Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 Þorsteinn Pálsson siávarútvegsráðherra: Stefna bæjarstjóm- ar þýddi 5500 tonna minni afla í Eyjum Vestmannaeyjum. „EF fiskveiðistjórnunin hefði verið bundin föst í upphafi eftir þeim leikreglum sem tillaga Ragnars Óskarssonar og félaga í bæjarstjórn Vestmannaeyja gerir ráð fyrir væru Vestmannaeyingar nú 5.500 þorsk- ígildistonnum fátækari," sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra er Morgunblaðið fékk álit hans á samþykkt bæjarstjórnar Vestmanna- eyja, þar sem skorað er á sjávarútvegsráðherra að láta afnema kvóta- sölu. Sungið í tilefni af ári söngsins Morgunblaðið/Rúnar Þór Yngstu Akureyringarnir gerði sér glaðan dag í tilefni af ári söngsins í gær. Börn af dagvistarstofnunum í bænum komu saman í Listagili, fóru í skrúðgöngu niður í bæ og sungu nokkur lög á Ráðhústorginu. Tvær ferðir voru farnar, fyrir og eftir hádegi. Tillögur um námsframvindu í úthlutunarreglum LÍN: Undanþága vegna barnsburð- ar verði bundin við mæður Hugsanlega brot á jafnréttislögum, segir starfsmaður Jafnréttisráðs í TILLÖGUM meirihluta sljórnar LÍN að nýjum úthlutunarreglum fyrir næsta skólaár eru undanþágur frá kröfum um námsfram- vindu hertar frá gildandi reglum. Er m.a. lagt til að ákvæði um undanþágur vegna veikinda námsmanns, barns eða maka og að faðir eða móðir geti nýtt sér aukið svigrúm vegna barnsburðar í sex mánuði, verði breytt á þá lund að aðeins verði heimilt að víkja frá kröfum um námsframvindu á hverju misseri ef um fyrsta árs nema er að ræða, námsmaður verður veikur eða námsmaður elur barn. Gunnar I. Birgisson, formaður stjórnar LIN, staðfesti að með þessu væri gerð tillaga um að feður ættu ekki rétt á undanþágu vegna barnsburðar og sagði að þar væri lítillega vikið frá gildandi reglum. Þorsteinn sagði að frá því kvófa- kerfíð kom fyrst til framkvæmda árið 1984 hafí Vestmannaeyingar aukið hlutdeild sína í botnfiskaflan- um talsvert. Árið 1984 hafi hlutdeild Eyjamanna verið 8,5% af heildar- botnfískaflanum en á síðasta ári hafí hlutfall þeirra verið komið í 10%. Hann sagðist ekki gera ráð fyrir að tillöguflutningsmenn í bæjar- stjórn Vestmannaeyja hafi verið að bjóðast til að skila frá Vestmannaeyj- um því sem þangað hefur bæst við til hinna sveitarfélaganna sem misst hafa aflaheimildir en það kæmi sér ekki á óvart að ýmsir mundu túlka tillöguna á þann veg. Þorsteinn sagði að eflaust mætti deila um fiskveiðistefnuna. Aftur á móti hefði sú stefna sem hann hefði fylgt orðið til þess að aflahlutdeild Vestmannaeyinga væri nú 5.500 tonnum meiri en hún hefði orðið ef farið hefði verið eftir þeim reglum sem bæjarstjómin samþykkti að rétt- ar væru. Það segði sér að sú stefna sem hann hefði fyigt væri Eyjamönn- um hagsælli. „Ég er ekkert að halda því fram að tillaga Ragnars Óskarssonar og félaga hafí verið illa ígrunduð. Hún er eflaust flutt af góðum hug en aðalatriðið er að menn geri sér grein Kona kærir fyrrverandi sambýlis- mann fyrir nauðgnn TUTTUGU og sex ára gömul kona kærði þrítugan mann fyrir nauðgun í húsasundi við Hverfis- götu í fyrrakvöld. Maðurinn var handtekinn síðar um kvöldið. Málið var ekki upplýst í gær en unnið að yfirheyrslum. Um tíuleytið í fyrrakvöld kærði konan nauðgun til lögreglunnar, sakaði manninn um að hafa haft samfarir við sig gegn vilja hennar. Maðurinn er fyrrverandi sambýlis- maður konunnar. Hann var hand- tekinn undir míðnættið á bjórstofu skammt frá þeim stað sem hinn kærði atburður átti sér stað. Hann var geymdur í fangageymslum lög- reglunnar um nóttina. fyrir hvaða niðurstaða er skynsam- legust og leiði til mestrar farsældar og það fer ekki á milii mála að Vest- mannaeyjar hefðu skaðast mjög verulega ef kerfið hefði verið fast eins og gert er ráð fyrir í samþykkt bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Vest- mannaeyjar hafa getað aukið hiut- deild sína og eru nú sterkara sjávar- útvegspláss en þær hefðu ella verið og ég sem þingmaður fyrir Vest- mannaeyinga er auðvitað mjög ánægður yfir því,“ sagði Þorsteihn. Grímur Stefanía Traustadóttir hjá Jafn- réttisráði segir að samkvæmt jafn- réttislögum sé kynbundin mismun- un óheimil og út frá því mætti draga þá ályktun að þetta ákvæði í tillögum meirihluta stjórnar LÍN sé brot á lögunum. Hún benti hins vegar á að í lögunum segði einnig að það teldist ekki mismunun að taka sérstakt tillit til kvenna vegna þungunar eða barnsburðar og sagði hugsanlegt að þetta gæti staðist samkvæmt því ákvæði en þá vaknaði aftur sú spuming hvort taka mætti rétt af körlum. Aðspurður um þetta átriði sagði Gunnar að menn gætu eins spurt sig hvort það sé brot á jafnréttis- lögum þegar sótt væri fæðingaror- lof til almannatryggingakerfisins. „Það verður einhvers staðar að draga línurnar í þessu,“ sagði hann. í drögum stjórnarmeirihluta LÍN er gert ráð fyrir að námsmaður skuli að jafnaði ljúka 100% af fullu námi samkvæmt skipulagi skóla og að námseftirlit fari fram eftir hvert misseri. Uppfylli námsmaður ekki kröfur um námsframvindu skuli námslán skerðast hlutfalls- lega en samkvæmt gildandi reglum hefur námsmönnum nægt að ljúka 75% af fullu námi til að fá fullt námslán. Auk þess er lagt til að námsmaður þurfi að ljúka í það minnsta 75% af fuilu námi til að eiga rétt á námsláni. Gunnar sagði að með tillögum um námsframvindu og um eftirá- greiðslu lána væri verið að koma í veg fyrir sjálftöku námslána í upphafi misseris. „Með þessu erum við að spara fé fyrir sjóðinn til að halda okkur innan þess ramma sem okkur var settur. Það er ekki skemmtilegt verkefni,“ sagði hann. Undanþáguákvæðið gerir ráð fyrir að heimilt sé að víkja frá kröfum um að námsframvinda á hveiju misseri skuli að lágmarki vera 75% af fullu námi en heildar- Tekinn fyr- ir að hnupla oststykki NOKKUÐ hefur borið á búðar- hnupli í borginni undanfarna daga. í fyrradag var lögreglan kölluð þrívegis út vegna slíkra mála. í eitt skiptið hafði maður gengið út á nýjum skóm án þess að borga, í annað skiptið var fullorðinn maður stoppaður með oststykki innan klæða og í þriðja tilvikinu ætlaði drengur að laum- ast út úr búð með kókdós. Ekki er vitað hvað mikið er um búðarhnupl en á síðasta ári var lög- reglan í Reykjavík kölluð til í 232 slíkum málum. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglunnar átti fólk 16 ára og eldra þátt í þrem ijórðu tilvika. f flestum tilvikum er um að ræða tilraun til þjófnaðar úr stórmörkuð- um og fatabúðum. í fyrradag var lögreglan kölluð í Kringluna. Þar hafði verslunarfólk og öryggisverðir stoppað mann sem gekk út úr tískuverslun á nýjum skóm án þess að borga. Hann gat 'engar skýringar gefið á þessu. Fimmtugur karlmaður var staðinn að því í stórmarkaði í Skeifunni að fara með oststykki að verðmæti 276 krónur innan klæða. Þá var lögregl- an kölluð að verslun í Eddufelli þar sem 14 ára drengur hafði ætlað að laumast út með kókdós. Drengurinn bar við peningaleysi. svigrúm námsmanns, sem fær undanþágu til að ljúka hveiju námsferli, skal þó að jafnaði ekki aukið í þessum tilfellum. Þarf námsmaður því að hraða náminu eftir veikindi eða barnsburð til að öðlast rétt á fullu námsláni á ný en námsmenn sem fullnægja skil- yrðum um námsframvindu geta samkvæmt tillögunum fengið lán í allt að fimm ár samanlagt og í fimm ár til viðbótar þegar um framhaldsnám er að ræða að loknu háskólaprófi. I gildandi reglum er framfærslu- grunnur lána til einstæðs foreldris hækkaður um 50% fyrir hvert barn en í tillögum meirihluta stjórnar LÍN er þetta hlutfall lækkað í 35%. Framfærslugrundvöllur vegna lána til námsmanns í hjónabandi eða sambúð er lækkaður úr 25% í 17,5% fyrir hvert barn. Þá er gerð tillaga um að meðlag verði talið til þeirra tekna náms- manns sem geta haft áhrif á veitta aðstoð á námstíma en meðlag hef- ur til þessa ekki verið reiknað námsmanni til tekna vegna náms- lána samkvæmt gildandi reglum. -----» ♦ ♦--- V estmannaeyjar: Humarmok í byrjun vertíðar V estmannaeyjum. FYRSTA humrinum á vertíðinni var landað í Eyjum í gær. Sjöfn VE landaði þá 1,8 tonnum af oslitnum humri eftir rúmlega sólarhrings túr. Rúnar Þórisson, skipstjóri á Sjöfn, sagði aflann hafa verið góð- an. Þeir voru í Háfadýpinu, austur af Eyjum, og fengu aflann í fjórum hölum. Hann sagði humarinn vera talsvert blandaðan, eins og oft í byijun vertíðar. Hann sagði að mokveiði hefði verið í Lónsbugtinni og þar hefði Sigurbára VE til dæm- is fengið upp í hálft tonn af óslitn- um humri í hali. - Grímur Forsetakjör 27. júní: Vigdís Finnboga- dóttir ein í kjöri UMBOÐSMENN Vigdísar Finnbogadóttur, forseta íslands, skiluðu í gær inn framboði hennar vegna forsetakjörs 27. júní næstkom- andi. Framboðsfrestur rann út á miðnætti í nótt, fimm vikum fyrir kjördag. Framboð Vigdísar er hið eina sem barst og er hún því sjálfkjörin forseti íslands til fjögurra ára, frá 1. ágúst 1992 til jafnlengdar 1996. 1 fréttatilkynningu frá umboðs- mönnum Vigdísar Finnbogadóttur kemur fram, að þeir hafi í gær lagt fram skrár með nöfnum til- skilins fjölda meðmælenda úr hveijum iandsfjórðungi og vott- orðum yfirkjörstjórna um að þar væri um að ræða nöfn kosninga- bærra manna, sem mæltu með framboðinu. Þá hafí verið skilað til dómsmálaráðuneytisins skrif- legu samþykki Vigdísar Finn- bogadóttur um að vera í framboði og tilnefningu hennar á umboðs- mönnum vegna framboðs og for- setakjörs. Vigdís Finnbogadóttir var fyrst kjörin forseti íslands árið 1980. Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.