Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 13 Ferðakynning á Eiðistorgi ALLAR helstu ferðaskrifstofur Iandsins kynna sumarferðirnar í ár, á morgun, miðvikudaginn 20. maí, í verslunarmiðstöðinni á Eiðistorgi. Þar getur fólk komið, gert sam- anburð á verði og kynnt sér úrval- ið á einum og sama staðnum og þar með sparað sér mikla fyrir- höfn. Kynntir verða ferðamögu- leikar bæði innanlands og erlend- is. Eftirtaldir aðilar í ferðaiðnaði munu mæta á staðinn og kynna þjónustu sína: Ferðaþjónustu bænda, Ferðafélag íslands, Flug- ferðir-Sólarflug, Samvinnuferðir- Landsýn, Úrval-Útsýn, Félag ís- lenskra ferðaskrifstofa, Ferða- skrifstofa stúdenta, Alís, Ferða- skrifstofa Reykjavíkur og Ferða- málaráð. Einnig verður Bókaversl- un Eymundssonar með sérstaka ferðabókakynningu. Boðið verður upp á gos og á torginu og á vor- markaði Hagkaups bjóðast gas- grill, sumarhúsgögn og reiðhjól. Ferðaveislan verður á efri hæð- um Eiðistorgs 11 og hefst kl. 14.00 og muna standa yfir til klukkan 18.00. (Fréttatilkynning) Fyrirlestur um þunglyndi HALDIN verður námstefna á Hótel Holiday Inn á vegum Öldrunarfræðafélags íslands miðvikudaginn 20. maí nk. Efni námstefnunnar er þung- lyndi hjá öldruðum. Framsögu- menn verða: Halldór Kolbeinsson læknir, Anna S. Þórðardóttir hjúknmarfræðingur, Heiðdís Sigurðardóttir sálfræðingur og Matthías Halldórsson aðstoðar- landlæknir. Námstefnan hefst kl. 13.15 og lýkur kl. 16. Skráning hefst kl. 12.50. Námstefnan er öllum opin. ófrekjum -“. Hér var á ferðinni fáránleikaverk, sem dansar á mörkum þess að vera ballett. Samt var eitthvað sem virkaði ágætlega - kannski var það húmorinn í verk- inu. Ljós voru ágætlega notuð, eins og reyndar einnig í verki Lilju. Það er fátt um verkið að segja, því fáránleikinn er hvorki góður né vondur. Hann er og á að vera fáránlegur. Annars missir hann marks. Þetta litla leikhús við Tjörnina hentaði þessari sýningu þokka- lega, þó ekki sé það vel fallið til að sýna dansverk. Það væri gaman að sjá sýningu frá Uppspuna, sem gerði meiri kröfur til danskunnáttu hópsins. Þessi sýning var frekar eins og sýning á kóreógrafíu. Framtakið ber að lofa og hvetja hópinn til dáða. Það ætti að vera til rúm fyrir Uppspuna í borgarlíf- inu. einbeiting áhorfandans að flökta og verkið getur misst marks. Að skaðlausu hefði mátt þétta verkið og stytta. Samt var þetta líklega heilsteyptasta verkið. Lokaverk kvöldsins eftir Katrínu Ólafsdóttur bar heitið „- af ferskum ferskjum og óferskum Merrild - hefur kennt íslendingum að meta gott kaffi. Þú getur valið um þrjár mismunandi tegundir af Merrild-kaffi. 103 - Millibrennt 304 - Dökkbrennt 104 - Mjög dökkbrennt Merrild setur brag á sérhvem dag. Tívolí við tjörnina __________Ballett_____________ Ólafur Ólafsson Færeyska ferðatívolíið. Danshöfundar: Katrín Olafs- dóttir, Lilja Ívarsdóttir, Marta Rúnarsdóttir. Hljóð: Gunnar Arnason. Dansarar: Guðbjörg Arnardótt- ir, Jóhanna Guðlaugsdóttir, Jó- hanna Kristín Jónsdóttir, Katr- ín Olafsdóttir, Lilja fvarsdóttir, Marta Rúnarsdóttir. Framkvæmdastjóri: Linda Sif Þorláksdóttir. Tjarnarbíó, 14. maí 1992. Hópur dansara, sem kallar sig Uppspuna, stendur að sýningu, sem hefur hlotið heitið Færeyska ferðatívolíið. Reyndar~hefur sýn- ingin hvorki neitt með Færeyjar eða tívolí að gera. Höfundar verk- anna hafa sótt nám bæði hérlend- is og erlendis á undanförnum árum og hrinda sýningunni af stað að eigin frumkvæði. Á sýningunni eru þijú dansverk, sem öll reyna á þol og athygli áhorfandans. „Speculum" heitir fyrsta verkið, og er eftir Mörtu Rúnarsdóttur. Speculum er einnig nafn á áhaldi, sem notað er til að skyggnast inní líkama manna. Sögupersóna Mörtu er líka að skoða. Spegil- myndin er ekki alltaf sú „rétta“. í leit að sjálfsímynd finna margir strengjabrúðu í fjötrum, sem hrin- ur ef skorið er á strengina. Verkið er kaflaskipt, sem styrkir það ekki. Lilja ívarsdóttir dansar vel í þriðja kaflanum, en í heild náði verkið ekki að hrífa nóg. Of oft var frá- sögnin í dansinum óljós og ómark- viss. Annað verkið hét ,,-ætíð í far- sælu samræmi í sannsögulegum viðburðum -“ og var eftir Lilju -ívarsdóttur. Sviðið var tómur salur með ósamstæðum stólum með- fram veggjum. Þetta verk fór vel af stað og virtist ætla að verða mjög hvasst og markvisst. Tónlist- in var á köflum með tregablöndn- um bernskuhljómi úr spiladós. Verkið segir frá fjórum_ konum, sögu þeirra og skaphöfn. Á köflum virkar verkið sem langdregið stól- askark, og drepur það nokkuð nið- ur þá spennu, sem svona verki er nauðsyn. Danshöfundur verður að halda athygli áhorfandans óskiptri. Ef losnar um böndin, fer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.