Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 2

Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 Hagvirki sækir um lóð fyrir íbúðir aldraðra á Akureyri Morgunblaðið/Sigurdur Jónsson Ölfusárbrú opin léttri umferð Selfossi. ÖLFUSÁRBRÚ var opnuð fólksbílum í gærkvöldi eftir mánaðar- lokun. Gert er ráð fyrir að opna hana fyrir þungaumferð eftir næstu helgi. Síðasta verk vegagerðarmanna áður en brúin var opnuð var að ganga frá tengihúsi fyrir vatnsleiðslur undir ak- brautinni við norðurenda brúarinnar. Búið er að ganga frá sjálfri akbrautinni yfir brúna en eftir er að steypa gangstétt austan megin á brúnni en hún verður 1,80 m á breidd. Sjálf akbrautin er 6,20 m. Einnig er eftir að ganga endan- lega frá handriðum. Verkið hefur staðist upphaflega áætlun þó svo frost tefði steypu- vinnuna um fimm daga. Opnunin verður kærkomin Selfossbúum og öðrum én miklum íjölda bíla hefur daglega verið lagt beggja vegna brúarinnar. Mikilvægi hennar sem sámgöngumannvirkis hefur kom- ið vel í ljós á meðan á lokuninni stóð. - Sig. Jóns. Fjögur tilboð bárust í eignir þrotabús Isno ÞRJÚ tilboð höfðu borist í fasteignir og eldisaðstöðu þrotabús fisk- eldisfyrirtækisins ísno hf. um miðjan dag í gær og von var á fjórða tilboðinu. Nokkur tilboð höfðu einnig borist í eldisfiskinn. Tilboðs- frestur rann út í gær. Heimamenn í Kelduhverfi og fyrri eigendur ísno eru meðal þeirra aðila sem hafa sýnt áhuga á að kaupa stöðina. HAGVIRKI-KIettur hf. hefur sótt um lóð á Akureyri til að byggja á eigin vegum 40 til 50 íbúðir fyrir aldraða. Félag aldr- aðra á Ákureyri gekk í vikunni Sameinuðu þjóðirnar: Island ber upp tillögri um aðild Slóveníu ÍSLAND mun bera upp tillögu um aðild Slóveníu að Sameinuðu þjóðunum samkvæmt ósk Slóv- ena, en líklegt er að tillagan verði borin upp á fundi allsherj- arþings Sameinuðu þjóðanna á föstudaginn. Beiðni um að bera upp tillöguna barst íslenskum stjórnvöldum frá Slóvenum síð- astliðinn föstudag. Að sögn Grétars Más Sigurðs- sonar sendiráðsritara í sendiráði íslands í New York verður ísland meginflytjandi tillögunnar um að- ild Slóveníu að Sameinuðu þjóðun- um og safnar stuðningsyfirlýsing- um frá öðrum ríkjum. Hann sagði að Slóvenar hefðu óskað eftir að ísland tæki þetta að sér með þeim orðum að þeir vildu að meginflytj- andi tillögunnar yrði þjóð sem hefði sýnt þeim skilning og samúð í sjálfstæðisbaráttu þeirra. að tilboði SS-Byggis í byggingu 70 íbúða en það var 25 milljón- um króna hærra en tilboð Hag- virkis-Kletts. Hagvirki-Klettur átti lægsta til- boð í byggingu íbúðanna á vegum Félags aldraðra við Lindarsíðu en því var hins vegar hafnað. Jóhann G. Bergþórsson, forstjóri fyrirtæk- isins, segir að sér virðist sem lítt skiljanleg viðhorf hafi ráðið því að tiiboðinu var hafnað en í ljósi þeirrar niðurstöðu hafí Hagvirki- Klettur, í samráði við íslands- banka, ákveðið að senda bæjarráði Akureyrar bréf, þar sem óskað sé eftir lóð fyrir 40 til 50 íbúðir, Að sögn Jóhanns segir í bréf- inu, að óskað sé eftir lóð, sem stað- sett sé í samræmi við þarfir aldr- aðra. Hugmyndin sé sú, að byggja ódýrar en góðar íbúðir fyrir aldr- aða Akureyringa, sem séu við- skiptavinir íslandsbanka og/eða annarra banka. Verði af lóðarút- hlutun og lóðin hæfi starfseminni sé ætlunin að stofna sjálfstætt dótturfyrirtæki Hagvirkis-Kletts á Akureyri, sem starfí þar og víðar á Norðurlandi. Starfsmenn þess fyrirtækis yrðu Akureyringar að æðstu stjórnendum undanskildum. Verð íbúðanna yrði lægra en gert væri ráð fyrir í tilboði fyrirtækisins í bygginguna við Lindarsíðu. Að sögn Jóhanns mun fyrirtæk- ið beita sér fyrir markaðskönnun til að ganga úr skugga um hvort markaður sé fyrir íbúðir af þessu tagi. Hann segist hins vegar ekki hafa trú á öðru en að svo sé. Ef af þessum framkvæmdum verði geti þær tengst frekari áformum Hagvirkis-Kletts um umsvif á Norðurlandi. Bústjórar þrotabúsins auglýstu fasteignir og eldisaðstöðu Isno á Öxnalæk í Ólfusi, í Lónum í Keldu- hverfí og í Vestmannaeyjum til sölu eftir gjaldþrot félagsins. Jóhann H. Níelsson hrl. bústjóri sagði í gær að borist hefðu tvö kauptilboð og eitt leigutilboð og að vitað væri um eitt kauptilboð á leiðinni. Hann sagði að eitt tilboðið væri í eldisað- stöðu á öllum þremur stöðunum en hin í hluta, sérstaklega aðstöðuna í Lónunum. Jóhann sagðist ekki geta upplýst hverjir stæðu að tilboð- unum fyrr en í dag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru heimamenn í Keldu- hverfi, fiskeldisstöðin Svarthamar hf. á Húsavík og fyrri eigendur ísno hf., meðal þeirra sem haft hafa hug á að kaupa stöðina. Eftir gjaldþrot- ið var boðaður almennur sveitar- fundur í Kelduneshreppi um málefni fyrirtækisins og ákveðið að reyna að fá fiskeldisstöðina keypta eða leigða. íbúar á flestum bæjum hreppsins, þar á meðal starfsmenn stöðvarinnar, skrifuðu sig fyrir hlutafé í hlutafélagi sem stofnað verður um reksturinn ef heimamenn eiga kost á kaupunum. Jóhann Níelsson sagði að hinn bústjóri þrotabúsins, Sigurður Jóns- son hdl., færi á fund stjórnenda Framkvæmdasjóðs árdegis í dag til að gera þeim grein fyrir boðunum enda réðist það mest af vilja sjóðs- ins sem helsta veðhafa hvaða til- boði yrði tekið. Landsbanki íslands er aðalveð- hafí í fiskinum í ísno og hefur rek- ið stöðina frá gjaldþrotsdegi. Bank- inn auglýsti fiskinn til sölu og að sögn Más Hallgrímssonar, forstöðu- manns afurðalánadeildar, hafa nokkur tilboð borist. Fleiri hefðu áhuga á fiskinum en þeir sem vildu reka stöðina áfram. Vonaðist hann til að hægt yrði að ganga frá söl- unni fljótlega. Sérblað um útiveru SÉRFRÆÐINGAR á sviði íþróttalækningafræða beina nú sjónum sínum í auknum mæli að hreyfingarleysi og á nýlegri ráðstefnu var skað- semi hreyfingarleysis lögð að jöfnu við reykingar um al- mennt heilbrigði og lífslíkur. Þessar upplýsingar eru á meðal þess sem kemur fram í sérblaði um útiveru sem fylgir Morgunblaðinu í dag. í því er ijallað um ýmsar leiðir í útiveru; hestamennsku, golf, gönguferð- ir, veiðiskap og fleira. Menntamálaráð; Vantraust á for- Ályktun aðalfundar læknaráðs Landspítalans: Sumir af hæfustu starfs- mönnum íhuga að hætta Á AÐALFUNDI læknaráðs Landspítalans sem fram fór 15. maí var samþykkt einróma ályktun þar sem lýst er miklum áhyggjum vegna niðurskurðar fjárframlaga til sjúkrahússins. Segir þar m.a. að afleiðingar aðgerðanna séu að neikvæðni og óánægja séu ríkjandi og að sumir af hæfustu starfsmönnum Landspítalans íhugi að segja upp störfum. Ásmundur Brekkan, formaður læknar- áðs Landspítalans, segir að þetta starfsfólk hyggist leita sér starfa erlendis. Ályktunin er svohljóðandi: „Læknaráð Landspítalans hefur miklar áhyggjur af stefnu stjórn- enda spítalans undanfarin misseri. Þær einhliða aðgerðir, sem m.a. hafa verið viðhafðar til þess að mæta niðurskurði á fjármagni til sjúkrahússins, hafa hvarvetna valdið mikilli óánægju meðal starfsfólks. Þeir sem vinna með sjúklingana vita best hvernig þjón- ustan hefur breyst, oft sjúklingun- um í óhag. Neikvæðni og óánægja er ríkjandi og hefur eyðilagt þann góða starfsanda sem ríkti áður á sjúkrahúsinu. Sumir af hæfustu starfsmönnum íhuga að segja upp störfum. Það eru eindregin til- mæli læknaráðs að meira samráð verði haft við starfsfólk í mikil- vægum ákvörðunum er snerta störf þeirra.“ Ásmundur Brekkan lagði í sam- tali við Morgunblaðið áherslu á að um væri að ræða uppsafnaðan vanda til margra ára. „Stjórnvöld hafa verið að svelta þennan spít- ala í lengri tíma. Þær aðgerðir sem ráðist hefur verið í að undanförnu og staðið hefur verið afar klaufa- lega og marklaust að, eru einung- is dropinn sem fyllir rnælinn," seg- ir Ásmundur. mann hugsanlegt FUNDUR verður væntanlega haldinn í menntamálaráði í næstu viku, en í fyrrinótt var Hlín Daníelsdóttir kosin á Alþingi fulltrúi Alþýðu- flokksins í ráðinu. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er hugsan- legt að á fundinum verði borið fram vantraust á Helgu Kress for- mann menntamálaraðs. Hlín Daníelsdóttir var kosin aðal- fulltrúi Alþýðuflokksins í mennta- málaráð í stað Helgu K. Möller, sem féll frá í vor. Ragnheiður Davíðs- dóttir, varamaður Helgu í ráðinu, stóð þá að vantrauststillögu á for- mann ráðsins, Bessí Jóhannsdóttur fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, og var Helga Kress þá kosin formaður. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins er ekki ósennilegt að van- traust verði borið fram á Helgu Kress á næsta fundi í menntamála- ráði ef hún að fyrra bragði segir ekki af sér formennskunni. Aðspurð sagðist Bessí Jóhanns- dóttir eiga von á því að unnið yrði í menntamálaráði í anda þess sam- komulags sem ríkti milli ríkisstjórn- arflokkanna, en formaður Alþýðu- flokksins og þingflokkurinn hefðu lagt áherslu á að það yrði gert. Hún sagði að á þessari stundu væri óljóst með hvaða hætti stefnu stjórnar- flokkanna yrði framfylgt í ráðinu. Hlín Daníelsdóttir sagðist í samtali við Morgunblaðið ekki vilja tjá sig opinberlega um málefni mennta- málaráðs. Hlín á sæti í skólanefnd Kvenna- skólans í Reykjavík og í jafnréttis- nefnd Reykjavíkurborgar. Henm var falið að taka sæti í jafnréttis- nefnd í stað Ragnheiðar Davíðsdott- ur, sem hætti að eigin ósk um sið- ustu áramót, en varamaður Kagn- heiðar í nefndinni var Guðlaugur Gauti Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.