Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 18

Morgunblaðið - 21.05.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAI 1992 öryggj kostar tima og peninga - sjúkdómar og slys kosta meiri tima og meiri peninga - auk þjáninga. Veggspjaldið. Veggspjald vegna slysa við prentvélar ÖRY GGISNEFND prentiðn- aðarins sendir nú frá sér vegg- spjald til ábendingar í prent- smiðjum landsins vegna tíðra slysa við prentvélar þar sem menn hafa klemmst milli valsa. Á sl. ári virtist sem tíðni þess háttar slysa ykist til muna. Varð það til þess að öryggisnefndin ein- beitti sér að athugun á þeim. Var þess farið á leit við Vinnueftirlit ríkisins að könnuð yrðu vinnuslys í greininni sl. 2 ár. Þá kom í ljós að af 13 slysum voru 9 valsaslys og voru vélar hafðar í gangi með- an unnið varð að hreinsun þeirra. Eins kom í ljós að flestir þeirra sem slösuðust höfðu litla starfs- reynslu og skorti meiri þjálfun og fraeðslu. Á þetta er bent í þessu nýja fræðsluefni og veggspjaldi og er vonast til þess að prentsmiðjurnar skoði þessi atriði nú sérstaklega vel á þessu nýbyijaða vinnuvernd- arári. Þetta er í áttunda skipti sem öryggisnefndin gefur út fræðslu- efni fyrir bókagerðarmenn en hún hefur starfað samfleytt frá árinu 1983, skv. 3. kafla vinnuvernd- arlaganna um öryggisnefndir sér- greina. Nefndin er skipuð fjórum mönnum, tveimur frá Félagi bóka- gerðarmanna og tveimur frá Félagi ísl. prentiðnaðarins. -----♦ ♦ ♦---- Sýnir á þrem- ur stöðum PÁLL Guðmundsson myndlistar- maður frá Húsafelli sýnir nú á þremur stöðum á Stór-Reykja- víkursvæðinu, í Stöðlakoti við Bókhlöðustíg, þar sem nú stendur yfir höggmyndasýning, á Mokkac- afé við Skólavörðustíg, þar sem hann sýnir blýantsteikningar af þekktum andlitum og í Hafnar- borg í Hafnarfírði, þar sem hann sýnir bæði höggmyndir og mál- verk. -----♦ ♦ ♦---- Nemendur FB með sýningu í Gerðubergi NEMENDUM á Listasviði Fjöl- brautaskólans í Breiðholti hefur verið boðið að sýna lokaverk- efni sín í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Sýning útskriftarnema verður opnuð í Menningarmiðstöðinni föstudaginn 22. maí nk. kl. 17 og lýkur 30. maí. EVROPSKA VINNUVERNDARARIÐ 1992-1993 Skipulegt vinnuvemdarstarf í fyrirtækjum og stofnunum eftir Hörð Bergmann Til þess að samskipti atvinnu- rekenda og starfsmanna um vinnu- verndarmál séu formleg og innra eftirlit fyrirtækisins sem best, eru í lögunum ákvæði um samstarf öryggistrúnaðarmanns, sem starfsmenn kjósa úr sínum hópi, og öryggisvarðar sem atvinnurek- andi tilnefnir. Ætlast er til að slík- ir fulltrúar starfi í fyrirtækjum og stofnunum með 10-50 manns í vinnu. Séu færri en 10 starfsmenn í fyrirtækinu yfirtekur félagslegur trúnaðarmaður hlutverk öryggis- trúnaðarmanns og atvinnurekandi og/eða verkstjóri hlutverk öryggi- svarðar. Starfí fleiri en 50 í fyrir- tæki skulu kosnir tveir öryggis- trúnaðarmenn og tveir öryggis- verðir skulu tilnefndir og mynda þeir saman öryggisnefnd. Öryggisverðir og öryggistrúnað- armenn eiga að fylgjast með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi séu í samræmi við vinnu- verndarlögin og reglur sem þeim tengjast. Samkvæmt reglum, sem félagsmálaráðherra setti 1982, er þeim ætlað að fara um vinnusvæð- ið svo oft sem þurfa þykir og huga að eftirfarandi þáttum: - Að vélar og tæknibúnaður, hættuleg efni og starfsaðferðir stofni ekki lífi og heilsu starfs- manna í hættu. - Að öryggisbúnaður og persónu- hlífar séu til staðar í góðu ástandi eins og til er ætlast og séu notaðar af starfsmönnum. - Að starfsmenn fái nauðsynlega Vinnuvernd í verki Núgildandi lög um vinnuvernd bera langt og virðulegt heiti sem segir sitt um inntak þeirra og hvað átt er við með hugtakinu vinnuvernd. , fræðslu og þjálfun með tilliti til aðbúnaðar, hollustuhátta og ör- yggis- - Að tilkynningarskyldu um vinnu- slys og atvinnusjúkdóma sé sinnt. - Að umsagnar Vinnueftirlits ríkisins sé leitað um umtalsverð- ar breytingar á fyrirtækinu. - Að eftirlitsbók sé færð eins og reglur segja til um. - Að farið sé að ákvæðum laga nr. 46/1980 og gildandi samn- inga aðila vinnumarkaðarins sem gerðir eru á grundvelli þeirra um hvíldartíma og frí- daga og vinnu bama og ungl- inga. Þá eru í lögum og reglum ýmis ákvæði um réttindi þessara fulltrúa og það sem getur styrkt þá í starfi. Þeir skulu fá hæfilegan tíma til að sinna verkefnum sínum. Einnig eiga þeir að fá tækifæri til að afla sér nauðsynlegrar þekkingar og menntunar um aðbúnað, hollustu- hætti og öryggi á vinnustöðum með því að sækja námskeið Vinnu- eftirlits ríkisins eða önnur viður- kennd námskeið. Ennfremur skulu þeir fá upplýsingar sem varða verkefni þeirra, s.s. kröfur vinnu- eftirlitsmanna, áætlaðar breyting- ar sem geta haft áhrif á starfsum- hverfi o.þ.u.l. Öryggistrúnaðar- menn og fulltrúar starfsmanna í öryggisnefnd njóta þeirrar vemdar sem félagslegir trúnaðarmenn hafa samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Atvinnurekandi ber kostnað vegna starfs að bættum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi og bætir þeim sem að því vinna tekjutap sem af kann að hljótast. Kjör öryggis- trúnaðarmanna og tilnefningu ör- yggisvarða skal tilkynna Vinnueft- irlitinu. Tilgangurinn með því að halda skrá um þá er bæði sá að tryggja að samband sé haft við þá af eftirlitsmönnum stofnunar- innar þegar þeir koma á staðinn og að auðvelda sendingu frétta- bréfs og annarra gagna til þeirra. Um 1.700 öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eru nú á skrá hjá Vinnueftirlitinu. Það vantar mikið upp á að þeir séu til staðar hvar- vetna þar sem starfsmenn hafa rétt til að kjósa þá. Og víða eiga Hörður Bergmann atvinnurekendur og stjórnendur opinberra stofnana eftir að nota sér það tækifæri sem skipulegt samstarf um vinnuvernd gefur til að skapa gott og öruggt starfsum- hverfi. Eitt af markmiðum vinnu- vemdarársins hér á landi er að bæta um betur. Við höfum leyfi til að ætla að bættur samstarfsandi fylgi skipu- legu vinnuverndarstarfi - og heil- næmt og öruggt starfsumhverfi hafi bæði góð áhrif á líðan starfs- manna og rekstur fyrirtækja og stofnana. Hvort sem athygli manna beinist að nýju markmiði eins og gæðastjórnun eða gömlu og góðu eins og lýðræði á vinnu- stað þá ná menn ekki alla leið nema hafa vinnuvernd með í mynd- inni. Höfundur er fræðslufulltrúi Vinnueftirlits ríkisins. NÁMSRÁÐGJÖF ÞJÓNUSTA í ÞJÓÐARHAG eftirÁstuKr. Ragnarsdóttur. Markmiðið með þessari grein er að vekja athygli á starfsemi Náms- ráðgjafar Háskóla íslands og mikil- vægi hennar á tímum sem þessum. Starfsemi Námsráðgjafar Háskóla Islands Hjá Námsráðgjöf Háskóla ís- lands starfa 6 konur í 4,5 stöðugild- um, og árlega aðstoðum við þúsund- ir námsmanna. I fyrra sinntum við t.d. á fjórða þúsund einstaklingsvið- tala. Um helmingur þeirra sem til okkar leita hafa ekki hafið nám á háskólastigi. Þetta fólk kemur til að kynna sér valkosti sína, og fá ráðgjöf um nám við hæfí. í þessum efnum bjóðum við upp á tvenns konar leiðbeiningu. Annars vegar viðtöl, þar sem áhugasvið einstakl- ingsins er borið saman við valkosti hans; hins vegar skriflega könnun, með það fyrir augum að greina áhugamál og hæfileika einstakþ ingsins með tilliti til námsvals. í kjölfar'þessara viðtala hefur stór hluti þessa fólks nám við Háskóla íslands, en margir fara einnig í verknám, eða aðra skóla á háskóla- stigi. Einhverjir falla frá þvi að hefja framhaldsnám. Um helmingur þeirra sem til okkar leita er háskólanemar sem þurfa ráðgjöf eða stuðning á meðan á námi stendur. Þeim er boðið upp á svonefnda námsstyrkingu, sem m.a. felst í leiðsögn um bætt skipu- lag og vinnubrögð til að stuðla að auknum afköstum í námi. Nemendum er auk þess kennt að takast á við prófkvíða, og eru t.a.m. haldin námskeið um það efni. Hjá námsráðgjöfínni vinnur sálfræðimenntað fólk, sem getur aðstoðað nemendur við að kom- ast yfir tímabundin persónuleg áföll, svo sem í kjölfar veikinda, skilnaðar eða. dauðsfalla. Af öðrum hlutverkum námsráð- gjafar má nefna aðstoð við fatlaða nemendur, stuðning við réttinda- baráttu námsmanna og árlega kynningu á starfsemi Háskólans í heild. Fjárhagslegur ávinningur Háskólanám er kostnaðarsamt bæði fyrir námsmann og samfélag. Meðalkostnaður háskólans fyrir hvern nemanda er þannig um 300.000 kr. á ári, og ofan á þetta bætist það fé sem nemandinn fram- fleytir sér fyrir, hvort sem hann nýtur aðstoðar Lánasjóðs íslenskra námsmanna eða ekki. Af þessu má sjá að hægt er að spara umtalsverð- ar fjárhæðir með því að lágmarka fjölda þeirra nemenda sem flosna upp frá námi, tefjast í námi, eða skipta um námsbraut. Erfítt er að meta nákvæmlega árangur náms- ráðgjafarinnar í þessum efnum, en sem dæmi má nefna að ef 10% þeirra nemenda sem leita aðstoðar við námsval er forðað frá því að eyða einu ári í námi sem síðan kem- ur í ljós að hentar þeim ekki, spar- ar Háskólinn 50 milljónir. Auk þess sparar LÍN og nemendurnir sjálfír tugrnilljónir. Nú er samdráttar- skeið í þjóðfélaginu. Alls staðar eru seglin dregin saman, jafnt í einkageiranum sem hjá hinu opinbera, og hefur það m.a. leitt til mikils niðurskurðar í heil- brigðis- og menntakerf- inu. Þrengingartímar bitna á okkur öllum, en ekki síst á æskufólki sem þarf að taka mikil- vægar stefnumarkandi ákvarðanir varðandi óvissa framtíð. Staðan í dag Eins og Sveinbjörn Björnsson, háskólarektor, hefur bent á er mik- ilvægi námsráðgjafar aldrei meira en á samdráttartímum. Fyrir því eru margvíslegar ástæður. Ein er sú að með niðurskurðinum eykst mikilvægi þess að hæfileikar nem- enda og fjármunir háskólans séu nýttir á markvissan hátt. Önnur er sú óvissa sem blasir við ungu fólki í kjölfar niðurskurðarins og þeirra breytinga sem honum fylgja. Enn önnur er sú aukna spenna og kvíði sem þrengingartímar færa náms- mönnum sem öðrum. Á tímum sem þessum eykst Ásta Kr. Ragnarsdóttir. mikilvægi stofnunar sem stuðlar að því að hæfileikar æskufólks nýtist sjálfu því og samfélaginu sem best. Að lokum Sumir segja ungt fólk í dag vera stefnulaust — það viti ekki hvað það vilji. Eitthvað kann að vera til í þessu. Valfrelsið er mikið, svo og ábyrgðin sem frelsinu fylgir, og mörg ungmenni eiga erfítt með að fínna sinn rétta farveg. En við hjá Námsráðgjöfínni verð- um einnig varar við aðra hlið þessa máls. Hún snýr að ákveðni og sam- viskusemi þeirra þúsunda náms- manna sem ár hvert leita aðstoðar námsráðgjafa, nýta sér hana, og skipuleggja í kjölfar þess framtíð sína. Þetta fólk þarf að koma til móts við. Til þess er Námsráðgjöf Háskóla íslands. Höfundur er forstöðumaður Násmráðgjafar Háskóla íslands. LOKAÚTSALA ALLT Á KR. 500 ^síijas, PRUTTIÐ Imarkaðshusið Snorrabraut 56, # Opið 12-18, lau. 10-14. c » I I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.