Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992 Oku und- ir áhrifum lyfja og áfengis TÍU MENN voru handteknir um helgina vegna gruns um ölvun við akstur, auk eins sem talinn var undir áhrifum iyfja við aksturinn. Sá kom á bensínstöð og framvís- aði tékka sem þótti grunsamlegur. Lögregla var kvödd til og reyndist í lagi með ávísunina en hins vegar reyndist ökumaðurinn athugunar- verður og talinn undir miklum áhrif- um lyfja. Þá voru 39 ökumenn kærðir vegna hraðaksturs um helgina og voru nokkrir þeirra sviptir ökuréttindum vegna glæfralegs aksturs. Þar á meðal var maður sem ók á 124 km hraða á Kringlumýrarbraut og annar sem tekinn var á Reykjanesbraut á 120 km hraða. ----. ♦ ♦■■■♦- Kjálkabrotn- aði og skarst a hofði í vinnuslysi MAÐUR kjálkabrotnaði og skarst illa á höfði í vinnuslysi í Vélskóla íslands í Reykjavík í gær. Talið er að maðurinn, sem er kenn- ari við skólann, hafi verið að gang- setja gamla bátavél þegar einhver sveif eða annar hlutur slóst í höfuðið á honum með fyrrgreindum afleið- ingum. Engin vitni voru að slysinu og maðurinn gat ekki tjáð sig um tildrög þess í gær, svo atburðarásin var lögreglu ekki að fullu ljós síðdeg- is í gær. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðgerðar. ----» ♦ ♦---- Aburðarflug að hefjast ÁBURÐARFLUG á vegum Land- 1V i * f* 1 ■ i / *:■: t '*'7. i. í b i ■ II ' Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson. Erfiðlega gekk að finna eldsupptökin því mikinn reyk lagði frá bílnum og á tímabili logaði öll gatan undir honum vegna bensins sem rann þar niður. Stórbruna afstýrt þegar kviknaði í bíl UNGUR maður sýndi mikið snarræði þegar honum tókst að afstýra að eldur úr bíl bær- ist í bílaverkstæði við þriggja íbúða hús sem tilheyrir gömlu skipasmíðastöðinni í Suður- tanga síðdegis í gær. Öll húsin þarna eru timburhús og í næsta nágrenni eru gömlu húsin í neðsta. Þegar maðurinn lauk viðgerð á fólksbíl setti hann bílinn í gang, en þá gaus upp mikill eldur í vélarrýminu. Hann ýtti bílnum út úr skúrnum og frá húsunum. Ibúi í húsinu kallaði á slökkvilið- ið sem kom skömmu seinna. Erfiðlega gekk að komast að eldsupptökunum og urðu slökkviliðsmenn að rífa vélarhlíf- ina frá með öxum og öðrum verk- færum. Bíllinn er mikið skemmd- ur. Úlfar Alþingi: Samstaða um afgreiðslu frum- varps um Verðjöfnunarsjóð Stefnt ad því að fresta þingi í dag FRUMVARPI til laga um Verðjöfnunarsjóð sjávarútvegsins var vísað til 3. umræðu með 53 samhljóða atkvæðum í gærkvöldi. Sljórnarandstæðingar lýstu yfir vilja sínum til að greiða fyrir því að þetta mál fengi framgang en tóku fram að í því fælist ekki stuðningsyfirlýsing við stefnu ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. græðslu ríkisins hefst í næstu viku, en þá verður dreift áburði á Reykjanesi. Að sögn Stefáns Sigf- ússonar fulltrúa landgræðslu- stjóra verður væntanlega dreift svipuðu magni af áburði og í fyrra, eða um 1.100 tonnum. Áburðarvél Landgræðslunnar, Páll Sveinsson, verður í þijá daga í áburðarflugi á Reykjanesi, en að því loknu fer hún í Gunnarsholt þar sem hún verður staðsett fram yfir miðjan júní. Síðan fer vélin á Sauðárkrók og dreifir áburði þaðan á Blöndu- svæðið, en að því loknu fer vélin til Húsavíkur. Við 2. umræðu í gærkvöldi gerði Matthías Bjarnason formaður sjávarútvegsnefndar grein fyrir áliti nefndarinnar. Nefndin mælti með samþykkt fioimvarpsins en beindi jafnframt þeim tilmælum til sjávarútvegsráðherra að við þá endurskoðun á frambúðarfyrir- komulagi sveiflujöfnunar í sjávar- útvegi sem nú stæði yfir, yrði það tryggt að greiðslur í og úr sveiflu- jöfnunarsjóðum hefðu ekki bein áhrif á hlutaskipti sjómanna. Við umræðuna í gær kom það fram í ræðum talsmanna stjórnar- andstöðuflokka að þeir stæðu að afgreiðslu þessa máls þótt þeir teldu gagmýni sem fram hefur komið frá sjómönnum og forystu- mönnum launþega að ýmsu leyti réttmæta. En útgreiðslurnar úr Verðjöfnunarsjóðnum væru neyð- arúrræði, það væri nauðsynlegt að hjálpa sjávarútveginum í núver- andi þrengingum sem væru reynd- ar að hluta afleiðing af stefnu rík- isstjórnarinnar. Þótt þeir styddu þetta stjórnarfrumvarp mætti á engan hátt túlka það sem stuðn- ingsyfirlýsingu við stefnu ríkis- stjórnarinnar í efnahagsmálum. Talsmenn stjórnarandstæðinga lýstu yfir eindregnum stuðningi við það að sveiflujöfnunarsjóðir yrðu áfram fyrir hendi og í þá safnað þegar færi gæfist. Bæði Sjómannasamband ís- lands og Farmanna- og fiski- mannasamband íslands lögðust gegn frumvarpinu. í umsögn um frumvarpið benti Farmanna- og fiskimannasambandið m.a. á þijú vandamál við uppskiptingu og til- færslur á eigum Verðjöfnunar- sjóðsins samkvæmt frumvarpinu sem snerti sjómenn. í fyrsta lagi sé skipting milli sjómanna og fyrir- tækja sjávarútvegsins ósanngjörn. í öðru lagi komi þær 278 milljónir kr., sem renna eiga til lífeyrissjóða sjómanna, öllum fiskimönnum til góða, einnig þeim sem ekki hafa tekið þátt í inngreiðslum í Verð- jöfnunarsjóðinn. í þriðja lagi sé fjöldi einstaklinga í lífeyrissjóðn- um, sem ekki tilheyri hópi fiski- manna. í gærkvöldi var enn gert ráð fyrir því að þingstörfum á Alþingi verði frestað síðdegis í dag. Ríkis- stjórnin hefur lagt höfuðáherslu á að fá samþykkt frumvarp til laga um skattskyldu innlánsstofnana, en það mál var aðalátakamál gær- dagsins og ekkert samkomulag var um afgreiðslu þess. Þá stóð til að ríkisstjórnin legði í gær- kvöldi fram frumvarp um ríkis- ábyrgð á laun, en loforð þess efn- is var í yfirlýsingu ríkisstjórnar- innar vegna kjarasamninganna. Sjá einnig miðopnu og bing- síðu bls. 33. Yfirvöld í Potsdam vilja gersi hús Jóns Leifs upp Einnig er áhugi á að nefna götu eftir tónskáldinu YFIRVÖLD í Potsdam, skammt frá Berlín í Þýskalandi, hafa sýnt því mikinn áhuga að varðveita hús, sem Jón Leifs tónskáld bjó í um tólf ára skeið. Þá hafa yfirvöld einnig sýnt áhuga á að nefna götuna, sem húsið stendur við, eftir Jóni. Erfingjar fólks, sem átti húsið, hafa hins vegar farið fram á að fá það afhent, enda stendur það á verðmætri lóð. Hjálmar H. Ragnarsson, tón- skáld, samdi handrit að kvikmynd um ævi Jóns Leifs, ásamt Hilm- ari Oddssyni, kvikmyndagerðar- manni. „Eftir að ég vann handrit- ið fór ég til þorpsins Rehbriicke í Potsdam og sá þá að húsið stóð enn,“ sagði Hjálmar. „Jón leigði húsið um tólf ára skeið, en þá var hverfið vinsæll sumardvalar- staður fyrir ríka Berlínarbúa. Tengdamóðir Jóns, sem var gyð- ingur, útvegaði honum húsið og þarna bjó hann í tólf ár. Þetta var fyrsta fasta aðsetur hans og fjölskyldu hans og þarna samdi hann mörg helstu verk sín. Jóni tókst svo að flýja með fjölskyld- una til Svíþjóðar í ársbyijun 1944. Það var á elleftu stundu og tengdamóðir Jóns hafði þá lent í útrýmingarbúðum." Hjálmar sagði að austur-þýska ríkið hefði aldrei tekið húsið eign- arnámi og þegar múrinn féll hefðu erfingjarnir gefið sig fram. „Þetta er ævintýralegt timbur- hús, all stórt og stendur á stórri lóð. Það þarfnast taisverðs við- halds, en yfirvöld í Potsdam hafa sýnt því mikinn áhuga að gera húsið upp. Þá þarf að greiða erfingjunum sinn hlut og það er ekki ljóst hvort íslenska ríkið tæki einhvern þátt í því. Það eru til fordæmi þess að íslenska ríkið geri upp hús í öðrum löndum, til dæmis sendiráðshús og Jónshús í Kaupmannahöfn. Ef húsið verð- Jón Leifs, tónskáld. ur gert upp þá gæti það til dæm- is verið aðsetur sendiráðsfólks, eða íslenskra listamanna. Þá hafa bæjaryfirvöld einnig sýnt áhuga á að nefna götuna, sem húsið stendur við, eftir Jóni Leifs. Ég vona bara að húsið verði ekki horfið þegar við Hilmar höfum tök á að hefja kvikmyndatökur."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.