Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Vísindamenn á villigötum eftir Kristin Pétursson 23. apríl sl. birti undirritaður grein í Mbl. undir sama heiti og þessi. Var þar um að ræða harða ádeilu — vel rökstudda — á kenn- ingar fræðimanna um forsendur fiskfriðunar. M.a. var tilgreindur Ragnar Árnason prófessor í fiski- hagfræði, og þær forsendur sem hann og fleiri fara eftir til þess að skjóta stoðum undir kenningar sín- ar um uppboðsmarkað á veiðikvót- um við Island. Þar sem Ragnar gerir mér þann heiður að svara í Mbl. 8. maí sl. þá þakka ég það en tek fram að harðorð skrif mín um þessi mál sem Ragnari virðist svíða undan eru léttvæg miðað við tilefn- ið. Það stenst nánast ekkert af öllu þessu kenningabulli um „milljarða aukinn afrakstur" með „minnkandi sókn“. Kenningar og staðreyndir Ragnar birtir með svargrein sinni línurit um veiðistofn þorsks og ný- liðun á sama hátt og ég gerði í grein minni en notar lengi-a tíma- bil. Hvort tveggja er hægt að gera. En — vilji menn vita hvort það hefur verið neikvætt að reyna að safna þorski i hafið („byggja upp stofninn“) eftir hafísárin, útfærslu landhelginnar og aukna fískfriðun, þá tel ég heppilegra og rökréttara að nota gögnin frá 1972. Hlýinda- skeið var 1924-1960, hafísár 1965-1971 (kuldaskeið) og síðara tímabili (1972-1990). Samanburður sá sem ég hef gert frá 1972 til 1990 sýnir að nýliðun versnar með hallalínu um 46% þeg- ar þorskstofninn stækkar á þessu tímabili. Nýliðun er hins vegar best þegar veiðistofninn er minnstur. Þetta eru ekki kenningar mínar. Þetta eru staðreyndir unnar eftir töflu Hafrannsóknastofnunar um þorskstofninn. Ragnar birtir línurit sem er sams konar samanburður — en frá 1955. Línurit Ragnars er líka með nei- kvæða fylgni! Ragnar kýs hins veg- ar að sleppa því að skrifa hver nei- kvæða fylgnin er! Er hún neikvæð um 10% eða eitthvað annað? Samt segir Ragnar í grein sinni: „Niðurstaðan getur því ekki orð- ið önnur en sú að fyrirliggjandi gögn gefi ekki ástæðu til þess að ætla að samband það milli veiði- stofna og nýliðunar sem Kristinn þykist finna sé fyrir hendi. Kenning Kristins virðist m.ö.o. ekki koma heim og saman við staðreyndir." Nú spyr ég: Hvaða staðreyndir? Hvar eru staðreyndir Ragnars um að það borgi sig yfirleitt að reyna að safna þorski í hafið? Ragnar verður að gjöra svo vel að koma með þessar staðreyndir á borðið! Tilraunastarfsemi sú sem reynd hefur verið um „uppbygg- ingu“ þorskstofnins með ofbeldis- stjórnun hefur ekki bara mistekist heldur að öllum líkindum verið til skaða! Fleiri staðreyndir Ragnar segir m.a. „að málflutn- ingur Kristins falli á fleiri grund- vallaratriðum" og „málflutningur Kristins virðist vanhugsaður" því „fleira ráði viðgangi þorskstofnins en nýliðunarárgangurinn“. Svo seg- ir Ragnar: „Viðgangur þorskstofnsins ræðst ekki síður af þyngdaraukningu físks með aldri. Miiril sókn þýðir að fáir fiskar komast á fullorðinsár og meðalþyngd stofnsins verður lítil. Lítil sókn þýðir hið gagnstæða. Því má ljóst vera að unnt kann að vera að byggja upp þorskstofninn með því að draga úr sókn jafnvel þótt samhengi Kristins væri fyrir hendi.“ Enn er prófessorinn á villigötum. Þau vesælu gögn sem til eru hjá Hafrannsóknastofnun um „meðal- þyngd“ eftir aldri sýna einmitt að „meðalþyngdin" lækkaði við til- raunastarfsemina við „uppbygg- ingu“ stofnsins 1977-1983! Egsegi og skrifa þau vesælu gögn. Því „meðalþyngdin" er fundin út með tommustokk! Þegar ég mæli eitt- hvað með tommustokk þá skrifa ég cm en ekki g. Hafrannsóknastofnun notar hins vegar tommustokk, en skrifar grömm! Okkur Ragnar vant- ar einmitt samanburð á hlutfallinu g/cm eftir stærð veiðistofns og aldri þorsks en þau gögn hafa aldrei verið skráð! Ennfremur vantar okk- ur að hrygnur og hængar séu flokk- uð í sundur í slíkri skráningu því hrygnur eru yfirleitt þyngri hjá fisk- um. Nákvæmni er nauðsynleg ef menn eiga að teljast trúverðugir. Væru þessi gögn til af einverri nákvæmni þá mætti með saman- burði á lengd og þyngd eftir aldri átta sig betur á stærð þorskstofns- ins miðað við núverandi fæðuskil- yrði. Til þess að geta byggt upp þorsk- stofninn þá þarf stofninn fyrst og fremst fæðu. Þá er er spumingin er sú fæða til? Þarna erum við kom- in að veigamesta atriðinu. Það bendir fiest til þess að fæðuskortur hjá ungþorski og fleiri nytjafiskum undanfarin ár sé veigamesta orsök lélegrar nýliðunar. Þetta á einkum við um Norður- og Austurland sem sumir fræðimenn hafa stundum nefnt „uppeldisstöðvar-smáþorsks“. Grindhoraður þorskur á þessu svæði er til vitnis um þetta. Það er ekki hægt að safna þorski í hafið eins og pening í banka og fá „raun- vexti“. Þorskurinn þarf nefnilega fæðu. í fiskabúri verður að ríkja jafnvægi. Ekki er hægt að „byggja upp“ eina físktegund í fískabúri með ofbeldi, með sama litla fæðu- skemmtinum — og láta svo sem hinar fisktegundirnar komi málinu ekkert við! Samanburður minn á fyigni nýliðunar við stofnastærðir veiðistofna er einmitt gerður til þess að kalla afram tölfræðilegt mat á því hvort það sé rökrétt að safna fiski í hafið með tilliti til nýlið- unar. Nýliðun er langmikilvægasta atriðið í sambandi við fiskveiði- stofnun. Um það eru allir sammála. Fræðimenn greinir á um svokallaða friðunarkenningu sem Hafrann- sóknastofnun og Ragnar fylgja, og svokallaða grisjunarkenningu sem sumir fiskifræðingar og líffræðing- ar aðhyllast. Ég sá því þann kost vænstan að reyna að meta gögn Hafrannsóknastofnunar algerlega sjálfstæðu mati eftir eigin uppsetn- ingu með tilliti til þessa tveggja andstæðu kenninga fræðimanna. Niðurstaðan mín — að vel athug- uðu máli — er sú að langtum betri kostur sé að veiða þorskinn en að safna honum á bullandi neikvæðum „raunvöxtum" (versnandi nýliðun). Við skoðun mína á gögnum Haf- rannsóknastofnunar fínnst hvergi neitt sem bendir til þess að hættu- legt sé að hafa þorskstofninn ljtinn tímabundið. Þar með er ég ekkert að segja að ég vilji hafa hann sem minnstan eins og Ragnar gefur í skyn. Ég sagði og segi: Gögn Hafrannsóknastofnunar sýna að besta nýliðunin hefur kom- ið úr minnsta stofninum (1973, 1983 og 1984). Það var aldrei neitt hættulegt að gerast þótt stofninn væri tímabundið lítill. Þvert á móti, það voru slegin ný íslandsmet í nýliðun þessi ár. Nýliðun þessara árganga leiddi svo til þess að stofn- inn gat stækkað aftur og veiði auk- ist. Hvað var svona hættulegt við það? Hefðu þessir sterku árgangar úr litlu stofnstærðunum ekki orðið til þá væru tæplega bjartir dagar á íslandi í dag! Minnumst þess einnig að þessi sömu ár (1973, 1983 og 1984) ætlaði ailt um koll að keyra í svört- um, gráum og kolsvörtum skýrslum um að þorskstofninn væri að hrynja og ofbeldiskerfið var þá búið til! Sóknarþungi Ragnar Árnason og fleiri físk- friðunarsinnar vei'ða að fara að skilja að sókn í ungþorsk er aðeins brot af þvi sem hún var. hver er að drepa tveggja ára þorsk í dag og hver er að drepa þriggja ára þorsk? Af hveiju er ekki meira af ungþorski (nýliðum)? Sóknarþunginn í ungþorsk er bara lítið brot af því sem var þegar fleiri hundruð erlendir togarar voru hér með 90 mm möskva í botn- vörpu. í dag erum við með 155 mm sem er 29% stærra flatarmál möskva en áður var. Gögn þau um sóknarþunga sem Ragnar segir að séu til eftir að hann sjálfan ætti hann að birta á síðum Mbl. Hvern- ig eru þau 10 atriði metin þar sem Kristinn Pétursson „Forsendur núverandi fyrirkomulags fiskveið- istjórnunar eru gjör- samlega í molum að mínu mati samkvæmt gögnum Hafrannsókna- stofnunar.“ ég taldi upp í fyrri grein minni að væru ekki í útreikningum Hafrann- sóknastofnunar á þriggja og fjög- urra ára þorsk 1950-1960 og sókn- arþunga eftir aðferðum Ragnars í samanburði við sókn árið 1980- 1990. Ég heimta skýr svör! Heimta er frekja. Ég er frekja því mér er sýnt stjórnunarofbeldi og mannrétt- indabrot sem er að mínu mati allt byggt á misskilningi, heimsku og kenningum sem ekki standast. Gögnin á borðið Ragnar og Hafrannsóknastofnun skulda betri rökstuðning fyrir máli sínu. Geti þeir ekki rökstutt mál sitt betur en hingað til eru þeir í vondum málum upp fyrir haus. Ég o . , „Fjölstofnaskoðun“ Stofnstærð ” J og veiði, Þorskur, ýsa, ufsi, síld, loona, kolmunni tonn 12.000.000 - 10.000.000 — Heildar- stofnstærðir 8.000.000 - 6.000.000 - 4.000.000 - 2.000.000 — Nýliðun tonn 78 79 80 81 82 83 84 85 86 87 88 89 90 Styrkveitingar Þjóðhátíðarsjóðs 1992: Fimmtánda úthlutun sjóðsins LOKIÐ er úthlutun styrkja úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1992 og þar með fimmtándu úthlutun úr sjóðnum. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðs- ins, nr. 361 frá 30. september 1977, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varð- veislu og vernd þeirra verðmæta Iands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. Fjórðung- ur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúru- verndarráðs, annar fjórðungur skal renna til varðveislu fornminja, gam- alla bygginga og annarra menning- arverðmæta á vegum Þjóðminja- safns. Að öðru leyti úthlutar stjóm sjóðsins ráðstöfunarfé hveiju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótar- styrkir til þarfa, sem getið er hér að framan. Við það skal miðað, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlög til þeirra verkefna sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önn- ur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðníngi annarra við þau. í samræmi við 6. gr. skipulags- skrár fyrir sjóðinn hafa þeir aðilar, sem skipa skulu nienn í stjórn sjóðs- ins valið eftirtalda menn til setu í henni fyrir yfirstandandi kjörtíma- bil, sem hófst hinn 1. janúar 1990, en þeir eru: Magnús Torfi Ólafsson, fyrrv. blaðafulltrúi ríkisstjórnarinn- ar, formaður skipaður af forsætis- ráðherra Jóhannes Nordal, seðla- bankastjóri, varaformaður, til- nefndur af Seðlabanka Islands, Björn Bjarnason, alþingismaður, Björn Teitsson, skólameistari, og Gunnlaugur Haraldsson, þjóðhátta- fræðingur, sem kjörnir voru af Sameinuðu Alþingi. Varamaður Gunnlaugs Haraldssonar, Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, tók þátt í úthlutun að þessu sinni í fjar- veru Gunnlaugs. Ritari sjóðsstjórn- ar er Sveinbjörn Hafliðason, lög- fræðingur. í samræmi við 5. gr. skipulags- skrár sjóðsins voru styrkir auglýstir til umsóknar í fjölmiðlum um sl. áramót með umsóknarfresti ti! og með 28. febrúar sl. Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 4.160.000, þar af skal fjórðung- ur, 1.040 þús. kr., renna til Friðlýs- ingarsjóðs til náttúruverndar á veg- um Náttúruverndarráðs og fjórð- ungur, 1.040 þús. kr., skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns, skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hveiju ári er varið til styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 2.080.000 til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 72 umsóknir um styrki að fjárhæð um 45,5 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verkefni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verk- efna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. Friðlýsingarsjóður Skv. skipulagsskrá Þjóðhátíðar- sjóðs skal Friðlýsingarsjóður veija árlegum styrk til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. Styrknum í ár mun verða varið til ýmissa brýnna verkefna á vegum ráðsins, m.a. til fræðslu um nátt- úruvemdarmál. Þjóðminjasafn Samkvæmt skipulagsskrá Þjóð- hátíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið veija árlegum styrk til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safnsins. Þjóðminjavörður heíur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og mun hann renná til frekari úrvinnslu gagna frá rann- sóknum á Stóru-Borg undir Eyja- fjöllum og til að kosta frágang text- ílsafnsins. Úthlutun styrkja er sem hér segir: Framfarafélag Flateyjar (Ólafur Jónsson, Þorsteinn Bergsson). Við- gerð og endurhleðsla á sjóminjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.