Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 27 Reuter Stuðningsmenn Þjóðfylkingarinnar, sem nú fer með völdin í Az- erbajdzhan, hafa safnast saman daglega fyrir framan þinghúsið í Bakú til að fagna falli Mútalíbovs, fyrrum forseta. Ekki er vitað hvar hann heldur sig nú. Azerbajdzhan: Armenar ráðast inn í Nakhítsjevan Bakú. Reuier. ARMENAR hafa ráðist inn í Nak- hítsjevan, sem tilheyrir Az- erbajdzhan en er umlukt Tyrk- landi, Armeníu og íran. Ráða þeir nokkrum hæðum við borg- ina Sadarak en þeir segja, að þaðan hafi verið skotið yfir til Armeníu. Eru Armenar einnig sakaðir um árásir á bæinn Lac- hin, sem er á milli Armeníu og Nagorno-Karabaks, en þeir segja, að sé barist um bæinn séu Kúrdar þar að verki en þeir búa einnig á þessum slóðum og krefj- ast sjálfstjórnar. Talsmaður Þjóðfylkingarinnar, sem nú fer með völd í Azerbajdz- han, sagði, að Armenar hefðu hald- ið uppi stórskotaliðsárás á Sadarak og síðan ráðist inn í borgina á bryn- * vörðum bílum og tyrknesk frétta- stofa hafði það eftir Geidar Aliyev, ráðamanni I Nakhítsjevan, að fram- in hefðu verið ljöldamorð I borg- inni. Varnarmálaráðuneytið í Arm- eníu vísar því á bug og segir, að árásirnar hafi eingöngu verið gerð- ar til að þagga niður í byssum Azera á hæðunum. Azerar héldu því einnig fram í gær, að Armenar sætu um bæinn Lachin en með töku hans geta þeir opnað sér leið milli Armeníu og Nagorno-Karabaks en Armenar segja, að standi bardagar um bæinn sé líklegast, að Kúrdar eigi hlut að máli. Þeir búa þarna einnig og vilja aukna sjálfstjórn. Þingið í Azerbajdzhan átti að koma saman til neyðarfundar í gær til að ræða ástandið í landinu og átökin við Armena en stjórnarand- staðan með Þjóðfylkinguna í broddi fylkingar fer nú með völdin. Tók hún þau í sínar hendur eftir að þing- ið ákvað að endurkjósa Ayaz Mút- alíbov sem forseta og hætta við fyrirhugaðar forsetakosningar. Ekki er vitað hvar Mútalíbov er nú niðurkominn. ------------- Þýskaland: Verkföll- umafstýrt Bonn. Reuter. VERKFALLI málmiðnaðar- manna var afstýrt á síðustu stundu í Þýskalandi í gær þegar samkomulag náðist um nýjan kjarasamning eftir mikið samn- ingaþóf um helgina. Málmiðnaðarmenn í suðvestur- hluta Þýskalands féllust á 5,4% launahækkanir á árinu. Ennfremur var samið um hærri jólauppbót og áætlað er að heildarhækkunin nemi 5,8%. Samið var til 21 mánaðar og launahækkanirnar verða mun minni á næsta ári, eða 3,4%. Búist er við að stéttarfélag málmiðnaðarmanna, IG Metall, fallist á að samningurinn nái til félagsmanna sinna á öllu landinu, sem eru um fjórar milljónir. Franz Steinkúhler, formaður IG Metall, sagði að samkomulagið þýddi að umdeildar tilraunir vinnu- veitenda og stjórnar Helmuts Kohls kanslara til að knýja á um lágar launahækkanir á árinu hefðu „mis- tekist hrapallega". Matthias Wissmann, talsmaður flokks Kohls, Kristilegra demó- krata, í efnahagsmálum, sagði að umsamdar launahækkanir væru í algjöru hámarki, því vinnuveitendur hefðu ekki getað gefið meira eftir. Helming’i skóglendis verið eytt í Bretlandi Lundúnum. Keuter. NÆRRI helmingi stærstu skóga Bretlands hefur verið eytt á síðustu 50 árum, samkvæmt frétt í breska dagblaðinu Observer á sunnu- dag. Þar sagði að skógareyðingin í Bretlandi væri hraðari en eyðing regnskóganna í Brasilíu. Fréttin er byggð á óbirtum niður- stöðum stjórnskipaðrar nefndar um náttúrverndarmál. Samkvæmt þeim hefur 45% skóglendis í Bretlandi verið eytt á síðustu 50 árum en til samanburðar hefur 10% regnskóga Amazons verið eytt. Observer sagði að niðurstöður nefndarinnar, sem yrðu birtar síðar á þessu ári, yrðu mikill álitshnekkir fyrir ráðherranefnd sem tekur þátt í umhverfismálaráðstefnunni í Ríó I Brasilíu í næsta mánuði. Vestræn- ar þjóðir hafa lýst yfir áhyggjum vegna eyðingar regnskóga og viljað að fátækari þjóðir skrifí undir sátt- mála um verndun þeirra. Fátækari ríki hafa á móti haldið því fram að skógum í hinum vestræna heimi hafi að mestu verið eytt. 7% skóga í Bretlandi hefur verið eytt til að auka landrými fyrir land- búnað, námavinnslu, vegakerfi og vatnsveitukerfi, samkvæmt skýrsl- unni. Um 38% skóganna hafa verið felld og baritijám verið plantað til timburframleiðslu, en þau gegna ekki sama hlutverki í vistkerfinu og gömlu skógarnir gerðu. mnar skáW flokk á dönsku tii ir nefndi kann " Ziscu. Gunnar s< Ltnslitamyndir ef snikda Voribl9l2oruOut Gunnarsson ljooat! unnustu sinnar og Sonnettusveigum Geirra gerÖi siöar vai nóSin.So.melt*«eur í lióM oalituna. Laxuess t tvytTt Atóinstööin..... Brekkukotsaiuii íslanósklukkan Kristmkakl utttlir Jökli. Kvæöakver... Saika \alka.. Sjáifstættíóll VAKA-HELGAFELL Síðuniúla 6, sími 688300 i n \i m m t i HVÍTA HÚSIÐ / SÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.