Morgunblaðið - 23.05.1992, Síða 33

Morgunblaðið - 23.05.1992, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 ( . ( iíltsíöur ni H a morgun V j ww&h, •þafln ÁSKIRKJA: Sameiginleg guðs- þjónusta Ás- og Laugarnes- sókna kl. 11. Sr. Jón Dalbú Hró- bjartsson prédikar. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Organ- isti Ronald Turner. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BUSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Sigurjón. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigur- jón Árni Eyjólfsson messar. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Ferming, altarisganga. Fermd verður Kristín Taylor, pf. Bræðraborgarstíg 13, Rvk. Dóm- kórinn syngur. Organisti Mart- einn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Miðvikudag kl. 12.10: Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu og kl. 13.30—16.30 samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgistund. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðs- þjónusta kl. 10.00. Sr. Baldur Sigurðsson. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arin- þjarnarson. Þriðjudag: Kyrrðar- stund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altaris- ganga og léttur hádegisverður og kl. 14.00 biblíulestur og kirkjukaffi. Sr. Halldór S. Grön- dal. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Tómas Sveinsson. Mánudag: Biblíulestur kl. 21.00. Kvöldbæn- Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. ir og fyrirbænir eru í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa í kapellu kl. 13. Organisti Birgir Ás Guðmundsson. Kjartan Örn Sigurbjörnsson sjúkrahúsprest- ur. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Hesta- messa kl. 11. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Ræðumaður sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju (hópur II) og Fákskórinn leiða sönginn. Blás- arasveit undir forystu Lárusar Sveinssonar. Gunnar Eyjólfsson og Klemens Jónsson lesa ritningarlestra. Heit súpa eftir athöfnina. Aftansöngur alla virka daga kl. 18. LAUGARNESKIRKJA: Sameigin- leg guðsþjónusta Ás- og Laugar- nessókna í Áskirkju kl. 11. Sr. Jón D. Hróþjartsson prédikar. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson þjónar fyrir altari. Drengjakór Laugarneskirkju syngur. Söng- stjóri og organisti Ronald Turn- er. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miðvikudag: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Guðfræðinemar koma í heimsókn og lesa ritning- arlestra. Bára Friðriksdóttir stud. theol. prédikar. Organisti Gyða Halldórsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir. Miðvikudag: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta á bænadegi hinnar íslensku þjóðkirkju kl. 11 árdegis. Eiður Guðnason umhverfisráðherra flytur stólræðu. Helga Þórarins- dóttir leikur á víólu. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Guðs- þjónusta kl. 11. Organisti Daníel Jónasson. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Þorþergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organisti Guðný M. Magnúsdóttir. Eftir guðsþjónustuna verður aðal- fundur Fellasafnaðar haldinn. Prestarnir. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar, Digranes- skóla. Guðsþjónusta kl. 11. KÓr Hjallasóknar syngur. Organisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRNESPRESTAKALL: Guðs- þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Organisti Sighvatur Jónasson. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SEUAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjóns- son. Molakaffi eftir guðsþjón- ustuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN í Rvfk: Guðsþjón- usta kl. 14.00. Vænst er þátttöku nemenda Fermingarskólans. Miðvikudaginn 27. maí kl. 7.30 morgunandakt. Orgelleikari Pav- el Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Fermdur verður Gísli Kort Kristófersson, Skógarási 1, Rvík. Messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúm- helga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Laugard. messa kl. 14, fimmtud. kl. 19.30. Aðra rúmhelga daga kl. 18. HJÁLPRÆÐISHERINN: Útisam- koma kl. 16 á Lækjartorgi. Hjálp- ræðissamkoma kl. 20. Óskar Einarsson stjórnar. Ingibjörg Jónsdóttir prédikar. Jóhannes Ingimarsson syngur einsöng. KFUM/KFUK: Samkoma í kristniboðssalnum kl. 20.30. Ræðumaður Ragnar Gunnars- son. VEGURINN, Kópavogi: Fjöl- skyldusamkoma kl. 11. Guðni Þorvaldsson prédikar. Almenn samkoma kl. 16.30, ræðumaður Gautur Steingrímsson og al- menn samkoma kl. 20.30. Björn Ingi Stefánsson prédikar. Mið- vikudag kl. 18 biblíulestur, sr. Halldór S. Gröndal. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Mosfellskirkju kl. 14. Sr. Gunnar Kristjánsson á Reyni- völlum í Kjós. Hestamenn mun koma í hópreið til messu. Sr. Jón Þorsteinsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta í Víðistaðakirkju og guðs- þjónusta í Hrafnistu kl. 13. Kór Víðistaðasóknar. Organisti sr. Sigurður Helgi Guðmundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga. 50, 60 og 70 ára fermingarbörn heimsækja kirkjuna og hittast að messu lokinni í veitingahúsinu Skútunni. Organisti Helgi Braga- son. Sr. Gunnþór Ingason. KAPELLAN, St. Jósefsspítala: Messa kl. 10. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkju- dagur. Guðsþjónusta kl. 14. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Franks Herlufsens. Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir prédikar. Einsöngur Sigrún Ingadóttir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 21. Sr. Baldúr Rafn Sigurðsson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 16. HVALSNESKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Barn borið til skírn- ar. Sr. Hjörtur Magni Jóhanns- son. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Messa kl. 14. Minnst 20 ára vígsluaf- mælis kirkjunnar. Sr. Jónas Gíslason vígslubiskup prédikar. Tónleikar í kirkjunni kl. 17. Sr. Tómas Guðmundsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11. Organisti Jón Ól. Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson. BORGARPESTAKALL: Messa í Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar- prestur. 33 Norræna húsið: Kynning á stangveiði í silungs- vötnum FJÖLBREYTT dagskrá um stangveiði í silungsvötnum verð- ur í Norræna húsinu á morgun, sunnudag, en þar munu m.a. nokkrir landufrægir veiðimenn fjalla um veiðiskap og sýna listir sínar. Dagskráin er ætluð fyrir alla fjölskylduna og spannar allt frá umfjöllun um Iítt þekkt en fengsæl veiðivötn til fluguhnýt- inga, fiskverkunar og kast- kennslu. Þá verða kynntar nýj- ungar í veiði- og útivistarbúnaði. Innan dyra í Norræna húsinu mun Gylfi Pálsson fjalla um silungs- veiði sem útivistaríþrótt fyrir alla fjölskylduna og Margrét Jóhanns- dóttir fjallar um þá þjónustu sem Ferðaþjónusta bænda býður upp á fyrir stangveiðimenn, auk þess sem hún kynnir „Veiðiflakkarann." Þá mun Kristján Guðjónsson sýna hvernig hnýta á góðar flugur, Rafn Hafnfjörð segir veiðisögur í lit- skyggnum og Landssamband veiði- félaga kynnir „Vötn og veiðar“, upplýsingahefti um 450 veiðivötn. Utan dyra verður kastkennsla við tjörnina við Norræna húsið, og verða leiðbeinendur þeir Kolbeinn Grímsson og Þorsteinn Þorsteins- son. Þá sýnir Skúli Hauksson sil- ungsbóndi í Útey í Laugardal verk- un og meðferð á silungi. ------------ Fyrirlestur um ofvirk börn SÓLVEIG Ásgrímsdóttir sál- fræðingur og Rósa Steinsdóttir artþerapisti halda fyrirlestur um Sjálfsmynd og tilfinningalíf of- virkra barna mánudaginn 25. mai kl. 20.30 i Æfingadeild Kenn- araháskólans. Báðar eru með mikla reynslu af vinnu við ofvirk börn. Um er að ræða síðasta fyrirlestur vetrarins og er aðgangur ókeypis. • • KARTOFLUR Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 234. þáttur Kartafla er sú matjurt sem mest er ræktuð hér á landi. Heim- ilisræktun er mikil, þar sem fólk ræktar karföflur fyrst og fremst sér til ánægju. Þá eru ræktuð fljótsprottin afbrigði til að taka upp snemma sumars og einnig afbrigði sem hverjum og einum finnst góðar til matar og geymast fram á veturinn. Kartöfluútsæði þarf að setja í spírun um mánaða- mótin mars/apríl. Eitt til tvö lög af útsæði eru sett í grunna kassa. Ofan á kartöflurnar skal setja dagblað og láta það vera ofan á þar til spírurnar fara að koma úr augunum. Þá skal taka dagblaðið ofan af útsæðinu óg láta það vera í birtu. 2-3 cm háar spírur eru æskilegar þegar útsæðið er sett niður í garðinn. Kartöflumar þurfa djúpan sandblandinn mold- arjarðveg eða vel fúinn mýratjarð- veg. Áburðarþörf í heimilisgarða er 12-15 kg af alhliða tilbúnum garðáburði á 100 fm. Hafí fólk tök á að ná i kúamykju er áburðar- þörfin 800-1.000 kg á 100 fm og í flestum tilfellum er þá rétt að dreifa til viðbótar 1-2 kg af kalk- saltpétri milli kartöflugrasanna þegar þau eru komin vel upp. í stað kúamykju er hægt að nota hrossatað og nota þá um 1.200 kg. á 100 fm ásamt kalksaltpétri. Hrossatað dregur í sig hita og vermir moldina betur en kúamykj- an. Oft kemur fyrir að kartöflu- grös verða mjög há, e.t.v. meira en metri á hæð. Stönglarnir eru þá grannir og blöðin fremur lftil. Þegar líður á sumarið vilja þessi háu grös leggjast út af, einkum í roki og rigningu og rétta sig þá ekki við aftur. Myndast þá mikil grasaflækja, raki er mikill í stönglum og blöðum sem getur leitt til þess að loft kemst ekki að niður við moldina og getur það leitt til þess að kartöflumyglu getur orðið vart, sérstaklega ef lofthitinn er hár. í slíku umhverfí koma garðsniglar og éta laufblöð- in. Undir háum grösum er yfir- leitt mikið smælki og í sumum tilfellum fáar kartöflur og smáar. Þessi óeðlilegi vöxtur stafar yfir- leitt af því að í jarðveginum er of mikið af köfnunarefni (salt- pétri), sem eykur blaðvöxt. Þeir garðræktendur sem hafa slíkan garð ættu aðeins að nota þrífosfat eða súperfosfat og brennisteinss- úrt kalí í garðinn en sleppa köfn- unarefnisáburði alveg í 2-3 ár og einnig búfjáráburði. Hæfilegur skammtur af þrífosfati er 2-4 kg og 6-9 kg af brennisteinssúru kalí í 100 fm. Ef um litla heimilis- garða er að ræða er ráðlegast að hætta alveg kartöflurækt í 2-3 ár og rækta þá í staðinn blað- grænmeti sem þarf mikinn köfn- unarefnisáburð. Má þar til nefna blaðsalat, spínat, grænkál, strandblöðku (silfurblöðku eða spínatblöðku), steinselju eða kál- blöðku. Framangreindar tegundir draga til sín köfnunarefnið úr jarðveginum á 2-3 árum og eftir þann tíma ætti köfnunarefnisjafn- vægið að vera komið í lag svo hægt verði að rækta þar kartöflur aftur með góðum árangri. Mörg kartöfluafbrigði eru í ræktun hér á landi. Snemmsprottið afbrigði er Dore, sem hefur egglaga kart- öflur. Hýðið og holdið er gult. Er næm fyrir kartöflumyglu og kláða. Það er hægt að losna við kláðann úr garði með þvi að bera brennistein í hann. Bintje er í meðallagi snemmsprottin tegund. Kartöflurnar eru sverar og af- langar, hýðið og holdið ljósgult. Þær eru næmar fyrir kláða, stöng- ulsýki og stöngulveiki. Eyvindur (Kerr’s Pink) hefur svera stöngla og stór blöð. Kartöflumar eru hnöttóttar, rauðar eða jafnvel bleikar, holdið ljósgult. Þolir dálítð kartöflumyglu og næturfrost, en eru næmar fyrir stöngulveiki. Gullauga er fremur seinþroska. Kartöflurnar hnöttóttar með djúp- um augum. Hýðið gult en blárauð augu. Holdið er gult. Kartöflurnar eiga til að springa, sérstaklega eftir vætutíð og þær þurrkaðar í sólskini. Þær eru næmar fyrir stöngulveiki, kartöflumyglu og veirum. Hér á landi eru í ræktun tveir stofnar af gullauga sem hafa verið hreinsaðir af kartöflumyglu, stöngulveiki og veirum. Verði vart við kartöflumyglu í gullauga, Helgu eða öðrum afbrigðum er rétt að úða grösin með efninu Bitdomil M 2. Helga á gullaugað að foreldri og fékkst með úrvali út frá einni kartöflu. Kartöflurnar eru hnöttóttar með djúp augu og nafla. Hýðið rauðbleikt og holdið gult. Helga er næm fyrir kartöflu- myglu, stöngulveiki og veirum. Hún er meðal snemmsprottin. Mandla er meðalhátt afbrigði, stönglar grannir, blöðin mörg og lítil. Grasið leggst útaf í roki og rigningu. Kartöflur eru möndlu- laga, sívalar og bognar; breiðari í annan endann og mjókka í hinn þar sem naflinn er. Mandlan er seinsprottin, vex best í sand- kenndri mold. Þær geymast vel. Kartöflurnar eru bragðgóðar og þurrefnisríkar. Einar Ingi Siggeirsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.