Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 „Jfonan min. kastabi matnum mlnum c ve-gginn - Oý eg mmma&i hann tnn." Guði sé Iof að það reyndist ekki vera kíghósti, bara sígarettuhósti ... Ást er... 1-25 ... geymd á Ijósmynd. TM Reg U.S Pat Ofl.—all rlghts reserved ® 1992 Los Angeles Times Syndicate Ég reyndi að telja kertin á afmælistertunni en gafst upp vegna hitans frá þeim. HOGNI HREKKVISI BREF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Bókstafstrú Frá Richardt Ryel: Marlene H., 25 ára, móðir fjög- urra ára barns, lenti í alvarlegu bílslysi. Marlene var virkur félagi í söfnuðinum „Vottar Jehóva", eins og ungur bóndi hennar. Marlene var að blæða út eftir slysið og blóð- gjöf var naúðsynleg ef hún átti að halda lífi. Vottar Jehóva eru bók- stafstrúar og samkvæmt ritning- unni er bannað að þiggja blóð, segja þeir. Marlene dó því úr blóðmissi frá ungu barni sínu. „Ég er stoltur af Marlene, hún dó sem píslarvottur,“ sagði hinn ungi ekkjumaður. Hetjudáð? Við skulum athuga það nánar. Örlög manna ráðast oft af tilviljun, eða hreinum misskiln- ingi. Marlene vitnaði í Biblíuna til stuðnings ákvörðunar sinnar, en hvað segir Biblían? Það eru hartnær 1600 ár síðan Hieronymus, hinn heilagi kirkju- faðir, snaraði Biblíunni (VUL- GATA) úr hebresku á latínu, og var sú útgáfa opinber almennings útgáfa kaþólsku kirkjunnar í mörg hundruð ár. Deilur um þessa þýðingu Hier- onymusar hafa staðið allar götur síðan, og engin furða. Hebreskan er búin til úr flugnaskít og flugufót- um, eins og önnur semetísk tungu- mál. Biblíumálið var allt annað mál, en ný-hebreskan í dag. í Bibl- íumálinu voru vart yfir 2.000 orð, flest trúarlegs eðlis. Munnmælasögur, samtíningur úr ýmsum tungumálum og mállýsk- um nú útdauðum, skrifaðar á máða snepla, voru uppistaðan í Biblíu- handritinu. Hebreska ritmálið hefur verið margendurbætt og umritað, og úr ótal mállýskum ólíkra þjóðarbrota varð til það mál sem við köllum nýhebresku í dag. En jafnvel ný- hebreskan í dag getur hæglega valdið misskilningi í þýðingu. I hebreskunni eru engir sérhljóðar (a, e, o, i, u o.s.frv.), engir stórir stafír, engin greinarmerki, p og b eru sami stafurinn, stafurinn g er ekki til og svona má lengi telja. Algeng nýhebresk orð eins og av, em, bt, bb, þ.e. faðir, móðir, dóttir, pabbi, koma nógu spánskt fyrir sjónir og svo allir þessir punktar upp og niður og allt um kring. Það er því engin furða þótt fræðimenn greini enn á um hvað er flugnaskítur og hvað er punktur. Þýðing Hieronymusar er talin flaustursleg og ónákvæm, en einnig lituð af trúarofstæki þessa mein- lætamanns, sem lengst af bjó úti í skógi með ljónum og öðrum villt- um dýrum. Um Jehóva eða Jahve, guð gyð- inga og kristinna manna, er það að segja að hann er af babýlónskum uppruna. Gyðingar höfðu hann með sér þegar þeir sneru aftur úr út- legðinni. í þá tíð úði og grúði af guðum í Miðausturlöndum, eins og annars staðar. Trmans tönn hefur síðan grisjað garðinn, og nú er ekki eftir nema handfylli af guðum. Jahve er einn þeirra, en hann sigr- aði alla sína andstæðinga, einnig Baal, sem þó stóð lengst uppi í hárinu á honum. í dag syngjum við því á hebresku hallelúja, eða „hallelu’jah", þ.e. Frá Rósu B. Blöndals: Þökk fyrir afburðagóðan flutn- ing á Passíusálmum séra Hallgríms Péturssonar, þar sem hefur notið sín Ijóð og efni sálmanna. Vona að útvarpið eigi og geymi þennan upplestur. Svo góð framsögn á sálmunum ætti að fást á snældum. Tilvalið væri að láta nemendur í barnaskólum landsins og unglinga- skólum hlusta á þennan flutning sálmanna og kynnast þeim í þess- ari framsögn. Það ætti að vera óþarft að láta hið rétta íslenska tungutak og Jahve. Lofaður veri herrann „Jah“, Jahve, og afneitum um leið öðrum guðum. Að vísu höfðu guðirnir mannlega eiginleika. Þeir gátu reiðst, orðið afbrýðisarhir og verið dutlungafull- ir. Gyðingar voru drottins Jahves útvalda þjóð. Um áhangendur margra þessara sértrúarflokka er það að segja að ofstækið kemur meira af efasemd- um en af sannfæringu. Þeir eru að stappa stálinu í sjálfa sig. Sann- trúa „ortodox" eða bókstafstrúar, eru hættulegastir sjálfum sér. Þessa dagana veldur þýskur prestur og sprenglærður guðfræð- ingur, Eugen Drewmann að nafni, mestu fjaðrafokinu. Guðfræðingur- Tnn virðist efast um flest af því sem í Biblíunni stendur, m.a. fæðingu Krists, uppruna og himnaförina. Ahangendur hópast að þessum nýja spámanni, sem þegar hefur fengið viðurnefnið „Arftaki Lút- hers“. Já, fræðimennirnir deila, og á meðan tvístígur almenningur. Örlög ungu konunnar eru þeim mun sorglegri ef þau réðust af því hvort það var punktur eða flugna- skítur í textanum. RICHARDT RYEL Sollerod park 12, 1-17 2840 Holte Danmörku fagran ljóðaflutning týnast, þar sem hægt er að geyma og útbreiða afburðaflutning með nútímatækni. Leyfi mér að segja Útvarpinu, að Passíusálmana ætti að lesa á heilum og hálfum tíma, annað hvort kl. 9 e.h. eða kl. 9.30 e.h. svo að börn geti hlustað á þá. Þeir hafa lengi verið of seint á dagskrá. Innilegar þakkir séra Bolli. Bestu kveðjur. RÓSA B. BLÖNDALS Háengi 14, Selfossi. Síðbúnar þakkir til séra Bolla Víkveiji skrifar Tónlistarlífið hefur verið með fjölskrúðugra móti á Reykj- víkursvæðinu upp á síðkastið. Tveir ungir hljómsveitarstjórar hafa reynt vængina; annar hjá Óperusmiðj- unni, hinn með Sinfóníuhljómsveit íslands. Sveitin hefur auk þess frumflutt nýtt íslenskt verk og fjöldi einleikara hefur komið fram á tón- leikum á ýmsum stöðum. Svo er það Rúrek jasshátíðin sem Víkveija finnst alltaf einstakur hvalreki í tónlistarlífi okkar, sem kannski hefur einkennst um of af ýmist klassískri tónlist eða popp- tónlist allt fram á seinustu misser- in. Enda fór það svo að Víkverji átti fremur erfítt með að tolla heima hjá sér í síðustu viku. Á föstudags- kvöldið voru svo stórtónleikar Rú- rek á Hótel Sögu, sem voru einkar vel heppnaðir. Þar var mikil stemmning og það fer ekkert á milli mála að margir íslenskir tón- listarmenn eru hörku góðir jassist- ar. Einkum var Víkveiji hrifínn af níu manna sveit Tómasar R. Einars- sonar. Sveitin lék verk eftir Tómas sem eru einkar vel samin og áheyri- leg af miklu öryggi. Það var sérlega gleðilegt að hlýða á einleik ungu hljóðfæraleikaranna sem léku með sveitinni og víst er að ekki þurfum við að kvíða framtíðinni hvað flutn- ing á jasstónlist varðar. Útlendinga- hersveitin svokallaða lék í lok tón- leikanna og náði upp einstakri sveiflu sem sendi mann glaðan út í vornóttina. Á laugardagskvöldið fór Víkveiji síðan á Hótel ísland til að hlýða á alheimsmælikvarðann sem við ís- lendingar erum alltaf að reyna að ná það er að segja á Doktor Húkk. Það verður að segjast eins og er að vonbrigðin létu á sér kræla hjá Víkverja og honum er eiginlega al- veg hulin ráðgáta hvað er verið að gera með að flytja þetta afdankaða band inn í landið. Söngvarinn orðinn raddlaus svo hljómsveitin varð að skrúfa upp desibelin til að það væri ekki eins áberandi. Hann stóð subb- ulegur og keðjureykjandi á sviðinu og öskraði lögin sín í hljóðnemann. Hann nauðgaði sínum eigin lögum út og suður og þau voru að mestu óþekkjanleg. Það hefði enginn látið bjóða sér að borga þúsundir króna fyrir að hlusta á svona lélega ís- lenska hljómsveit. Á eftir Doktor Húkk lék svo hljómsveitin Todmobile fyrir dansi. Og hvílíkur munur! Þarna voru greinilega á ferð tónlistarmenn sem kunna sitt fag. Hljómsveitin er vel samstillt og gott jafnvægi í allri útsetningu laganna. Auk þess er Andrea Gylfadóttir svo einstök söngkona að það þurfti ekki að reyna að leyna því að hún væri að syngja. Það virðist vera alveg sama hvort þessi sveit flytur sín eigin lög, danstónlist, eða tekur þátt í blústónleikum. Meðlimir hennar virðast ráða við allt sem þeir taka sér fyrir hendur. Todmobile náði að breiða yfir vonbrigðin yfír því að Víkveiji hafði spanderað 2.000 krónum til að hlýða á Doktor Húkk þótt hann hafi ekki getað varist þeirri hugsun að þau hundruð manna sem á staðn- um voru hefðu líklega hugsað sig um tvisar áður en þeir greiddu þessa fjárhæð — ef aðeins hefði verið boðið upp á íslenska tónlistarmenn. Við ættum kannski að fara að líta okkur nær í þessu landi. Við eigum ótrúlega mikið af mjög fær- um tónlistarmönnum og ættum að styðja við bakið á þeim og sýna þeim að við kunnum að meta þá jafnvel þótt alheimurinn viti ekki að þeir eru til.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.