Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 27

Morgunblaðið - 19.05.1992, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 27 Reuter Stuðningsmenn Þjóðfylkingarinnar, sem nú fer með völdin í Az- erbajdzhan, hafa safnast saman daglega fyrir framan þinghúsið í Bakú til að fagna falli Mútalíbovs, fyrrum forseta. Ekki er vitað hvar hann heldur sig nú. Azerbajdzhan: Armenar ráðast inn í Nakhítsjevan Bakú. Reuier. ARMENAR hafa ráðist inn í Nak- hítsjevan, sem tilheyrir Az- erbajdzhan en er umlukt Tyrk- landi, Armeníu og íran. Ráða þeir nokkrum hæðum við borg- ina Sadarak en þeir segja, að þaðan hafi verið skotið yfir til Armeníu. Eru Armenar einnig sakaðir um árásir á bæinn Lac- hin, sem er á milli Armeníu og Nagorno-Karabaks, en þeir segja, að sé barist um bæinn séu Kúrdar þar að verki en þeir búa einnig á þessum slóðum og krefj- ast sjálfstjórnar. Talsmaður Þjóðfylkingarinnar, sem nú fer með völd í Azerbajdz- han, sagði, að Armenar hefðu hald- ið uppi stórskotaliðsárás á Sadarak og síðan ráðist inn í borgina á bryn- * vörðum bílum og tyrknesk frétta- stofa hafði það eftir Geidar Aliyev, ráðamanni I Nakhítsjevan, að fram- in hefðu verið ljöldamorð I borg- inni. Varnarmálaráðuneytið í Arm- eníu vísar því á bug og segir, að árásirnar hafi eingöngu verið gerð- ar til að þagga niður í byssum Azera á hæðunum. Azerar héldu því einnig fram í gær, að Armenar sætu um bæinn Lachin en með töku hans geta þeir opnað sér leið milli Armeníu og Nagorno-Karabaks en Armenar segja, að standi bardagar um bæinn sé líklegast, að Kúrdar eigi hlut að máli. Þeir búa þarna einnig og vilja aukna sjálfstjórn. Þingið í Azerbajdzhan átti að koma saman til neyðarfundar í gær til að ræða ástandið í landinu og átökin við Armena en stjórnarand- staðan með Þjóðfylkinguna í broddi fylkingar fer nú með völdin. Tók hún þau í sínar hendur eftir að þing- ið ákvað að endurkjósa Ayaz Mút- alíbov sem forseta og hætta við fyrirhugaðar forsetakosningar. Ekki er vitað hvar Mútalíbov er nú niðurkominn. ------------- Þýskaland: Verkföll- umafstýrt Bonn. Reuter. VERKFALLI málmiðnaðar- manna var afstýrt á síðustu stundu í Þýskalandi í gær þegar samkomulag náðist um nýjan kjarasamning eftir mikið samn- ingaþóf um helgina. Málmiðnaðarmenn í suðvestur- hluta Þýskalands féllust á 5,4% launahækkanir á árinu. Ennfremur var samið um hærri jólauppbót og áætlað er að heildarhækkunin nemi 5,8%. Samið var til 21 mánaðar og launahækkanirnar verða mun minni á næsta ári, eða 3,4%. Búist er við að stéttarfélag málmiðnaðarmanna, IG Metall, fallist á að samningurinn nái til félagsmanna sinna á öllu landinu, sem eru um fjórar milljónir. Franz Steinkúhler, formaður IG Metall, sagði að samkomulagið þýddi að umdeildar tilraunir vinnu- veitenda og stjórnar Helmuts Kohls kanslara til að knýja á um lágar launahækkanir á árinu hefðu „mis- tekist hrapallega". Matthias Wissmann, talsmaður flokks Kohls, Kristilegra demó- krata, í efnahagsmálum, sagði að umsamdar launahækkanir væru í algjöru hámarki, því vinnuveitendur hefðu ekki getað gefið meira eftir. Helming’i skóglendis verið eytt í Bretlandi Lundúnum. Keuter. NÆRRI helmingi stærstu skóga Bretlands hefur verið eytt á síðustu 50 árum, samkvæmt frétt í breska dagblaðinu Observer á sunnu- dag. Þar sagði að skógareyðingin í Bretlandi væri hraðari en eyðing regnskóganna í Brasilíu. Fréttin er byggð á óbirtum niður- stöðum stjórnskipaðrar nefndar um náttúrverndarmál. Samkvæmt þeim hefur 45% skóglendis í Bretlandi verið eytt á síðustu 50 árum en til samanburðar hefur 10% regnskóga Amazons verið eytt. Observer sagði að niðurstöður nefndarinnar, sem yrðu birtar síðar á þessu ári, yrðu mikill álitshnekkir fyrir ráðherranefnd sem tekur þátt í umhverfismálaráðstefnunni í Ríó I Brasilíu í næsta mánuði. Vestræn- ar þjóðir hafa lýst yfir áhyggjum vegna eyðingar regnskóga og viljað að fátækari þjóðir skrifí undir sátt- mála um verndun þeirra. Fátækari ríki hafa á móti haldið því fram að skógum í hinum vestræna heimi hafi að mestu verið eytt. 7% skóga í Bretlandi hefur verið eytt til að auka landrými fyrir land- búnað, námavinnslu, vegakerfi og vatnsveitukerfi, samkvæmt skýrsl- unni. Um 38% skóganna hafa verið felld og baritijám verið plantað til timburframleiðslu, en þau gegna ekki sama hlutverki í vistkerfinu og gömlu skógarnir gerðu. mnar skáW flokk á dönsku tii ir nefndi kann " Ziscu. Gunnar s< Ltnslitamyndir ef snikda Voribl9l2oruOut Gunnarsson ljooat! unnustu sinnar og Sonnettusveigum Geirra gerÖi siöar vai nóSin.So.melt*«eur í lióM oalituna. Laxuess t tvytTt Atóinstööin..... Brekkukotsaiuii íslanósklukkan Kristmkakl utttlir Jökli. Kvæöakver... Saika \alka.. Sjáifstættíóll VAKA-HELGAFELL Síðuniúla 6, sími 688300 i n \i m m t i HVÍTA HÚSIÐ / SÍA

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.