Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 27

Morgunblaðið - 10.06.1992, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1992 27 Listahátíð: Biermösl Blosn. Gerhard Polt. Gerhard Polt o g Biermösl Blosn í Islensku óperunni ÞÝSKI kabarettsöngvarinn Gerhard Polt og hljómsveitin Bi- ermösl Blosn koma fram á Listahátíð í íslensku óperunni í kvöld. í frétt frá Listahátíð segir að Polt sé einn þekktasti kabarettisti á þýska vísu um þessar mundir og beiti hann kabarettforminu til þess að koma á framfæri skoðunum sínum á ýmsu er miður fer í þýsku þjóðfélagi og margt af því eigi erindi út fyrir landsteinana. Polt er fæddur í Munchen 1942 og stundaði nám í stjórnmálafræði við háskólann þar í borg og síðar nám í skandinavískum fræðum við Stokkhólmsháskóla. Hann hóf fer- il sinn sem vísna- og kabarett- söngvari um miðjan áttunda ára- tuginn og hefur síðan starfað í leikhúsum, útvarpi og sjónvarpi í Þýskalandi þar sem þáttaröð hans, Fast sie im richtigen Leben, sló í gegn og Polt hlaut Crimme-verð- iaunin fyrir. Biermösl Blosn hljómsveitina skipa þrír bræður frá Munchen, Hans Michel og Christoph Well og leika þeir á alls kyns þjóðleg og gömul hljóðfæri. Samstarf þeirra og Polts hófst 1980 en þá höfðu þeir þegar vakið mikla at- hygli fyrir nýstárlega meðferð á þjóðlegri tónlist. Þeir hafa hlotið margvísleg verðlaun fyrir list sína, þar á meðal Ludwig Thoma-verð- launin, Ernst Hofrichter-verðlaun- in og menningarverðlaun þýsku blaðamannasamtakanna. Verð á félagsleg- um íbúðumlækkar HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN hefur nú samþykkt að lækka þá kostnaðar- viðmiðun sem notuð hefur verið við lánveitingar til bygginga og/eða kaupa á félagslegum íbúðum um 5% frá því sem verið hefur. Að sögn Sigurðar E. Guðmundssonar framkvæmdasljóra Húsnæðisstofnunar hefur stofnunin stýrt upphæð útlánanna með því að notast við fyrir- fram ákveðnar kostnaðarviðmiðanir sem framkvæmdaraðilar verða að laga sig að. „Byggingarkostnaðurinn hefur nú í mörgum tilfellum lækk- að um 2,5% niður fyrir þá kostnaðarviðmiðun sem hefur gilt sl. 2-3 ár. Til að fylgja þeirri þróun eftir ákvað stjórnin að lækka viðmiðunina enn frekar. Þetta felur í sér að fólk fær íbúðirnar á Iægra verði en verið hefur og lánveitingar stofnunarinnar lækka út af hverri íbúð,“ segir Sigurður. í frétt frá stjórninni kemur fram að þess er vænst að það verði til þess að byggingarkostnaður íbúð- anna lækki, lánveiting stofnunarinn- ar til hverrar og einnar verði lægri en ella og þar með lánskostnaður hlutaðeigandi fjölskyldna meðan lán- in standa. Jafnframt segir að lækkun þessi knýi á um það að félagslegir framkvæmdaraðilar, hönnuðir og verktakar leggi sig enn meira fram en áður til að tryggja það að verð íbúðanna fari ekki yfir hina nýju kostnaðarviðmiðun. Húsnæðismálastjórn hefur sam- þykkt að veita framkvæmdalán á þessu ári til byggingar og/eða kaupa á samtals 533 félagslegum íbúðum í landinu. Það eru 12% færri íbúðir en í fyrra þegar þær voru alls 597. Gildar umsóknir um lán fyrir þetta ár voru alls 2.044 en í fyrra voru þær alls 1.716 og er því um 19% aukningu gildra umsókna að ræða á milli ára. Fyrirheit um framkvæmdalán voru að þessu sinni veitt 60 félags- legum framkvæmdaraðilum og skipt- ast þau í fjóra íbúðaflokka. Fyrirheit til félagslegra eignaríbúða voru 175, til félagslegra leiguíbúða 145, til fé- lagslegra kaupleiguíbúða 114 og til almennra kaupleiguíbúða voru þau 99 talsins, samtals 533 íbúðir. Utlendingaeftirlitið um dvalarleyfi: Fleiri íbúar fyrrum Júgóslavíu sækja um -segir Jóhann Jóhannsson NOKKUR aukning hefur orðið á straumi útlendinga frá fyrrum sambandsríkinu Júgóslavíu hingað til lands á undanförnum mánuðum að sögn Jóhanns Jóhannssonar hjá útlendingaeftirlit- inu. Hann segir að vinnumarkaðssjónarmið ráði hvað mestu um hvort fólk fái atvinnu- og dvalarleyfi hér á landi. Jóhann sagði að um síðustu áramót hefðu 133 útlendingar með borgararétt í fyrrum sam- bandsrikinu Júgóslavíu búið hér á landi og væru þá ótaldir þeir sem þegar hefðu fengið íslenskan ríkisborgarárétt og horfnir væru af skrám yfir útlendinga. Hann sagði að 34 hefðu fengið dvalar- leyfi á íslandi á síðasta ári og nokkrir tugir það sem af væri þessu ári. Aðspurður sagðist Jóhann lítið hafa orðið var við að íbúar í fyrr- um Júgóslavíu flýðu undan ástandinu þar hingað til lands. Meira hefði orðið vart við slíkt í Mið-Evrópu. Frumsýning á Turandot í Feneyjum: Sýningin stöðvaðist vegna fagnaðarláta - segir Kristján Jóhannsson KRISTJÁN Jóhannsson óperu- söngvari söng sl. föstudag við frumsýningri Turandot í Fen- eyjum. Að sögn Kristjáns gekk frumsýningin n\jög vel. „Eftir að ég flutti hina frægu aríu Nessun dorma stöðvaðist frum- sýningin vegna mikilla fagnað- arláta sem ætlaði aldrei að linna. Þetta var stórsigur i Feneyjum," sagði Kristján í viðtali við Morg- unblaðið. Að sögn Kristjáns fjölluðu út- varps- og sjónvarpsstöðvar á Italíu mjög vel um frumsýninguna á Tur- andot. Önnur af frægustu Turand- ot-söngkonum heims, Ghena Dim- itrova, tók þátt í sýningunni og stjórnandinn var Ungveijinn Pesko Zoltan. „Þetta er ný sýning frá leikhúsinu í Munchen og er hún eftir einn af þekktustu óperuleik- stjórum heims, Jean Pierre Ponn- elle.“ Kristján er heiðursfélagi í Krabbameinsfélaginu og einnig er hann heiðursfélagi í krabbameins- félagi á Ítalíu. „Árlega hef ég ver- ið með styrktartónleika vegna krabbameins og nú síðast á mánu- daginn í sl. viku. Miðamir seldust upp á örskömmum tíma og alls söfnuðust um þijár og hálf milljón króna eftir að kostnaður var greiddur upp. Eg vildi einnig gjarn- Kristján Jóhannsson an gera þetta á íslandi en það er mun einfaldara hér á Ítalíu þar sem ekki er eins langt að fara og jafn tímafrekt." Þann 17. júní nk. fer Kristján til Madrid þar sem hann mun syngja í II Trovatore, en eftir það fer hann aftur til Ítalíu þar sem hann tekur þátt í sýningum á Aidu. „Nú er ég einnig með mikinn undir- búning fyrir Vínaróperuna og Metrópólitan á næsta leikári en ég er bókaður til ársins 1996,“ segir Kristján. Sendum í póstkröfu, símar 813555 og 813655. Opið laugardag frá kl. 10-14 »hummél^ SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40 • símar 813555 og 813655. Teg. 1654. Mjúkur leðurskór m/dempara i hæl. Stærðir: 36-41. Verð kr. 5.950,- Teg. 1391. King fótboltaskór - þeir bestu i dag. Stærðir: 37-45 Verð kr. 8.490,- Teg. 4349. Leðurskór Stærðir: 40-47. Verð kr. 6.950,' Teg. 6310. Sterkir leðurskór Stærðir: 36-45. Verð kr. 4.980, Teg. 6330. Sterkir leðurskór Stærðir: 36-47. Verð kr. 5.290,- Teg. 1659. IV|júkur leðurskór m/dempara i hæl. Stærðir: 41 -46. Verð kr. 8.2»0,- Teg. 4333. Leðurskór Stærðir: 37-42. Verð kr. 5.780,' - GÆÐASKÓR Á GÆÐAVERÐI PlimÍuSKÓR Teg. 5519. Gerfigrasskór Stærðir: 28-39. Verð kr. 3.165,- Teg. 5309. Fótboltaskór Stærðir: 28-39. Verð kr. 2.980,'

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.