Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Kirkjubyggingamál í Kópavogi: Digraneskirkja Staða undirbúnings og hönnunar Greinargerð sóknarnefndar Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi greinargerð: Undirbúningur Undirbúningur að byggingu Digraneskirkju _er nú kominn á góðan rekspöl. í september sl. var staðfest úthlutun lóðar fyrir bygginguna. Þá þegar var hafin vinna við hönnun og annan undir- búning. Til verksins voru ráðnir þeir Benjamín Magnússon arkitekt og Magnús Bjarnason byggingar- stjóri. Allir tæknihönnuðir hafa verið ráðnir til verksins svo og húsasmíða- og múrarameistari. Hafa skriflegir samningar verið gerðir við alla ofangreinda ráðgjafa og verktaka. Til annarra verkþátta verða ráðnir verktakar síðar og þá að jafnaði að undangengnum út- boðum. Umsókn um byggingarleyfi ligg- ur nú fyrir og verða framkvæmdir hafnar jafnskjótt og leyfið er veitt. Samningaumleitanir hafa farið fram um kaup á orgeli. Hafa verið fengin tilboð frá viðurkenndum orgelsmiðum í Austurríki, Dan- mörku og Frakklandi. Er unnið að því að samræma hönnun orgelsins og kirkjuhússins. Jafnframt er við það miðað að orgelið verði fullgert og stiilingu þess lokið áður en kirkja verður vígð á síðari hluta næsta árs. Hönnun Við hönnun Digraneskirkju var einkum haft í huga, að byggingin félli sem best að umhverfi og nær- liggjandi byggð. Forðast var að nota stóra heila fleti í útveggjum kirkjunnar, en form í þess stað brotið upp og haft marghyrnt og breytilegt. Með þessu móti verða beinar lín- ur að jafnaði ekki lengri en sam- bærilegar línur í nærliggjandi hús- um. Kirkjuskipið rís upp úr miðri byggingunni og rúmar um 300 manns í sæti. Umhverfis það er annað húsnæði sem ekki þarf eins mikla lofthæð. Umgjörð í svipaðri hæð og nærliggjandi byggð mynd- ast þannig umhverfis sjálft kirkju- skipið. Enn frekar er dregið úr áhrifum útveggja með því að halla þeim örlítið inn á við en það minnk- ar um leið skuggavirkni þeirra á næsta umhverfi. Kirkjuskipinu var gefin lögun með hliðsjón af góðum hljómburði jafnt fyrir almennar kirkjuathafnir og tónlistarflutning. Við hlið kirkjuskips er safnaðar- heimili sem rúmar um 110-120 manns í sæti. Þennan sal rná opna og fjölga þannig sætum í kirkjunni ef nauðsyn krefur við sérstakar athafnir. Á sömu hæð eru einnig skrifstofa prests, skrúðhús og bún- ingsherbergi fyrir fermingarbörn og brúðhjón. í kjallara er kennslustofa fyrir fermingarbörn, skrifstofa fyrir meðhjálpara auk geymslna, tækni- rýmis og hreinlætisaðstöðu. Við suðausturhorn kirkjunnar verður jarðvegur lækkaður. Við það mynd- ast hallandi flöt í útigarði sem nota mætti fyrir athafnir undir beru lofti svo sem hljómlistarflutning. Safnaðarstarf Eins og fram kemur hér að ofan verður rúmgóður safnaðarsalur í tengslum við kirkjuskipið auk kennslustofu í kjallara. Þessi að- staða mun koma að góðum notum fyirr margvíslegt safnaðrstarf. Slíka aðstöðu hefur hingað til vant- að í sókninni. í öðrum sóknum sem eignast hafa húsaskjól svipað því er Digranessöfnuður hyggst nú koma sér upp, hefur það nýst vel í þágu félagslegrar starfsemi svo sem fyrir börn og aldraða, jafn- framt hefðbundnum kirkjulegum athöfnum. Er þess að vænta að sú verði einnig raunin í Digranessókn. Einnig má benda á það að salir vel fallnir til tónleikahalds eru ekki á hverju strái í Kópavogi. Digranes- kirkja mun bæta þar úr brýnni þörf. Andmæli nágranna Hópur íbúa í húsum næst kirkj- unni hefur mótmælt byggingu hennar. Eru aðalrök þeirra þau að kirkjan mundi valda náttúruspjöll- um, auk þess sem þeir telja að margvísleg önnur óþægindi yrðu af henni. Sóknarnefnd er að sjálf- sögðu fulltrúi þessara íbúa ekki síður en annarra sóknarmanna og hefur hún kynnt sér sjónarmið þeirra m.a. með heimsóknum og persónulegum viðtölum. Ekki hefur nefndin fallist á þau rök er að fram- an greinir. Um athugasemdir þess- ara íbúa hefur verið fjallað áður á ítarlegan hátt af hálfu sóknar- nefndar t.d. í grein í Morgunblaðinu „Forvígismenn and- mælenda eru duglegir málafylgjumenn og leitast með tiltækum ráðum við að hindra framgang kirkjubygg- ingarinnar. Það er álit sóknarnefndar að meirihluti safnaðarins sé fylgjandi því að kirkjubygging rísi með þeim hætti sem lýst er hér og heldur hún verk- inu áfram.“ 18. maí 1991 og verður það ekki enduitekið. Forvígismenn andmælenda eru duglegir málafylgjumenn og leitast með tiltækum ráðum við að hindra framgang kirkjubyggingarinnar. Það er álit sóknarnefndar að meiri- hluti safnaðarins sé fylgjandi því að kirkjubygging rísi með þeim hætti sem lýst er hér og heldur hún verkinu áfram. Lokaorð Með þessari greinargerð vill sóknarnefnd Digranessóknar koma á framfæri upplýsingum er varða fyrirætlanir um byggingarfram- kvæmdir til íbúa í sókninni og ann- arra, sem láta sig málið varða. Ef sæmilegur friður fæst til þess að hrinda þessum áætlunum í fram- kvæmd, ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu. að fyrir lok næsta árs standi fullgerð kirkjubygging á Digraneshæð sem mun bæta úr brýnni þörf og jafnframt verða sókninni og báejarfélaginu öllu, bæði þeim er búa nær og fjær, til sóma um ókomin ár. SAA: Þórarinn Tyrfingsson endurkjörinn formaður Á AÐALFUNDI SÁÁ, sem hald- inn var laugardaginn 16. maí, var Þórarinn Tyrfingsson, yfir- læknir SÁÁ, endurkjörinn for- maður samtakanna. Á aðalfundinum kom fram að 100% nýting er á meðferðarpláss- um á sjúkrastofnunum SÁÁ á Vogi, Staðarfelli og í Vík. Rúm- lega 1.800 manns koma í meðferð á sjúkrahúsinu Vogi á hveiju ári og um 800 þeirra fara í framhalds- meðferð á Staðarfelli og í Vík. Fjárhagur SÁÁ hefur tekið stakkaskiptum til hins betra síð- ustu tvö ár. Þó hafa framlög _úr ríkissjóði til sjúkrastofnana SÁÁ minnkað að raungildi, en á móti hefur tekist að lækka kostnað við rekstur þeirra. Á aðalfundi SÁÁ var í fyrsta skipti gefin út ársskýrsla samtak- anna. I henni er meðal annars að finna ágrip af sögu SÁÁ, en á þessu ári eru 15 ár liðin frá því samtökin voru stofnuð. í ársskýrslunni er jafnframt yfirlit eftir Þórarinn _ Tyrfingsson um meðferðarstarf SÁÁ frá stofn- un samtakanna en þó einkum eft- ir að sjúkrahúsið Vogur tók til starfa árið 1984. I yfirlitinu leiðir Þórarinn líkur að því að meðferð- arstarf SÁÁ hafi þegar sýnt um- talsverðan árangur, sem sjáist m.a. á því að varanlegar batalíkur þeirra sem koma í meðferð í fyrsta skipti eru 60% og að stórneytend- um ólöglegra vímuefna eldri en 25 ára hefur fækkað stórlega. Þá kemur fram í yfirliti Þórarins Tyrfingssonar að miðað við óbreytta meðferðarþörf muni 19% íslendingar leita sér meðferðar vegna alkóhólisma einhvern tíma á ævinni. Þetta er meðaltal kynj- anna, en hlutfallið fyrir konur er 11,5% og fyrir karla^ 27,5%. Fram kemur að SÁÁ er stærsti meðferðaraðili hér á landi og mik- ill meirihluti þeirra sem leita sér meðferðar koma til SÁÁ. Vegna góðrar nýtingar sjúkrarúma og umfangs starfseminnar hefur tek- ist að halda kostnaði við hveija meðferð lágum og hefur þessi kostnaður farið minnkandi með hveiju árinu. (Fréttatilkynning) Sígaunakonung- arnir koma LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík er framundan og forsmekkur af þeirri hátíð fyrir augu og eyru verða tónleikar sígaunasveit- arinnar Gipsy Kings í Laugar- dalshöll eftir rúma viku. Þá munu sígaunarnir sjö með fjögurra manna aðstoðarliði stíga á fjalir Laugardalshallar og Hytja flamencoblendinginn sem gert hefur þá heimsfræga. Tónlist hefur alla tíð verið veig- amikill hluti af sígaunamenningu og því má halda fram að það sé tónlistinni að þakka að helsta mál sígauna, rómanska, hafi lifað í árhundruð án þess að vera til sem ritmál. Þrátt fyrir þennan sameig- inlega arf dregur tónlist sígauna dám af þeirra heimaslóðum og þannig er tónlist spænskra sí- gauna mjög flamencoskotin og margir af fremstu flamencotón- listarmönnum Spánar hafa verið sígaunar. Þannig er það með fé- lagana sjö sem skipa Gipsy Kings, því þeir koma flestir frá Katalóníu, bera spænsk nöfn og tala sem móðurmál gitan, sem er blanda af katalónsku, spænsku og próvönsku. Tónlist þeirra svip- ar til nueva Andalucia-flamencos, en þeir sem lagt hafa stund á það hafa reynt að draga fram sígaunarætur tónlistarinnar. Því til viðbótar hafa Gipsy Kings bætt í tónlistina rokkþáttum, eins og rafbassa og trommum, til að breikka ggunn hennar og ná til fleiri áheyrenda. Uppúr 1970 stofnaði flam- encosöngvarinn kunni Jose Rey- es, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa sungið mikið með gítarleikaranum snjalla og frænda sínum Manitas De Plata, sveitina Los Reyes með sonum sínum. Jose féll frá á besta aldri en synirnir héldu áfram að spiia fyrir klink á frönsku Rivierunni. Þar heyrði Birgitte Bardot í sveit- inni og fékk hana til að spila í af- mæli sínu 1977. Með henni og pilt- unum tókst vinátta sem auðnaði piltunum að komast inn í innstu tískuklíkur, en þeir Iaunuðu fyrir sig með því að semja lag um hana. Næstu ár voru Los Reyes eftirlæti þotuliðsins í Frakklandi og víðar og sagan hermir að Charlie Chaplin hafi heyrt til sveitarinnar á kaffí- húsi í Lauzanne og hrifíst svo af að hann brast í grát. Reyes-bræður hittu frændur sína og bróðursyni Manitas De Platas, Baliardo-bræður, í brúð- kaupi 1982 og stokkuðu saman við sveitina, svo úr varð sú sem þekkt er um heim allan undir nafn- inu Gipsy Kings. Framan af héldu þeir Los Reyes-nafninu, en Chico, leiðtogi sveitarinnar sem er giftur inn í Reyes-fjölskylduna, ætlaði henni heimsfrægð og fékk félaga sína til að taka upp enskt heiti til að undirbúa heimsyfirráð. Hann þrýsti einnig á þá að veita rokk- þáttum inn í tónlistina og þegar þeir komust í kynni við ötulan umboðsmann var allt til reiðu. Ekki gekk þó eins og til stóð til að byija með, því útgáfufyrir- tæki og útvarpsstöðvar áttu í erf- iðleikum með að átta sig á hveijir það væru sem hefðu gaman af tónlist sveitarinnar og framan af voru plötur Gipsy Kings taldar með þjóðlegri tónlist, í stað þess að flokka þær með popptónlist, sem þær vissulega eru. Það var svo þegar breskir tónlistarunnend- ur gengu af göflunum þegar sveit- in lék í Lundúnum haustið 1988 að menn áttuðu sig á að það var stór hópur fólks sem ekki hafði áhug'a á listapoppi eða þungarokki og vildi gjarnan fá að heyra líflega skemmtitónlist að hætti Gipsy Kings. Síðan þá má segja að sveit- in hafi ekki stigið feilskref, því vinsældir hennar hafa aukist jafnt og þétt og hafa líklega aldrei ver- ið meiri en um þessar mundir. Það má því ljóst vera að koma Gipsy Kings hingað til lands er kærkom- in heimsókn framúrskarandi og frumlegra tónlistarmanna, sem náð geta til alls þorra fólks. Samantekt: Árni Matthíasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.