Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 45
45 Ekki verða hér raktar ættir Björns og uppvaxtarár. Það munu vafalaust aðrir gera sem betur þekkja til. Við viljum hér aðeins með örfáum orðum geta kynna okkar af Birni sem burt hefur nú verið kallaður langt um aldur fram. Það munu vera nær 12 ár síðan i að við fyrst hittum þau hjón Björn og Margréti Guðvinsdóttur en þá hafði sonur okkar stigið það gæfu- I spor að tengjast þessari ijölskyldu. Það er okkur í fersku minni hve innilega var tekið á móti okkur | hjónum er við í fyrsta sinn komum á heimili þeirra á Hólaveginum. Síðan þá hefir það verið okkur sér- stakt tilhlökkunarefni að eiga þess kost að heimsækja þau og njóta alkunnrar gestrisni þeirra og inni- legs viðmóts. Þessum þætti í ferli þeirra hjóna þarf raunar ekki að lýsa fyrir þeim íjölmörgu sem þessa hafa orðið aðnjótandi á liðnum árum. Björn var maður hógvær og traustur í þess'orðs fyllstu merk- ingu. Allt viðmót hans mótaðist af vinsemd og rósemi. Hann tók jafnan á móti gestum með sínu einlæga brosi og það var engin yfirborðs- mennska í fari hans. Björn rak um langt árabil um- fangsmikla byggingarstarfsemi í , samvinnu við fleiri aðila á Sauðár- króki. Þær eru orðnar fjölmargar byggingarnar stórar og smáar þar , á staðnum sem hann lagði gjörva hönd að. Hann var virkur þátttak- andi í þeirri glæsilegu uppbyggingu sem átt hefir sér stað í heimabæ hans. í þessu starfi naut sín vel hans mikli dugnaður og útsjónar- semi við störf á hveijum tíma. Það kom í hans hlut að vera jafn- an í forsvari við þessa starfsemi. Best mun honum þó hafa fallið að vera sjálfur þátttakandi í störfum hveiju sinni og þá jafnan þar sem mest reyndi á. Það mun ekki hafa verið auðvelt fyrir hann að sætta sig við að vera svo snögglega kippt burt frá störf- um. Öllu þessu mun hann þó hafa tekið með rósemi og karlmennsku. I Leiðir hafa nú skilið en eftir stendur minningin um góðan dreng og traustan vin. I Kæra Margrét við hjónin vottum þér og öllu venslafólki innilega sam- úð okkar. Megi Guð veita ykkur ( styrk í sorginni og blessa ykkur minningamar. Kristjana og Þráinn. Kallið er komið. Björn Guðnason er allur. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks mánudaginn 11. maí sl. Andlátið kom engum á óvart er til þekkti. Mánuðum saman var glíman háð við geigvænlegan sjúk- dóm — beðið og vonað. Sú giírna var háð af æðrulausri ró og karl- mennsku, en hlaut að enda á einn veg. Hér verða æviatriði ekki tíunduð, i né ættir raktar, aðeins drepið á einn þátt af íjölbreyttum félagsmála- störfum Björns Guðnasonar. j Fyrir hartnær 30 árum gekk hann til liðs við Lionshreyfinguna, gerðist einn af stofnendum Lions- j klúbbs Sauðárkróks og helgaði hon- " um krafta sína allt að leiðarlokum. Formaður klúbbsins var hann frá 1967-1968. Hann var einlægur áhugamaður í öllu starfi klúbbsins, ötull og ósérhlífinn, yfirlætislaus með öllu og engin veifiskati. Hug- sjónir Lion voru samofnar lífsskoð- un hans og lífsstíl, enda var hann ætíð reiðubúinn að leggja dijúgan skerf af mörkum, er átaka var þörf. En nú er skarð fyrir skildi. Góður drengur er genginn, félagi fallinn. Við Lionsfélagar þökkum af alhug hnökralausa vináttu og samstarf allt á liðnum árum. Við flytjum aðstandendum öllum og eiginkonu, Margréti Guðvins- « dóttur, innilegar samúðarkveðjur. Hennar er missirinn mestur og sorgin sárust. Megi hinn hæsti höf- 9 uðsmiður alls sem er, veita henni þann styrk í raun, sem verða má. Lionsklúbbur Sauðárkróks. Fleiri miimingargreinar um Björn F. Guðnason verða birt- ar síðar í blaðinu. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, HAFSTEINN ORMAR HANNESSON frá ísafirði, til heimilis á Grandavegi 47, Reykjavík, lést í Borgarspítalanum aðfaranótt 16. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristín Bárðardóttir, Bárður Hafsteinsson, Edda Gunnarsdóttir, Guðrún K. Hafsteinsdóttir, Einar Pétursson, Hannes Hafsteinsson, Soffía Jóhannsdóttir og barnabörn. t SIGRÍÐUR ÞORLÁKSDÓTTIR, sem andaðist 11. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 22. maí kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ingólfsdóttir. t Kveðjuathöfn um móður mína og tengdamóður, GUÐBJÖRGU GUÐJÓNSDÓTTUR frá Litlu Brekku f Geiradal, er lést á Hrafnistu í Reykjavík þann 23. febrúar 1992, fer fram frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 21. maí kl. 15.00. Bálför hefur farið fram. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Kjartan og Elsa Lorange. t Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, KARÓLÍNA SOFFI'A JÓNSDÓTTIR frá Fossi í Hrútafirði, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 20. maí kl. 10.30. Reynir Aðalsteinsson, Jónína Hlíðar, Viðar Aðalsteinsson, Helga Sigurðardóttir, íris Valberg, Trausti Guðlaugsson og barnabörn. t Móðir mfn, tengdamóðir, amma og langamma, ELKA GUÐBJÖRG ÞORLÁKSDÓTTIR, Kleppsvegi 18, andaðist 15. maí í Landakotsspítala. Jarðarförin verður gerð frá Laugarneskirkju þriðjudaginn 26. maí kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfé- lagið. Valgerður Pálsdóttir, Hreinn Bergsveinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, LÁRU M. VIGFÚSDÓTTUR, fer fram frá IMarfeyrarkirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 14.00. Hreiðar Vilhjálmsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Reynir Vilhjálmsson, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, JÓHANN EINARSSON blikksmíðameistari, Sólheimum 23, Reykjavík, lést á heimili sínu föstudaginn 15. maí. Jenný Sigfúsdóttir, Helga S. Jóhannsdóttir, Guðfinna Jóhannsdóttir, Jóhanna Jóhannsdóttir Furuvik, Einar I. Jóhannsson, ísak V. Jóhannsson, Sigrún Einarsdóttir, Þorgerður Einarsdóttir, Aldís Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. Guðjón Helgason, Henk Hoogland, Ingmar Furuvik, Helga Eiðsdóttir, Inga Sigurjónsdóttir, Pálmi Magnússon, Kaj Fryestam, t Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfararsonarokkarog barnabarns, JÓHANNS ÞÓRS STEFÁNSSONAR, Hæðargarði 10, Höfn, Hornafirði. Gréta Friðriksdóttir, Stefán Steinarsson, Jóhanna Guðlaugsdóttir, Þórketill Sigurðsson. t Alúðarþakkir til allra þeirra, er veittu okkur hluttekningu og hlý- hug við fráfall föður okkar, stjúpföður og bróður, GUÐBJARTS H. ÓLAFSSONAR, Álftamýri 50. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild 11-E, Landspítal- ans, heimahlynningu Krabbameinsfélagsins, bílstjórum á Vörubíla- stöðinni Þrótti, sem og sr. Jakobi Á. Hjálmarssyni, fyrir ómetanleg- an stuðning. Guð blessi ykkur öll. Ólafur B. Guðbjartsson, Sigmundur Guðbjartsson, Guðrún I. Bjarnadóttir, Helga Bjarnadóttir, Anna Ólafsdóttir. t Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞORKELL HALLDÓRSSON, Sæmundargötu 6, Sauðárkróki, lést 10. maí. Jarðarförin fer fram frá Sauðárkrókskirkju miðviku- daginn 20. maí kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Ósk Þorkelsdóttir, Örn Þorkeisson, Erna Þorkelsdóttir, Katrfn Þorkelsdóttir, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabarn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTINN ÓLASON fv. brunavörður, Dalbraut 20, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 21. maí kl. 15.00. Hrafnhildur Kristinsdóttir, Hjörvar Sævaldsson, Kristinn Ó. Kristinsson, Hrafnhildur Þórarinsdóttir, Einar Á. Kristinsson, Rebekka Ingvarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir til allra, er veittu okkur hluttekningu og hlýhug við fráfall eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR STEINSSONAR, Starmóum 4, Njarðvfk. Guð blessi ykkur öll. Pálína Þorláksdóttir, Steinn Árni Sigurðsson, Gunnar Þór Sigurðsson, Elsa Hafsteinsdóttir, Linda María Gunnarsdóttir, Jón Gunnar Margeirsson, Pálína Heiða Gunnarsdóttir, Steinþór Júlíusson, Gunnar Þór Jónsson og systkini hins látna. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlý- hug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, HULDU H. ÓLAFSDÓTTUR. Kolbrún Sigurjónsdóttir, Arnar Guðmundsson, Sigurjón Arnarsson, Herborg Arnarsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.