Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 19.05.1992, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Keflavík: Fyrstu vorstúdentarnir braut- skráðir frá Fjölbrautaskólanum Keflavík. Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið í Ytri-Njarðvíkur- kirkju á sunnudaginn og voru þá fyrstu vorstúdentarnir braut- skráðir. Að þessu sinni luku 34 stúdentsprófi en alls voru 53 nemendur brautskráðir á önn- inni. Þetta var 17. starfsár skól- ans sem nú hefur brautskráð 1.716 nemendur. Fjöldi nem- enda fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur og þar bar hæst árangur Magnúsar Randvers Rafnssonar sem brautskráðist af tveim brautum og með fleiri einingar en áður þekkist í sögu skólans auk þess sem hann fékk fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla- meistari greindi frá starfi skólans og að ýmissa breytinga megi vænta í kjölfar nýrrar sóknaráætl- unar sem unnið hefði verið að á önninni. Ægir greindi einnig frá því að skólinn hefði fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að þróa nýjar starfstengdar náms- brautir til að þjóna nemendum skólans og atvinnulífinu. Að lokinni athöfn ávarpaði Hjálmar Árnason skólameistari brautskráða og lagði mikla áherslu á gildi menntunar í endurreisn at- vinnulífs á tímum vaxandi alþjóða- samstarfs. „Gangið veg sanngirni og látið réttsýni varða ykkar Ieið,“ voru lokaorð skólameistara til fyrr- verandi nemenda. Mikill fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina þar sem m.a. komu fram nemendur í Tónlistarskólanum í Sandgerði. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrstu vorstúdentarnir selja upp hvítu kollana. En þeir voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudaginn. Frumsýning á íslandi OS/2 Kynning á OS/2 og LOTUS hugbúnaði í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands þriðjudaginn 19. maí. Nú er OS/2 stjórnkerfið komið til landsins og af því tilefni verður Nýherji með kynningu á því og nokkrum vinsælum hugbúnaðarpökkum frá LOTUS í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands þriðjudaginn 19. maí. Meðal þeirra sem flytja fyrirlestra eru þau Flemming Schmidt og Jonna Kielström hjá IBM í Danmörku. Miðvikudaginn 20. maí verður svo opið hús hjá Nýherja, Skaftahlíð 24, þar sem sýndar verða ýmsar lausnir sem keyra undir OS/2 stýrikerfinu. Dagskrá, þriðjudaginn 19. maí: Kl. 13 - 13.50 Kynning á OS/2 2.0 Flemming Schmidt, deildarstjóri hjá IBM í Danmörku Sýning á OS/2 2.0 Helgi Pétursson, kerfisfræðingur hjá Nýherja Kl. 14 -14.50 Kynning'á LOTUS hugbúnaði-Notes, cc:Mail, AmiPro Jonna Kielström, kerfisfræðingur hjá IBM í Danmörku Kl. 15 -15.50 Framtíðarþróun OS/2 hjá IBM, Flemming Schmidt Verð, afgreiðsla o.fl. Guðmundur Hannesson, markaðsfulltrúi hjá Nýjherja Kl. 16-16.30 Sýning á LOTUS hugbúnaði Freelance Jonna Kielström Misstu ekki af þessu einstaka tækifæri til að kynnast því nýjasta í stjórnkerfum og hugbúnaði. Aðgangur ókeypis. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00 A lltaj' skrefi á undan Ljósm. Jón Svavarsson Þrír guðfæðingar vígðir Biskup íslands, Ólafur Skúlason, vígði þrjá guðfræðikandídata til prest- þjónustu á sunnudag. Prestvígslan fór fram í Dómkirkjunni og voru vígsluþegar dr. Sigurður Ámi Eyjólfsson, sem vígður var aðstoðarprest- ur í Bústaðarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Sigríður Óladóttir, sem vígð var sóknarprestur til Hólmavíkurprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi og Hannes Björnsson, sem vígður var sóknar- prestur til Patreksfjarðarprestakalls í Barðastrandarprófastsdæmi. Elísabet Sigurðardóttir Sr. Árni Þórarinsson Ættarmót á Snæfellsnesi AFKOMENDUR Elísabetur Sigurðardóttur og sr. Árna Þórarinsson- ar efna til ættarmóts dagana 13. og 14. júní vestur á Snæfellsnesi. Ætlunin er að hittast í Laugagerðisskóla eftir hádegi á laugardegin- um 13. júní, þaðan sem farið verður með áætlunarbifreiðum niður að Stóra-Hrauni. Þeir sem ekki hafa tiikynnt þátt- ine Magnúsdóttur eigi síðar en 20. töku eru vinsamlega beðnir að hafa maí. Eftir þann tíma er ekki hægt samband við Jódísi Sigurðardóttur, að gera ráð fýrir gistingu í Lauga- Rósu Stefánsdóttur eða Önnu Krist- gerðisskóla. (Fréuatiikynning) Vidskiptovinir athugid! Vegna breytinga í verslun okkar í Ármúla 17A, verður þjónusta í versluninni í lógmarki næstu þrjór vikurnar. Opnum aftur nýja og glæsilega verslun með nýjum línum þriðjudaginn 9. júní. í S L E N S K K L A S S í K INNANHÚSS I N N R É T T I n"g A R ÁRMÚLA 17A. 108 REYKJAVlK, SlMI: »1- 67 99 33, FAX: 91- 67 99 40 MIÐÁS 11,700 EGILSSTAOIR, SlMI: 97-1 14 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.