Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 38

Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Ljósmyndastofan Mynd HJÓNABAND.16. maí sl. voru gefin saman í Hafnarfjarðarkirkju Guðjón Steinar Sverrisson og Sig- ríður Jenný Halldórsdóttir. Prestur var sr. Einar Eyjólfsson. Heimili þeirra er á Hverfisgötu 16, Hafnar- firði. Ljósmyndastofan Mynd HJÓNABAND.16. maí sl. voru gefin voru saman í Víðistaðakirkju Jóhann Þráinsson og Matthildur Úlfarsdóttir. Prestur var sr. Sigurð- ur H. Guðmundsson. Heimili þeirra er á Strembugötu 16, Vestmanna- eyjum. iwo i-.im [ ,uri OTRULEGT VERÐ í TAKMARKAÐAN TÍMA QÆ900| ^^^kr.stgr! 7 • Stór flatur skjár • Nicam sterio • Black line myndlampi • Islenskt textavarp TAKMARKAÐ MAGN! Heimilistæki hf SÆTUNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 ÁRNAÐ HEILLA Djass á Hressó í kvöld DJASS er á dagskrá klúbbs listahátíðar, Hressó í kvöld klukkan 21, er Sigurður Flosasaon, Eyþór Gunnarsson, Tómas R. Einars- son og Einar Scheving leika, Jóhann Hjálmarsson og Berglind Gunnarsdóttir lesa upp og Ólafur Eini fremur myndlistargjörn- ing. Þá segir í fréttatilkynningu: Kokkur Kyrjan Kvæsir. Á morgun, fimmtudag verður verða Vinir Dóra á laugardags- Risaeðlan á Hressó svo og Þríhorn- kvöldið, Pinetop Perkins og . •. t á föstudag Todmobile. Loks Chicagi Beau. Tríó Reykjavíkur á tónleikaferð í Danmörku TRÍÓ Reykjavíkur fór í tón- leikaferð til Danmerkur í lok febrúar og byrjun mars en tríóið skipa Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Gunnar Kvaran sellóleikari og Halldór Haraldsson píanóleikari. Þau höfðu áður farið í tónleikaferð til Danmerkur og Finnlands í nóvember á sl. ári, en að þeirri ferð lokinni fengu þau mörg tilboð um að halda tónleika. I Danmörku hélt tríóið tónleika m.a. í Friðriksborgarhöll í Hilleröd, tvisvar í hátiðasal Konunglega tónlistarháskól- ans í Kaupmannahöfn, í boði á heimili íslensku sendiherra- hjónanna, í Gjethuset í Frede- riksværk og á fleiri stöðum, eða sjö tónleika alls. Eftir tónleika tríósins í Frið- riksborgarhöll, sem Danska út- varpið tók upp og þegar hefur verið útvarpað, birtist gagnrýni í dönskum dagblöðum. Fyrirsögn dagblaðsins Politiken var á þessa leið: „Hver tónn var þrunginn anda“, og undirfýrirsögn: „ís- lendingar í glóandi samleik". Um verk Schuberts, Sjostakovítsj og Þorkels Sigurbjörnssonar segir í sjálfri gagnrýninni m.a.: „Tónleikarnir voru mikil upp- lifun fyrir stóran hóp áheyrenda, sem sátu í hinum fagra „fyrir- lestrarsal" Friðriksborgarhallar. Hið funheita samspil fiðluleikar- ans, Guðnýjar Guðmundsdóttur, og sellóleikarans, Gunnars Kvar- ans, hljómaði af festu og ákafa, sem myndaði skarpar andstæður í hinni lýrísku paradís Schuberts, Es-dúr tríóinu op. 100. Þessir tveir strengjaleikarar léku með mjög þéttri tónmyndun, svo tón- amir titruðu af fullri og ljómandi tjáningu. Margar tónhendingar Schuberts hljómuðu af næmum Tríó Reykjavíkur; Gunnar Kvaran, Guðný Guðmundsdóttir og Halldór Haraldsson. innileik og dramatískri tjáningu, sem minnti á Beethoven ...“ í tríói nr. 2 eftir Sjostakovítsj var steyttur hnefínn í hinni þrúg- andi svartsýni. í inngangsflautu- tónum verksins túlkaði sellóleik- arinn nístandi þjáningu, sem minnti á er bor tannlæknis snert- ir viðkvæma taug. Tríóinu tókst að túlka öll hin margvíslegu blæ- brigði verksins." Fyrirsögn Beriingske Tidene var: „íslenskt tríó með ákveðnar skoðanir". í sjálfri gagnrýninni segir m.a.: „Tríó Reykjavíkur sækir nú Danmörku heim. Sl. mánudag léku þau í Friðriks- borgarhöll, þar sem tækifæri gafst til að heyra verk eftir Sjos- takovítsj, Schubert og Þorkel Sigurbjörnsson, leikin á sér- stakan íslenskan máta. Sterkir persónuleikar hafa vaxið upp á hinni norðlægu hrauneyju og það setur sinn svip á tónlist þeirra. í verki Þorkéls Sigurbjömssonar, „Þijú andlit í látbragðsleik", taka fíðlan, sellóið og píanóið þátt í baráttu sem á allan hátt sýnir ljóslega eðli hljóðfæranna, skyld- leika þeirra innbyrðis og and- stæður. I þessari tónlist er þijóska hærra metin en sveigjan- leiki og árekstrarnir eru manni að skapi. Þijóskan og krafturinn, sem einkenndi leik tríósins, setti einnig sinn svip á túlkun þess á Tríói Sjostakovítsj í e-moll og Tríói Schuberts í Es-dúr. í tríói Sjostakovítsj kom þetta fram sem fastmótaðir ritmar, kraftur þijóskunnar og dirfska, sem mér þótti hæfa þessu verki frábær- lega vel. Hið undirliggjandi stolt, sem ávallt er til staðar í tónlist Sjostakovítsj, kom upp á yfír- borðið í þessari tónlist sem þijóska og viljakraftur.“ Tríóið hefur þegar fengið fjöl- mörg tilboð um fleiri tónleika á næsta ári. (Fréttatilkynning) Norræni sumarháskólinn: * Aðalfundur Islands deildar Aðalfundur íslandsdeildar Norræna sumarskólans verður haldinn í Norræna húsinu fimmtudaginn 11. júní kl. 17 Fundurinn er opinn öllum sem áhuga hafa á starfinu. Fyrir dyrum stendur hið árlega sum- armót skólans sem að þessu sinni er haldið í lok júlí í Sví- þjóð. Norræni sumarskólinn hefur starfað um áratugaskeið. Hann er ekki aðeins í gangi yfír sumarið og er því síður háskóli í venjuleg- um skilningi. Hann samanstendur af hópum sem starfa í hveiju landi um nokkurra ára skeið óháð hinum opinberu háskólum og í honum eru engin próf. Að þremur árum liðnum eru hópamir endurnýjaðir og aðrir stofnaðir í staðinn. Hópar frá öll- um Norðurlöndunum hittast síðan um eina helgi yfír veturinn í ein- hveiju landanna og á sumrin koma þeir allir saman um viku tíma á svokölluðu sumarmóti. Sumarmót- ið í ár verður haldið í S-Svíþjóð síðustu vikuna í júlí. Veittir eru styrkir til ferðanna svo að kostnað- ur þátttakenda er í lágmarki. A íslandi eru nokkrir hópar starfandi innan Norræna Sumar- háskólans. Þeir fjalla um Evrópu- mál, fiskveiðisamfélög, bókmennt- ir á grundvelli sálgreiningar og táknfræði, og femínísma. Að auki eru nokkrir hópar starfandi á hin- um Norðurlöndunum sem eftir er að stofna hér á landi. Norræni sumarháskólinn stendur einnig fyrir útgáfu fræðirita og hver hóp- ur hefur sitt fréttabréf. íslending- ar eru styrktir til að þýða greinar sínar í bækur og rit á vegum hans. í fréttatilkynningu frá íslands- deild Norræns sumarháskólans segir að hann sé kjörinn vettvang- ur fyrir þá sem vilji halda menntun sinni við að loknu háskólanámi en ekki síður fyrir lengra komna stúd- enta sem áhuga hafa á að fá ann- að sjónarhorn á fræði sín. Frekari upplýsingar veitir Eirík- ur Guðjónsson, formður íslands- deildar NSU, í síma 28800 (v) og 75983 (h). I'WTUH IM/.Zl IMlllí l.l IKIW l'óOu |)ér |iiz/Cii l'i.'i l’i//n llm l\iii' Irikiiiil í sjóiix :n'|)iiiii. \ ið scntlinil fríii lii'ini cðii |iii kcninr <)ir horðiir >: 1 ’ I&, &&& 41ut, % <x di FJOLSK YLDULKIKUR l’i/za llm gclur '2Ö0 lilla l'olliolla í (ilcfni lj\ro|)iikc|)|)iiimi;ir i knallspyriHi Kymilii |)cr l(ölskyl<liilillx«)ið og (aklu J>á11 i lclliini l'jolsk\ l<111!<■ iU i lciðiimi Þn gclur |)ii iinniO l’i/.za llm liolla. PfcCGí -Hut. Hótel Esju, sími 68 0 809 • Mjódd, sími 682208

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.