Morgunblaðið - 21.05.1992, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 21. MAl 1992
Sameining rithöfunda
og eftirköst hennar
Fyrri grein
eftir Sigurð A.
Magnússon
í Rithöfundasambandi íslands
stendur fyrir dyrum stjórnarkjör, og
hafa í því sambandi orðið minnihátt-
ar viðsjár um kjör formanns, einsog
eðlilegt er og sjálfsagt í samtökum
sem virða leikreglur lýðræðis. Hins-
vegar hafa orðið um það nokkur
blaðaskrif þarsem íbland voru við-
höfð stór orð og tilfinningaþrungin,
sem kannski er ekki nema eðlilegt
þegar í hlut eiga pennaliprir og geð-
ríkir einstaklingar. Þvílíkar uppá-
komur eru engin nýlunda í röðum
rithöfunda, enda er því ekki að leyna
að með þeim hafa verið ýmsar grein-
ir allt síðan fyrstu samtök þeirra
klofnuðu árið 1945. Ýmsir yngri
höfundar og aðrir almennir borgarar
virðast þekkja lítið til þeirrar löngu
sögu, og hafa sumir þeirra komið
að máli við mig og farið þess á leit,
að ég gerði grein fyrir helstu áföng-
um þeirrar þróunar sem átt hefur
sér stað undanfarna tæpa hálfa öld.
Skal ég leitast við að verða við'þeirri
bón eftir bestu samvisku.
Þess er þá fyrst að geta að árið
1943 var Rithöfundafélag íslands
stofnað. Þá höfðu rithöfundar sjálfir
bein afskipti af úthlutun listamanna-
launa og upp komu deilur innan fé-
lagsins vegna úthlutunar til Halidórs
Laxness og Gunnars Gunnarssonar.
Það leiddi til þess að Gunnar Gunn-
arsson sagði sig úr félaginu og hafði
ekki frekari afskipti af félagsmálum
íslenskra rithöfunda þartil vorið
1972, að hann féllst á að verða heið-
ursfélagi sama félags, ef það mætti
stuðla að sameiningu rithöfunda í
einum samtökum. Einu eða tveimur
misserum eftir úrsögn Gunnars
Gunnarssonar úr Rithöfundafélagi
íslands gerðist það síðan, að Guð-
mundur G. Hagalín og níu félagar
hans sögðu sig úr félaginu og stofn-
uðu til nýrra samtaka undir heitinu
Félag íslenskra rithöfunda.
í öndverðu var látið svo heita að
nýja félagið væri samtök „lýðræðis-
sinnaðra" höfunda, en gamla félagið
samtök kommúnista og „nytsamra
sakleysingja“, enda var kaida stríðið
í uppsiglingu og MacCarthyisminn á
næsta leiti. Hinsvegar leiddu félaga-
skrár í ljós, að sú skipting átti sér
ósköp litía stoð í veruleikanum, enda
voru meðal félagsmanna í Rithöf-
undafélagi íslands menn á borð við
Sigurð Nordal og Tómas Guðmunds-
son (sem báðir voru heiðursfélagar),
Steingrímur Þorsteinsson prófessor
og Vilhjálmur Þ. Gíslason síðar út-
varpsstjóri.
Klofningur rithöfunda í tvær and-
stæðar fylkingar var mikill dragbítur
á alla kjarabaráttu, enda gekk
hvorki né rak í þeim efnum meðan.
þetta ástand ríkti. Árið 1957 komu
raunsæir menn í báðum félögum sér
saman um að stofna t.il svonefnds
Rithöfundasambands íslands, sem
átti í orði kveðnu að vera spor í þá
átt að sameina félögin með tíð og
tíma. En sú reyndist ekki raunin,
heldur má segja að Rithöfundasam-
bandið gamla hafi í reynd verið
nokkurskonar staðfesting eða lög-
gilding á klofningi sem heyrði til lið-
inni tíð og átti sér engar raunhæfar
forsendur þegar hér var komið —
nema kannski þær að einstakir höf-
undar þóttust betur geta skarað eld
að sinni köku í klofnum og máttvana
samtökum. Rithöfundasambandið
gamla var ekki félag í neinum eigin-
legum skilningi, heldur nokkurskon-
ar brú milli félaganna tveggja — í
raun einungis framkvæmdanefnd
fimm manna sem félögin tilnefndu
á tveggja ára fresti, þannig að ann-
að félagið hafði þijá menn í „stjórn“
sambandsins eitt kjörtímabil, og síð-
an hafði hitt félagið meirihluta
næsta kjörtímabil. Sambandið kom
sér samt upp lítilli skrifstofu með
starfsmanni sem vann tvo tíma á
dag, og það hafði á hendi samninga
við Ríkisútvarpið sem yfirleitt gengu
með miklum harmkvælum, enda
gátu viðsemjendur jafnan bent á að
rithöfundar væru í reynd klofnir og
í röðum þeirra hver höndin uppá-
móti annarri.
„Klofningur rithöfunda
í tvær andstæðar fylk-
ingar var mikill drag-
bítur á alla kjarabar-
áttu, enda gekk hvorki
né rak í þeim efnum
meðan þetta ástand
ríkti. Árið 1957 komu
raunsæir menn í báðum
félögum sér saman um
að stofna til svonefnds
Rithöfundasambands
Islands, sem átti í orði
kveðnu að vera spor í
þá átt að sameina félög-
in með tíð og tíma.“
Tillaga um sameiningu
Formenn í Rithöfundasambandinu
gamla voru: Guðmundur G. Hagalín
(1957-1958), Stefán Júlíusson
(1958-1960, 1962-1964 og 1966-
1968) Björn Th. Björnsson (1960-
1962 og 1964-1966), Einar Bragi
(1968-1970), Matthías Johannessen
(1970-1972) og undirritaður (1972-
1974). í stjómartíð Einars Braga
var efnt til fyrsta rithöfundaþings
25.-26. október 1969. Þingstjórar
voru kosnir Stefán Júlíusson, Indriði
G. Þorsteinsson og undirritaður. í
þeirri veiku von að hægt væri að
höggva á hnútinn, sem mörgum var
orðinn hvimleiður og sumum þótti
nánast óleysanlegur, gerðist ég svo
djarfur undir lok þingsins að bera
fram tillögu þess efnis, að vinna
bæri að sameiningu rithöfundafélag-
anna í ein allsheijarsamtök. Undir
þá tillögu tóku margir fundarmanna,
meðal annars Matthías Johannessen
þáverandi formaður Félags íslenskra
rithöfunda, sem lýsti opinberlega
yfir stuðningi við hana. Aðrir tóku
henni dræmlega, til dæmis Gunnar
M. Magnúss úr Rithöfundafélagi ís-
lands. Samt urðu lyktir þær að tillag-
an var samþykkt af yfirgnæfandi
meirihluta þingheims.
Að loknu rithöfundaþingi áttu
stjórnir félaganna með sér viðræðu-
fundi um málið, þarsem meðal ann-
ars kom fram að enginn málefna-
ágreiningur væri milli félaganna eða
einstakra félagsmanna, enda væru
innan vébanda beggja félaga höf-
undar af öllum hugsanlegum bók-
menntastefnum og stjórnmálaskoð-
unum. Gátu þeir sem sátu þessa
fundi ekki bent á nein skynsamleg
rök fyrir því, að rithöfundar væru
áfram tvístraðir í tveimur félögum.
Nýkjörinn formaður Félags íslenskra
rithöfunda, Guðmundur Daníelsson,
lýsti yfir því á einum fundinum, að
sín persónulega skoðun væri sú, að
skipting rithöfunda í tvö félög væri
fáránleg og þjónaði engum tilgangi
öðrum en þeim að efla klíkuskap og
sundrung í röðum stéttarbræðra
sinna.
Tillögur um sameiningu félags-
manna beggja félaga voru bornar
upp á framhaldsaðalfundum þeirra
í júní 1970. Þær voru samþykktar
með öllum greiddum atkvæðum í
Rithöfundafélagi Íslands, en felldar
með öllum greiddum atkvæðum
gegn einu í Félagi íslenskra rithöf-
unda. Var það vægast sagt einkenni-
leg niðurstaða með hliðsjón af því,
að hálfu ári áður höfðu langflestir
JtLfECH _ mýtt á íslandi
Eltech tölvur frá Bandaríkjunum sem ítrekað hafa fengið „BEST BUY“ umsögn í tímaritinu PC-World.
Dæmi 1: 486SX/25 Mhz örgjörvi, 4Mb RAM, 120 Mb harðdiskur, 64k cache minni, 3,5“ og 5,25“
disklingadrif, 14“ háupplausnar litaskjár, 1Mb á skjákorti, MS-mús, stór turnkassi, MS-DOS 5.0
og Windows 3.1 með handbókum. Opnunartilboð kr. 198.500 stgr.
Þessi vél fékk BEST BUY umsögn í mars sl. Hún er með útskiptanlegum INTEL-örgjörva sem
gefur möguleika á einfaldri og ódýrri uppfærslu í 50 megarið og reikniörgjörva.
Dæmi 2: 386DX/25 Mhz örgjörvi, 2 Mb RAM, 85 Mb harðdiskur, 64 cache minni, 3.5“ disklinga-
drif, 14“ háupplausnar litaskjár, 1 Mb á skjákorti, MS-DOS 5.0 og Windows 3.1. Opnunartilboð
kr. 149.500 stgr. Þessi vél fékk „BEST BUY“ umsögn í október sl.
Dæmi 3: Frábærlega falleg fistölva (Notebook). Örgjörvi 386SX/20 Mhz, 2Mb RAM, 60 Mb harð-
diskur, 32 gráskala VGA skjár, allir tengimöguleikar. Mögnuð vél á tilboðsverði, kr. 149.500 stgr.
Seljum einnig OKI prentara, t.d. OL400 leysiprentara á kr. 89.900.
Allur almennur hugbúnaður og deilihugbúnaður.
HUGVER
Laugavegi 168 gengt Brautarholti, sími 91-620707, fax 91-620706.
þessara höfunda goldið sameining-
artillögunni jákvæði á rithöfunda-
þingi. Ekki kom fram viðhlítandi
skýring á þessari snöggu viðhorfs-
breytingu né heldur fréttist neitt um
röksemdafræsluna sem hlýtur að
hafa komið fram til stuðnings því,
að viðhalda bæri sundrung og fé-
lagslegu máttleysi rithöfunda.
Skýringin kann að hafa verið sú
að helmingaskipti voru reglan í Rit-
höfundasambandinu gamla, en Fé-
lag íslenskra rithöfunda var talsvert
fámennara en Rithöfundafélag ís-
lands. Árið 1972 voru 92 höfundar
í Rithöfundafélagi íslands (að með-
töldum 6 innlendum heiðursfélög-
um), en í Félagi íslenskra rithöfunda
voru félagar 67 (að viðbættum 4
erlendum heiðursfélögum). Vafa-
laust hefur skammsýnum sálum í
fámennara félaginu þótt hag sínum
betur borgið með óbreyttu ástandi,
en við blasti að hér var um að ræða
skrípamynd að hefðbundum lýðræð-
isvenjum, ekki síst vegna þess að
fráleitt var að tala um tvo aðgreinda
hagsmunahópa þarsem fámennari
hópurinn yrði að tryggja sig gegn
yfirgangi fjölmennari hópsins.
Ég tók við formennsku í Rithöf-
undafélagi íslands vorið 1971 og á
framhaldsaðalfundi 21. september
1971 var enn reynt að finna færa
leið til að koma félagsmálum rithöf-
unda í eðlilegt horf. Þar var einróma
samþykkt svohljóðandi ályktun:
„Framhaldsaðalfundur í Rithöf-
undafélagi íslands mælir með og
samþykkir fyrir sitt leyti, að rithöf-
undar, sem fullnægja núverandi inn-
tökuskilyrðum í rithöfundafélögin,
geti orðið beinir aðilar að Rithöf-
undasambandi íslands. Því sam-
þykkir fundurinn að óska eftir end-
urskoðun á þeim samningi við Félag
íslenskra rithöfunda sem Rithöf-
undasamband íslands byggist á.“
Félagi íslenskra rithöfunda var
send þessi ályktun í bréfi 24. septem-
ber 1971, en svar við því barst í
bréfi 22. janúar 1972, þarsem skýrt
var frá því að félagið hefði skipað
Ármann Kr. Einarsson og Þórodd
Guðmundsson frá Sandi í viðræðu-
nefnd um málið. Rithöfundafélag
Islands skipaði okkur Einar Braga
í þessa viðræðunefnd, en sannast
sagna gekk ótrúlega illa að ná henni
saman og enn verr að fá skýr svör
við þeirri málaleitan Rithöfundafé-
lags íslands að samningur félaganna
yrði endurskoðaður með það fyrir
augum að gera rithöfundum fært
að ganga persónulega í Rithöfunda-
samband Islands.
Norræna rithöfundaráðið
studdi ný samtök
Sigurður A. Magnússon
Ég var kosinn formaður Rithöf-
undasambandsins gamla vorið 1972
og tók við af Matthíasi Johannessen.
Lét ég þess getið að ég tæki við
embættinu með það eitt fyrir augum
að leggja gamla sambandið niður
og stofna nýtt Rithöfundasamband
með beinni aðild höfunda. Matthías
var mjög vantrúaður á að það tæk-
ist og sagði orðrétt: „Gamli vinur,
þér tekst aldrei að sameina þetta
sundurvirka lið.“ Ýmsir eldri félagar
í Rithöfundafélagi íslands tóku í
sama streng.
í nýju stjórninni var Jónas heitinn
Gudmundsson annar fulltrúi Félags
íslenskra rithöfunda. Við fórum
saman á ársfund Norræna rithöf-
undaráðsins í Biskops Arnö sumarið
1972, og tjáði hann mér þá umbúða-
laust að hann mundi gera allt sem
í hans valdi stæði til að koma_ í veg
fyrir sameiningu rithöfunda. Á árs-
fundinum kom ég að máli við for-
menn allra rithöfundasamtaka á
Norðurlöndum og innti þá eftir því,
hver yrðu viðbrögð Norræna rithöf-
undaráðsins við upplausn gamla Rit-
höfundasambandsins og tilkomu
nýrra samtaka. Fékk ég þau ský-
lausu svör að ný samtök fengju
umsvifalaust aðild að ráðinu, og ef
einhveijir úr gömlu félögunum kysu
að halda í þeim lífi og standa utan
nýju samtakanna, þá kæmi ekki til
greina að þeir fengju aðild að ráð-
inu. Þarmeð þóttist ég hafa fengið
í hendur vopn til að beita í samein-
ingarbaráttunni.
Eftir mikið og langt þóf í fyrr-
nefndri viðræðunefnd félaganna
fengum við Einar Bragi um síðir
talið viðmælendur okkar á að fallast
á almenna atkvæðagreiðslu í báðum
félögum um sameiningarmálið. Þór-
oddur Guðmundsson var þó ákaflega
tregur til að fallast á þá leið; þegar
atkvæðagreiðslan var í burðarliðnum
kom fram sú óvænta krafa frá Fé-
lagi íslenskra rithöfunda, að þeir sem
tækju þátt í hinni leynilegu atkvæða-
greiðslu skyldu gefa til kynna á kjör-
seðli í hvoru félaginu þeir væru. Á
þá kröfu var að sjálfsögðu ekki fall-
ist, og þráttfyrir mótmæli úr hópi
andófsmanna var loks efnt til at-
kvæðagreiðslunnar í maí 1973. í
henni tóku þátt tæp 58% úr Félagi
íslenskra rithöfunda og tæp 68% úr
Rithöfundafélagi íslands. Niður-
staða hennar varð sú, að 70 höfund-
ar greiddu atkvæði með sameiningu,
en 25 voru henni andvígir (2 at-
kvæði voru ógild). í Tímanum, sem
Indriði G. Þorsteinsson ritstýrði,
fylgdi fréttinni þessi athyglisverða
klausa:
„Lítil líkindi eru þó talin á að af
frekari sameiningu verði, þar eð
annað félaganna er mjög andvígt
sameiningu, í öðru formi en nú er.
Atkvæði voru hins vegar talin sam-
eiginlega úr báðum félögunum og
gefa því ekki eins góða myfid af
vilja manna í rithöfundafélögunum
tveim, að því er talið er. Er því engra
tíðinda að vænta í bráð af samein-
ingarmálum." (Tíminn 23.5.1973.)
Þegar niðurstaða um almennan
vilja höfunda var fengin, tóku hjólin
loks að snúast. Ég gekk á fund
Matthíasar Johannessens, sem verið
hafði formaður bæði Félags ís-
lenskra rithöfunda og Rithöfunda-
sambandsins, og hét hann að gera
það sem í hans valdi stæði til að
stuðla að sameiningu, enda hafði
hann ásamt Guðmundi Daníelssyni
sagt sig úr Félagi íslenskra rithöf-
unda. Sömuleiðis lýstu bæði Guð-
mundur G. Hagalín og Stefán Júlíus-
son eindregnum stuðningi við hug-
myndina og örvuðu mig til dáða.
Efnt var til sameiginlegs fundar
beggja félaga í Iðnó í október 1973
sem var fjölsóttur og furðanlega ein-
huga miðað við það sem á undan
var gengið, enda flutti Guðmundur
G. Hagalín eldheita hvatningarræðu
til félaga sinna. Kosin var sex manna
sameiningarnefnd til að semja drög
að lögum fyrir hin nýju samtök sem
áætlað var að stofna vorið 1974. I
nefndina voru kosin Ási í Bæ, Er-
lendur Jónsson, Guðmundur G.
Hagalín, Indriði G. Þorsteinsson,
Vilborg Dagbjartsdóttir og undirrit-
aður. Segja má að síðasta atriði í
fyrra þætti þessa staglsama spil-
verks hafi verið það, að á útmánuð-
um 1974 samþykkti aðalfundur Rit-
höfundafélags íslands einróma að
leggja félagið niður og arfleiða
væntanlegt Rithöfundasamband að
eigum sínum.
Því fór þó fjarri að öll spenna
væri úr leiknum, og verður seinni
þáttur hans rakinn í annarri grein.
I
I
I
i
I
I
>
Höfundur er rithöfundur.