Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAÍ 1992 14 Að falla í formannskjöri eftir Hrafn Gunnlaugsson í Morgunblaðinu hafa birst skrif um nýtt Félag kvikmyndastjóra sem klofnað hefur út úr Samtökum kvik- myndaleikstjóra. Ástæða klofnings- ins er sögð skortur á lýðræði í sam- tökum kvikmyndastjóra og mitt nafn nefnt í því sambandi. Þar sem ég hef verið dreginn inn í þessi skrif, sem birtust í febrúar er ég dvaldi erlendis, þykir mér nú rétt að gera grein fyrir því sem ég veit best um þennan klofning. Samtök kvikmyndaleikstjóra voru stofnuð fyrir þrem árum, 11. október 1989. í undirbúningsnefnd fyrir stofnun samtakanna sátu auk. undirritaðs Kristín Jóhannesdóttir og núverandi framkvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs, Þorsteinn Jóns- son. Undirbúningsnefndin lagði fram tillögur að lögum samtakanna og voru þau sniðin eftir lögum samskonar félaga í Frakklandi og á Norðurlöndum. í lögum þeirra útlendu félaga, sem lög samtak- anna tóku mið af, eru strangar inn- tökureglur um menntun og reynslu umsækjenda og var stjórnin sam- mála um að hafa sambærilegar inn- tökureglur fyrir samtökin í upp- hafi, en lögum mætti síðan breyta þegar starfsemin hefði náð að mót- ast. Samtök kvikmyndaleikstjóra eru fullgildur aðili í Sambandi norr- ænna kvikmyndaleikstjóra og Sam- bandi evrópskra kvikmyndaleik- stjóra og sótti ég fundi þessara fé- laga ásamt Kristínu og núverandi „í ljósi þeirra stað- reynda er raktar hafa verið hér að framan liggur ljóst fyrir að sá „klofningur“ sem skrif- aður var um er í raun- inni þessi: Þráinn Bert- elsson gat ekki sætt sig við lýðræðislega niður- stöðu í formannskjöri á aðalfundi Samtaka k vikmy ndaleikstj óra. “ framkvæmdastjóra kvikmynda- sjóðs, Þorsteini Jónssyni, enda skip- uðum við fyrstu stjórn samtakanna, Kristín sem formaður. Á síðasta aðalfundi samtakanna, 27. des. sl., voru gerðar víðtækar lagabreytingar sem m.a. miðuðu að því að rýmka inntökureglur í sam- tökin, þannig að sem flestir er ættu hagsmuna að gæta sem kvikmynd- aleikstjórar kæmust inn í samband- ið. Allar lagabreytingar sem lagðar voru fram á fundinum voru sam- þykktar og ríkti mikil eindrægni meðal fundarmanna og voru þeir sammála um að nú væri búið að opna félagið fyrir öllum sem ættu þar heima. Til skýringar skal sagt frá því að í millitíðinni hafði það gerst að einn stjórnarmanna, Þorsteinn Jónsson, var ráðinn framkvæmdastjóri Kvik- myndasjóðs. Þorsteinn lét af störf- Hrafn Gunnlaugsson um í stjórn samtakanna að eigin ósk, því hann taldi það ekki sam- rýmast starfi framkvæmdastjóra Kvikmyndasjóðs að vera jafnframt áhrifamaður í því hagsmunafélagi sem flestir umsækjendur til Kvik- myndasjóðs kæmu úr. Þorsteinn lýsti þá þeirri skoðun sinni að fram- kvæmdastjórinn yrði að vera hafinn yfir alla flokkadrætti. Friðrik Þór Friðriksson kom því inn í stjórnina á miðju kjörtímabili í staðinn fyrir Þorstein Jónsson. Að loknum lagabreytingum á áðurnefndum aðalfundi 27. des. sl. var gengið til stjórnarkjörs, en sam- kvæmt lögum félagsins er hver stjórnarmaður kosinn út af fyrir sig, fyrst formaður o.s.frv. Kristín Jóhannesdóttir, sem gegnt hafði embætti formanns árið á undan, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, en stakk upp á Friðriki Þór Friðrikssyni sem formanni. Þorsteinn Jónsson, framkvæmda- stjóri Kvikmyndasjóðs, (hann sótti fundinn sem leikstjóri) stakk hins vegar upp á Þráni Bertelssyni, fyrr- verandi ritstjóra Þjóðviljans. Ekki komu fram fleiri uppástungur og var kosið á milli Friðriks og Þráins. Friðrik fékk 8 atkvæði en Þráinn 3. Friðrik sigraði því og var rétti- lega kosinn formaður. Þráinn brást þannig við ósigrinum, að hann lýsti því yfir að hann hefði ekki áhuga á því að starfa fyrir félagið á næst- unni. Þegar Þorsteinn Jónsson, framkvæmdastjóri Kvikmynda- sjóðs, stakk aftur upp á honum og nú sem varaformanni, þá neitaði Þráinn að gefa kost á sér. Það er ekki nýlunda að Þráinn láta frama Friðriks fara í taugarnar á sér eins og ummæli úr ýmsum blaðagreinum gætu borið vitni um. Hvað varðar kjör í önnur embætti á vegum fé- lagsins þá var sjálfkjörið í þau, m.a. í embætti ritara sem undirrit- aður gegnir. Ekki gerðist neitt á fundinum sem benti til þess að klofningur væri í aðsigi og nefndi enginn slíkt. Nokkru síðar hafði Þráinn Bert- elsson hins vegar frumkvæði um að stofna nýtt félag og kallaði það Félag kvikmyndastjóra. Sagði hann sig úr Samtökum kvikmyndaleik- stjóra, ásamt þeim félögum sem höfðu kosið hann til formanns á aðalfundinum. Stofnfundur Félags kvikmynda- stjóra var ekki auglýstur opinber- lega og þeir leikstjórar sem kusu ekki Þráinn þegar hann tapaði fyrir Friðriki voru ekki látnir vita af fé- lagsstofnuninni. Allir þessir leik- stjórar eiga hagsmuna að gæta sem kvikmyndaleikstjórar, en var ekki gefinn kostur á að gerast aðilar að Blúskvöld í Duus-húsi BLÚSKVÖLD verður í Duus- húsi í kvöld, fimmtudaginn 21. maí, og hefst það kl. 21.30. Það er Blúsvinafélagið sem stendur fyrir þessum tónleikum og fram kemur hljómsveitin Vinir Dóra ásamt bræðrunum Mick og Danny Pollock. Nú þvoum við 15% Ut þessa viku bjóðum við staðgreiðsluafslátt af öllum þvottatækjum frá Þvottavélar Þurrkarar Þeytivindur Uppþvottavélar Tilboðið gildir aðeins fimmtudag, föstudag og laugardag Grípið einstakt tækifæri Greiðslukjör eru einnig í boði. ^ B R Æ Ð U R N I R m) ORMSSON HF Láamúla 8. Sími 38820 Umboðsmenn okkar eru um land allt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.