Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 Fótaaðgerðir Opið bréf til heilbrigðisráðherra eftir Ósk Óskarsdótt- ur, Kristínu Stein- grímsdóttur, Helgu Stefánsdóttur og Viktoríu Viktorsdótt- ur Hérlendis er ekki og hefur aldr- ei verið kostur á námi í eiginlegum fótaaðgerðum enda ekkert nám verið viðurkennt sem slíkt né nokkrar þær reglur viðurkenndar sem styðjast mætti við um ákvörð- un þess hvað séu fótaaðgerðir og hvað ekki. Að frátöldum þeim sem hafa notið eiginlegrar fótaaðgerð- arþjónustu hérlendis eða erlendis og kunna eftir það að greina hana frá annarri þjónustu sem boðin er undir sama heiti, þá kann allur almenningur það ekki. Heilbrigðis- yfirvöld hafa heldur enn ekki sýnt því áhuga að setja reglur sem skil- greini þá þjónustu sem í boði er og almenningur geti ratað eftir. Vegna almenns þekkingarleysis á þessu sviði hefur um -árabil við- gengist að boðið er víða upp á þjón- ustu sem í raun er ekki annað en fótsnyrting undir heitinu fótaað- gerð. Þeir sem hafa haft áhuga á að mennta sig í faginu og þekkja hvað eiginleg fótaaðgerðaþjónusta er og vilja öðlast fulla menntun á því sviði hafa því þurft að sækja þá menntun út fyrir landsteinana. Við undirritaðar, 4 félagsmenn af 5, í félagi íslenskra fótafræðinga höfum allar lokið námi frá dönsk- um skóla, þ.e. „Skolen for fodt- erapeuter“. Sá skóli hefur auk Dana ekki einungis útskrifað ís- lendinga heldur líka nema frá öll- um hinum Norðurlöndunum. Skól- inn er sjáifseignarstofnun en rek- inn undir eftirliti danska mennta- málaráðuneytisins. Nám í „Skolen for Fodterapeuter“ eru 3 sex mán- aða annir, samtals 2.115 kennslu- stundir þar af 1.190 verklegar stundir þar sem nemar starfa und- ir eftirliti og handleiðslu kennara skólans, án þess að gjald sé tekið fyrir. Allir kennarar í bóklegum fögum eru með háskólagráðu í sínu fagi og í vissum tilvikum læknar með sérnám að baki. Starfsheitið „fodterapeut“ er lögverndað í Danmörku, einungis þeir sem lokið hafa námi frá fyrr- nefndum skóla mega starfa undir því_ starfsheiti. í Danmörku eru auk „fodtera- peuter“ starfandi „fodplejere" en þeir sem undir því heiti starfa munu hafa þjálfun eða menntun frá ýmsum einkaskólum eða stof- um, sem þó í öllum tilvikum er fjarri því að vera sambærileg við menntun „fodterapeuter“. / Danmörku eru einungis „fod- terapeuter“ löggilt heilbrigðisstétt. Læknar vísa einungis til þeirra og ríkissjúkratryggingakerfið þar tekur í mörgum tilvikum þátt í kostnaðinum s.s. vegna ellilífeyris- þega, sykursýkissjúklinga og fólks sem þarf naglaspangir, innlegg o.þ.h. Þjónusta „fodterapeuter" innan heilbrigðisstéttarinnar er undanskilin virðisaukaskatti. Þar til nú á allra síðustu árum voru einungis tvær konur starfandi hérlendis með „fodterapeut“- menntun sem sinntu eiginlegum fótaaðgerðum. Önnur þeirra er ein okkar undirritaðra en hin hefur fyrir alllöngu hætt starfsemi sinni. Að vísu mun þá þegar ákveðin stofa hafa auk snyrtingar boðið upp á einhvers konar fótaaðgerðir en sá eða þeir sem þeim sinntu hafa aidrei getað sýnt fram á neina menntun í líkingu við þá sem við höfum að baki né getað í starfi uppfyllt þær kröfur sem hægt á að vera að gera til eiginlegra fóta- aðgerða. Sama stofa gaf sig í of- análag út fyrir að geta kennt nem- um fótaaðgerðir en kunnátta þeirra gat vísast aldrei orðið meiri en þeirra sem kenndi hana. Þegar söluskattur var tekinn upp hér- lendis á þjónustu snyrtistofa voru fótaaðgerðir eðli málsins sam- kvæmt undanskildar skattinum. En í framhaldi af skattlagningunni tóku stofur sem áður höfðu einung- is boðið upp á fótsnyrtingu að bjóða fótaaðgerðir þó a.m.k. í flestum tilvikum ekki væri vitað til að þjón- ustan sem veitt væri breyttist við nafnbreytinguna. Vegna þessarar forsögu, völdum við undirritaðar þegar við stofnuð- um með okkur félag í maímánuði 1989 að kalla það „Félag íslenskra fótafræðinga “ i stað fótaaðgerða- fræðinga og vildum með því leitast við að aðskilja okkur og þjónustu okkar frá þeim sem köliuðu sig fótaaðgerðafræðinga, þó við kölluðum stofur okkar eftir sem áður fótaaðgerðastofur enda hafði elsti félagi okkar rekið sína stofu undir því heiti frá upphafi. í september 1988 sóttum við upphaflega um löggildingu til heil- brigðis- og tryggingarmálaráðu- neytisins en þar var okkur tjáð að formlegur félagsskapur væri skil- yrði. Samkvæmt lögum nr. 27 frá 1985, um starfsheiti og starfsrétt- indi heilbrigðisstétta, getur ráð- herra með stoð í þeim lögum sett reglugerð um nám og menntunar- skilyrði fyrir hveija heilbrigðisstétt sem ákveðið er að fella undir lög- in. Á grundvelli þeirra laga sóttum við, eftir að við stofnuðum með okkur félag, til heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins um að sett yrði reglugerð varðandi fóta- aðgerðir, þar með talið um skilyrði þess að kalla sig fótafræðing sem er það heiti sem við töldum að heilbrigðisstétt á þessu sviði ætti að bera. I Danmörku þar sem boðið er upp á besta menntun á sviði fótaaðgerða á Norðurlöndunum, tilheyrum við vegna menntunar okkar þar löggiltri heilbrigðisstétt. Því gengum við í fyrsta lagi út frá því að menntun okkar yrði metin fullnægjandi hérlendis sem hefur verið gert. í öðru lagi gengum við út frá því að með setningu reglu- gerðar um þá sem sinna fótaað- gerðum yrði leitast við að setja reglur sem gerðu greinarmun á milli þeirra sem hefðu menntun og kunnáttu til að bjóða upp á fótaað- gerðaþjónustu og hinna sem hefðu það ekki, svo öllum almenningi mætti vera ljóst hvaða þjónustu hann væri að sækja hvert. Sú hef- ur hins vegar ekki orðið raunin og er það ástæða þessara skrifa okkar nú. Um svipað leyti og við stofnuð- um með okkur félag var Félag fótaaðgerðafræðinga stofnað. Fiestir félagsmenn í Félagi ís- lenskra fótaaðgerðafræðinga hafa frekar takmarkað nám að baki heldur hafa þær lært það sem þær kunna af því að starfa á snyrtistof- um og/eða „fótaaðgerðastofum“, þar sem vinna þeirra hefur verið seld fullu verði, og í flestum tilvik- um er vafasamt um menntun og réttindi vinnuveitenda/leiðbein- enda þeirra. Ekki má skilja orð okkar þannig að við viijum að þær verði af atvinnu sinni heldur að þær auglýsi sína þjónustu undir réttu heiti. Við teljum að þetta fólk eigi að tilheyra iðnstétt eins og önnur snyrting í landinu. Innan vébanda Félags fótaað- gerðafræðinga munu vera ein- hverjar konur sem að vísu hafa ekki menntun frá „Skolen for fodt- erapeuter" heldur frá öðrum skól- um á Norðurlöndum eða annars- staðar erlendis sem hafa jafnframt haldið við og bætt við kunnáttu sína með því að sækja námskeið erlendis og/eða hafa langa starfs- reynslu í faginu og standa því fag- lega hugsanlega jafnfætis okkur. Einhveijar þeirra kvenna sem svo eru í stakk búnar hafa þó kosið að ganga ekki í Félag fótaaðgerða- fræðinga þó mikið kapp hafi verið lagt á að safna félögum þangað. Þær standa því utan félaga en inn- an okkar félags hefur oft verið rætt um að bjóða þeim inngöngu þó ekki hafði orðið af því enn. í kjölfar umsóknar okkar til heilbrigðis- og tryggingarmála- ráðuneytisins barst samskonar umsókn í nafni félags fótaaðgerða- fræðinga. Af hálfu ráðuneytisins voru erindi félaganna send Land- læknisembættinu en embættið svaraði því til að það teldi æskilegt að löggilda eina heilbrigðisstétt á þessu sviði en ekki tvær en hafði jafnframt áður svarað erindi okkar á þá leið, að það væri álit landlækn- is að til að tryggja sem best gæði þeirrar þjónustu sem þeir þurfi sem þjást af fótameinum væri rétt að setja reglugerð um réttindi og skyldur þeirra sem sérþekkingu hafi á meðferð fótameina. í fram- haldi af þessu var af hálfu ráðu- neytisins skipuð nefnd um það verkefni að gera tillögu að reglu- gerð um heilbrigðisstétt á sviði fótaaðgerða. Álitsgerð Læknafélags íslands, Félags háskólamenntaðra hjúkrun- arfræðinga og Hjúkrunarfélags íslands hvöttu á sínum tíma yfir- völd til að hafa faglegan metnað í fyrirrúmi og vanda vel til þessa máls. Vitnað er í áiitsgerð Lækna- félags Islands, dags. 16. janúar 1991 málinu til stuðnings. „Vitað er, að þeir sem í dag fást við verk- efni af þessu tagi hér á landi, hafa að baki breytilegt nám og starfs- reynslu. Stjórn LÍ telur þvi brýnt, að áformuð reglugerð taki af allan vafa um hveijir megi kalla sig fóta- aðgerðafræðinga og að lágmarks- kröfur þar _að lútandi séu skil- merkilegar. Á þetta ekki hvað síst við um alla þá, sem ekki hafa að baki sér formlegt og viðurkennt nám í fræðunum, en hafa fram að gildistöku reglugerðar starfað í 5 ár, og starfa enn, við ýmiskonar illa skilgreinda fótsnyrtingu. Nauðsynlegt er, að umsóknir ein- staklinga í þessum hópi fái ná- kvæma og faglega umfjöllun.“ Einnig er vitnað í álitsgerð fé- lags háskólamenntaðra hjúkrunar- fræðinga, dags. 21. janúar 1991. „Hjúkrunarfræðingar þekkja heil- brigðisstétta best hve fótamein geta verið vandmeðfarin og hve nauðsynlegt er að góð fagleg þekk- ing liggi að baki meðhöndlun þeirra svo vel fari. Meðhöndlun fótameina og þá sérstaklega hjá sjúklingum ætti eingöngu að vera í höndum þeirra er vel kunna til verka.“ Fulltrúar beggja félaganna áttu sæti í þessari nefnd auk fulltrúa landlæknis, ráðuneytisins og dós- entinn í húðlækningum við lækna- deild Háskóla íslands. Þar sem hérlendis hefur ekki verið kostur á viðurkenndu námi í fótaaðgerð- um var ljóst að ekki var hægt að leggja það eitt til grundvallar leyfi og löggildingu að umsækjendur hefðu ákveðið nám að baki og þvi yrði að setja í reglugerð ákvæði til bráðabirgða sem tæki til þeirra kvenna sem ekki hefðu stundað viðurkennt nám í faginu. Undir starfi nefndarinnar lagði fulltrúi okkar alla áherslu á það sjónarmið okkar, samanber hér að framan, að vottorð um nám eða starfstíma á einhverri „fótaaðgerðastofu" segði ekkert um faglega kunnáttu umsækjenda og því ætti nefndin ekki að hengja sig á það hvort umsækjendur gætu framvísað slíku heldur ætti reglugerðar- ákvæðin að vera þannig úr garði gerð að þau tryggðu að allar þær konur sem í raun uppfylltu sann- gjarnar faglegar kröfur fengju lög- gildingu. Raunhæfasta og eðlilegasta leiðin til að sannreyna kunnáttu umsækjendanna er að leggja fyrir þá próf og lögðum við það til og jafnframt að fenginn yrði prófdóm- ari erlendis frá sem hefði reynslu af prófum í fótaaðgerðum og því nauðsynlegan samanburð. Við „Raunhæfasta og eðli- legasta leiðin til að sannreyna kunnáttu umsækjendanna er að leggja fyrir þá próf og lögðum við það til og jafnframt að fenginn yrði prófdómari erlend- is frá sem hefði reynslu af prófum í fótaaðgerð- um og því nauðsynleg- an samanburð.“ lýstum því jafnframt yfir með til- liti til þeirra sem undir það myndu gangast þar sem sumar hverjar hræddust heitið próf að við teldum það geta verið viðunandi að „próf- ið“ yrði einungis verklegt og að hver og ein gengist undir það á þeim stað sem hún starfaði á. Fulltrúi Félags fótaaðgerða- fræðinga vísaði öllum framan- greindum tillögum okkar á bug sém ósættanlegum en aðrir fulltrú- ar í nefndinni tóku ekki afstöðu til hvort prófað skyldi eður ei, enda virtust þeir telja hlutverk sitt helst að reyna að ná samkomulagi með fulltrúum félaganna. Formaður nefndarinnar lagði í byijun aprílmánaðar fram tillögur að bráðabirgðaákvæði þar sem ekkert var sagt um próf en sem áskildi að umsókn um leyfi skyldi fylgja ítarlegar upplýsingar um nám og starfsreynslu auk vottorðs læknis eða lækna sem reglulega hafi vísað sjúklingum til fótaað- gerða hjá umsækjanda. Auk þess kvað tillagan á um að matsnefnd, sú sem bráðabirgðaákvæðið kvað á um og síðan hefur verið skipuð, skyldi meta umsóknir og umsækj- endur m.a. með heimsóknum á fótaaðgerðastofur þær sem um- sækjendur ynnu á. Hvað varðaði heiti þeirrar stéttar sem löggilt yrði hafði á þessum tímapunkti formaður nefndarinnar jafnframt tekið þá afgerandi afstöðu að hún skyldi heita fótaaðgerðafræðingar í stað fótafræðinga eins og við höfðum lagt áherslu á og fært rök fyrir. Formaðurinn gerði nefndarfull- trúum þarna jafnframt ljóst að ef ekki næðist samkomulag um bráðabirgðaákvæðið í þessu formi yrði ekkert af setningu reglugerð- arinnar. Fulltrúi okkar skrifaði undir reglugerðardrögin samkvæmt framansögðu þó við teldum að bráðabirgðaákvæðið eins og það kom frá formanninum tryggði ekki að gerðar yrðu nægar kröfur til faglegrar þekkingar fótaaðgerða- fræðinga sem heilbrigðisstéttar. Samþykki fulltrúa okkar byggði á því að fulltrúi fótaaðgerðakvenna myndi standa við samþykki sitt á reglugerðardrögunum sem undir- skriftin fól í sér. Hins vegar kom það á daginn að félagsmenn í Félagi fótaað- gerðafræðinga töldu sig ekki þurfa að sættast á neitt né setja fagleg markmið á oddinn heldur virtu þeir störf nefndarinnar og tillögur hennar að vettugi, fóru bakdyra- megin að ráðuneytinu og neyttu þar aflsmunar. Þó undir starfi nefndarinnar hafi aldrei verið hægt að fá upplýst hversu félagar í Félagi fótaaðgerðafræðinga væru margir var Ijóst að þeir skiptu tug- um á móti okkur fimm. Um það leyti sem nefndin skilaði loks til ráðherra tillögum sínum að reglu- gerð var það á allra vitorði sem með málum þessum fylgdust að ráðherra svo og ráðuneytisstarfs- menn auk nefndarmanna höfðu í langan tíma ekki haft stundlegan frið fyrir þrýstingi af hálfu for- svarsmanna Félags fótaaðgerða- fræðinga. Reglugerð um menntun, réttindi og skyldur fótaaðgerðafræðinga, Til frambúðar þakrennur Litir: Hvítt, svart, rautt, brúnt Sænsk gæða framleiðsla Galvanhúðað stál gefur styrkinn og litað plasthúðað yfirborð ver gegn ryði og tæringu. Fagmenn okkar veita ráðleggingar. Hagstætt verð. Sölu- og þjónustuaðilar: KK. Bllkk. Auðbrekku 23. simi 45575. Blikksmiðjan Funl sf., Smiðjuvegí 28. Kóp. S. 91-78733 Blikksmiðjan Vik hf., Smiðjuvegi 18c, Kóp. S. 91-71580 Blikksmiðja Einars af., Smiðjuvegi 4b, Kóp. S. 91-71100 Blikksmiðjan Höfði, Eldshöfða 9, Rvk. S.686212 Borgarblikksmiðjan hf., Álafossvegi 23, Mosfellsb. S. 91-668070 Stjörnubllkk hf., Smiðjuvegi 1, Kóp. S. 91-641144 Btikkás hf., Skeljabrekku 4, Kóp. S. 91-44040 Blikksmiðja Erlondar, Hnífsdalsvegi 27, Isaf. S. 94-4488 Blikkrás hf., Hjalteyrargötu 6, Akureyri. S. 96-27770 Blikk og bflar, Tungötu 7, Fáskrúðsfirði. S. 97-51108 Blikk hf., Gagnheiði 23, Selfossi. S. 98-22040 Blikksmiðja Agústs Guðjónssonar, Vesturbraut 14, Keflav. S. 92-124' Blikksmiðjan Eintækni, Bygggörðum 4, Seltjarnesi. S. 91-611665. Bllkkiðjan af., Iðnbúð 3. 210 Garðabæ, simi 46711. Bllkkvark, Ægisbraut 23, Akranesi, sími 93-11075. Qylfi Konráðsson hf., Vagnhöfða 7, Reykjavik, sími 91-674222. Válavorkstseðl Björns og Krlstjáns, Reyðarfirði, sími 97-41271. ISVOR BYGGINGAREFNI Dalvegur 20. Box 435 202 Kóp. Simi 641255, Fax 641266 LOKAÚTSALA ALLT Á KR. 500 ^Veijas. PRÚTTIÐ MARKAÐSHÚSIÐ, fyS'Á'/i' sa6u 10-,4.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.