Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 49
MQRGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR IO. JÚNÍ 1902 49 alltaf að reyna að hætta. Þótt allir í kringnm hann væru að reyna að hætta að reykja virtist það engin áhrif hafa á hann. Honum fannst það engu máli skipta. En einn góðan veðurdag fyrir um það bil 15 árum, eftir 30 ára reyk- ingar, ákvað hann að hætta að reykja. Og Doddi hætti að reykja án þess að hafa minnsta orð á því við nokkurn mann og reykti aldrei upp frá því. Þetta lýsir frænda mín- um vel. Hann var ekki maður há- stemmdra yfirlýsinga. Ekki dæmi um manninn, sem sveiflast milli fyrirætlana og engra athafna. Festa og skapstyrkur voru ráðandi í lund- erni hans. Orð hans voru betri en loforð margra annarra. Þau Dæja og Doddi bjuggu sam- an í Kópavogi í 41 ár, fyrst við Kársnesbraut, síðar að Víðigrund. Doddi var ákaflega ánægður með húsið á Víðigrund. Hann taldi árin þar bestu ár ævi sinnar. Enda hús- ið vinalegt og vistlegt og umhverfíð hlýlegt. Þar hafa þau Dæja átt mörg ánægjuleg ár. Bæði hafa þau ríku- lega notið samvista við barnabörn- in. Doddi hélt mikið upp á barna- börnin. Það var eins og raddblærinn breyttist og augun ljómuðu, þegar hann var að segja mér sögur af þeim. Mér er minnisstæð mynd, sem ég sá af Dodda uppi í sófa liggj- andi með fimm barnasyni klifrandi yfir sig. Reyndar lifði Doddi fyrir fjöl- skyldu sína, konu, börn, og barna- börn. Langur vinnudagur hans var til þess að tryggja þeim öryggi og vellíðan. Líf hans var ekki áberandi í fjöl- miðlum eða félagslífi. Þó hafa bæk- ur verið skrifaðar um ómerkari ör- lög en hans. Það er svo misjafnt hvaða gildi menn meta mest í lífinu. Þeir, sem mesta áherslu leggja á yfirborðs- gildin, grípa oft í tómt þegar yfír lýkur. Ég held að Þórður Guð- mundsson hafí valið góð gildi. Doddi átti það til að vera hjátrú- arfullur. Eins og sjómenn taka mið af fjöllum og tindum tók hann stundum mið af dögum. Anna, dótt- ir hans, sagði mér að hann hefði aldrei getað hugsað sér að kaupa nýjan bíl á mánudegi og fýrsta túr- inn á nýjum bíl gaf hann alltaf. Er það ekki undarlegt að þessi maður, sem þannig tók mið af dög- um, skyldi deyja á laugardegi? Síðustu mánuðina vissi Doddi vel, hvert stefndi. En hann ræddi það ekki við neinn, það mátti eng- inn vita. Að honum var aldrei neitt. Jafnvel á sjúkrahúsinu áttaði hjúkr- unarfólkið sig á því að þessi mikið veiki maður kvartaði aldrei. Að honum var ekkert. Báðir vissum við þó, að þetta gat ekki verið spurning um langan tíma. En styttra var eftir en ég áttaði mig á. 011 stöndum við ráðþrota frammi fyrir óræðum rökum tilverunnar. Spyijandi óvissan tekur huga minn. Gáta lífs og dauða verður mörgum torráðin. Sé hún rétt ráðin þannig, að líf sé eftir þetta líf, gleðst ég yfir að eiga eftir að hitta Dodda frænda minn aftur. Þar sem Snæfellsjökull gnæfir við himin og úthafsaldan lemur ströndina væri gaman að ræða við hann um liðna tíma. Við mundum ganga upp að jöklinum og horfa til hafs. En sé lífsgátan rétt ráðin á þann veg, að dauðinn sé dauði og síðan ekki meir, gleðst ég yfir að eiga í huga mér ófarið örstutt æviskeið minninguna um þennan frænda minn, óbilandi æðruleysi hans og festu. Slíkar minningar eru góð kjölfesta í öldurótinu. Dæju og börnum þeirra Dodda og barnabörnum færi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur. Guðmundur G. Þórarinsson. Þegar ég heyrði lát Þórðar mágs míns setti mig hljóða þó við því mætti búast hvenær sem var því hann var búinn að vera lengi veikur þó að hann bæri það ekki utan á sér. Hann var sérstaklega harður af sér og hafði ótrúlega mikið hug- rekki og sálarstyrk, fram á síðustu stund var hann að ráðleggja börn- um sínum hvað þau ættu að gera og Dæju konunni sinni með garð- inn. Hann var alltaf vakinn og sof- inn fyrir heill heimilisins enda mik- ill heimilisfaðir. Foreldrar Þórðar voru hjónin Ól- afía Katrín Sveinsdóttir og Guð- mundur Þórðarson, sjómaður, Hruna, Ólafsvík, Snæfellsnesi. Þau voru átta systkinin, elsta barnið dó aðeins fárra mánaða gamalt, dreng- ur, Hallgrímur, svo er Kristín Aðal- heiður sem nú er látin, María, Nanna, Guðrún Andrea og Guð- mundur. Þetta var stórt heimili og þurfti því mikils með enda voru foreldrar hans afburða duglegar manneskjur. Snemma fór Þórður að fara með föður sínum til sjós eins og altítt var á þeim tímum þar sem lifsbjörg fólks byggðist nær algjörlega á sjónum ásamt einhvetjum landbún- aði. Árið 1935 missti Þórður föður sinn, um 1938 flytur fjölskyldan suður til Reykjavíkur, þá fer hann til sjós á bát suður í Keflavík, en fljótlega fer hann að keyra leigubíl og átti það eftir að vera ævistarf hans, eða yfir 50 ár. Þórður giftist 1945 Dagmar Clausen frá Hellissandi og eiga þau þijú börn: Guðmundur lögfræðing- ur í Kópavogi, giftur Margréti Lindu Þórisdóttur. Þau eiga þijú börn, Guðmund, Ingva Þórð og Jón- as Þór; Þórður lögfræðingur í Kópa- vogi, giftur Lindu Leifsdóttur, eiga þau tvær dætur, Telmu, Dagmar og Sjöfn, sem Þórður átti áður; Anna María hjúkrunarfræðingur Húsavík, gift Ragnari Jóhanni Jóns- syni og eiga þau þijú börn, Þórð Rafn, Jón Rafn og Atla Þór. Þórður og Dæja byijuðu að búa í Reykjavík, síðan réðust þau í að byggja hús á Kársnesbraut í Kópa- vogi ásamt bróður Dæju, en síðustu 14 árin hafa þau búið á Víðigrund 25, Kópavogi. Þetta sýnir hvílíkur dugnaður var í þessum manni, komnum á sjötugsaldur, að fara að byggja heilt hús og vann að því mest sjálfur og þar að auki var heilsan farin að bresta. Mér er það minnisstætt þegar ég kom til þeirra í heimsókn þar sem hann var að múrhúða húsið að utan, hvað hann tók stóra færu og hvað hann fylgdi verkinu vel eftir. Þarna var maður sem kunni að vinna, það var öldu- fall breiðfírskra sjómanna í hreyf- ingum hans. Þeim fer fækkandi sem lifðu þessa miklu þjóðfélagsbyltingu og gömlu verkmenningu sem aðeins mun geymast í bókum og ritum. Þarna er aðeins stiklað á stóru yfir ævi manns sem geymir mikla sögu. Ég mun sakna hans og heimsókna hans á sunnudögúm, þegar þau Dæja komu í Hafnarfjörð. Honum þótti gaman að koma í Hafnarfjörð, fara niður að höfn, sjá skipin, keyra meðfram ströndinni. Hann fýlgdist vel með öllu athafnalífi og þjóðmál- um, eins var hann náttúruunnandi, hlúði vel að smáfuglunum í garðin- um sínum þegar kalt var á vetrum. Já, hann var verkamaður í víngarði drottins. Ég vil geyma minningu um góðan mann og bið Guð að styrkja og styðja Dæju og börnin og alla hans vini og vandamenn. Nú til hvíiu halla ég mér, höfgi á augu síga fer alskyggn drottinn augun þín yfír vaki hvílu mín. (Hensel - SB 1886 - Stg. Thors.) Matthildur Þ. Matthíasdóttir. Okkur langar í örfáum orðum að minnast afa okkar, Þórðar Guð- mundssonar, sem lést í Borgarspít- alanum að kvöldi laugardagsins 30. maí síðastliðins. í okkar huga var afi Þórður ein- stakur maður. Alltaf þegar við vor- um með honum, einn eða fleiri, fundum við, svo ekki varð um villst, að í hjarta hans áttum við okkar sess. Það leynir sér heldur ekki þegar hann hefur nú verið frá okk- ur tekinn að myndast hefur tóma- rúm í tilveru okkar. Tómarúm sem enginn nær að fýlla. Eftir sitja minningarnar sem enginn nær að taka frá okkur og þær munu lifa. í minningunni verður afí áfram okkar förunautur. Minningarnar munu þannig um ókomin ár vekja upp barnshjartað í okkur, sem von- andi verður jafnt stórt og barns- hjartað hans afa. Hjartað sem mætti okkur í hvert sinn sem við hittumst og rúmaði okkur alla. Alltaf þegar við komum í heim- sókn til afa Þórðar og ömmu Dæju var okkur tekið með opnum örmum. Þá skipti ekki máli hvort afí var bundinn yfír einhveijum verkum, en hann var alltaf eitthvað að bard- úsa, eða þreyttur eftir eril dagsins. Afi Þórður naut sín á ferðalögum, í hvíld frá amstri hversdagsleikans. Þá gaf hann okkur allan þann tíma sem hann hafði. Það voru sérstakar unaðsstundir sem færðu okkur gleði sem gleymist seint. Reyndar höld- um við að hann hafí stundum geng- ið lengra en bæði ömmu Dæju og foreldrum okkar fannst tilhlýðilegt. Hann átti nefnilega til að taka full- an þátt í ærslum okkar. Þá var hann einn af hópnum og það var ekki langt í strákinn hjá afa. Afi Þórður var búinn að bera sjúkdóm sinn lengi. Hann var ekki sú manngerð sem kvartaði undan örlögum sínum eða bar þjáningar sínar á torg. Samt leyndu þær sér ekki þegar á leið. Eftir sem áður reyndi hann alltaf að gera sem minnst úr þeim. Þannig var afi Þórður. Og þrátt fyri baráttu, sem einkenndist af æðruleysi, hafði maðurinn með ljáinn betur fyrir rest. Við trúum því að góður Guð geymi afa og að honum líði nú vel. Það er okkur huggun á erfiðum tím- um. Elsku amma Dæja, við vitum að sorg þín er mikil og að það er þung- bært að sjá á eftir lífsförunaut sín- um eftir öll þessi ár. En það er huggun harmi næst að vita að hjá Guði líður afa vel. Megi góður Guð styrkja þig og blessa í sorg þinni. Barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, GUNNAR MARTEINSSON, Miðtúni 56, Reykjavik, sem andaðist 31. maí sl., verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 13.30. Sesselja Einarsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkirfyrir auðsýnda vináttu, hjálpsemi og samúð vegna andláts bróður okkar, ÞORSTEINS JÓNSSONAR bónda á Kaðalsstöðum. Sérstakar þakkir færum við sveitungunum fyrir að heiðra minn- ingu hans eftirminnilega á útfarardaginn. Ástri'ður Jónsdóttir, Ólafur Jónsson, Ólína I. Jónsdóttir og fjölskyldur. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR INGIBJARGAR SVEINSDÓTTUR frá Seljanesi. Páll Jónsson, Unnur Stefánsdóttir, Wívi' Hassing, Dagbjört Hafsteinsdóttir, Dagný Stefánsdóttir, Sveinn Jónsson, Magnús Jónsson, Sesselja Jónsdóttir, Jón Hjálmar Jónsson, Svala Sigurvinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við fráfall móður okkar, tengdamóður, systur og ömmu, MARGRÉTAR D. ODDSDÓTTUR, Blöndubakka 3, Reykjavik. Guð blessi ykkur öll. Haraldur Harvey, Þóra Geirs, Ragnheiður Harvey, Ole Bjorn Salvesen, Magdalena Oddsdóttir, og barnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GUÐMUNDAR SIGURÐSSONAR frá Katadal. Ragnhildur Levy, Ögn Guðmundsdóttir, Benedikt Jóhannsson, Sigurður Ingi Guðmundsson, Ragnhildur Guðrún Benediktsdóttir, Gestur Benediktsson, Jóhann Ingi Benediktsson. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, er sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR ELÍASDÓTTUR, Tryggvagötu 10, Selfossi. Maril Jónsson, Jenný Marilsdóttir, Kjartan Bjarnasson, Sigrún Marilsdóttir, Einar Páll Sigurðsson, Elsa Marilsdóttir, Davið Vokes, Óskar Marilsson, Guörún Guðmundsóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JAKOBÍNU JÓNSDÓTTUR, Brávallagötu 48. Sérstakar þakkir viljum við færa öldrunardeild Borgarspítalans og Ferðaþjónustu fatlaðra fyrir hlýhug og góða umönnun. Garðar Árnason, Hanna Kjærnested, Kristjana Stella Arnadóttir, Kristján Pétursson, Ragnheiður Erla Sveinbjörnsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna andláts og útfarar föður míns og tengdaföður, afa okkar og langafa, KRISTJÁNS ÁSGEIRSSONAR, Hvassaleiti 97, Reykjavfk. Edda Kristjánsdóttir, Kristján Sigurmundsson, Helga Sigurmundsdóttir, Anna Sigurmundsdóttir, Jón Sigurmundsson, Friðrik Sigurmundsson, Einar Sigurmundsson Sigurmundur Jónsson, Anna Eli'sabet Ólafsdóttir, Guðjón Þorkelsson, Helgi Tómasson, Sjöfn Guðmundsdóttir, Vigdfs Klemenzdóttir, og langafabörnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.