Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 44

Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 44
44 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 ÞJÓÐMÁL STEFÁN FRIÐBJARNARSON HLUTAFÉLÖG UM HAFNIR Akraneshöfn. í athugasemdum með frumvarpinu er sett fram hugmynd um hafnasamlag Akra- ness, Grundartanga og Borgarness. Hafnasamlög um rekstur hafna? „Eigendur hafna samkvæmt lögum þessum eru sveitarfélög eða hlutafélög. Hafnir geta verið hluthafar í fyrirtækjum sem tengjast starfsemi þeirra. Ráð- herra skal ákveða með reglugerð að höfðu samráði við eigendur viðkomandi hafna að mynduð verði hafnasamlög um rekstur þeirra þar sem landfræðileg skil- yrði eru fyrir hendi. Innan hvers hafnasamlags skal rekinn einn hafnarsjóður. Með reglugerð um hvert hafnasamlag skal fylgja áætlun um hafnarframkvæmdir innan þess, sem verður hluti af hafnaáætlun ..." Svo segir í 8. grein frumvarps til hafnalaga, sem lagt var fram á Alþingi í vor. I - Nýjungar í frumvarpinu í frumvarpi til hafnalaga, sem lagt hefur verið fram til kynning- ar, eru fjórar höfuðbreytingar frá gildandi lögum: * 1) Frumvarpið gerir ráð fyrir að hlutafélög geti verið eigendur hafna, auk sveitarfélaga. Þetta er athyglisverð nýjung. Jafnframt er heimilað að hafnir geti orðið hluthafar í fyrirtækjum sem tengjast starfsemi þeirra. Það er ekki síður eftirtektarvert. Sam- kvæmt þessari grein gætu hafnir til dæmis orðið hluthafar í fisk- mörkuðum. * 2) Samkvæmt frumvarpinu má myndahafnasamlög um rekst- ur tveggja eða fleiri hafna, þar sem landfræðileg skilyrði eru fyr- ir hendi. í fylgiskjali er sett fram hugmynd um hafnasamlag Grindavíkur, Hafna, Sandgerðis, Garðs, Keflavíkur, Njarðvíkur, Voga og Keilisness, svo dæmi sé nefnt. Þá er sett fram hugmynd að hafnasamlagi Þingeyrar, Flat- eyrar, Suðureyrar, Bolungarvík- ur, Ísaíjarðar og Súðavíkur, þegar gerð jarðganga á Vestfjörðum er lokið. Fleiri hugmyndir af svipuð- um toga eru í athugasemdum með frumvarpinu. * 3) Hafnargarðar (öldubijót- ar), dýpkanir hafna, innsiglingar, siglingamerki og sérbúnaður fyrir ekjuskip og feijur færist úr 75% kostnaðarþátttöku ríkissjóðs í 90% ríkisframlag. Ríkissjóður greiðir allt að 100% kostnaðar við frumrannsóknir, samkvæmt nán- ari ákvæðum í reglugerð. Allar aðrar styrkhæfar framkvæmdir (s.s. bryggjur, viðlegukantar, upp- fyllingar, umferðaræðar á hafnar- svæði, upptökumannvirki fyrir skip, niðurrif hafnarmannvirkja o.fl.) hljóta 60% ríkisstyrk. 40% styrkflokkur er felldur niður. * 4) 25% álag á vörugjald skal renna í Hafnarbótasjóð. Alagið skal renna til lán- og styrkveitinga úr sjóðnum en ekki sem framlag ríkisins til almennra hafnarfram- kvæmda. II - Hafnaráð og hafnamálastofnun Samgönguráðherra skipar hafnaráð sér til ráðuneytis um hafnamál. í því skulu eiga sæti fimm fulltrúar: Tveir tilnefndir af Hafnasambandi sveitarfélaga til fjögurra ára í senn, þrír skipaðir af ráðherra (og skal einn þeirra vera starfsmaður samgönguráðu- neytis og jafnframt formaður ráðsins) til fjögurra ára í senn. Tvo fulltrúa samgönguráðherra skal skipa að nýju við ráðherra- skipti. Hafnamálastofnun ríkisins fer, samkvæmt frumvarpinu, með framkvæmd hafnamála á þann hátt sem lög kveða á um hveiju sinni. Hafnaráð skal fjalla um skipulags-, rekstrar-, starfs- manna- og fjárfestingarmál Hafn- amálastofnunar ríkisins og fylgj- ast almennt með starfsemi henn- ar. Það skal fjalla um fram- kvæmdaáætlanir til skemmri og lengri tíma, svo og fjármál hafn- anna, þ á m. gjaldskrárbreyting- ar. Hafnamálastjóri skal skipaður af ráðherra til fimm ára í senn, að fenginni umsögn hafnaráðs. Hann veitir Hafnamálastofnun forstöðu, jafnframt því sem hann gegnir starfí vitamálastjóra. Hann ræður starfsfólk stofnunarinnar. Frumvarpið er í sex köflum og 42 greinum og spannar yfirstjórn hafnamála, stjóm hafna og rekst- ur, framkvæmdir í höfnum og fjármögnun þeirra, framkvæmda- áætlanir, hafnabótasjóð og ýmis ákvæði. í kaflanum um stjóm hafna og rekstur eru tilgreind gjöld til hafna (skipagjöld miðuð við stærð skipa og dvalartíma, hafnsögu- gjöld, vigtargjöld, gjöld af feijum, vörugjöld, þjónustugjöld o.fl.). Tekjum og eignum hafnarsjóðs má einungis veija í þágu viðkom- andi hafnar. Hafnarsjóðir skulu undanþegnir hvers konar sköttum til sveitarsjóða. Samgönguráðuneytið setur að fengnum tillögum eigenda hafna sérstaka reglugerð fyrir hveija höfn (um stærð og takmörkun hafnarsvæðis, starfs- og valdssvið hafnarstjórnar, starfsemi og um- ferð á hafnarsvæði, öryggi við flutninga, varnir gegn mengun, hafnsögu og viðurlög við brotum). Frumvarpið var lagt fram á síðasta þingi, sem fyrr segir, en fékk ekki fullnaðarafgreiðslu. f Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN SVEINSDÓTTIR, andaöist mánudaginn 8. júnf. Sveinn Eyþórsson, Hafdis Eggertsdóttir, Birgir Eyþórsson, Birna Stefánsdóttir, Gunnar Eyþórsson, barnabörn og barnabarnabarn. f Elskuieg eiginkona mín, móðir,- dóttir og tengdadóttir, VIKTORÍA ALFREÐSDÓTTIR ÁSMUNDSSON, Ijósmóðir og hjúkrunarfræðingur, Ljósalandi 10, andaðist á heimili sínu mánudaginn 8. júní. Axel K. Bryde og börn, Aðalheiður Ása Georgsdóttir, Karen Bryde. f Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, GUNNVÖR BRAGA SIGURÐARDÓTTIR, Vogatungu 61, sem lést mánudaginn 1. júní, verður jarðsungín frá Kópavogs- kirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 10.30. Björn Einarsson, börn, tengdabörn og barnabörn. f Útför MAGNÚSAR EINARSSONAR útibússtjóra Landsbankans, Egilsstöðum, fer fram frá Egilsstaðakirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 14.00. Guðlaug Guttormsdóttir, Maria Éir Magnúsdóttir, Ellert Sigurður Magnússon, Guðrfður Arney Magnúsdóttir, Droplaug Nanna Magnúsdóttir, Ragnar Örn Egilsson, Guðrföur Ólafsdóttir. Svandís Ingólfs- dóttir — Minning Hún rifjaði stundum upp þegar hún sá frétt um að stofnun Félags einstæðra foreldra stæði fyrir dyr- um. „Þá hugsaði ég, þangað skai ég fara. Þó að fyrr hefði verið.“ Sjálf hafði hún baslað ein með ung börn og vissi að liðs var þörf. Hún var alla tíð góður og ötull félagi einkum við fjáröflunarvinnu sem mörgum þykir hvimleið og forðast. Þegar Félag einstæðra foreldra lét pijóna trefla í litum íþróttafélaga og selja á knattspymuleikjum varð hún dyggasta sölukonan og sú að- sópsmesta. Um hverja helgi í tvö eða þijú sumur fór hún á Akranes að selja enda voru Skagamenn hennar menn. Hún seldi merki, slaufur, jólakort og hún var ókrýnd Flóadrottning okkar í mörg ár og lét sig varla nokkurn tíma vanta við flóamarkaðsvinnu. Hún átti sína slá og var í essinu sínu þegar mest var að gera. Einhvem tíma höfðum t Ástkær eiginkona mín og móðir, MARGRÉT ÁSDÍS ÓSKARSDÓTTIR, lést í Borgarspítalanum að morgni 9. júní. Gunnsteinn Sigurðsson, Sigriður Gunnsteinsdóttir. t EÍnginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, BALDUR TEITSSON deildarstjóri hjá Pósti og si'ma, Hófgerði 18, Kópavogi, sem lést á heimili sínu að kvöldi föstu- dagsins 5. júní 1992, verður jarðsung- inn frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. júní kl. 15.00. Sigurveig Þórarinsdóttir, Þórarinn Baldursson, Marfa Loftsdóttir Sigurður Baldursson, Jóhanna Ingvarsdóttir, Gunnar Baldursso Guðrún Reynisdóttir o jrnabörn. við frétt að hún væri lasin og af stakri tillitssemi var ekki haft sam- band við hana til að vinna. En klukkutíma áður en opnað var geystist hún inn, bálill af því hún héít hún hefði gleymst. Smákrank- leiki skyldi ekki aftra henni frá því að vera á sínum stað. Vinnan var henni ekki kvöð, heldur hluti af hugsjón að vinna félaginu gagn og vera samvistum við góða félaga. Hún gat verið hvatvís í orðum og yfírlýsingum ef henni fannst menn ekki standa sig. Sjálf hafði hún unnið eins og púlshestur alla tíð og taldi ekki eftir sér vinnu. Innan FEF eignaðist hún vini og félaga sem tóku tryggð við hana og sakna hennar nú. Hún tók ást- fóstri við börn margra félaganna sem komu með foreldrum sínum að vinna fyrir FEF og fylgdist með þeim af ákefð og einlægni. Við vorum oft saman í trefla- bransanum, seldum merki og slauf- ur við kjörstaði og alltaf seldi hún meira en ég. Saman vorum við ár eftir ár á flóamörkuðum. Við töluð- um margt en samt hugsa ég um það nú þegar leiðir hafa skilist um sinn að kannski vissi ég minna um hana en ég hélt. Hún gaf mér að vísu hiutdeild í hlýju hjarta. En hún átti sín leyndarmál sem hún sagði engum. Hún bar djúpa umhyggju fyrir sínu fólki og óskaði einskis frekar en þvi famaðist vel í lífinu. Það var Félagi einstæðra foreldra ávinning- ur að hún gekk til liðs við það, og sjálfri mér gleði að kynnast henni. Ég sendi öllum þeim sem þótti vænt um hana samúðarkveðjur. Jóhanna Kristjónsdóttir V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.