Morgunblaðið - 21.05.1992, Page 12
-
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992
4,55%
16.000
tonn
14.000
12.000
10.000
8.000
6.000
4.000
2.000
4,39%
Botnfiskaflamark
11 stærstu fyrirtækjanna 1992
Þorskígildi 1. jan 1991 og 18. maí 1992
Samtals: tonn %
3,18%
3,07%
3,31%
SrH 2-24% 2>28%
1. jan. ’90 60.445 17,12
18. maí '92 97.545 26,99
Heildaraflamark
11 stærstu fyrirtækjanna 1992
Þorskígildi Í1. jan 1991
og 18. maí 1992
Samtals: tonn %
1. jan. ’90 67.747 13,19
18. maí ’92 117.345 22,93
2,39%
1,93%
g 1.73 $
n
Upplýsingar sjávarútvegsráðuneytisins um tilfærslur aflaheimilda frá 1. jan. 1991:
Ellefu stærstu fyrirtækin
bæta við sig 50.000 toiinum
Tæp 44 þúsund tonn vegna samruna fyrirtækja
SJAVARUTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur tekið saman upplýsingar
um tilfærslur á aflaheimildum frá 1. janúar 1991 fram til 18. maí
í ár. Þetta er gert í kjölfar gagnrýni sem fram hefur komið á
tölulegar upplýsingar sem fram komu í erindi Runólfs Ágústsson-
ar á málþingi Birtingar um síðustu helgi og greint var frá í sunnu-
dagsblaði Morgunblaðsins. Samkvæmt úttekt ráðuneytisins hafa
ellefu stærstu útgerðarfyrirtækin aukið heildarkvóta sinn um
50.000 tonn, úr 67.747 tonnum af þorskígildum í 117.345 tonn eða
úr 13% hlutdeild í tæplega 23% hlutdeild. Af þessu magni eru um
43.700 tonn til komin vegna samruna fyrirtækja. Ef aðeins er
tekinn botnfiskkvótinn er aukningin úr 17% hlutdeild í tæplega
27% hlutdeild.
Kristján Skarphéðinsson
deildarstjóri í sjávarútvegsráðun-
eytinu segir að til að auðvelda
samanburð á aflaheimildum sé
allsstaðar miðað við leyfilegan
heildarafla á yfirstandandi fisk-
veiðiári. Jafnframt eru aflaheim-
ildir af einstökum tegundum um-
reiknaðar til þorskígilda miðað við
hlutfallslegt verðmæti þeirra.
Hvað varðar töflur þær sem
fylgja hér með segir Kristján að
eins og kunnugt sé er aflaheimild-
um úthlutað milli einstakra skipa
en ekki fyrirtækja. „Þegar breyt-
ing á aflaheimildum einstakra
fyrirtækja á milli tímabila er at-
huguð verður margs að gæta,“
segir Kristján. „í' fyrsta lagi eru
fiskiskip seld frá einu fyrirtæki til
annars. í öðru lagi getur fyrirtæki
skipt um nafn og kennitölu. í þriðja
lagi geta fyrirtæki sameinast und-
ir nýju nafni. í fjórða lagi er heim-
ilt að flytja aflahlutdeild á milli
skipa í eigu óskyldra fyrirtækja.
Allt þetta verður að hafa í huga
þegar aflaheimildir einstakra fyrir-
tækja eru skoðaðar á milli tíma-
bila.“
í máli Kristjáns kemur fram,
hvað varðar sameiningu fyrirtækja
(sjá töflu), að það geti reynst flók-
ið mál fyrir ókunnuga að átta sig
á því hvaða fyrirtæki hafi í raun
sameinast. Því hafi ráðuneytið
gert lauslega könnun á sameiningu
nokkurra fyrirtækja úr hópi þeirra
11 stærstu. Eru þar annarsvegar
sýndar upplýsingar um aflaheim-
ildir þeirra fyrirtækja sem stóðu
að sameininguni, eins og þær voru
1. janúar 1991 miðað við framan-
greindar forsendur, og hinsvegar
aflaheimildir eftir sameiningu mið-
að við 18, maí sl.
Fimm stærstu tvöfalda sinn
hlut
Þegar skoðaðar eru upplýsingar
sjávarútvegsráðuneytisins kemur í
ljós að fimm stærstu útgerðarfyrir-
tækin hafa tvöfaldað heildarkvóta
sinn á tímabilinu frá 1. janúar
1991 til 18. maí 1992, voru með
7.93% hlutfall 1. jan. 1991 en eru
komin með 14,17% nú. Þessi aukn-
ing er að stærstum hluta tilkomin
vegna samruna fyrirtækja. Afla-
hlutdeild Granda hf. eykst um
4.077 tonn með samruna við Hrað-
frystistöðina í Reykjavík, aflahlut-
deiid Samherja eykst um 3.116
tonn með samruna við Söltunarfé-
lag Dalvíkur og Hvaleyri, ísfélag
Vestmannaeyja kemur nýtt inn á
listann með samruna við Hrað-
frystistöðina í Vestmannaeyjum,
Berg-Huginn, Höfn og Smáeyjar
og hefur aflaheimildir upp á
13.306 tonn og aflahlutdeild Har-
aldar Böðvarssonar eykst um
5.805 tonn með samruna við Síld-
ar-og fiskimjölsverksmiðjuna,
Sigurð, Heimaskaga og Krossvík.
Samtals hafa fimm stærstu út-
gerðarfyrirtækin aukið heildark-
vóta sinn um tæp 32.000 tonn á
þessu tímabili þar af eru 26.000
tonn tilkomin vegna samruna fyr-
irtækja. AIls nema kaup þeirra á
kvóta þetta tímabil um 6.000 tonn-
um að verðmæti um einn milljarð
króna. Munar þar mestu um kaup
Úgerðarfélags Akureyringa á um
2.000 tonnum og kaup Samheija
á 1.775 tonnum. Ef litið er á
kvótakaup/sölu hjá ellefu stærstu
útgerðarfyrirtækjunum sám-
kvæmt upplýsingum sjávarútvegs-
ráðuneytisins kemur í Ijós að kaup-
in nema um 8.500 tonnum og er
verðmæti þess kvóta um 1,5 millj-
arður króna. Fyrir utan fimm
stærstu fyrirtækin munar þar
mestu um kaup Skagstrendings
sem námu 1.170 tonnum á fyrr-
greindu tímabili og kaup Þormóðs
ramma sem námu 843 tonnum.
Hér skal tekið fram að úttekt ráðn-
eytisins gerir ekki ráð fyrir sam-
runa Þormóðs ramma og Skjaldar
á Sauðárkróki, sem varð nýlega,
en við það fluttust aflaheimildir
upp á um 1.650 tonn til Þormóðs
ramma.
Rangar upplýsingar
Sveinn Hjörtur Hjartarsson
hagfræðingur LÍÚ segir að sam-
kvæmt upplýsingum sjávarút-
vegsráðuneytisins hafi frétt
Morgunblaðsins á sunnudag ver-
ið röng í veigamiklum atriðum.
„Fram kemur hjá ráðuneytinu
að þær tilfærslur á kvóta sem
verið hafa hjá þessum ellefu fyr-
irtækjum eru að langstærstum
hluta vegna samruna fyrirtækja
en ekki kaupa á kvóta,“ segir
Sveinn Hjörtur.
Hvað varðar frétt Morgunblaðs-
ins á sunnudag var hún byggð á
upplýsingum frá Runólfi Agústs-
syni sem segir hér á næstu síðu
að upplýsingar þær sem hann vann
úr hafi verið sýndar bæði ráðu-
neytinu og L.Í.Ú. og hafi ekki ver-
ið gerðar athugasemdir við þær
af þessum aðilum.
15.925
4.077
Hraðfrysti-
stöðin í
Reykjavík
16.282 tonn
11.8481
1. jan.
1991
-c
í Q
c
e §
C3 C3
Hvaleyri
Sóltunarfélag
Dalvíkur
18. maí
1992
14.305
1.jan.
1991
Smáey 881
1.998
Höfn
3.315
Bergur-Huginn
13.306 tonn
Breyting á aflamarki fyrirtækja
frá 1. jan. 1991 til 18. maí 1992, mælt í þorskígildum
18. maí
1992
13.014 tonn
11.608
Krossvik
1
Heimaskagi
1.751
,1.605
H
„1.310
Siguröur
1.239
Sildar- og fiski-
mjölsverksm. 5.803
18. maí
1992
18. maí
1992
1.636
Samtog
Haraldur 782
Gíslason 6.528
Rskimjöls-
verksmiðjan
Vinnslustöðin
2.217
11 163 11-605 tonn
• j232
111.573
La
-1
19911
’92
2519
Glettingur
3.968
Hraðfrystihús
Stokkseyrar
1991
6.487
5.773 tonn
Islenskt málfar
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
ÁrnLBöðvarsson: íslenskt mál-
far (415 bls.). Almenna bókafé-
lagið 1992.
Stofninn að þessari bók hefur ver-
ið töluvert lengi í smíðum. Forveri
hennar var gefinn út af Morgunblað-
inu og Ríkisútvarpinu i ársbyijun
1989 og hét þá Málfar í fjölmiðlum.
Tilgangur ritsins er að leiðbeina fólki
um málnotkun í víðtækum skilningi,
bæði blaðamönnum og öðrum sem
vinna að staðaldri með tungumálið.
Aðferð höfundar er margbreytileg
og má segja að hann nálgist markm-
iðin stundum frá mismunandi ieiðum.
Þetta skilst betur þegar höfð er í
huga bygging bókarinnar. Hún skipt-
ist í 14 kafla. Hagnýtasti og líklega
mest notaði kaflinn er sá fyrsti. Þar
er skrá um vandrituð og vandbeygð
orð, alls tæpar 150 biaðsíður. Víst
er að slíkur uppsláttarkafli um krók-
ótta og stundum villugjarna stigu
tungunnar er býsna brýnn. Höfundur
tekur ekki eingöngu afstöðu til þess
hvort orðmyndir séu „réttar" eða
„rangar“ heldur bregður hann á þær
sumar fagurfræðiiegri stiku. Þannig
metur hann hlutdeild sem staglkennt
orð og hvetur til að hljóðstofa sé
notað í.stað stúdíós. Svipaða þanka
tekur höfundur upp í sérstökum kafla
sem hann nefnir Tískumál. Hér til-
tekur hann fjölskyldu ýmissa orða
sem tröllríða fjölmiðlunum um þessar
mundir. Þau berast okkur oft eins
og sefandi suð, gersneytt merkingu:
„Aðilar þrýsta á um ásættaniegar
Árni Böðvarsson
þreifingar varðandi samningana sem
eru á viðkvæmu stigi..."
í fimmta og sjötta kafla bókarinn-
ar er fjallað um beygingar og setn-
ingarbyggingu. Um er að ræða klass-
ísk fræði sem víða er hægt að finna
í öðrum bókum. Freistandi er að álíta
að þessu efni sé ofaukið í þessu riti,
drepi jafnvel öðru og brýnna efni á
dreif.
Sérstakur kafli er um mannanöfn
og annar um landfræðiheiti. Enn
sannar þessi bók uppsláttargildi sitt
hér. Það léttir t.d. undir fréttamann
á þveitingi að geta flett upp réttri
mynd erlendrar stórborgar eða geta
fundið rétta forsetningu með ein-
hverju staðarheiti: Kúveit og á Flúð-
um (og um leið er forðað þessari
hallærislegu samsetningu að Flúð-
um.
Enn eru ótaldir kaflar um ritsmíð-
ar (bréf og greinar), réttritun, fram-
burð, óþýdd erlend orð, málrækt,
orðaval og stíl. Styrkur bókarinnar
sýnist mér einmitt felast í breidd
hennar. Þótt blaðsíðurnar séu rúm-
lega 400 hlýtur höfundur samt að
hafa yfirvegað hvaða efni skyldi með
og hvað skilið eftir. Slíkt hlýtur að
teljast álitamál. Seinustu 40 blaðsið-
unum er vel varið. Þar er skrá yfir
hugtök í málfræði, þau talin upp í
stafrófsröð og skilgreind. Þetta er
hið mesta þarfaþing, bæði fyrir kenn-
ara og nemendur. Hugsanlega hefði
þó mátt hafaverlend heiti fræðiorð-
anna innan sviga. Slíkt hefði aukið
notagildi skrárinnar.
Það skal ítrekað að þetta er ein
þeirra bóka sem blaðamenn, kennar-
ar, nemendur og aðrir þeir sem að
staðaldri fást við ritstörf ættu alltaf
að hafa við höndina. Hinar eru: Is-
lensk orðtök, íslenskir málshættir og
íslensk orðabók Menningarsjóðs. Og
eins og allir vita hefur Árni Böðvars-
son átt heiðurinn að vexti og við-
gangi þeirrar síðastnefndu.
Svona í lokin smáspurning utan
efnis en ekki tilefnislaus: Er það
ekki einkennilegt að einn helsti horn-
steinn íslenskrar ritmenningar og
skóiastarfs, íslensk orðabók, skuli
ófáanleg — uppseld hjá foriaginu?