Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Ljósmyndastofan Mynd HJÓNABAND.16. maí sl. voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju Guðjón Steinar Sverrisson og Sig- ríður Jenný Halldórsdóttir. Prestur var sr. Einar Eyjólfsson. Heimili þeirra er á Hverfisgötu 16, Hafnar- firði. Ljósmyndastofan Mynd HJÓNABAND.16. maí sl. voru gefin voru saman í Víðistaðakirkju Jóhann Þráinsson og Matthildur Úlfarsdóttir. Prestur var sr. Sigurð- ur H. Guðmundsson. Heimili þeirra er á Strembugötu 16, Vestmanna- eyjum. iwo i-.im [ ,uri OTRULEGT VERÐ í TAKMARKAÐAN TÍMA QÆ900| ^^^kr.stgr! 7 • Stór flatur skjár • Nicam sterio • Black line myndlampi • Islenskt textavarp TAKMARKAÐ MAGN! Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ÁRNAÐ HEILLA Djass á Hressó í kvöld DJASS er á dagskrá klúbbs listahátíðar, Hressó í kvöld klukkan 21, er Sigurður Flosasaon, Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einars- son og Einar Scheving leika, Jóhann Hjálmarsson og Berglind Gunnarsdóttir lesa upp og Ólafur Eini fremur myndlistargjörn- ing. Þá segir í fréttatilkynningu: Kokkur Kyrjan Kvæsir. Á morgun, fimmtudag verður verða Vinir Dóra á laugardags- Risaeðlan á Hressó svo og Þríhorn- kvöldið, Pinetop Perkins og . •. t á föstudag Todmobile. Loks Chicagi Beau. Tríó Reykjavíkur á tónleikaferð í Danmörku TRÍÓ Reykjavíkur fór í tón- leikaferð til Danmerkur í lok febrúar og byrjun mars en tríóið skipa Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Þau höfðu áður farið í tónleikaferð til Danmerkur og Finnlands í nóvember á sl. ári, en að þeirri ferð lokinni fengu þau mörg tilboð um að halda tónleika. I Danmörku hélt tríóið tónleika m.a. í Friðriksborgarhöll í Hilleröd, tvisvar í hátiðasal Konunglega tónlistarháskól- ans í Kaupmannahöfn, í boði á heimili íslensku sendiherra- hjónanna, í Gjethuset í Frede- riksværk og á fleiri stöðum, eða sjö tónleika alls. Eftir tónleika tríósins í Frið- riksborgarhöll, sem Danska út- varpið tók upp og þegar hefur verið útvarpað, birtist gagnrýni í dönskum dagblöðum. Fyrirsögn dagblaðsins Politiken var á þessa leið: „Hver tónn var þrunginn anda“, og undirfýrirsögn: „ís- lendingar í glóandi samleik". Um verk Schuberts, Sjostakovítsj og Þorkels Sigurbjörnssonar segir í sjálfri gagnrýninni m.a.: „Tónleikarnir voru mikil upp- lifun fyrir stóran hóp áheyrenda, sem sátu í hinum fagra „fyrir- lestrarsal" Friðriksborgarhallar. Hið funheita samspil fiðluleikar- ans, Guðnýjar Guðmundsdóttur, og sellóleikarans, Gunnars Kvar- ans, hljómaði af festu og ákafa, sem myndaði skarpar andstæður í hinni lýrísku paradís Schuberts, Es-dúr tríóinu op. 100. Þessir tveir strengjaleikarar léku með mjög þéttri tónmyndun, svo tón- amir titruðu af fullri og ljómandi tjáningu. Margar tónhendingar Schuberts hljómuðu af næmum Tríó Reykjavíkur; Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson. innileik og dramatískri tjáningu, sem minnti á Beethoven ...“ í tríói nr. 2 eftir Sjostakovítsj var steyttur hnefínn í hinni þrúg- andi svartsýni. í inngangsflautu- tónum verksins túlkaði sellóleik- arinn nístandi þjáningu, sem minnti á er bor tannlæknis snert- ir viðkvæma taug. Tríóinu tókst að túlka öll hin margvíslegu blæ- brigði verksins." Fyrirsögn Beriingske Tidene var: „íslenskt tríó með ákveðnar skoðanir". í sjálfri gagnrýninni segir m.a.: „Tríó Reykjavíkur sækir nú Danmörku heim. Sl. mánudag léku þau í Friðriks- borgarhöll, þar sem tækifæri gafst til að heyra verk eftir Sjos- takovítsj, Schubert og Þorkel Sigurbjörnsson, leikin á sér- stakan íslenskan máta. Sterkir persónuleikar hafa vaxið upp á hinni norðlægu hrauneyju og það setur sinn svip á tónlist þeirra. í verki Þorkéls Sigurbjömssonar, „Þijú andlit í látbragðsleik", taka fíðlan, sellóið og píanóið þátt í baráttu sem á allan hátt sýnir ljóslega eðli hljóðfæranna, skyld- leika þeirra innbyrðis og and- stæður. I þessari tónlist er þijóska hærra metin en sveigjan- leiki og árekstrarnir eru manni að skapi. Þijóskan og krafturinn, sem einkenndi leik tríósins, setti einnig sinn svip á túlkun þess á Tríói Sjostakovítsj í e-moll og Tríói Schuberts í Es-dúr. í tríói Sjostakovítsj kom þetta fram sem fastmótaðir ritmar, kraftur þijóskunnar og dirfska, sem mér þótti hæfa þessu verki frábær- lega vel. Hið undirliggjandi stolt, sem ávallt er til staðar í tónlist Sjostakovítsj, kom upp á yfír- borðið í þessari tónlist sem þijóska og viljakraftur.“ Tríóið hefur þegar fengið fjöl- mörg tilboð um fleiri tónleika á næsta ári. (Fréttatilkynning) Norræni sumarháskólinn: * Aðalfundur Islands deildar Aðalfundur íslandsdeildar Norræna sumarskólans verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 11. júní kl. 17 Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á starfinu. Fyrir dyrum stendur hið árlega sum- armót skólans sem að þessu sinni er haldið í lok júlí í Sví- þjóð. Norræni sumarskólinn hefur starfað um áratugaskeið. Hann er ekki aðeins í gangi yfír sumarið og er því síður háskóli í venjuleg- um skilningi. Hann samanstendur af hópum sem starfa í hveiju landi um nokkurra ára skeið óháð hinum opinberu háskólum og í honum eru engin próf. Að þremur árum liðnum eru hópamir endurnýjaðir og aðrir stofnaðir í staðinn. Hópar frá öll- um Norðurlöndunum hittast síðan um eina helgi yfír veturinn í ein- hveiju landanna og á sumrin koma þeir allir saman um viku tíma á svokölluðu sumarmóti. Sumarmót- ið í ár verður haldið í S-Svíþjóð síðustu vikuna í júlí. Veittir eru styrkir til ferðanna svo að kostnað- ur þátttakenda er í lágmarki. A íslandi eru nokkrir hópar starfandi innan Norræna Sumar- háskólans. Þeir fjalla um Evrópu- mál, fiskveiðisamfélög, bókmennt- ir á grundvelli sálgreiningar og táknfræði, og femínísma. Að auki eru nokkrir hópar starfandi á hin- um Norðurlöndunum sem eftir er að stofna hér á landi. Norræni sumarháskólinn stendur einnig fyrir útgáfu fræðirita og hver hóp- ur hefur sitt fréttabréf. íslending- ar eru styrktir til að þýða greinar sínar í bækur og rit á vegum hans. í fréttatilkynningu frá íslands- deild Norræns sumarháskólans segir að hann sé kjörinn vettvang- ur fyrir þá sem vilji halda menntun sinni við að loknu háskólanámi en ekki síður fyrir lengra komna stúd- enta sem áhuga hafa á að fá ann- að sjónarhorn á fræði sín. Frekari upplýsingar veitir Eirík- ur Guðjónsson, formður íslands- deildar NSU, í síma 28800 (v) og 75983 (h). I'WTUH IM/.Zl IMlllí l.l IKIW l'óOu |)ér |iiz/Cii l'i.'i l’i//n llm l\iii' Irikiiiil í sjóiix :n'|)iiiii. \ ið scntlinil fríii lii'ini cðii |iii kcninr <)ir horðiir >: 1 ’ I&, &&& 41ut, % <x di FJOLSK YLDULKIKUR l’i/za llm gclur '2Ö0 lilla l'olliolla í (ilcfni lj\ro|)iikc|)|)iiimi;ir i knallspyriHi Kymilii |)cr l(ölskyl<liilillx«)ið og (aklu J>á11 i lclliini l'jolsk\ l<111!<■ iU i lciðiimi Þn gclur |)ii iinniO l’i/.za llm liolla. PfcCGí -Hut. Hótel Esju, sími 68 0 809 • Mjódd, sími 682208
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.