Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Fjárfestingarlánasjóður Aukin eftirspum eftir lánum hjá Iðnþróunarsjóði Hagnaður sjóðsins um 15 milljónir v IÐNÞRÓUNARSJÓÐUR afgreiddi á sl. ári lán að fjárhæð 1.544 milljónir króna. Eftirspurn eftir lánuin jókst nokkuð á árinu en til afgreiðslu voru umsóknir að fjárhæð samtals um 2,5 milljarðar samanborið við 2 milljarða árið áður. Af afgreiddum lánum voru 186 milljónir vegna skuldbreytinga á eldri lánum hjá sjóðnum en 539 milljónir voru lánaðar í þessum tilgangi árið 1990. Hagnaður sjóðsins á sl. ári var alls rúmar 15 milljónir samanborið við 29 milljónir árið á undan en framlag í afskriftarreikning nam alls 116 milljónum. Beinar afskriftir vegna útlána námu alls 18 milljónum. Iðnþróunarsjóður er sameign I stofnaður árið 1970 til að auðvelda Norðurlandanna fimm og var | íslandi inngöngu í EFTA. Sjóður- Markvissari ákvörðunartaka Námskeið þar sem kennd er leið til markvissari ákvörðunartöku. Skoðaðir eru helstu þættir ákvörðunarferlisins, þ.e. frumákvörð- un, afmörkun vandamáls, upplýsingaöflun, komist að niðurstöðu og lært af reynslunni. Námskeiðið er ætlað öllum, sem vilja víkka sjóndeildarhringinn og taka betur grundaðar ákvarðanir, jafnt einstaklingum sem stjórnendum fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er í umsjón Marinós G. Njálssonar, ákvörðunar- fræðings. Tími: 25/5, 26/5, 1/6 og 2/6 kl. 9.30-12.30 í hvert sinn og kvöidnámskeið sömu daga kl. 20.30-23.00. Upplýsingar og innritun í síma 612026 frá og með 19. maí, líka á kvöldin. (Símsvari á öðrum tímum.) Betri ákvörðun, ráðgjafaþjónusta Marinós G. Njálssonar, sími 91-612026. Opnasta töflugagna- grunnskerfið fyrir biðlara /miðlara útfærslu: 173 tölvukerfi, 28 netkerfi, og öll helstu notendaskil ORACLE ísland Borgartúni 24 105 Reykjavík Sími 91-618131 Fax 91-628131 inn hefur verið undir samnorrænni stjórn en verður að fullu eign Is- lands 1995 þegar samningstíma- bilinu lýkur. Á fyrstu starfsárum sjóðsins veitti hann einungis lán til fyrirtækja í samkeppnisiðnaði. Sjóðurinn hefur á undanförnum árum víkkað út starfssvið sitt og lánar nú til hvers kyns atvinnu- starfsemi. í fyrra varð mest aukn- ing á lánum til fiskiðnaðar og námu þau um 19% af nýjum útlán- um ársins. Lán til ýmissa fram- leiðsiugreina námu 35% af nýjum útlánum en lán til verslunar og þjónustu voru 22% og lán til ann- arra lánastofnana 24%. Lántökur Iðnþróunarsjóðs árið 1991 voru 740 milljónir en þar af voru 432 milljónir teknar að láni hjá Hambros Bank í London og 258 milljónir hjá Norræna fjárfest- ingarbankanum. Auk þess voru teknar 50 milljónir að láni innan- lands. Heildareignir námu alls 6.530 milljónum í árslok en þar af voru útistandandi lán alls um 5.600 milljónir. Skuldir sjóðsins voru 3.770 milljónir og eigið fé tæplega 2.550 milíjónir. í ársskýrslu Iðnþróunarsjóðs er bent á að tveir þættir valdi mestu um slaka afkomu ársins. Útreikn- ingar reiknaðra verðbreytingar- gjalda í uppgjöri sjóðsins byggist á þróun lánskjaravísitölu frá upp- hafi til loka árs á sama hátt og hjá öðrum lánastofnunum. Hækk- aði vísitalan um 7,65% á tímabil- inu. Skráð gengi þeirra erlendu mynta sem sjóðurinn lánar sínum viðskiptavinum breyttist hins veg- ar mjög lítið frá upphafi til loka árs. Er eigið fé sjóðsins að veru- legu leyti bundið í þessum útlánum í erlendri mynt. Hinn þátturinn er tæplega 116 milljóna framlag í afskriftarreikn- ing útlána til að mæta hugsanleg- um töpum. Afskriftarreikningur útlána nam alls um 276 milljónum í árslok eða 4,7% af samtölu höfuð- stóls útlána og áfallinna vaxta. Iðnþróunarsjóður tók þátt í sér- stakri athugun sem fór fram á ís- lenskum verðbréfamarkaði á sl. ári ásamt Verslunarráði Islands og Seðlabanka íslands. Verkið var unnið af sérfræðingum Enskilda Corporate Finance í London. Þú svalar lestrarþörf dagsins y á stóum Moggans! KGA FORSTJORINN — Rúnar Már Sverrisson segir verðlagningu á starfsemi Gagnaeyðingar hf. að vissu leyti markast af því verði sem Sorpa, sorpeyðingarstöð höfuðborgarsvæðisins, bjóði upp á hverju sinni. „Þegar kom í ljós að stærri aðilar völdu frekar að versla við Gagnaeyð- ingu lækkaði SORPA gjaldskrá sína um 50%. Gjaldið sem SORPA setur nú upp fyrir eyðingu trúnaðarskjala er nánast það sama og sett er upp fyrir óflokkað rusl. Þannig að í reynd er kostnaður vegna eyð- ingarinnar sjálfrar greiddur með almannafé." Hins vegar bjóði einka- reikna fyrirtækið, Gagnaeyðing, upp á öruggari og betri þjónustu og sífellt fleiri fyrirtæki senda þangað sín gögn í eyðingu. Fyrirtæki Gagnaeyðing með áherslu á öryggi GAGNAEYÐING hf. er eina einkarekna fyrirtækið í gagnaeyðingu á íslandi en aðalsamkeppnisaðili þess er SORPA, sorpeyðing höfuðborg- arsvæðisins. Að sögn Rúnars M. Sverrissonar, framkvæmdastjóra Gagnaeyðingar, hefur SORPA gert ítrekaðar tilraunir til að ná til sín viðskiptunum, m.a. með lækkun gjaldskrár sinnar. Fyrirtækið er ný- lega flutt í nýtt 440 fermetra húsnæði þar sem sérstaklega er lögð áhersla á öryggi í meðferð gagna. Fyrirtækið tekur ekki einungis á móti pappír heldur gögnum í hvaða formi sem er, t.d. á snældum og filmum. Að sögn Rúnars M. Sverrissonar getur viðskiptavinurinn verið fullviss um að gögnunum sé eytt undir eftir- liti og engir óviðkomandi aðilar geti komist í þau. Starfsmenn Gagnaeyð- ingar eru þrír, auk Rúnars starfa þar Sæmundur H. Sverrisson rekstrar- stjóri og Einar Þór Jónsson. Gagnaeyðing hefur verið starf- rækt í tæplega eitt og hálft ár og nú hefur fyrirtækið gert samninga við mörg fyrirtæki um að sjá um eyðingu gagna þeirra, þ. á m. eru bankastofnanir, ráðuneyti, ríkisfyrir- tæki og einkafyrirtæki. Einnig býður Gagnaeyðing upp á þá þjónustu að sækja gögn til fyrirtækja reglulega, t.d. einu sinni í viku. - En er mikill kostnaður fyrir fyr- irtæki að nýta sér þessa þjónustu Gagnaeyðingar? „Hvert kíló sem við tökum til eyð- ingar kostar að vísu aðeins meira en í Sorpu, en hins vegar er þjónustan hér mun víðtækari. Fyrirtæki geta látið sækja sín gögn eða komið þeim hingað og treyst því að þeim verði eytt án þess að óviðkomandi aðilar komist í þau, einnig án þess að aðil- ar frá fyrirtækinu þurfi sjálfir að fylgjast með ferlinu líkt og gera þarf hjá Sorpu.“ „Mest af gögnum kemur til eyð- ingar eftir áramót en áætlað er að yfir árið verði 300-400 tonn af papp- ír tætt hér þegar fyrirtækið er kom- ið í fullan rekstur. Á síðastliðnu ári þegar verksmiðjan var að komast í gang voru það um 100 tonn,“ segir Rúnar. Eyðing pappírsins fer fram í tæt- ara sem afkastar á bilinu 1-6 tonn á klukkustund, eftir grófleika tæt- ingarinnar. Síðan fer kurlið í pressu sem býr til 400-500 kíióa bagga úr því. Baggamir eru- síðan fluttir út til fyrirtækis í Danmörku, sem kaup- ir það til endurvinnslu. Gagnaeyðing hf. flokkar allan pappír í þrjá flokka, þ.e. tölvupappír og ljósar arkir, blandaðan skrifstofu- pappír og annað sem ekki er hægt að endurvinna. „Á síðastliðnu ári voru send erlendis til endurvinnslu um 30 tonn, eða um 30% af pappím- um. Markvisst er unnið að því að auka það hlutfall og stefnt er að því að um 70% af þeim pappír sem komi til fyrirtækisins verði flutt út til end- urvinnslu. Á þessu ári er reiknað með að um 40% pappírsins verði flutt út,“ segir Rúnar Már Sverrisson. It RICOH er styrktaraöili Olympíuleikanna 1992 Faxtækin heim Nýtt heimilistæki Með RICOH FAX 06 eru faxtækin orðin heimilistæki. Tækið er kjörið fyrir þá sem eru í einkarekstri eða vinna heima. Það er fyrirferðarlítið og þarf ekki auka símalínu heldur tengist beint við símann þinn. SKIPHOLTI 17 • 105 REYKJAVIK • hraðvirkara en sambærileg tæki SIMI: 91-627333'FAX: 91-628622 , , _ wmmmmm^^^mmmammmmtmmmm * hagæða sending a ljosmyndum f~*lt il J y y • er þín eigin ljósritunarvél ofl. Afborgunarskilmálar við allra hæfi Traust og örugg þjónusta f 15 ár fi nú á einstöku verði: 39.759án/vsk 49.500 m/vsk Disklingageymslur á sérlega hagstæðu verði Hallarmúla, Austurstræti og Kringlunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.