Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 33 Mikil óvissa ríkir um afgreiðslu þingmála SÍÐUSTU daga fyrir þingfrestun er jafnan mikil óvissa um hvaða þingmál verði afgreidd og hver ekki. í gærkvöldi voru línur nokk- uð farnar að skýrast en mjög var óvíst um afgreiðslu nokkurra átakamála. í gærkvöldi var enn umtalsverð óvissa um afgreiðslu þingmála, hvaða mál skyldu njóta forgangs eða sæta afgangi. En það var orð- ið næsta víst að þrjú stjórnarfrum- vörp yrðu ekki afgreidd. Frumvörp um stofnanir hlutafélaga um Se- mentsverksmiðju ríkisins og Síldarverksmiðju ríkisins, enn- fremur frumvarp um skipulag ferðamála. Það var einnig næsta óvíst um að banni við viðskiptum við Suður-Afríku yrði afiétt. Hins vegar var talið nærri fullvíst að frumvarp sjávarútvegsráðherra um Fiskistofu yrði samþykkt. Einnig var afgreiðsla flugmálaá- ætlunar og vegaáætlunar talin örugg. Frumvarp fjárlaganefndar um greiðslur úr ríkissjóði var óvænt komið í nokkra óvissu þar sem Kristinn H. Gunnarsson (Ab-Vf) og Halldór Ásgn'msson (F-Al) vildu ræða þetta mál betur og fjöldi annarra mála beið af- greiðslu. Einnig hafði frumvarp um Náttúrufræðistofnun ís- lands ratað í nokkra óvissu vegna breytingatillagna frá Árna Mathi- esen (S-Rn). Stjórnartillaga um staðfestingu á fríverslunarsamn- ingi EFTA við Tyrkland, en rík- isstjórnin leggur mikla áherslu á að þetta mál hljóti samþykki því þessi samningur felur í sér fríversl- un með fisk og hefur fordæmis- gildi varðandi sambærilega samn- inga við nýfijálsar þjóðir Mið- og Austur-Evrópu. Enn sem fyrr lagði ríkisstjórnin höfuðáherslu á að fá samþykkt frumvarp til laga um skattskyldu innlánsstofnana, en það mál var aðalátakamál gærdagsins og ekk- ert samkomulag um afgreiðslu þess. Enn var gert ráð fyrir því að Alþingi gerði hlé á þingstörfum síðdegis í dag. Þó óvissa sé ríkjandi um afgreiðslu þingmála, voru þingmenn ekki þungir á brún þegar þessi mynd var tekin. Utandagskrárumræða um landbúnað og EES: Deilt um túlkun á bók- unum um jöfnunargjöld Lögskilnaður heimil- aður eftir sex mánuði HJÓNUM verður heimill lögskilnaður sex mánuðum eftir að leyfi var gefið fyrir skilnaði að borði og sæng. Síðasta laugardag sam- þykki Alþingi frumvarp Þorsteins Pálssonar dómsmálaráðherra um stofnun og slit hjúskapar. Frumvarpið, sem var samþykkt Einnig eru gerðar allmiklar með fjörutíu og íjórum samhljóða breytingar á lagákvæðum varðandi atkvæðum, varðar breytingu á lög- úrlausnarvald stjórnvalda við með- um um stofnun og slit hjúskapar ferð skilnaðarmála. Margar þeirra og einnig á lögum um réttindi og breytinga sem lögin kveða á um skyldur hjóna. Meðal nýmæla í eru nauðsynlegar vegna aðskilnað- frumvarpinu er að annað hjóna ar dómsvalds og umboðsvalds í hér- getur einhliða krafist skilnaðar að aði sem tekur gildi 1. júlí næstkom- borði og sæng og þarf ekki að til- andi. greina sakaratriði. í 3. grein frum- varpsins er kveðið á um að séu hjón á einu máli um að leita lögskilnaðar sé hann kræfur þá sex mánuðir eru liðnir frá því að leyfi var gefið út til skilnaðar að borði og sæng. En séu hjón ekki á einu máli, á hvor maki um sig rétt á lögskilnaði eftir að eitt ár er liðið frá því að leyfi var veitt til skilnaðar frá borði og sæng. í núgildandi lagaákvæði er fresturinn ávallt eitt ár. HALLDÓR Blöndal laudbúnaðarráðherra segir það vera skilning rík- isstjórnarinnar að Islendingar geti lagt fullt verðjöfnunargjald á ákveðna vöruflokka sem tilgreindir eru í viðbæti við EES-samning- inn. M.a. jógurt og smjörlíki en líka sósur og súpur. Jón Helgsson (F-Sl) bað um ut- 3 væru ákvæði um að ekki mætti MMMI andagskrárumræðu um Evrópskt efnahagssvæði og innflutning land- búnaðarafurða. Jón Helgason hafði þungar áhyggjur af setningu í 5. gr. í viðbæti 1 við bókun 3 í EES- samningnum: „Gjöld sem lögð eru á við innflutning til landsins skuli þó aldrei vera hærri en það sem Island leggur á innflutning frá samningsaðiium árið 1991.“ Hefði ráðherrann beit sér fyrir því að koma þessari setningu inn í samn- inginn? Væri ekki íslenska ríkis- stjórnin með þessari setningu að afsala Islendingum rétti til að leggja á jöfnunargjöld, þar sem árið 1991 voru slík gjöld hér mjög lág eða engin? Halldór Blöndal landbúnaðar- ráðherra sagði að þessi setning hefði komið inn í samninginn að kröfu Evrópubandalagsins og ríkisstjórnin teldi sig ekki hafa afsalað rétti ís- lendinga til að leggja á jöfnunar- gjöld, þótt hún stæði í samningnum. Ráðherra sagði að í 9. gr. bókunar Frumvarp um skattskyldu innlánsstofnana: Höfuðmál ríkisstjórnarinnar leggja hærri gjöld á vörur sem féllu undir verðjöfnunarkerfið en voru í gildi í ársbyijun 1992. En liður 2 í 5. gr., 1. viðbætis fjallaði um undan- þágur frá þessu hámarki fyrir ís- lendinga. Undanþágur sem væru veittar á þeim forsendum að íslend- ingar hefðu í sáralitlum mæli beitt verðjöfnunargjöldum á undanförn- um árum. Landbúnaðarráðherra tii- greindi þá tollflokka sem undanþág- an næði til: Jógúrt, smjörlíki, súkk- ulaði, deig, pasta, brauð og kökur, sultur og marmelaði, sósur og súpur. Landbúnaðarráðherra vitnaði til frásagnar íslensku fulltrúanna af fundinum 4. desember þar sem segði um þessa tollflokka: „Eftirtaldar vörur sem eru með engum gjöldum við innflutning í dag, verða undan- þegnar gjaldþakinu og má leggja fullt verðjöfnunargjald á þær sam- kvæmt almennum ákvæðum bókun- arinnar.“ Það væri því ótvíræður skilningur þessara fulltrúar okkar að sú setning í EES-samningnum sem Jón Helgason hefði vitnað til takmarkaði á engan -hátt rétt okkar til að leggja fullt verðjöfnunargjald á þær vörur sem undanþágan næði til. Þetta væri jafnframt túlkun rík- isstjórnarinnar á samningstextan- um og myndi hún knýja á um að fá-þann skilning staðfestan lijá Evr- ópubandalaginu. Á því væri full þörf því fram hefði komið sá skiln- ingur hjá vissum Evrópubandalags- fulltrúum að gjaldtaka af vörum sem voru fijálsar í innflutningi 1991, en væru á undanþágulistan- um, mætti ekki verða meiri en þá var. Þessi skilningur myndi valda því að verðjöfnunarkerfið gæti ekki virkað á vissa vöruflokka, s.s. pasta og flatbökur sem bæru heldur engin gjöld í dag. Landbúnaðarráðherra minnti einnig á í ræðu sinni að það væri óumdeilt innan GATT að þar jafn- gilti innflutningsbann háum tollum. Landbúnaðarráðherra taldi að bæri- lega hefði tekist að tryggja hags- muni íslensks landbúnaðar við gerð EES-samingsins, „þrátt fyrir óljósa stöðu“ í þeim efnum við stjórnar- skiptin í vor. Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra staðfesti að það væri túlkun ríkisstjórnarinnar og emb- ættismanna hennar að það væri ekki gjaldþak á þeim vörum sem notið hefðu innflutningsverndar. Kristín Einarsdóttir (SK- Rv) taldi sýnt að mistök hefðu átt sér stað og vildi benda á að það væri ekki skiiningur íslenskra stjórnvalda sem réði, heldur túlkun Evrópubanda- lagsins sem átti að ráða öllu á þessu Evrópska efnahagssvæði. Jón Helgason taldi mikla þörf á því að fá sem fyrst ótvíræða yfirlýsingu frá Evrópubandalaginu á því hvern- ig það túkaði þessa bókun. MEGINÁTAKAMÁL Alþingis síðan á laugardag hefur verið frum- varp til laga um skattskyldu innlánsstofnana. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að opinberir fjárfestingarlánasjóðir verði skattskyldir með sama hætti og bankar og sparisjóðir. Eitt helsta markmið frumvarps- ins er að jafna samkeppnisaðstöðu lánastofnana. En einnig er sam- þykkt frumvarpsins nauðsynleg til að tekjuáætlun fjárlaga standist. Á þessu ári er gert ráð fyrir 150 milljóna króna tekjum vegna þeirra breytinga sem frumvarpið miðar að. Jón Baldvin Hannibalsson; Ekki er verið að fella orð- ið, jafnrétti“ úr lagatexta ER VERIÐ að fella út orðið ,jafnrétti“ úr islenskum lagatexta með samþykkt laganna um Lánasjóð íslenskra námsmanna, LÍN? „Nei,“ segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. „Þetta orð var Frumvarpið um skattskyldu inn- lánsstofnana var til 2. umræðu síð- degis síðastliðinn laugardag og einnig í gær. Stjórnarandstæðingar töluðu mjög gegn samþykkt frum- varpsins í þessum umræðum. Töldu þeir frumvarpið ekki nægjanlega vel unnið og einnig myndi skatt- heimta sú sem frumvarpið kveður á um leiða til vaxtahækkana og væri ekki efni til að bæta þeirri byrði á illa stödd atvinnufyrirtæki- landsmanna. En meðal þeirra sjóða sem skattskyldir verða má nefna Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og Stofnlánadeild landbúnaðarins. Frumvarpið miðar af því að jafna samkeppnisstöðu lánastofnana. Og ennfremur myndi lánastofnunum verða mismunað eftir eignaformi og vitnuðu mjög til gagnrýni eða umsagna frá Fiskveiðasjóði. Friðrik Sophusson Ijármálaráð- herra lagði hins vegar á það áherslu að hér væri um að ræða samræm- ingu á skattlagningu og jöfnun samkeppnisaðstöðu. Veðdeildir bankanna væru skattskyldar og hann benti á að þótt hlutafé og arður hlutafélaga væri dregið frá skattstofni myndaði það á hinn bóginn skattstofn hjá eigendum. Ráðherra benti á að eiginfjárstaða Fiskveiðasjóðs væri góð, um fjórir milljarðar. Vaxtahækkun eður ei væri háð því hvaða kröfu sjóðurinn ætlaði sér að gera til breytinga á eiginfjárstöðu. Ef litið væri til út- lána sjóðsins og þess að þau bæru vexti, þá mætti ætla að 1% vaxta- hækkun næmi um 230 milljónum króna en samanlagður tekju- og eignarskattur hefði verið 110 millj- ónir ef hann hefði verið álagður. Hann taldi að staða Fiskveiðasjóðs yrði sambærileg við stöðu ríkis- bankanna. í gærkvöldi var annarri umræðu enn ekki lokið. ekki í eldri lögum.“ Við samþykkt frumvarpsins um LIN höfðu stjórnarandstæðingar mjög á orði að verið væri að fella út orðið_ ,jafnrétti“ úr íslenskum lögum. Ólafur Þ. Þórðarson (F-Vf) annar fulltrúi Framsóknarflokksins í menntamálanefnd hefur lagt fram fyrirspurn til Jóns Baldvins Hannib- alssonar formanns Alþýðuflokksins: „Hyggst utanríkisráðherra beita sér fyrir lagahreinsunarátaki í sam- ræmi við breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna þannig að orðið ,jafnrétti“ verði fellt niður úr íslenskum lögum alls staðar þar sem það kemur fyrir?“ Morgunblaðið leitaði svara við fyrirspurn Ólafs Þ. Þórðarsonar hjá Jóni Baldvini Hannibalssyni ut- anríkisráðherra. „Það er að hafa stysta svar þingsögunnar við þess- ari fyrirspurn, svarið er nei.“ Ástæðan er einföld, orðið ,jafn- rétti“ var ekki fellt úr lögum um LÍN; orðið var aldrei að finna í lög- unum frá 1982 og síðar. Það sem gerðist var að stjórnarmeirihlutinn vildi skýra markmiðsgreinina betur og kom því fram með breytingartil- lögu: „Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að tryggja þeim, sem falla undir lög þessi, tækifæri til náms án tillits til efnahags." Einhvers staðar stendur skrifað að þeim mun verr gefist heimskra manna ráð sem fleiri koma saman. Ólafur þingskörungur hefur sér það til afbötunar að það hafi einhver logið þessu að honum. Og honum orðið það á að trúa þessu. Hann var ekki einn um það. Stjórnarand- stæðingar tuggðu þetta hver upp eftir öðrum samkvæmt þeirri kenn- ingu að sé lygin endurtekin nógu oft fari tnenn að trúa henni. Þeir voru víst farnir að trúa þessu sjálf- ir.“ STUTTAR ÞINGFRETTIR Sex lagabálkar samþykktir Á 148. fundi Alþingis síðastlið- inn laugardag var samþykkt sem lög frá Alþingi frumvarp um stofnun og slit hjúskapar. í upp- hafi 149. þingfundar í gærmorgun samþykkti Alþingi sex lagabálka: Lög um sinubrennur, bruna- varnir og brunamál, yfirskatta- nefnd, staðgreiðslu opinberra gjalda og lög um Atvinnuleysis- tryggingasjóð. Lögin um Atvinn- uleysistryggingasjóð eru sam- þykkt til þess að framfylgja yfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar í tengsl- um við gerð kjarasamninga. í upphafi 150.,fundar í gærkvöldi voru samþykkt sem lög frá Al- þingi frumvarp um að leggja nið- ur Skipaútgerð ríkisins og frum- varp um Háskólann á Akureyri. Alþingi ályktar Aþingi samþykkti á 148. fundi á laugardaginn þingsályktun um vistfræðilega þróun landbúnað- ar. Á 150. fundi var þingsályktun um styrkingu Kolbeinseyjar samþykkt. Einnig var ályktun um eflingu íþróttaiðkunar kvenna samþykkt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.