Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 39
var undirrituð og útgefin af heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra 17. apríl 1991 eða örfáum dögum fyrir síðustu alþingiskosningar. Þeim ákvæðum bráðabirgðaá- kvæðisins í reglugerðardrögunum sem nefndin skilaði ráðherranum og undirstrikuð eru hér að framan var sleppt í reglugerðinni. Við fréttum af því daginn áður en ráðherra undirritaði reglugerð- ina að forsvarsmenn Félags fótaaðgerðafræðinga héldu uppi miklum þrýstingi á ráðherra og á kosningaskrifstofu Framsóknar- flokksins, um að reglugerðin yrði gefin út áður en ráðherrann færi frá, með bráðabirgðaákvæði eftir þeirra höfði. Okkur tókst ekki að ná tali af ráðherranum en í sam- tali við aðstoðarmann hans sem við náðum þá fundi með, kom fram að líklegt væri að undirstrikuðu ákvæðin yrðu ekki í endanlegri gerð reglugerðarinnar en hann sagði okkur ekkert þurfa að bera kvíðboga vegna þess þar sem matsnefndin hefði þá mun frjálsari hendur og gæti þess vegna m.a. ákveðið að prófa alia umsækjendur sem sæktu um leyfi á grundvelli bráðabirgðaákvæðisins. Staða máls þessa nú er sú, að matsnefndin sem tekið hefur við um eitt hundrað umsóknum kveðst ekki hafa heimild til að prófa um- sækjendur þar sem ráðherra hafi hafnað þeirri hugmynd við setn- ingu reglugerðarinnar. Þetta er ekki rétt því hugmyndin um próf var aldrei lögð fyrir ráðherra enda hlýtur og skilningur ráðherrans og aðstoðarmanns hans að fara sam- an. En það sem enn verra er að þrátt fyrir þau orð bráðabirgða- ákvæðis reglugerðarinnar sem ráð- herrann lét standa, þ.e. að umsókn- um skuli fylgja ítarlegar upplýs- ingar um nám og starfsreynslu í fótaaðgerðum, þá sagði formaður matsnefndarinnar í samtali við okkur að mörgum umsækjendum yrði veitt leyfi þó þeir gætu ekki lagt fram nein gögn um nám í faginu. Hinsvegar kvað formaður- inn að gengið yrði fast á eftir upp- lýsingum um starfsreynslu um- sækjenda en nefndi vottorð endur- skoðenda um framtaldar tekjur vegna vinnu við fótaaðgerðir sem fullnægjandi gagn um hana. Þessi afstaða matsnefndarinnar lýsir að okkar mati algjöru faglegu metnaðarleysi og er lítilsvirðing í garð okkar. Til hvers var öll fag- lega umræðan um fótaaðgerðir ____________Brids________________ Umsjón Arnór Ragnarsson Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Þriðjudaginn 12. maí var spilaður tvímenningur hjá félaginu sem var hinn síðasti á vetrinum. Úrslit eru eftirfarandi: Atli Jóhannesson - Jóhann Þórarinsson 313 Aðalsteinn Jónsson - Gísli Stefánsson 312 AuðbergurJónsson-HafsteinnLarsen 308 Kristján Kristjánsson - Ásgeir Metúsalemsson 306 Einar Þorvarðarson - Halifríður Bjamadóttir 295 Alls spiluðu 17 pör. Nú tekur við sumarbrids sem verður spilað í Félagslundi á Reyðarfirði á þriðjudagskvöldum í allt sumar. Allt bridsáhugafólk er hvatt til að mæta, og er ferðafólk sérstaklega velkomið. MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992___________39 Hússtj órnarskóli Reykjavíkur 50 ára sem heilbrigðisstétt og tímafrek nefndarseta fulltrúa félaganna og starfsmanna ráðuneytis, landlækn- is og læknadeildar, ef þegar upp er staðið endurskoðendur ráða málunum. Eitt af því sem við höfum marg- oft bent á og teljum að skattyfir- völdum hafi lengi verið ljóst er ein- mitt að margar konur sem aldrei hafa fengist við annað en snyrt- ingu kalla hluta þjónustu sinnar fótaaðgerðir þar sem sú þjónusta var fyrir daga virðisaukaskatts án söluskatts. Niðurstaða máls þessa virðist því ætla að verða sú, að auk okkar fjögurra sem höfum að baki fullt nám í fótaaðgerðum og nokkurra annarra kvenna sem líka hafa lagt á sig nám í faginu þó að styttra sé, þá verði öðrum konum jafnvel í tugatali veitt leyfi til að kalla sig fótaaðgerðafræðing og að starfa sem heilbrigðisstétt á grundvelli vottorða endurskoðenda. Sú niðurstaða þessa heilbrigðis- málefnis er ekki aðeins óviðunandi fyrir okkur sem höfum þá faglega þekkingu sem á að vera áskilin fyrir löggildingu sem heilbrigðis- stétt heldur líka hneisa fyrir aðrar heilbrigðisstéttir í þessu landi og fyrir heilbrigðisráðuneytið og auk þess vanvirðing við neytendur. Hér að framan vísuðum við til framkvæmdar í Danmörku. Til þessa liggja þau rök að faglega standa Danirnir fremst á þessu sviði, mestar kröfur eru gerðar þar bæði til bóklegrar og verklegrar menntunar í faginu. Sé horft til framtíðar og til gagnkvæmrar við- urkenningar milli Norðurlandanna á réttindum heilbrigðisstéttar inn- an þessarar þjónustu hlýtur hér- lendis að þurfa að gera kröfur til samræmis við það sem best er á Norðurlöndum og fyrirsjáanlegt að þar yrði tekið mið af framkvæmd- inni í Danmörku. Það viðtal sem við áttum pantað við yður 15. apríl 1992 var frestað vegna anna hjá yður og í Ijósi þess að matsnefnd ljúki störfum erum við tilneyddar að spyrna við fótum og birta erindi máli okkar til stuðn- ings. Því skorum við á yður, háttvirt- ur heilbrigðisráðherra, að taka málefni þetta fastari og faglegri tökum en fyrirrennari yðar í ráð- herrastólnum og tryggja að málið fái farsælan endi. Höfundar eru í Félagi íslenskra fótafræðinga. Frá Skagfirðingum Góð þátttaka var hjá Skagfirðingum síðasta þriðjudag. Rúmlega 20 pör mættu til leiks, í eins kvölds tvímenn- ingskeppni. Úrslit urðu (efstu pör): N/S: Ingunn Bemburg - Kristín Karlsdóttir 249 Ragnheiður Nielsen - Sigurður Ólafsson 239 Helgi Hermannsson - Kjartan Jóhannsson 235 Guðlaugur Sveinsson - Erlendur Jónsson 233 A/V: Guðlaugur Nielsen - Þórður Sigfússon 248 Andrés Ásgeirsson - Ragnar Örn Jónsson 242 Jón Steinar lngólfsson - Höskuldur Gunnarss. 236 Aðalheiður Torfadóttir - Ragnar Ásmundsson 226 Með þessu kvöldi lauk eiginlegri starfsemi Skagfirðinga á þessu vori. Félagið þakkar spilurum samstarfið á árinu. HÚSSTJÓRNARSKÓLI Rcykja- víkur, Sólvallagötu 12, hóf starf- semi sína 7. febrúar 1942 og hefur hann starfað óslitið siðan. Þessara tímamóta verður minnst með ýmsum móti. Sögusýning verður í skólanum dagana 23. og 24. maí nk. Verður hún opin á laugardaginn kl. 13 til 16 og á sunnudaginn kl. 13 til 17. Hátíðardagskrá verður í Há- skólabíói laugardaginn 23. maí kl. 17. Þar verður boðið upp á kór- söng, einsöng, þætti úr skólalífinu, ræðuhöld og íleira. Kvöldið hafa árgangarnir til eigin ráðstöfunar. Útgáfa á sögu skólans hefur ver- ið gefin út. Hana skráði Eyrún Ingadóttir nemi í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Islands. Sagan verður til sölu í sambandi við hátíðahöldin. Verðinu er stillt í hóf eins og framast er unnt. Næla hefur verið gerð eftir merki skólans, smíðuð í Englandi með milligöngu Magnúsar E. Baldvins- sonar, gullsmiðs. Merkið er fallegt en hugmynd að því er sótt í Þjóð- minjasafn íslands. Búist er við miklu fjölmenni eldri nemenda og annarra velunnara skólans. Haft hefur verið beint sam- band við fulltrúa allra nemendaár- ganga. Láta mun nærri að hingað til hafi um þrjú þúsund nemendur útskrifast úr heimavist og dag- skóla. En hér við bætist fjöldi fólks sem í gengum árin hefur sótt náms- skeið af ýmsum toga. (Fréttatilkynning) má ImmmMm Nú gefst tækifæri til að kynnast töfrandi og fjölbreyttri matargerö Malasíubúa, því veitingahúsið Asía býöur upp á hlaðborð hlaðið girnilegum réttum frá Malasíu dagana 19. - 31. maí. " hlaðborðinu er m.a. SEEF SENGOHM Nautakjöt meö Rengdang kryddi UOHN6 JIUMPUT Diúpsteiktar rækjur með karrý eöa plómusósu. tWMt1N POHLEU Kóríanderkjúklingur aö hætti Malasíubúa MEE GOSEM Steiktar núðlur með kjöti (lambakjöt/svínakjöt) tteutis MtUflVU Malasíu salat, ferskt græn- metissalat meö hnetusósu ÍÖ70NÚ CUILLi Smokkfiskur með chillisósu fUMSffí TELOU Krydduð egg með sambal Hrísgrjón með kókós eftirrétt er boðið upp á steikta banana og CUfíl VfíN kókóshlaup VtRO A MAIIN KA. 1.590.- VEITINGAHÚS BAR RESIAURANT U I Laugavegi 10 - sími 626210 REYKJALUNDUR MEÐ VATNIÐ A HREINU! I NÝR DAGUR AUGLÝSINGASTOFA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.