Morgunblaðið - 23.05.1992, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 23.05.1992, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGAJRDAGUR 23. MAI 1992 25 Alþjóðaherfræðistofnunin: Utbreiðsla kjarnavopna stöðvuð með hervaldi? Lundúnum. Reuter. ÖFLUGUSTU ríki heims kynnu að þurfa að íhuga þann mögu- leika að beita hervaldi til að koma í veg fyrir að ríki þriðja heimsins framleiddu kjarna- vopn, að því er segir í árlegri skýrslu frá Alþjóðaherfræði- stofnuninni (IISS) sem gefin var út í Lundúnum í gær. Eldflaug- um skotið í Kabúl-borg Kabúl. Reuter. ELDFLAUGUM var skotið yfir einskismannsland sem aðskilur stríðandi fylkingar skæruliða í suðurhluta Kabúl í gær, aðeins einum degi eftir að tilkynnt hafði verið um friðarsamkomu- lag þessara aðila. Hezb-i-Islami-skæruliðahópur- inn, sem hefur komið sér fyrir í útjöðrum borginnar, hélt því fram að fjórir menn hefðu særst í skotárásinni og að skæruliðar Uzbeka bæru ábyrð á henni. Uz- bekar héldu því á hinn bóginn fram að Hezb-i-lslami-skæruliðahópur- inn hefði skotið eldflaugunum. Ekkert benti hins vegar til þess að átök lík þeim sem geysuðu í borginni í apríl og byijun maí, brytust út á ný. Stofnunin telur að útbreiðsla kjarnavopna og annarra gjöreyð- ingarvopna sé „að líkindum alvar- legasta ógnunin við frið í heimin- um nú“. Mest hætta stafi af Norð- ur-Kóreumönnum, sem geti að öllum líkindum framleitt kjarnork- usprengjur mjög bráðleg. Þá sé það því sem næst öruggt að ísrael- ar hafi yfir kjarnorkueldflaugum að ráða og Indveijar og Pakistan- ir geti framleitt kjarnavopn að vild sinni. I skýrslunni eru Kínveijar, Isra- elar og Norður-Kóreumenn sakað- ir um að hafa flutt út „vopn sem stefni friðnum í hættu“ með að- stoð fyrirtækja í Evrópu, Japan og Bandaríkjunum. Stofnunin segir að besta leiðin til að fá ríki í þriðja heiminum til r ■ 'NUUK - Danir hafa fiykkst frá Grænlandi síðustu þijú árin og hafa „útlendingar“, eins og það heitir samkvæmt skýrslum græn- lensku hagstofunnar, ekki verið færri í landinu í 20 ár. Þegar Græn- lendingar fengu heimastjórn 1. maí 1979 dvöldust 8.700 útlendingar í landinu, flestir frá Danmörku eða Færeyjum, og ijöldi þeirra jókst stöðugt fram til ársins 1989. Síð- ustu þijú árin hefur þeim hins veg- ar fækkað um 1.341 eða 14%, þar af fluttu 640 fleiri Danir frá Græn- landi í fyrra en til landsins. Alvar- legast við þessa flutninga er að það er einkum fólk með sérmenntun eða fagkunnáttu sem flytur brott. að hætta tilraunum sínum til að framleiða kjarnavopn sé að leysa svæðisbundin deilumál. Ella yrðu „helstu herveldin annaðhvort að íhuga að beita hervaldi eða horfa upp á að heiminum verði ógnað með örri fjölgun þéirra ríkja sem geta... tortímt stórum hluta þeirrar litlu siðmenningar sem mannkyninu hefur til þessa tekist að skapa.“ Tæland: Reuter Thinnawat Maruekapitak, einn helsti leiðtogi sljórnarandstöðu- flokksins, Palang Dharma, hét mannfjölda sem kom saman við Minn- isvarða lýðræðisins í Bangkok að flokkurinn myndi ekki unna sér hvíldar fyrr en Suchinda Kraprayoon forsætisráðherra hefði verið rekinn frá völdum. Ríkisstjórnin ætlar að velta Suchinda úr sessi Bangkok. Reuter. LEIÐTOGAR samsteypustjórnar fimm stjórnmálaflokka í Tælandi hafa samhljóða samþykkt að beita sér fyrir brej’tingum á stjórnarskrá lands- ins sem gera það að verkum að Suchinda Kraprayoon forsætisráð- herra verður að segja af sér. Þessi samþykkt kemur í kjölfar mestu óeirða í Tælandi í tvo áratugi og óttast sumir að allt að 80 óbreyttir borgarar hafi fallið fyrir hendi hersins er þeir kröfðust afsagnar Suc- hinda. Montree Pongpanit, leiðtogi sósíal- ista, sagði að það yrði ekki aftur snúið með þessa ákvörðun. „Við höf- um skrifað nöfn okkar undir breytingartillöguna og beðið forseta neðri deildar þingsins að hefja um- ræður um málið nk. mánudag," sagði Montree. Breytingartillagan snýst m.a. um það að forsætisráðherra landsins verði að koma úr röðum lýðræðislega kjörinna þingmanna. Pongpol Adireksarn, utanríkisráð- herra landsins, var fyrstur stjórn- arliða til að snúa baki við Suchinda opinberlega. Hann sagði fréttamönn- um í gær að Suehinda bæri ábyrgð á fjöldamorðunum og hann yrði að segja af sér. „Imynd þessarar þjóðar breytist ekki fyrr en hann hefur sagt af sér,“ sagði Pongpol. Orðrómur er á kreiki í Bangkok um að allt að eitt hundrað manns hafi fallið fyrir hendi hermanna. Þeir hafi brennt lík fómarlamba eða hent þeim í ána Chao Phraya. I gærmorgun söfnuðust mörg hundruð manns saman á vettvangi átakanna og minntust fórnarlambanna. Fjár- málasérfræðingar telja að atburðir síðustu daga muni hafa neikvæð áhrif á efnahag landsins í mörg ár. Fjárfestar frá iðnvæddum þjóðum haldi að sér höndum varðandi fjár- festingar í landinu og snúa sér eink- um til Malasíu og Indónesíu. VIRSTÖÐIN Heimildarkvikmynd ífjórum hlutum um sögu útgerðar og sjávarútvegs Islendinga frá árabátaöld fram á okkar daga. Sýningar í Háskólabíói: Laugardag 23. maí og sunnudag 24. maí Laugardag 30. maí og sunnudag 31. maí Aðgangur ókeypis. Sýnd vegna fjölda áskorana - aðeins þessar tvœr helgar. 1. hluti - Frá árabátum til véla (-1918) kl. 14:00 2. hluti - Bygging nýs íslands (1920 -1950) kl. 15:15 3. hluti - Baráttan um fiskinn (1950-1989) kl. 16:30 4. liluti - Ár í útgerð (1989) kl. 17:40 Umsagnir um myndina: 'Verstöðin ísland flokkast unisvifalaust undir það besta, sem við höfum gert í kvikmyndagerð yfir höfuð. Stórbrotið, skemmtilegt og vandvirknislegt verk sem á sér aðeins eina hliðstæðu í öðm meistarastykki, Islenskum sjávarháttum Lúðvíks Kristjánssonar." SV, Mbl. 16/5 '92 "Sainan mynda hlutarnir fjórir skennntilegasta, ítarlegasta og heilsteyptasta upplýsingabanka um íslenskan sjávarútveg sem Víkverji minnist að hafa litið auguin - ekki þurrar hagtölur heldur upplifun í myndum og máli..." Víkverji, Mbl. 8/5 '92 "Hér sjáutn við útvegsmálin í nýju ljósi. Komumst í snertingu við rammíslenskan raunveruleika og tökum á púlsi atvinnulífsins..." .S'K Mbl. 16/5 '92 "Allt áhugafólk um íslenskt atvinnulíf ætti ekki að láta þessa mynd fram hjá sér fara meðan hún er sýnd á stóru tjaldi í Háskólabíói..." Víkverji, Mbl. 8/5 '92 "Þetta er mynd sem hverjum íslendingi ber eiginlega skylda til að sjá, ef hann ætlar að botna hætis hót í líflnu á þessari eyju okkar. Og það á stóru kvikmyndatjaldi. Á litlum sjónvarpsskermi verður hún eins og listaverk á frímerki." E. Pá. Gárur 17/5 '92 "Hér hafa verið sköpuð ómetanleg menningarverðmæti." SV, Mbl. 16/5 '92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.