Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.05.1992, Blaðsíða 12
- 12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 4,55% 16.000 tonn 14.000 12.000 10.000 8.000 6.000 4.000 2.000 4,39% Botnfiskaflamark 11 stærstu fyrirtækjanna 1992 Þorskígildi 1. jan 1991 og 18. maí 1992 Samtals: tonn % 3,18% 3,07% 3,31% SrH 2-24% 2>28% 1. jan. ’90 60.445 17,12 18. maí '92 97.545 26,99 Heildaraflamark 11 stærstu fyrirtækjanna 1992 Þorskígildi Í1. jan 1991 og 18. maí 1992 Samtals: tonn % 1. jan. ’90 67.747 13,19 18. maí ’92 117.345 22,93 2,39% 1,93% g 1.73 $ n Upplýsingar sjávarútvegsráðuneytisins um tilfærslur aflaheimilda frá 1. jan. 1991: Ellefu stærstu fyrirtækin bæta við sig 50.000 toiinum Tæp 44 þúsund tonn vegna samruna fyrirtækja SJAVARUTVEGSRÁÐUNEYTIÐ hefur tekið saman upplýsingar um tilfærslur á aflaheimildum frá 1. janúar 1991 fram til 18. maí í ár. Þetta er gert í kjölfar gagnrýni sem fram hefur komið á tölulegar upplýsingar sem fram komu í erindi Runólfs Ágústsson- ar á málþingi Birtingar um síðustu helgi og greint var frá í sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Samkvæmt úttekt ráðuneytisins hafa ellefu stærstu útgerðarfyrirtækin aukið heildarkvóta sinn um 50.000 tonn, úr 67.747 tonnum af þorskígildum í 117.345 tonn eða úr 13% hlutdeild í tæplega 23% hlutdeild. Af þessu magni eru um 43.700 tonn til komin vegna samruna fyrirtækja. Ef aðeins er tekinn botnfiskkvótinn er aukningin úr 17% hlutdeild í tæplega 27% hlutdeild. Kristján Skarphéðinsson deildarstjóri í sjávarútvegsráðun- eytinu segir að til að auðvelda samanburð á aflaheimildum sé allsstaðar miðað við leyfilegan heildarafla á yfirstandandi fisk- veiðiári. Jafnframt eru aflaheim- ildir af einstökum tegundum um- reiknaðar til þorskígilda miðað við hlutfallslegt verðmæti þeirra. Hvað varðar töflur þær sem fylgja hér með segir Kristján að eins og kunnugt sé er aflaheimild- um úthlutað milli einstakra skipa en ekki fyrirtækja. „Þegar breyt- ing á aflaheimildum einstakra fyrirtækja á milli tímabila er at- huguð verður margs að gæta,“ segir Kristján. „í' fyrsta lagi eru fiskiskip seld frá einu fyrirtæki til annars. í öðru lagi getur fyrirtæki skipt um nafn og kennitölu. í þriðja lagi geta fyrirtæki sameinast und- ir nýju nafni. í fjórða lagi er heim- ilt að flytja aflahlutdeild á milli skipa í eigu óskyldra fyrirtækja. Allt þetta verður að hafa í huga þegar aflaheimildir einstakra fyrir- tækja eru skoðaðar á milli tíma- bila.“ í máli Kristjáns kemur fram, hvað varðar sameiningu fyrirtækja (sjá töflu), að það geti reynst flók- ið mál fyrir ókunnuga að átta sig á því hvaða fyrirtæki hafi í raun sameinast. Því hafi ráðuneytið gert lauslega könnun á sameiningu nokkurra fyrirtækja úr hópi þeirra 11 stærstu. Eru þar annarsvegar sýndar upplýsingar um aflaheim- ildir þeirra fyrirtækja sem stóðu að sameininguni, eins og þær voru 1. janúar 1991 miðað við framan- greindar forsendur, og hinsvegar aflaheimildir eftir sameiningu mið- að við 18, maí sl. Fimm stærstu tvöfalda sinn hlut Þegar skoðaðar eru upplýsingar sjávarútvegsráðuneytisins kemur í ljós að fimm stærstu útgerðarfyrir- tækin hafa tvöfaldað heildarkvóta sinn á tímabilinu frá 1. janúar 1991 til 18. maí 1992, voru með 7.93% hlutfall 1. jan. 1991 en eru komin með 14,17% nú. Þessi aukn- ing er að stærstum hluta tilkomin vegna samruna fyrirtækja. Afla- hlutdeild Granda hf. eykst um 4.077 tonn með samruna við Hrað- frystistöðina í Reykjavík, aflahlut- deiid Samherja eykst um 3.116 tonn með samruna við Söltunarfé- lag Dalvíkur og Hvaleyri, ísfélag Vestmannaeyja kemur nýtt inn á listann með samruna við Hrað- frystistöðina í Vestmannaeyjum, Berg-Huginn, Höfn og Smáeyjar og hefur aflaheimildir upp á 13.306 tonn og aflahlutdeild Har- aldar Böðvarssonar eykst um 5.805 tonn með samruna við Síld- ar-og fiskimjölsverksmiðjuna, Sigurð, Heimaskaga og Krossvík. Samtals hafa fimm stærstu út- gerðarfyrirtækin aukið heildark- vóta sinn um tæp 32.000 tonn á þessu tímabili þar af eru 26.000 tonn tilkomin vegna samruna fyr- irtækja. AIls nema kaup þeirra á kvóta þetta tímabil um 6.000 tonn- um að verðmæti um einn milljarð króna. Munar þar mestu um kaup Úgerðarfélags Akureyringa á um 2.000 tonnum og kaup Samheija á 1.775 tonnum. Ef litið er á kvótakaup/sölu hjá ellefu stærstu útgerðarfyrirtækjunum sám- kvæmt upplýsingum sjávarútvegs- ráðuneytisins kemur í Ijós að kaup- in nema um 8.500 tonnum og er verðmæti þess kvóta um 1,5 millj- arður króna. Fyrir utan fimm stærstu fyrirtækin munar þar mestu um kaup Skagstrendings sem námu 1.170 tonnum á fyrr- greindu tímabili og kaup Þormóðs ramma sem námu 843 tonnum. Hér skal tekið fram að úttekt ráðn- eytisins gerir ekki ráð fyrir sam- runa Þormóðs ramma og Skjaldar á Sauðárkróki, sem varð nýlega, en við það fluttust aflaheimildir upp á um 1.650 tonn til Þormóðs ramma. Rangar upplýsingar Sveinn Hjörtur Hjartarsson hagfræðingur LÍÚ segir að sam- kvæmt upplýsingum sjávarút- vegsráðuneytisins hafi frétt Morgunblaðsins á sunnudag ver- ið röng í veigamiklum atriðum. „Fram kemur hjá ráðuneytinu að þær tilfærslur á kvóta sem verið hafa hjá þessum ellefu fyr- irtækjum eru að langstærstum hluta vegna samruna fyrirtækja en ekki kaupa á kvóta,“ segir Sveinn Hjörtur. Hvað varðar frétt Morgunblaðs- ins á sunnudag var hún byggð á upplýsingum frá Runólfi Agústs- syni sem segir hér á næstu síðu að upplýsingar þær sem hann vann úr hafi verið sýndar bæði ráðu- neytinu og L.Í.Ú. og hafi ekki ver- ið gerðar athugasemdir við þær af þessum aðilum. 15.925 4.077 Hraðfrysti- stöðin í Reykjavík 16.282 tonn 11.8481 1. jan. 1991 -c í Q c e § C3 C3 Hvaleyri Sóltunarfélag Dalvíkur 18. maí 1992 14.305 1.jan. 1991 Smáey 881 1.998 Höfn 3.315 Bergur-Huginn 13.306 tonn Breyting á aflamarki fyrirtækja frá 1. jan. 1991 til 18. maí 1992, mælt í þorskígildum 18. maí 1992 13.014 tonn 11.608 Krossvik 1 Heimaskagi 1.751 ,1.605 H „1.310 Siguröur 1.239 Sildar- og fiski- mjölsverksm. 5.803 18. maí 1992 18. maí 1992 1.636 Samtog Haraldur 782 Gíslason 6.528 Rskimjöls- verksmiðjan Vinnslustöðin 2.217 11 163 11-605 tonn • j232 111.573 La -1 19911 ’92 2519 Glettingur 3.968 Hraðfrystihús Stokkseyrar 1991 6.487 5.773 tonn Islenskt málfar Bókmenntir Ingi Bogi Bogason ÁrnLBöðvarsson: íslenskt mál- far (415 bls.). Almenna bókafé- lagið 1992. Stofninn að þessari bók hefur ver- ið töluvert lengi í smíðum. Forveri hennar var gefinn út af Morgunblað- inu og Ríkisútvarpinu i ársbyijun 1989 og hét þá Málfar í fjölmiðlum. Tilgangur ritsins er að leiðbeina fólki um málnotkun í víðtækum skilningi, bæði blaðamönnum og öðrum sem vinna að staðaldri með tungumálið. Aðferð höfundar er margbreytileg og má segja að hann nálgist markm- iðin stundum frá mismunandi ieiðum. Þetta skilst betur þegar höfð er í huga bygging bókarinnar. Hún skipt- ist í 14 kafla. Hagnýtasti og líklega mest notaði kaflinn er sá fyrsti. Þar er skrá um vandrituð og vandbeygð orð, alls tæpar 150 biaðsíður. Víst er að slíkur uppsláttarkafli um krók- ótta og stundum villugjarna stigu tungunnar er býsna brýnn. Höfundur tekur ekki eingöngu afstöðu til þess hvort orðmyndir séu „réttar" eða „rangar“ heldur bregður hann á þær sumar fagurfræðiiegri stiku. Þannig metur hann hlutdeild sem staglkennt orð og hvetur til að hljóðstofa sé notað í.stað stúdíós. Svipaða þanka tekur höfundur upp í sérstökum kafla sem hann nefnir Tískumál. Hér til- tekur hann fjölskyldu ýmissa orða sem tröllríða fjölmiðlunum um þessar mundir. Þau berast okkur oft eins og sefandi suð, gersneytt merkingu: „Aðilar þrýsta á um ásættaniegar Árni Böðvarsson þreifingar varðandi samningana sem eru á viðkvæmu stigi..." í fimmta og sjötta kafla bókarinn- ar er fjallað um beygingar og setn- ingarbyggingu. Um er að ræða klass- ísk fræði sem víða er hægt að finna í öðrum bókum. Freistandi er að álíta að þessu efni sé ofaukið í þessu riti, drepi jafnvel öðru og brýnna efni á dreif. Sérstakur kafli er um mannanöfn og annar um landfræðiheiti. Enn sannar þessi bók uppsláttargildi sitt hér. Það léttir t.d. undir fréttamann á þveitingi að geta flett upp réttri mynd erlendrar stórborgar eða geta fundið rétta forsetningu með ein- hverju staðarheiti: Kúveit og á Flúð- um (og um leið er forðað þessari hallærislegu samsetningu að Flúð- um. Enn eru ótaldir kaflar um ritsmíð- ar (bréf og greinar), réttritun, fram- burð, óþýdd erlend orð, málrækt, orðaval og stíl. Styrkur bókarinnar sýnist mér einmitt felast í breidd hennar. Þótt blaðsíðurnar séu rúm- lega 400 hlýtur höfundur samt að hafa yfirvegað hvaða efni skyldi með og hvað skilið eftir. Slíkt hlýtur að teljast álitamál. Seinustu 40 blaðsið- unum er vel varið. Þar er skrá yfir hugtök í málfræði, þau talin upp í stafrófsröð og skilgreind. Þetta er hið mesta þarfaþing, bæði fyrir kenn- ara og nemendur. Hugsanlega hefði þó mátt hafaverlend heiti fræðiorð- anna innan sviga. Slíkt hefði aukið notagildi skrárinnar. Það skal ítrekað að þetta er ein þeirra bóka sem blaðamenn, kennar- ar, nemendur og aðrir þeir sem að staðaldri fást við ritstörf ættu alltaf að hafa við höndina. Hinar eru: Is- lensk orðtök, íslenskir málshættir og íslensk orðabók Menningarsjóðs. Og eins og allir vita hefur Árni Böðvars- son átt heiðurinn að vexti og við- gangi þeirrar síðastnefndu. Svona í lokin smáspurning utan efnis en ekki tilefnislaus: Er það ekki einkennilegt að einn helsti horn- steinn íslenskrar ritmenningar og skóiastarfs, íslensk orðabók, skuli ófáanleg — uppseld hjá foriaginu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.