Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 23.05.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 23. MAÍ 1992 35 Þorbjörg Þórhalls dóttir - Minning Þórdís U. Stefáns- dóttir - Kveðjuorð Aðfaranótt 15. maí lést á hjarta- deild Landspítalans mikil öðlings- kona sem mig langar með örfáum orðum að votta djúpa virðingu mína og jiakklæti. Eg kom í fyrsta sinn á heimili Þorgbjargar Þórhallsdóttur í Skeið- arvogi 89 hér í borg fyrir meira en aldarfjórðungi. Hún var þá nýflutt til Reykjavíkur með bömin sín eftir að hafa misst mann sinn, Ara Krist- insson sýslumann, nokkrum mán- uðum áður. Missir hennar var mik- ill og sorgin sár. En hún æðraðist ekki, hún hafði verk að vinna, verk sem ævinlega hafði forgang, og það var að hlúa að börnunum, uppfylla þeirra þarfir og gera það vel. Hún var falleg og létt í spori þá sem ætíð, og yfir henni sú reisn sem einkenndi allt hennar líf. Ég skynjaði það þá þeg- ar, þó ég væri ung og óþroskuð, að þarna fór kona mikilla mann- kosta. Það fékk ég svo að sann- reyna með árunum. ____________Brids________________ Umsjón Amór G. Ragnarsson Afmælishátíð Bridsfélags Reykjavíkur Afmælishátíð Bridsfélags Reykjavíkur hefst nk. miðvikudag kl. 19.30 með firmasveitakeppni. Verða spilaðar 10 umferðir, þijár á miðvikudeginum og sjö á fimmtu- deginum. Byijað verður að spila kl. 10 fimmtudaginn 28. maí og áætluð mótslok um miðnætti. Spilað verður eftir Monrad-kerfi og er ölium heimil þátttaka. Keppnisgjald er 12 þúsund kr. á sveit. Spilað verður á Holiday Inn. Föstudaginn 29. maí spila þijár sveitir frá BR við Breta, Pólveija og Svía og fer sú keppni einnig fram á Iioliday Inn. Laugardaginn 30. maí kl. 10 hefst fjögurra umferða tvímenning- ur sem spilaður verður með Mitc- hell-fyrirkomulagi og er þátttaka öllum heimil. Þar verða útlendingar að sjálfsögðu með. Spilað verður í Perlunni og spilaðar tvær umferðir á laugardag og sunnudag. Þátttök- ugjald er 10 þúsund krónur fyrir almenna spilara en 7 þúsund fyrir félagsmenn BR, og er hádegisverð- ur innifalinn á laugardag. Skráning í bæði þessi mót er nú í fullum gangi hjá Bridssambandinu og stjórn BR og eru félagar BR og aðrir sem áhuga hafa hvattir til að láta skrá sig, en lokaskráning er kl. 12 nk. mánudag. Lokahóf afmælishátíðar Bridsfé- lags Reykjavíkur verður í ráðhúsinu á sunnudagskvöldið en þar verða aflient verðlaun fyrir keppnir hátíð- arinnar. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur. Röð efstu para varð þessi: Haraldur B. Gunnlaugsson - Rúnar Einarsson 191 Bryndls Þorsteinsdóttir - Ólöf Þorsteinsdóttir 168 Kolbrún Thomas - Einar Pétursson 166 Halldór Armannsson - Gísli Sigurkarlsson 165 Næsta þriðjudagskvöld fer fram verðlaunaafhending fyrir aðalkeppnir vetrarins, frá áramótum. Verðlauna- hafar minntir á að mæta. Einnig verð- ur spiluð létt rúberta. Allir velkomnir. Visa-bikarkeppnin 1992 Skráningarfrestur vegna Visa-bik- arkeppninnar rennur út föstudaginn 29. maí. Þeir sem eiga eftir að skrá sveitir eru vinsamlega beðnir um að gera það sein fyrst í síma Bridssam- bands íslands 91-689360. Þetta er gullstigakeppni og aðeins greitt þátt- tökugjald fyrir þá leiki sem spilaðir eru, gjaldið fyrir umferð er 3.000 kr. á sveit. Spilaðir eru 40 spila leikir og leikur- inn er spilaður þar sem sú sveit á heima sem dregst á undan. Gefinn verður u.þ.b. mánuður til að ljúka hverri umferð en fyrirliðar þeirra sveita sem eiga að spila koma sér saman um keppnisdag. Ein með átta börn á aldrinum eins til átján ára, hóf hún á þessum tíma að leggja grunninn að því að skapa þeim öryggi og skjól á nýjum stað við nýjar aðstæður. Ávöxturinn varð mannmargt, glaðvært og rausnarlegt heimili, sem öllum stóð opið og allir löðuðust að. Fyrst voru það vinir barnanna, svo fóru að koma tengdabörn og barnabörn og það skipti engu máli hversu mikið fjölgaði í ættinni, í Skeiðarvogi var alltaf nóg hjarta- rúm og þar með rými fyrir alla. Það var ekki alvöru helgi nema litið væri við í Skeiðarvogi og notið óþijótandi örlætis og rausnar mömmu, tengdamömmu og ömmu Obbu. Á svipstundu töfraði hún fram kræsingar, settist svo í stólinn sinn. Teinrétt og tíguleg horfði hún þaðan yfir hópinn og gætti þess að allir fengju nægju sína og liði sem best. Þarna sló hjarta stóríjölskyld- unnar hennar. Skarðið sem hún skilur eftir sig er stórt og ég veit að hennar verð- ur óskaplega sárt saknað af mörg- um litlum og stórum manneskjum. Þó leiðir okkar skildu að miklu leyti fyrir meira en tíu árum, skildu þær þó aldrei alveg. Á sinn hijóða hátt leyfði hún mér alltaf að finna að hún væri vinur minn. Hún dæmdi ekki, hún fjasaði ekki, hún var. Ég get ekki fullþakkað henni allt sem hún hefur verið fyrir drengina mína og gefið þeim, né allt sem hún kenndi mér og gaf. Hún kvaddi þennan heim með hópinn sinn í kringum sig, hópinn sem var henni allt og sannarlega ber ævistarfið henni fagurt vitni. Hún kvaddi hljóðlega og með reisn. Eins og hún lifði. Glæsilegu dagsverki er lokið. Það var unnið í kyrrð, af æðruleysi og í kærleika og heldur áfram að gefa af sér í fagurri minningu. Skeiðarvogsfjölskyldunni stóru, systkinum og öðrum ástvinum Þor- bjargar Þórhallsdóttur sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið algóðan Guð að vera með ykkur í söknuði ykkar og sorg. Minningin um góða kona mun lifa og veita þeim birtu og yl sem fengu að njóta samfýlgdar hennar. Hafi hún þökk fyrir allt og allt. Jóna Lísa. Hinn 30. júní 1940 kvöddumst við skólasystkinin á íþróttakenna- raskólanum að Laugarvatni eftir að hafa dvalið þar saman í 9 mán- uði við erfitt en ánægjulegt nám. Hver hélt nú til síns heima með íþróttakennarapróf upp á vasann, full áhuga að takast á við verkefn- in á heimaslóðum. En söknuðurinn var mikill. Á skólatímanum hafði þessi fámenni hópur, 2 piltar og 4 stúlkur, orðið mjög samrýndur og tengst vináttu- böndum. En nú lágu vegir til allra átta og eftir þetta var vík milli vina. Það fór líka svo að á lífsleiðinni höfum við sára sjaldan hist. Það var aðeins á stórafmælum sem við mæltum okkur mót. Síðast var það að Laugarvatni á 50 ára íþrótta- kennaraafmæli okkar, 30. júní 1990. Þá vorum við öll glöð og hraust og fögnuðum með skóla- stjórahjónunum vexti og viðgangi íþróttakennaraskóla íslands. „En bilið er mjótt milli blíðu og éls.“ Nú getur þessi Jitli hópur aldr- ei fagnað sameiginlega, því ein úr hópnum er horfin yfir móðuna miklu, en það er hún Obba okkar, réttu nafni Þorbjörg Þórhallsdóttir. Obba, eins og við kölluðum hana alltaf, var einstaklega fíngerð og falleg stúlka og svo svífandi létt og fim, en þó svo ótrúlega sterk. Hún skaraði framúr í öllum þeim íþróttum sem hún lagði stund á og var einnig vel gædd andlegum gáf- um og mun hún hafa tekið hæsta próf frá íþróttakennaraskólanum til þess tíma sem hún útskrifaðist. Þegar við vorum á íþróttakenn- araskólanum var það ekki til siðs að stúlkur stunduðu mikið fimleika á áhöldum. Obba var þó stöku sinn- um að laumast í æfingar á dýnu og lék sér fljótt að öllum þeim stökkum sem strákar voru þá að glíma við og sem nú eru einnig orðin algeng í fimleikum stúlkna. Líklega er Obba fyrsta stúlkan á íslandi sem lék þessar listir. Það varð þó ekki hlutskipti Obbu að gera íþróttakennslu að ævistarfí en við erum viss um að veganestið sem hún tók með sér frá Iþrótta- kennaraskólanum að Laugarvatni hefur orðið henni dýrmætt á lífsleið- inni sem og okkur skólasystkinum hennar. Hennar lífsstarf var erfitt en göfugt. Hún varð móðir 8 barna og háði lífsbaráttu ein eftir fráfall eiginmanns síns, Ara Kristinssonar sýslumanns. Við vitum að það verða aðrir sem fjalla nánar um lífshlaup Þorbjargar Þórhallsdóttur. Þetta áttu aðeins að verða fáein kveðju- og þakkar- orð til okkar yndislegu skólasystur. Um leið sendum við börnum hennar, tengdabörnum, barnabörn- um svo og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Þorbjargar Þórhallsdóttur. Skólasystkinin frá íþrótta- kennaraskólanum að Laugar- vatni árið 1939-40. Fædd 2. maí 1975 Dáin 11. maí 1992 Og því varð allt svo hljótt við helfregn þína sem hefði klökkur gígjustrengur brostið, og enn ég veit margt hjarta harmi lostið sem hugsar til þín alla daga sína. En meðan árin þreyta hjörtu hinna, sem horfðu á eftir þér í sárum trega, þá blómgast enn, og blómgast ævinlega, þitt hjarta vor í hugum vina þinna. Sem sjálfur Drottinn mildur lófa lyki um lífsins perlu í gullnu augnabliki. (Tómas Guðmundsson.) Um leið og ég þakka fyrir vináttu Dísu, votta ég fjölskyldu hennar og vinum dýpstu samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur á komandi tímum. Kristín Björg. Líf okkar er eins konar vegur. Vegur sem er misbrattur og misauð- veldur yfirferðar. Á leið okkar eftir veginum þurfum við öll að takast á við ýmsar þrautir. Ein þeirra er að hefja skólagöngu í nýjum skóla. Það er okkur öllum erfitt að þurfa að byija að aðlaga okkur eftir nýjum og breyttum aðstæðum og sam- þykkja nýja kennara, skólafélaga og vini. Þá er von okkar að við verðum tekin með sátt inn í nýja umhverfið og við fáum að vera þátttakendur í leiknum. Við svona aðstæður von- umst við auðvitað eftir því að sjá og hitta hlýjar og hjálpsamar mann- eskjur. Dísa var ein þeirra. Hún kom mjög vel fram og var í alla staði hin kátasta og kom ávallt þeim sem í kringum hana voru í gott skap. Hún var mjög þægileg í umgengni og aldrei brást hláturinn þegar Dísa var annars vegar. Við sóttum leikfimitíma með Dísu og bekkjarsystrum hennar á vetrin- um sem leið. Á meðan við keppt- umst við að standa á haus og hönd- um og hlaupa úti í rigningu og snjó, stundum gegn vilja okkar, var Dísa alltaf til í að gera meira og vildi þá helst að allir og jafnvel kennarinn tækju þátt í uppátækjunum. Dísa lét engan fram hjá sér fara án þess að yrða á hann og vildi helst koma öllum til að hlæja líka og kom það á daginn að nafn Dísu var nánast það eina í bekknum sem kennararnir mundu eftir í lok skóla- ársins og voru það einnig fáir sem ekki þekktu Dísu og hláturinn henn- ar þegar hann var í nánd. Hún var alltaf til í að prófa eitthvað nýtt ef hún hafði ánægju af því eða gat skemmt öðrum og tókst henni það svo sannarlega vel. Það var vissulega gaman að kynn- ast Dísu og eyða með henni leikfimi- tímum okkar og öðrum stundum á líðandi skólaári. Svona jákvæð og skemmtileg manneskja eins og Dísa var mun svo sannarlega skilja eftir sig stórt skarð rétt eins og allir aðr- ir ástvinir og félagar, sem við miss- um á lífsvegi okkar, gera. Og nú þegar vegi Dísu hefur verið lokað viljum við samhryggjast fjölskyldu hennar og vinum, sem eftir sitja í sorg sinni, í von um að þau finni styrk í því sem eftir er. „Þá fyrst skiljum vér dauðann er hann legg- ur hönd sína á einhvem sem vér unnum." (Madame de Staél) Guð blessi minninguna um Dísu vinkonu okkar. Huggun Þótt æfibrautin sé brött og hál og blóðrisa af þyrnúm sértu, þá mundu, að áttu samt eilífa sál, og öragg og þolinmóð vertu. Sú kemur stund, er kallast þú átt á kærleikans landið hið fríða; og englar þá hugga, sem áttu hér bágt, og öllum veitt samúð og blíða. (Eva Hjálmarsdóttir, úr „Hvítum vængjum": Akureyri 1946) Stelpurnar í 3.D, Verslunarskóla íslands 1991-1992. Okkur vinkonunum var illa brugð- ið þegar við fréttum um lát Dísu vinkonu okkar. Við minnumst Dísu sem hlátur- mildrar stúlku sem kom okkur alltaf til að hlæja með góða skapinu sínu og þá sérstaklega með sínum sér- stæða hlátri sem var engum líkur. Okkur finnst erfítt að þurfa að horfast í augu við það að fá ekki að sjá hana aftur og njóta feiri gleði- stunda með henni. Það er ekkert sem réttlætir það að svona lífsglöð stúlka þurfi að yfirgefa þennan heim svona snemma, hún sem átti eftir að upp- lifa svo margt og okkur finnst erfitt að hugsa um framtíðina án hennar. Við komum til með að sakna Dísu en geymum minningu hennar ávallt í hjörtum okkar. Elsku Guðbjörg, Stefán og Massi, við vottum ykkur okkar innilegustu samúð í missi ykkar. Megi Guð styrkja ykkur og megi minningin um Dísu vera ljós í lífi ykkar. Valný, Mæja og Steinunn. Garðaúrgangur er ekki sorp Úrgangurinn úr garðinum er í raun mikilvæg verðmæti sem tilheyra hringrás náttúrunnar. Fleygjum honum því ekki í sorptunnuna heldur látum náttúruna um að endurvinna hann. Þeir sem ekki hafa aðstöðu til að koma á fót endurvinnslu í garðinum hjá sér geta snúið sér til SORPU sem safnar garðaúrgangi í moldar- banka. Á gámastöðvum SORPU getur þú lagt inn í moldarbankann en mundu að henda umbúð- unum ekki heldur nýta þær aftur! Gámastöðin þín er í næsta nágrenni: • Mosfellsbær: Viö hesthúsabyggöina í Mosfellsbæ. • Noröausturhverfi Reykjavíkur, Austurbær, Fossvogur og Árbær: Við Sævarhöfða. • Hafnarfjörður, Garðabær og Bessastaöahreppur: Miöhrauni 20, Garöabæ. • Seltjarnarnes og Vesturbær: Við Ánanaust. • Kópavogur: Við Dalveg. • Breiöholt: Við Jafnasel. • Grafarvogur: Við Gylfaflöt. Stöðvarnar eru opnar alla daga frá 10:00 - 22:00 Tekiö er á móti förmum allt aö tveimur rúmmetrum. S^RFA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.