Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
Framlialdsskóli í Borgarholti
tekur til starfa haustið 1993
BORGARRAÐ hefur samþykkt
samkomulag um stofnun fram-
haldsskóia í Borgarholtshverfi í
Reykjavík, sem menntamála-
ráðuneytið, Mosfellsbær og
Reylyavíkurborg standa að í sam-
einingu. Um er að ræða skóla með
fjölbrautasniði og er gert ráð fyr-
ir að kennsla í verklegum greinum
hefjist að hluta haustið 1993.
Samkomulagið gerir ráð fyrir að
skólinn verði 10.500 fermetrar að
stærð og er framkvæmdatími áætl-
aður sjö ár frá og með árinu 1992.
Skólinn greinist í tvö aðalsvið, bók-
nám og verknám, er skiptast síðan
Ellilífeyrir hækk-
ar um 206 krónur
BÆTUR almannatrygginga
hækka um 1,7%, í samræmi við
almenna kjarasamninga, og hefur
hækkunin þegar tekið gildi, eða
frá 1. maí.
Hækkunin er komin til fram-
kvæmda hvað varðar sjúkra- og
slysadagpeninga. Siysadagpeningar
hækka úr 654,60 krónum á dag í
665,70 krónur og sjúkradagpening-
amir úr 517,40 krónum í 526,20
krónur.
VEÐUR
Maíhækkunin á aðrar bætur verð-
ur greidd 3. júní, með júníbótunum.
Sem dæmi um breytingar á bótaf|ár-
hæð má nefna, að elli- og örorkulíf-
eyrir hækkar úr 12.123 krónum á
mánuði í 12.329 krónur, tekjutrygg-
ing ellilífeyrisþega verður 22.684
krónur í stað 22.305, meðlag fer í
kr. 7.551 úr 7.425 og fæðingarstyrk-
ur, sem var 24.671 króna á mánuði,
verður 25.090 krónur.
í námsbrautir. Skal starfsemi skólans
miðast við að unnt verði að útskrifa
nemendur eftir mislangan námsferil
og með mismunandi réttindi.
Ríkið greiðir 60% af stofnkostn-
aði, Reykjavíkurborg 28% og Mos-
fellsbær 12%. Er samkomulag um
að framvegis hafi framhaldsskóla-
nemar úr Mosfellsbæ sama rétt til
náms í framhaldsskólum í Reykjavík
og nemar með lögheimili í Reykjavík.
Tekur þetta til þeirra framhaldsskóla
sem nú eru starfræktir í Reykjavík
og annarra sem reistir verða í borg-
inni í samvinnu við ríkið auk skólans
í Borgarholti.
Fram kemur að menntamála-
ráðuneytið, með samþykki fjármála-
ráðuneytisins, Reykjavíkurborg og
Mosfellsbær ábyrgjast að leggja
fram samtals 1.000 millj. miðað við
vísitölu í nóvember 1991. Stefnt er
að 70 millj. króna framlagi árið 1992,
100 millj. árið 1993 og 200 millj. á
ári frá árinu 1994 til 1997 og 30
millj. árið 1998. Framlög eru háð
árlegu samþykki Alþingis og viðkom-
andi sveitarfélaga. Upphæðin miðast
við byggingarvísitölu og breytist með
henni.
/ / / /
V f 8
IDAGkl. 12.00 '
/ Heimlld: Veðurstofa ísiands
{Byggt á veðurspá kl. 16.151 gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 21. MAI
YFIRLIT: Vestur af Bretlandseyjum er 1028 mb hæð sem þokast norð-
austur e'n minnkandi 1000 mb lægð á leið norðaustur um Grænlands-
sund.
SPÁ: Suðvestan gola en stinningskaldi sums staðar á Vestfjörðum og
suðaustanlands. Víða dálítil rigning eða súld sunnan- og vestanlands
en úrkomulaust norðaustanlands. Hiti 6-14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðlæg og síðar austlæg átt. Þurrt að mestu
norðanlands en dálítil rigning eða súld í öðrum landshlutum. Hiti 8-16
stig. Hlýjast í innsveitum norðanlands.
HORFUR Á LAUGARDAG: Austlæg átt. Rigning eða súld með köflum
suðaustan- og austanlands en þurrviðri norðan- og vestanlands. Hiti
8-16 stig. Svalast við.suðaustur- og austurströndina.
Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
ö
▼
Heiðskírt
/ / /
/ /
/ / /
Rigning
Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
* / * * * #
* / * *
/ * / * * *
Slydda Snjókoma
Alskýjað
*
V V V
Skúrir Slydduél Él
$
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaðrimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
y súid
= Þoka ^
FÆRÐA VEGUM: m. i7.3of9ær,
Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir. Einstaka vegakafiar eru þó
ófærir, svo sem Þorskafjarðarheíði á Vestfjörðum, Hólssandur og Öxar-
fjarðarheiði á Norðausturlandi, Mjóafjarðarheiði á Austfjörðum og Lág-
heiði á Norðurlandi er lokuð vegna aurbleytu. Vegna aurbleytu eru sums
staðar sérstakar öxulþungatakmarkanir á vegum og eru þær tilgreindar
með merkjum við viðkomandi vegi. Allir hálendisvegir landsins eru lokað-
ir vegna aurbleytu og snjóa. Ölfusárbrú við Selfoss verður opnuð fyrir
umferð léttra ökutækja að morgni fimmtudags 21. maí.
Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEIM
ki. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri Reykjavlk 13 skýjað 7rigning
Bergen 17 léttskýjað
Helsinki 20 léttskýjað
Kaupmannahöfn 18 léttskýjað
Narssarssuaq 2 urk.ígrennd
Nuuk -í-3 alskýjað
Ósló 22 léttskýjað
Stokkhólmur 24 skýjað
Algarve 28 skýjað
Amsterdam 24 heiðskirt
Barcelona vantar
Berlin 23 heiðskirt
Chlcago ivantar
Feneyjar 19 léttskýjað
Frankfurt 23 léttskýjað
Glasgow 18 skýjað
Hamborg 22 léttskýjað
London 25 léttskýjað
LosAngeles 15 léttskýjað
Lúxemborg 22 heiðskírt
Madríd 26 skýjað
Malaga vantar
Mallorca 20 skýjað
Montreal 15 háifskýjað
NewYork vantar
Orlando vantar
París 23 heiðskirt
Madeira 18 skýjað
Róm 20 skýjað
Vín 17 skýjað
Washington vantar
Winnipeg 21 hálfskýjað
Morgunblaðið/Sverrir
Sex skákmenn fara til þátttöku á Ólympíuskákmótinu í Manila ásamt
fylgdarliði. Á myndinni eru, talið frá vinstri: Gunnar Eyjólfsson,
aðstoðarmaður, Krislján Guðmundsson, liðssljóri, Margeir Péturs-
son, sem teflir á 2. borði, Áskell Örn Kárason, fararstjóri, Jóhann
Hjartarson, sem teflir á 1. borði, Jón L. Árnason, sem teflir á 4.
borði, Þröstur Þórhallsson, 2. varamaður, Hannes Hlífar Stefánsson,
1. varamaður og Guðmundur G. Þórarinsson, forseti Skáksambands
Islands.
Olympíuskákmótið í Manila:
Sterkustu sveit-
inni teflt fram
TILKYNNT var í gær hvaða skákmenn skipa ísiensku sveitina sem
fer á Olympíuskákmótið sem haldið verður í Manila á Filippseyjum
7.-25. júní næstkomandi. í sveitinni verða þeir Jóhann Hjartarson,
sem teflir á 1. borði, Margeir Pétursson, Helgi Ólafsson og Jón L.
Árnason, en varamenn verða Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur
Þórhallsson. Karl Þorsteins gaf ekki kost á sér. Liðsstjóri er Krist-
ján Guðmundsson, fararstjóri er Áskell Örn Kárason og aðstoðarmað-
ur Gunnar Eyjólfsson.
Að sögn Guðmundar G. Þórarins-
sonar forseta Skáksambands ís-
lands eru allir íslensku keppendum-
ir í góðri æfingu um þessar mund-
ir, en þeir hafa náð toppsætum á
ýmsum alþjóðlegum skákmótum
upp á síðkastið. Sagðist hann efa
að sterkari sveit hefði áður verið
send héðan á Ólympíuskákmót.
Ólympíuskákmót eru haldin ann-
að hvert ár, og eru þau jafngildi
heimsmeistaramóts skáksveita.
Búist er við metþáttöku að þessu
sinni, eða sveitum frá 120 þjóðum
og 1.000 til 1.200 keppendum. Á
blaðamannafundi þar sem tilkynnt
hveijir yrðu í íslensku sveitinni kom
fram í máli Guðmundar G. Þórarins-
sonar að íjölgun þátttökuþjóða staf-
aði ekki síst af því að nú kæmu
sveitir frá öllum ríkjum fyrri Sovét-
ríkjanna, og nokkrar sveitir frá
fyrrum Júgóslavíu. Hann gat þess
að í þýska skáktímaritinu Schack
Magazin væri ísland nú flokkað í
15.-18. sæti á lista yfir sterkustu
skákþjóðir heims ásamt Búlgaríu,
Króatíu og Tékkóslóvakíu, en á síð-
asta Ólympíuskákmóti varð ísland
í 8. sæti. Sagði Guðmundur að þetta
stafaði af því að ofar íslandi á list-
anum væru settar nokkur fyrrum
ríki Sovétríkjanna sem hefðu á að
skipa sterkum skákmönnum, en
hann teldi líklegt að íslenska sveitin
ætti að geta orðið í kringum 10.
sætið á mótinu.
Kostnaður Skáksambandsins
vegna þátttökunnar í Ólympíuskák-
mótinu er um 1,8 milljónir króna,
og hefur söfnun vegna þátttökunn-
ar gengið vel, en í því sambandi
hefur verið leitað til fjölmargra fyr-
irtækja eftir styrkjum. Vegna fjár-
hagsörðugleika sambandsins er
ekki send kvennasveit að þessu
sinni, en frá því ísland tók fyrst
þátt í þessu móti hefur kvennasveit
farið fjórum sinnum til þátttöku.
Skáksambandið er nokkuð skuld-
ugt, m.a. vegna húsnæðiskaupa, en
á aðalfundi sambandsins um síðustu
helgi var kynnt bréf frá Ólafi G.
Einarssyni menntamálaráðherra
þar sem ségir að hann muni beita
sér fyrir því að á næstu þrem árum
fái Skáksambandið 5 milljónir ár-
lega á sérstökum lið í fjárlögum til
að greiða upp skuldir. Að sögn
Árna Emilssonar fráfarandi gjald-
kera sambandsins þýðir þetta
straumhvörf í íjarmálum Skáksam-
bandsins, en það hefur enga fasta
tekjustofna, enda var orðsendingu
menntamálaráðherra fagnað gífur-
lega á aðalfundinum.
Félag um nýja sjávarútvegsstefnu:
Ekki til bóta að
fækka og stækka
- segir Hrólfur Gunnarsson, einn af
talsmönnum félagsins
HRÓLFUR Gunnarsson, einn af talsmönnum Félags um nýja sjávarút-
vegsstefnu, segir að hann telji ekki til bóta að fækka og stækka
útgerðarfyrirtækjum eins og þróunin hefur verið sl. hálft annað ár.
Eins og fram hefur komið í fréttum undanfarið hafa ellefu stærstu
útgerðarfyrirtækin bætt við sig verulegum aflaheimildum, einkum
með samruna við önnur fyrirtæki.
„Það er einsýnt að fækkun út-
gerðarfyrirtækja leiðír til fækkunn-
ar þeirra sem vinna við fiskveiðar,"
segir Hrólfur. „Og hvað varðar
stækkun þeirra segja útgerðarmenn
að það sé í samræmi við annað
aðalmarkmið kvótakerfisins um
hagræðingu í rekstri. Að mínu
mati sýnir þetta gallana á kerfinu."
Hrólfur segir að kvótakerfið sé
gallað að því leyti að það hefti mjög
útgerð smærri báta. „Þetta kom í
ljós á nýliðinni vertíð því þá virtist
nægur fiskur vera á grunnslóð þar
sem smærri bátar veiða en ekki á
miðum togskipanna. Sökum þess
hve kvótakerfið heftir smærri báta
reyndist ekki unnt að ná þessum
afla/'.segir Hrólfur. „Því voru afla-
brögðin jafnslök og raun ber vitni
fyrstu átta mánuði fiskveiðaársins."