Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Ársskýrsla starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins: Laun félaga í BSRB lækk- uðu um 0,4% frá 1990-1991 MEÐALTAL dagvinnulauna hjá ríkinu stóð nánast í stað milli áranna 1990 og 1991 og yfir- vinnulaun lækkuðu að meðaltali um tæp 6% að því er fram kem- ur í ársskýrslu starfsmanna- skrifstofu fjármálaráðuneytis- Stal bíl og sofn- aði við stýrið Ölvaður maður stal bíl utan við bæjarhús í Norðurárdal um helgina. Hann komst ekki langt því hann missti bílinn fljótiega út af veginum. Ökumaðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin er stórskemmd. Talið er að sá ölvaði hafi sofnað við stýrið. Maðurinn var færður á lögreglu- stöðina í Borgarnesi og þar fékk hann að gista næturlangt. ins fyrir árið 1991: Dagvinnu- laun allra hópa að meðaltali, það er félaga í Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja, Bandalagi háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna, Kennarasambandi ís- lands og þeirra sem taka laun samkvæmt ákvörðun fjármála- ráðherra eða samkvæmt ák- vörðum Kjaradóms, voru 90.328 krónur 1990 og 90.321 króna 1991 eða 0,01% lægri. Yirvinnulaun allra hópanna að meðaltali voru 38.082 kr. árið 1990 en 35.806 kr. 1991 eða tæplega 5,97% lægri. Önnur laun voru 5.929 að meðaltali 1990 en árið eftir 6.021 og heildarlaun allra hópanna að meðaltali lækkuðu úr 134.338 krónum 1990 í 132.149 krónur 1991 eða um 1,63%. Ef tekin eru laun í einstökum bandalögum voru dagvinnulaun í BSRB að meðaltali 70.536 kr. 1990 og lækkuðu í 69.207 kr. 1991 eða um 1,88%. Yfirvinnulaun hækkuðu úr 28.804 í 30.010 kr. 1991 eða um 4,19%. Önnur laun lækkuðu úr 7.383 í 7.082 kr. eða um 4,08% og heildarlaun árið 1990 voru 106.723 kr. 1990 samanborið við 106.298 kr. 1991 sem er 0,40% lægra. Dagvinnulaun í BHMR voru að meðaltali 94.274 kr. 1990 saman- borið við 93.107 kr. 1991 sem er 1,24% lægra. Hins vegar hækkuðu yfirvinnulaun að meðaltali hjá BHMR úr 34.763 kr. í 39.662 kr. eða um rúm 14%. Önnur iaun fóru 4.634 kr. í 4.546 kr. 1991 sem er 1,91% lækkun. Heildarlaun félaga í BHMR voru að meðaltali 133.671 krónur árið 1990 samanborið við 137.314 kr. sem er hækkun um 2,73- %. VEÐURHORFUR í DAG, 19. MAÍ YFIRLIT: Um 400 km suðsuðvestur af Reykjanesi er 1.005 mb lægð sem þokast norður og síðar norðaustur. Yfir Norðursjó er víðáttumikil 1.032 mb hæð og önnur hæð 1.028 mb er yfir Grænlandi. SPÁ: Hæg breytileg átt, víðast gola. Víða súld eða rigning um noröan- og austanvert landið en annars þurrt. Hiti 1-10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á MIÐVIKUDAG OG FIMMTUDAG: Suðvestlæg átt og fremur hlýtt, einkum á Norður- og Austurlandi. Þurrt norðaustaniands en dálít- il rigning í öðrum landshlutum. Svarsími Veðurstofu ístands - Veðurfregnir: 990600. Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað / / / * / * * * * / / * / * * / / / / * / * * * Rigning Slydda Snjókoma Skýjað Alskýjað V ^ V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir víndstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig V Súld = Þoka stig.. FÆRÐÁ VEGUM: (Kl. 17.30 ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir og þannig ágætlega fært um land allt, en þó er Klettsháls í Barðastrandarsýslum aðeins fær jeppum og stærri bílum. Einstaka vegakaflar eru þó ófærir svo sem Dynjandis- heiði og Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum, Hólssandur og Öxarfjarðar- heiði á Norðausturlandi og Mjóafjarðarheiði á Austfjðrðum og Lágheiði á Norðurlandi er aðeins fær jeppum, Vegna aurbleytu eru sums staðar sérstakar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi vegi. Allir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aurbleytu og snjóa. Vegagerðin. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hitl voður Akureyrf Reykjavfk 5 alskýjaft Salskýjað Bergen 12 léttskýjaft Helsinki 19 skýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Narssarssusq 2 hátfskýjað Nuuk slydda Ósló 22 léttskýjaft Stokkhóimur 21 léttskýjað Algarve 26 léttskýjað Amsterdam 21 léttskýjaft Barcelona 23 mistur Berlín 17 skýjaft Chicago 8 léttskýjað Feneyjar 22 heiftskírt Frankfurt 21 léttskýjaft Glasgow 19 heiðskírt Hamborg 20 léttskýjað London 19 heíðskírt LosAngeles 17 jwkumóða Lúxemborg 21 heiðskírt Madríd 28 skýjað Malaga 25 hólfskýjað Malloíca 25 hálfskýjað Montreal 13 léttskýjað NewYork 17 mistur Orlando 22 léttskýjað París 23 heiðskírt Madeira 20 skýjað Róm 24 heiðskírt Vín vantar Washington 18 súld Winnlpeg 10 hálfskýjað Morgunblaðið/Þorkell Grímurnar sem nemendur Lauganesskóla unnu í vetur eru litrík- ar og skemmtilegar. Hér er Helga Sif með grímuna hans Ingva Þórs og Anna Stefanía með grímuna hans Þóris. Laugarnesskóli: Nemendur sýna grímur í LAUGARNESSKÓLA stendur yfir sýning á andlitsgrímum, sem nemendur skólans á aldrin- um sex til tólf ára hafa unnið í vetur. Sýningin stendur fram til laugardagsins 23. maí. „Við höfum lagt mikla áherslu á grímugerð nemenda, þar sem við teljum að þegar börn setja upp grímu eigi þau auðveldara með að tjá sig og skapa á allt annan og skemmtilegri hátt en ella,“ sagði Vilborg Runólfsdóttir að- stoðarskólastjóri. „Við höfum oft notað grímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þær eru settar upp á sýningu. Þær eru litríkar og mjög fallegar og í vetur höfum við ver- ið með dagskráratriði á palli, þar sem grímur voru meðal annars notaðar í indíánadansi, svokölluð- um vináttudansi, og svo dansaði allur skólinn." Stýrimannafélag íslands: Fimm daga verk- fall á farskipum Nær til farskipa á Faxaflóasvæðinu Stýrimannafélag íslands hefur boðað til fimm daga verkfalls á farskipum með heimahöfn við Faxaflóann. Verkfallið mun standa frá næsta mánudegi til föstudags að báðum - dögum meðtöldum. Aætlunarferðir Eim- skips og Samskipa munu stöðvast þessa daga svo og siglingar Akraborgarinnar. Jónas Ragnarsson, formaður Stýrimannafélagsins, segir að þetta verkfall sé boðað til að knýja á um viðræður við viðsemjendur þeirra. „Það hefur ekkert verið rætt við okkur að undanförnu og raunar hefur verið biðstaða í okkar samn- ingamálum síðan í haust,“ segir Jónas. Stýrimannafélagið var ekki í samflotinu síðast og náði miðlun- artillaga ríkissáttasemjara ekki til félagsins. Jónas segir að þeim standi til boða 1,7% hækkun eins og aðrir hafi fengið en á móti hafa vinnuveitendur komið með hagræð- ingartillögur sem félagið telur að hafí í för með sér 12-15% kjara- skerðingu. „Við gátum engan veg- inn sætt okkur við þessi býti og munu vinnuveitendur nú hafa fallið frá þessum hagræðingaráformum," segir Jónas. „Eftir stendur samt að samningar okkar eru lausir og að ekkert hefur verið rætt við okk- ur. Við höfum sagt vinnuveitendum að við viljum nýta tímann fram að boðuðu verkfalli til að ganga frá þessum málum svo ekki þurfí að koma til verkfallsins." -----» » ♦--- Réðust inn á heimili lögmanns TVEIR menn réðust inn á heim- ili lögfræðings á Seltjarnarnesi á sunnudagsmorguninn, lögðu á hann hendur og höfðu í hótun- um við hann. Annar mannanna krafðist þess að fá afhenta lykla að bíl sem lög- fræðingurinn hafði fyrir skömmu fengið vörslusviptan vegna skuld- ar en ekki var orðið við því. Menn- irnir tveir forðuðu sér fljótlega og lögfræðingurinn mun ekki hafa orðið fyrir miklum áverkum, að sögn lögreglu. Síðar um daginn voru þessir menn handteknir og færðir til yfirheyrslu. Kastaðist út úr bíln- um og beinbrotnaði Reykhólasveít. ÖKUMAÐUR missti stjórn á bíl sínum á Barmahlíð í Reykhóla- sveit sl. sunnudag, er hann var að mæta öðrum bíl. Farþegi sem í bilnum var kastaðist út úr hon- um með þeim afleiðingum að hann bæði lær- og handleggs- brotnaði. Atburðurinn átti sér stað þar sem bundna slitlagið endar, en hér er það víðast aðeins fyrir einn bíl. Um leið og fólksbíllinn kom að malar- veginum kom annar bíll á móti. Fólksbíllinn vék út á lausan malar- kantinn með þeim afleiðingum að ökumaðurinn missti stjórn á bílnum. Farþeginn sem slasaðist var fluttur með flugvél á Borgarspítal- ann þar sem gert var að meiðslum hans og liggur hann þar enn. Bíl- stjórinn slapp ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. - Sveinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.