Morgunblaðið - 19.05.1992, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 19. MAI 1992
Evrópumótið í einmenningi;
Jón missti af 3. sætinu
í síðasta spili mótsins
Brids
Morgunblaðið/GSH
Jón Baldursson, Björn Eysteinsson og Piotr Gawrys voru allir í
sviðsljósinu á Evrópumótinu í einmenningi.
Guðm. Sv. Hermannsson
ÍSLENDINGAR náðu ágætum
árangri á fyrsta Evrópumótinu
í einmenningi í París í síðustu
viku. Jón Baldursson varð í 4.
sæti, aðeins hársbreidd frá því
þriðja og raunar tapaði hann
af þvi sæti í síðasta spilinu.
Björn Eysteinsson varð í 17.
sæti og Guðlaugur R. Jóhanns-
son í 36. af 52 spilurum sem
kepptu um þennan Evrópu-
meistaratitil. Pólverjinn Piotr
Gawrys varð Evrópumeistari
eftir mikinn endasprett en til
mark um styrk mótsins skröp-
uðu stórstjörnur á borð við~
Frakkana Chemla og Quantin
botninn allan tímann.
Lesendur muna ef til vill eftir
að Jón Baldursson og Bretinn
Tony Forrester elduðu grátt silfur
saman á heimsmeistaramótinu í
Yokohama þótt þeir sættust að
lokum. Jón var ekki ánægður með
þennan fjandvin sinn eftir síðustu
umferð einmenningsins í París.
Þá spiluðu þeir saman þetta spil:
S/Allir
Norður ♦ G872 VG6 ♦ 10862 + ÁG10
Vestur Austur
♦ K653 + ÁD109
V D92 ¥Á84
♦ 53 ♦ ÁG7
+ 9862 Suður ♦ 4 + 753
V K10753 ♦ KD94 + KD4
Forrester opnaði á hjarta í suð-
ur, Jón svaraði 1 spaða og Forr-
ester valdi að segja 1 grand, sem
er ekki óeðlilegt þar sem keppnis-
formið er eins og tvímenningur.
Eftir tvö pöss enduropnaði austur
með dobli og þótt það benti til
að hann ætti spaðalit sagði Forr-
ester pass og spilaði því 1 grand
doblað.
Vestur trúði félaga sínum ekki
betur en svo að hann spilaði út
laufi sem Forrester átti í borði.
Ljóst var að tígullinn varð að gefa
3 slagi og til að vinna spilið var
nauðsynlegt að spila tígultíunni
úr borði í öðrum slag og svína
henni. En Forrester spilaði tígli á
kóng og nú dugði ekki að fara inn
í borð á laufás og spila tígli. Aust-
ur gat drepið og spilað iaufi, og
vörnin var búin að bijóta sér 7
slagi. Forrester fór því einn niður
og andstæðingarnir fengu 200 en
Jón og Forrester fengu hreinan
botn. Ef Forrester hefði unnið
spilið, eða flúið í 2 tígla hefði Jón
náð 3. sætinu.
Honum gekk betur í þessu spili:
S/NS
Norður ♦ K8643 V- ♦ 9642 + 8754
Vestur Austur
♦ G72 + D105
VKDG1086 V 9752
♦ D753 ♦ ÁG10
+ - Suður ♦ Á7 VÁ43 ♦ K8 + D63
♦ AKG1092
Vestur Norður Austur Suður
M. Corn Sundelin Lesni- Jón
ewski
2 Gr
3 hjörtu 3 spaðar 4 hjörtu 6 lauf///
Opnun Jóns sýndi 20-22
punkta. Hjartasagnir andstæðing-
anna sögðu Jóni að Sundelin væri
stuttur í hjarta og ætti því 3-4
lauf, og hann hlaut einnig að eiga
eitthvað fyrst hann gat sagt 3
spaða. Jón skaut því á slemmuna
og vann hana, þrátt fyrir laufaleg-
una, þegar tígulásinn lá rétt.
Slemman náðist aðeins við eitt
annað borð og þar gengu sagnir
nákvæmlega eins!
Björn Eysteinsson var einnig
með suðurspilin og hafði sem spil-
afélaga annan sænskan evrópu-
meistara, Tommy Gullberg. Björn
opnaði einnig á 2 gröndum en nú
sagði vestur pass. Norður yfir-
færði í spaða með 3 hjörtum, Björn
sagði 3 spaða og þá sagði norður
pass! Það getur tekið á taugarnar
að spila einmenning.
En Björn fór illa með gamla
refinn Georgio Belladonna í þessu
spili.
Norður ♦ 94 V 1082 ♦ ÁKG3 ♦ ÁK82
Vestur Austur
♦ 102 ♦ ÁK763
V DG974 VÁ
♦ 85 ♦ D10972
+ DG94 Suður + DG85 VK653 ♦ 64 + 1065 + 73
Frakkinn Alan Levy í norður
opnaði á 1 tígli, Pólverjinn Marcin
Lesniewski sagði 1 spaða og Björn
í suður sagði 1 grand sem varð
lokasögn.
Belladonna valdi að spila út
hjartadrottningu á ás austurs sem
spilaði spaða á drottningu Björns.
Björn taldi Ijóst að hjartað lægi
5-1 og þá var ekki ólíklegt að
austur ætti lengd í tígli og laufið
lægi 3-3. Björn ákvað því að spila
laufi í þriðja slag og þegar Bella-
donna fylgdi með fjarkanum lét
Björn áttuna duga og hún hélt
slag!
Björn spilaði þá spaða úr borði
og austur stakk upp ás, tók kóng-
inn og spilaði meiri spaða. Bella-
donna henti tígli og hjarta, og nú
tók Björn ás og kóng í tígli í borði.
Aftur varð Belladonna að henda
hjarta og þá gaf Björn honum einn
hjartaslagen átti síðan afganginn.
9 slagir og semitoppur.
Almanna-
varnaæfing
í Grindavík
HJÁ Almannavörnum ríkisins
lauk 6 daga námskeiði fyrir
vettvangsstjóra almannavarna
laugardaginn 16. maí. 24 vett-
vangssljórar frá 14 stöðum á
landinu voru útskrifaðir, þar af
8 úr Reykjavík. Þar með eru
sérþjálfaðir vettvagnssljórar í
landinu orðnir yfir 100 talsins
og dreifast þeir nokkuð jafnt
miðað við fólksfjölda á hveiju
svæði, nema í Austurlandskjör-
dæmi, sem er á eftir öðrum
landssvæðuin hvað varðar al-
mannavarnaþjálfun, segir í
frétt frá Almannavörnum ríkis-
ins.
Námskeiðinu lauk með al-
mannavarnaæfingu í Grindavík,
þar sem sviðsettir voru jarðskjálft-
ar, sprungumyndanir og eldgos.
Tekin voru fyrir og æfð viðbrögð
og vinnubrögð vegna slysa á fólki
sem „varð undir fallandi hlutum
og lokaðist inni á eiturmenguðum
svæðum“. Þá var æft hvernig stað-
ið yrði að brottflutningi íbúa og
einnig bústofns, sem þurfti sér-
staka meðhöndlun. Einnig voru
æfð viðbrögð vegna skemmda á
vegum og götum og veitukerfum,
svo sem hitaveitu. 32 siasaðir voru
dreifðir um bæinn í atvinnufyrir-
tækjum, heimahúsum og í Svarts-
engi.
Stjórn æfingarinnar var í hönd-
um Almannavarnanefndar Grinda-
víkur en stjórn aðgerða á svæðinu
í höndum nýútskrifaðra vettvangs-
stjóra. Almannavarnir ríkisins
önnuðust heildarsamræmingu á
aðstoð við svæðið.
Þeir sem tóku þátt í æfingunni
auk framangreindra véttvangs-
stjóra voru iögregla, slökkvilið og
heilsugæsla í Grindavík, allar
björgunarsveitir á Suðurnesjum,
eiturefnamenn frá Slökkviliðinu á
Keflavíkurflugvelli, deildir Rauða
krossins á Grindavík og á Suður-
nesjum og Landhelgisgæslan.
Æfingin og sú þjálfun sem hún
veitti er talin hafa skilað tilætluð-
um árangri, segir í fréttatilkynn-
ingu frá Almannavörnum.
>
I
Opna mótið á St. Martin:
Tveir af fjórum sig“-
urvegurum íslenskir
__________Skák_____________
Margeir Pétursson
FJÓRIR skákmenn urðu efstir
og jafnir á opna alþjóðamótinu
á St. Martin í frönsku Vestur
Indíum í Karíbahafinu sem lauk
um síðustu helgi. Á meðal sigur-
vegara með 7 v. voru tveir af
íslensku stórmeisturunum, þeir
Jón L. Árnason og Helgi Ólafs-
son. Þátttakendur komu víðs
vegar að, en flestir frá Banda-
ríkjunum og Frakklandi. Margir
af öflugustu skákmönnum
Bandarikjanna tóku þátt og hin-
ir sigurvegararnir tveir komu
þaðan, þeir Alexander Ivanov,
sem var úrskurðaður sigurveg-
ari á stigum og Dmítríj Gúre-
vítsj. Eins og nöfnin benda til
hófu þeir báðir feril sinn í Rúss-
landi.
Undirritaður var ekki í nærri
eins góðu formi og á mótinu í fyrra
og endaði í 5-10. sæti, hálfum vinn-
ingi á eftir efstu mönnum. Þar var
ég m.a. í ágætum félagsskap
tveggja úr bandaríska Ólympíulið-
inu í Manila, þeirra Gulko og Benj-
amin, en þeir gera sér vonir um
að veija silfurverðlaun sín frá því
síðast. Þessi frammistaða Jóns L.
og Helga gefur vissar vonir um
að íslenska Ólympíusveitin geti náð
sínu besta í næsta mánuði.
Úrslit urðu þessi:
I- 4. Alexander Ivanov, Bandaríkj-
unum, Jón L. Árnason, Helgi Ólafs-
son og Dmítríj Gúrevítsj, Bandar.
7 v. af 9 mögulegum.
5-10. Joel Benjamin, Boris Gulko
og John Fedorowicz, Bandaríkjun-
um, Zapata, Kólumbíu, Margeir
Pétursson og Igor Ivanov, Banda-
ríkjunum 6 v.
II- 19. I. Gúrevítsj, Bandaríkjun-
um, Renet, Frakklandi, Todorcevic,
Júgóslavíu, Kotliar, ísrael,
Gamboa, Kólumbíu, Djuric, Júgó-
slavíu, Ándrej Sokolov, Rússlandi,
Zaltsman, Bandar. og Wallyn,
Frakklandi 6 v.
Keppendur voru hundrað talsins.
Jón L. Árnason var í fararbroddi
mestallt mótið, í sjöundu umferð
missti hann upplagða skák gegn
Aiexander Ivanov niður í jafntefli
en lét það ekki á sig fá og vann
mikilvægasta sigur sinn strax á
eftir:
Hvítt: ílja Gúrevítsj, Bandar.
Svai-t: Jón L. Árnason
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 - Rf6 5. Rc3 -
a6 6. Be3 - e6 7. Be2 - Be7
8. 0-0 - Dc7 9. a4 - Rc6 10. f4
- 0-0 11. Khl - He8 12. Bf3 -
Ra5 13. Dd3 - Bf8 14. Hadl -
Hb8 15. b3 - Bd7 16. Rde2 -
Rc6 17. g4 - Bc8 18. g5 - Rd7
19. Bg2 - g6 20. Bgl - Rb4
21. Dg3 - b6
21. — Rxc2 gekk nú ekki vegna
22. Hcl - Rb4 23. Rd5 - Da5
24. Bb6! - Rxb6 25. Rf6+. En
hvítur lætur peðið á c2 hanga of
lengi.
22. h4 - Bb7 23. h5 - Bg7
í stað þess að þæfa þessa dæmi-
gerðu Sikileyjarstöðu áfram gefur
hvítur nú andstæðingnum færi á
að létta á stöðu sinni. Líklega hef-
ur hann gert þetta í þeirri von að
geta síðar sölsað undir sig d5 reit-
inn.
24. Bd4 — e5 25. fxe5 — Bxe5
26. Bxe5 - Hxe5 27. Hd4?
Eftir þetta er peðið á c2 ekki
lengur eitrað. Gúrevítsj hefur yfir-
sést hinn bráðsnjalli 29. leikur
Jóns.
27. - Rxc2 28. Hc4 - Hc5 29.
Rf4 - Rb4!
(SJÁ STÖÐUMYND í NÆSTA
DÁLKI)
En ekki 29. — Hxc4? 30. Rcd5!
Nú hefur svartur hins vegar bæði
peði meira og betri stöðu.
30. hxg6 — hxg6 31. Hxb4 —
Hxc3 32. Df2 - Dc5 33. Hd4 -
Hf8 34. Bh3 - Hcl 35. IIxcl -
Dxcl+ 361. Kh2 - Re5 37. Hxd6
- Bxe4 38. Hxb6 - Hd8 39. Hb4
- Hd2 40. Re2 - Rf3+ 41. Kg3
- Dc7+ 42. Kg4 — De5 og hvítur
gafst upp.
Helgi byrjaði illa pg var með 2 'A
v. eftir 4 umferðir. í Monrad kerf-
inu þýddi þetta að næstu andstæð-
ingar hans voru ekki sérlega sterk-
ir og það var ekki fyrr en í síðustu
umferð að hann mætti stórmeist-
ara. Andstæðingur hans, Frakkinn
Renet, tapaði unninni skák í síð-
ustu umferð á mótinu í fyrra og
missti þá af því að deila efsta
sætinu. Líklega ætti hann að bjóða
jafntefli snemma næst.
Hvítt: Renet, Frakklandi
Svart: Helgi Ólafsson
Sikileyjarvörn
1. e4 - c5 2. Rf3 - d6 3. d4 -
cxd4 4. Rxd4 — Rf6 5. Rc3 —
a6 6. f4 - Rbd7 7. Df3 - e5 8.
Rf5 - b5 9. a3 - Bb7 10. Bd3
- g6 11. Re3 - Bg7 12. 0-0 -
0-0 13. Bd2 - exf4 14. Dxf4 -
Re5 15. Jíel - h6 16. Hdl -
Hc8 17. Khl - He8 18. Df2 -
Dd7 19. Dgl - Rfg4 20. Rxg4
- Rxg4 21. Bg3 — Re5 22. Be2
- h5 23. Hd2 - He6 24. Hfdl -
Rc4!
Svartur jafnaði taflið fyrirhafn-
arlítið og nær nú frumkvæðinu
eftir frekar máttlausa taflmennsku
hvíts.
25. Bxc4 - Hxc4 26. Hxd6 -
Hxd6 27. Hxd6 - Dg4 28. Df2
— Bxe4 29. Rxe4 — Dxe4 30.
Hd8+ - Kh7 31. Hd3?
Það gerast oft undarlegir hlutir
í síðustu umferð. Nú á svartur ein-
faldan vinning með 31. — Dxd3!
32. cxd3 - Hcl+ 33. Del - Hxel
34. Bxel — Bxb2. Það er þó erfitt
að gagnrýna leik sem knýr and-
stæðinginn til uppgjafar aðeins
þremur leikjum síðar.
31. - f5?! 32. h3?
Með 32. b3! hefði hvítur átt
þokkalega möguleika á að jafna
taflið fyllilega. En Renet virtist
alveg vera kominn úr sambandi
og endaði með því að leika af sér
manni:
32. - f4 33. Bh4 - f3 34. b3? -
Dxh4 og hvítur gafst upp.