Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 54

Morgunblaðið - 19.05.1992, Page 54
54 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAÍ 1992 Keflavík: Fyrstu vorstúdentarnir braut- skráðir frá Fjölbrautaskólanum Keflavík. Fjölbrautaskóla Suðurnesja var slitið í Ytri-Njarðvíkur- kirkju á sunnudaginn og voru þá fyrstu vorstúdentarnir braut- skráðir. Að þessu sinni luku 34 stúdentsprófi en alls voru 53 nemendur brautskráðir á önn- inni. Þetta var 17. starfsár skól- ans sem nú hefur brautskráð 1.716 nemendur. Fjöldi nem- enda fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur og þar bar hæst árangur Magnúsar Randvers Rafnssonar sem brautskráðist af tveim brautum og með fleiri einingar en áður þekkist í sögu skólans auk þess sem hann fékk fjölda verðlauna fyrir góðan námsárangur. Ægir Sigurðsson aðstoðarskóla- meistari greindi frá starfi skólans og að ýmissa breytinga megi vænta í kjölfar nýrrar sóknaráætl- unar sem unnið hefði verið að á önninni. Ægir greindi einnig frá því að skólinn hefði fengið styrk frá menntamálaráðuneytinu til að þróa nýjar starfstengdar náms- brautir til að þjóna nemendum skólans og atvinnulífinu. Að lokinni athöfn ávarpaði Hjálmar Árnason skólameistari brautskráða og lagði mikla áherslu á gildi menntunar í endurreisn at- vinnulífs á tímum vaxandi alþjóða- samstarfs. „Gangið veg sanngirni og látið réttsýni varða ykkar Ieið,“ voru lokaorð skólameistara til fyrr- verandi nemenda. Mikill fjöldi gesta var viðstaddur athöfnina þar sem m.a. komu fram nemendur í Tónlistarskólanum í Sandgerði. - BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Fyrstu vorstúdentarnir selja upp hvítu kollana. En þeir voru braut- skráðir frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja í Ytri-Njarðvíkurkirkju á sunnudaginn. Frumsýning á íslandi OS/2 Kynning á OS/2 og LOTUS hugbúnaði í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands þriðjudaginn 19. maí. Nú er OS/2 stjórnkerfið komið til landsins og af því tilefni verður Nýherji með kynningu á því og nokkrum vinsælum hugbúnaðarpökkum frá LOTUS í ráðstefnusal Verslunarskóla íslands þriðjudaginn 19. maí. Meðal þeirra sem flytja fyrirlestra eru þau Flemming Schmidt og Jonna Kielström hjá IBM í Danmörku. Miðvikudaginn 20. maí verður svo opið hús hjá Nýherja, Skaftahlíð 24, þar sem sýndar verða ýmsar lausnir sem keyra undir OS/2 stýrikerfinu. Dagskrá, þriðjudaginn 19. maí: Kl. 13 - 13.50 Kynning á OS/2 2.0 Flemming Schmidt, deildarstjóri hjá IBM í Danmörku Sýning á OS/2 2.0 Helgi Pétursson, kerfisfræðingur hjá Nýherja Kl. 14 -14.50 Kynning'á LOTUS hugbúnaði-Notes, cc:Mail, AmiPro Jonna Kielström, kerfisfræðingur hjá IBM í Danmörku Kl. 15 -15.50 Framtíðarþróun OS/2 hjá IBM, Flemming Schmidt Verð, afgreiðsla o.fl. Guðmundur Hannesson, markaðsfulltrúi hjá Nýjherja Kl. 16-16.30 Sýning á LOTUS hugbúnaði Freelance Jonna Kielström Misstu ekki af þessu einstaka tækifæri til að kynnast því nýjasta í stjórnkerfum og hugbúnaði. Aðgangur ókeypis. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SÍMI 69 77 00 A lltaj' skrefi á undan Ljósm. Jón Svavarsson Þrír guðfæðingar vígðir Biskup íslands, Ólafur Skúlason, vígði þrjá guðfræðikandídata til prest- þjónustu á sunnudag. Prestvígslan fór fram í Dómkirkjunni og voru vígsluþegar dr. Sigurður Ámi Eyjólfsson, sem vígður var aðstoðarprest- ur í Bústaðarprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, Sigríður Óladóttir, sem vígð var sóknarprestur til Hólmavíkurprestakalls í Húnavatnsprófastsdæmi og Hannes Björnsson, sem vígður var sóknar- prestur til Patreksfjarðarprestakalls í Barðastrandarprófastsdæmi. Elísabet Sigurðardóttir Sr. Árni Þórarinsson Ættarmót á Snæfellsnesi AFKOMENDUR Elísabetur Sigurðardóttur og sr. Árna Þórarinsson- ar efna til ættarmóts dagana 13. og 14. júní vestur á Snæfellsnesi. Ætlunin er að hittast í Laugagerðisskóla eftir hádegi á laugardegin- um 13. júní, þaðan sem farið verður með áætlunarbifreiðum niður að Stóra-Hrauni. Þeir sem ekki hafa tiikynnt þátt- ine Magnúsdóttur eigi síðar en 20. töku eru vinsamlega beðnir að hafa maí. Eftir þann tíma er ekki hægt samband við Jódísi Sigurðardóttur, að gera ráð fýrir gistingu í Lauga- Rósu Stefánsdóttur eða Önnu Krist- gerðisskóla. (Fréuatiikynning) Vidskiptovinir athugid! Vegna breytinga í verslun okkar í Ármúla 17A, verður þjónusta í versluninni í lógmarki næstu þrjór vikurnar. Opnum aftur nýja og glæsilega verslun með nýjum línum þriðjudaginn 9. júní. í S L E N S K K L A S S í K INNANHÚSS I N N R É T T I n"g A R ÁRMÚLA 17A. 108 REYKJAVlK, SlMI: »1- 67 99 33, FAX: 91- 67 99 40 MIÐÁS 11,700 EGILSSTAOIR, SlMI: 97-1 14 62

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.