Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Innlegg í umræðuna um íslenska fornleifafræði. 3. hluti. Hagsmunir þjóðarinn- ar og réttur til menn- ingararfleifðar hennar? eftir Bjarna Einars- son og Vilhjálm Orn Vilhjálmsson „Með hliðsjón af hagsmunum þjóðarinnar og rétti til menningar- arfleifðar sinnar telur fomleifa- nefnd að fornleifarannsóknir með uppgreftri verði hér eftir aðeins gerðar á vegum Þjóðminjasafns Islánds eða vísindastofnana, sem fomleifanefnd telur hafa fulla burði til að gæta ýtrastu fræði- legra krafna." Á þennan hátt hljómar síðasta samþykkta tillaga fomleifanefndar íslendinga. Með þessari reglu er nú búið að ganga svo frá hnútum, að fáar eða engar áhugaverðar fomleifarannsóknir fari fram á landinu í framtíðinni. Síðan nefnd- in kom fyrst saman árið 1990, hefur starfsemin einkennst af tog- streitu og valdatafli, þar sem tíma nefndarmanna og starfandi forn- leifafræðinga landsins, hefur verið eytt með umræðum um hvort út- lendingar mættu grafa á íslandi og hvort sumir nefndarmanna væra hæfir til að sitja í nefndinni eða ekki. Togstreitan var svo leidd upp á borð langþreyttra embættis- manna í ráðuneytum landsins, þar sem hin óstarfhæfa nefnd varð að láta skera úr um sum mál. Á fundi þann 28. apríl síðastliðinn tókst meðlimum nefndarinnar hins vegar endanlega að komast að einu af sínum fáu meirihlutasamkomulög- um. Samkomulag þetta kemur í veg fyrir að fólk, sem ekki er ráð- ið við stofnun geti stundað fom- leifarannsóknir á íslandi. Tjórir nefndarmanna greiddu atkvæði með tillögunni en einn var á móti. Þann 7. nóvember og 18. desem- ber 1990 skrifuðum við tvær grein- ar í Morgunblaðið þar sem við fjöll- uðum um ný þjóðminjalög, störf fornleifanefndar og um fornleifa- deild Þjóðminjasafns íslands. Þar lýstum við m.a. skoðun okkar á ýmsum þáttum í skilmálum til fomleifarannsókna. Við sýndum fram á, að það hafi ekki verip forn- leifadeild Þjóðminjasafns íslands sem hafði stundað markverðustu fomleifarannsóknir á íslandi á síð- ari áram og að skýrslur yfir rann- sóknir Þjóðminjasafns hefðu vant- að. Þetta var gert af brýnni nauð- syn, þar sem fomleifadeild safnsins hafði í mörg ár haldið fram þeirri staðleysu við fjárveitingarvaldið í landinu að rannsóknir einstaklinga væra dýrari en rannsóknir Þjóð- minjasafns íslands og að þaðan væri ekki skilað skýrslum. Við sýndum fram á að hér var fom- leifadeildin einungis að lýsa sínum eigin vinnubrögðum. Við báðum fornleifanefndarmenn m.a. að end- urskoða nýja skilmála til fomleifa- rannsókna og skoðun sumra þeirra á rannsóknum útlendinga, sem nokkrir nefndarmanna vildu gera landræka, þótt þeir hefðu unnið góð og jafnvel ómetanleg störf. í blaðagreinum okkar báðum við nefndarmenn einnig um að endur- skoða reglur og skilmála, þar sem fram kom greinilegur þjóðarremb- ingur og menningaröfgastefna. M.a. reglu þeirri, sem segir að „ hægt sé að afturkalla leyfi til rann- sóknar ef að mati fornleifanefndar er gerður svo mikilvægur fomleifa- fundur að eðlilegt megi teljast, með hliðsjón af hagsmunum þjóð- arinnar og rétti til menningar- arfleifðar sinnar, að frekari rann- sóknir fari fram á vegum opin- Bjarni Einarsson berra aðila.“ Ekkert tillit hefur verið tekið til óska okkar og ekki vitum við til þess að þær hafi ver- ið ræddar að neinu gagni, enda hefur nefndin verið meira eða minna óstarfhæf. Nú er hagsmunum þjóðarinnar enn á ný borið við þegar á að ein- skorða rannsóknir við stofnanir eða stofnun, sem ekki einu sinni hefur fastráðinn mannafla. Á Þjóð- minjasafni er enn aðeins einn fast- ráðinn einstaklingur, sern sér um fomleifarannsóknir og á Árbæjar- safni er ástandið engu betra. Nefndin hlýtur að hafa gert. sér grein fyrir þessu. Undarlegt má því þykja, að nefndin komi með slíka tillögu. Fomleifadeild Þjóð- minjasafnsins hefur í tvö ár í fom- leifanefnd barist fyrir því að fá leyfi til að grafa á Bessastöðum. Ef deildin á eftir að eiga í slíkum vandræðum í framtíðinni með aðr- ar rannsóknir sýnist okkur að hæfir fornleifafræðingar geti farið að leita sér að öðram störfum, því ekki hefur þeim boðist mikil vinna við umsjón fornleifarannsókna við- urkenndra stofnana á íslandi hing- að til. Á meðan Vísindaráð íslendinga gerir ungu og efnilegu fræðifólki og einstökum vísindamönnum kleyft að stunda rannsóknir, þótt það sé ekki fastráðið við stofnun, þykir okkur það fjári skondið að fomleifanefnd með heimild „í rétti þjóðarinnar til menningararfleifðar sinnar“, ætli að koma í veg fyrir að fomleifafræðingar stundi rann- sóknir. Reglan gerir einnig efnileg- um fornfræðinemum með áhuga- verð verkefni ókleyft að stunda rannsóknir í tengslum við nám sitt. Aðeins ef fornleifanefnd og Þjóð- minjasafnið geta fullvissað það fólk sem hefur stundað árangurs- ríkar fornleifarannsóknir að það fái fasta vinnu við rannsóknir og safnastörf, teljum við að þessi nýja regla sé alvarleg móðgun við ís- lenska fomleifafræðinga, sem hafa unnið að rannsóknum, m.a. fyrir vísindaráðsstyrki. Við sjáum heldur ekki hvemig nefndarmönnum er fært að dæma um hvaða vísindastofnun hefur TIMKEN KEILULEGUR FAG KÚLU- OG RÚLLULEGUR iho LEGUHÚS Eigum á lager allar gerðir af legum í bi'la, vinnuvélar, framleiðsluvélar og iðnaðartæki. Allt evrópsk og bandarísk gæðavara. Útvegum allar fáanlegar legur með hraði. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta (FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SIMI 814670 Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson „Stefna ber að því að Þjóðminjasafnið verði öflugri fræði- og rann- sóknarstofnun en hún er í dag.“ fulla burði til að gæta ýtrustu krafna er ákveða á hver á að grafa á íslandi. Enginn nefndarmanna hefur meiri menntun en sænskt fíl. kand. próf (2. ára nám) í forn- leifafræði. Enginn hefur hlotið meistaragráðu, Ph. D. eða Fil.Dr. gráður í greininni, og enginn nefndarmanna hefur stundað rannsóknarstörf í greininni við er- lenda háskóla að námi loknu. Hér skal varast menntunarhroka. En ástandinu er hægt að líkja við það að nýútskrifaðir kandídatar í lækn- isfræði ákvörðuðu rannsóknar- stefnu í íslenskri læknisfræði. Ef svo illa væri komið fyrir læknum og fólki í öðram vísindagreinum, þótt við þekkjum engin dæmi um slíkt, þyrfti það og þarf yart, að hafa áhyggjur af einhverri nefnd, sem ávallt tekur hliðsjón af hags- munum þjóðarinnar og rétti hennar til menningararfleifðar sinnar. íslensk menningararfleifð og rannsókiiarstefna í fornleifafræði Orðalagið „hagsmunir þjóðar- innar og réttur hennar til menning- ararfleifðarinnar" líkist setningu, sem hefði átt rétt á sér fýrir 1. desember 1918 eða í mesta lagi fyrir 1944. Slík setning væri skilj- anlegri í löndum við Eystrasalt og annars staðar í Austur—Evrópu nú á dögum. í frjálsu lýðræðislegu ríki ætti hins vegar ekki að þurfa að setja reglur með slíku orðalagi. Okkur sýnist heldur ekki að for- svarsmenn landsins hafi ávallt hugsað fyrst og fremst um hags- muni þjóðarinnar þegar fornleifar okkar hafa verið til umræðu. í raun réttri er það fornleifanefnd, sem ekki hefur tekið nægjanlegt tillit til menningararfleifðar þjóð- arinnar, þar sem hún hefur verið nærri óstarfhæf frá byrjun og hef- ur einnig hindrað rannsóknir sem varpað gætu ljósi á menningu þjóð- arinnar. Hinar heilögu íslendingasögur Enn virðist ríkja sú meinloka, að handritin í Stofnun Áma Magn- ússonar séu merkilegasta menn- ingararfleifð okkar. Það er einmitt undir slíkum hugsunarhætti sem íslensk fomleifafræði hefur barist fyrir lífi sínu. Fyrr á tímum töldu Pitney Bowes Frimerkjavélar og stimpilvélar Vélar til póstpökkunar o. fl. OTTO B. ARNAR HF. Skipholti 33 • 105 Reykjavík Slmar 624631 / 624699
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.