 1982-87 1 Ford Transit sendib. bensín 1983 1 Mazda E-2000 sendib. bensín 1986 1 Nissan 2000 pick up bensín 1986 1 Volvo 240 fólksb. bensín 1989 1 Toyota Corolla fólksb. bensín 1988 1 Mazda 929 fólksb. bensfn 1984 3 Daihatsu Charade fólksb. bensín 1986-90 2 Nissan Micra fólksb. bensín 1988 2 Lada Samara fólksb. bensín 1987 1 Mercedes Benz 0307 51 farþ. diesel 1978 1 Mercedes Benz 1622 vörub. diesel 1983 Til sýnis hjá Pósti og síma birgöastöð Jöfra. 1 Mitsubishi L-300 (skemmdur) 4x4 bensín 1991 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins Akureyri. 1 BMW 320 fólksb. skemmdur bensín 1982 1 Volvo 1025 vörub. m/búkka diesel 1981 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Grafarvogi. 1 Scania Lbs 141 vörub. diesel 1978 1 Hyster vélafl.vagn (31 tonn) 1971 1 lyftari Caterpillar V-100 lyftig. 5,81 diesel 1978 1 snjóvængur f/veghefil 1971 Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Borgartúni 5. 1 Toyota Hi Lux D.C skemmdur 4x4 bensfn 1 færiband Til sýnis hjá Vegagerð ríkisins, Búðardal. 1 Sturtuvagn K.A.S burðarþ. 5 t Til sýnis hjá Vegagerö ríkisins, Isafirði. 1 Massey Ferguson dráttarv. 699 4x4 diesel 1988 1988 1986 1984 Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri sama dag kl. 16.30 að viðstöddum bjóðendum. Réttur er áskilinn til að hafna boðum sem ekki teljast viðunandi. ll\ll\IKAUPASTOFI\IUI\l RIKISINS BORGARTUNI 7, 105 REYKJAVIK Sumarhúsalóðir Eigum til sölu nokkrar lóðir undir sumarhús í landi Þjóðólfshaga í Holtum. Kalt vatn og rafmagn að lóðarmörkum. Fallegt útsýni til allra átta. Stutt í alla þjónustu svo sem í sund á Laugarlandi og í verslun og þjónustu að Vegamótum, Rauðalæk og Hellu. Eigum einnig gullfallega 1,5 ha lóð við norð- anvert Apavatn, stendur við vatnið. Á lóðinni má byggja tvö hús ef vill. S.G. einingahúshf., Selfossi, sími 98-22277. I.O.O.F. Ob. 1 = 1735198'A = LF Skíðadeild Ármanns Verðlaunaafhending Innanfélagsmót Verðlaunaafhending fyrir innan- félagsmót skíðadeildar Ármanns veröur í kvöld, þriðjudaginn 19. maí, í Álfabakka 14A og hefst kl. 20.00. Mætum öll. Stjórnin. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Skrifstofa F.í opnuð í nýja féiagsheimilinu í Mörkinni 6 í dag, þriðju- daginn 19. maí. Kvöldganga miðvikudags- kvöidið 20. maíkl. 20: Gálgaklettar-Eskineseyri. Göngudagur F.í. sunnu- daginn 31. maítileink- aður opnun skrifstof- unnar í Mörkinni 6 Helgarferðir 22.-24. maí: 1. Eyjafjallajökull-Seljavallalaug. 2. Þórsmörk-Langidalur. Utanlandsferðir fyrir félaga Ferðafélagsins verða eftirfarandi: 1. Suöur-Grænland 25/7-1/8. 2. Jötunheimar í Noregi 14/8- 24/8. 3. Kringum Mont Blanc 29/8-9/8. Ný stórkostleg gönguferð í Ölpunum. Nánar kynnt í nýju fréttabréfi. • Pantið sem fyrst. Gerist félagar og eignist nýju árbókina. Upplýsingar á skrifstofu. Nýtt heimilisfang: Mörkin 6,108 Reykja- vík. Ný númer: Sími: 682533; Fax: 682535. Ferðafélag fslands, velkomin í hópinn! Kripalujóga Kynning veröur á kripalujóga laugardaginn 23. maí kl. 14.00 i jógastööinni Heimsljósi, Skeif- unni 19, 2. hæð. Kynntar verða teygjuæfingar, öndun og slökun. Æskilegt er að mæta í þægileg- um fötum. Byrjendanámskeiö hefjast eftir helgi. Upplýsingar ( síma 679181 milli kl. 17.00 og 19.00.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.