Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Borgarspítalinn: Hugmynd starfsmanns sparar á annað hundr- að þúsund krónur á ári ÁSDÍS Arthursdóttir, yfirmaður í borðsal mötuneytis Borgar- spítalans, varpaði fram hugmynd við starfsmannaráð spítalans fyrr í vetur um hvernig spara mætti mjólk í mötuneyti sjúkra- hússins. Fyrirkomulaginu var breytt og upp frá því hefur ekki þurft að hella niður mjólk í mötuneytinu. Hugmyndin mun væntanlega spara á annað hundrað þúsund krónur í rekstri sjúkrahússins á ári. Ásdís segir að áður hafi mjólk- urkönnur verið látnar standa á borðum í mötuneytinu og hafi það orðið til þess að hella þurfti niður um fímm lítrum af ónot- hæfri mjólk eftir hvem dag. „Okkur húsmæðrunum var löngu farið að ofbjóða hversu mikilli mjólk var hellt niður á hveijum degi. Stundum voru þetta fleiri lítrar," segir Ásdís. Hún segist oft hafa verið búin að velta því fyrir sér hvemig koma mætti í veg fyrir að hella þýrfti mjólkinni niður. „Þegar spamaðarandinn greip alla fannst mér kjörið tækifæri til að stinga upp á því að taka mjólkur- könnumar af borðunum og stilla mjólkinni upp við kaffíkönnuna. Fólk tók þessu afar vel og engin mjólk hefur farið til spillis síð- an,“ segir Ásdís. Ásdís Arthursdóttir. VEÐUR 12' 'V 4 aC Vy—Njf Y 112° V > V <í ^ 15°\\ S ^ A\ J /15® 10' ÍDAGkl. 12.00 Heimild: Veöuretoia i$iand« (Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær) 1/EÐURHORFUR I DAG, 10. JUNI YFIRLIT: Milli Jan Mayen og N-Noregs er 1027 mb hæð en 1000 mb lægð á Grænlandshafi hreyfist lítið og grynnist. Grunnt lægðardrag yfir miðju landinu þokast austur. SPA: Suðlæg átt, gola eða kaldi. Skúrir um sunnan- og vestanvert land- ið, en norðaustanlands léttir til. Hiti 7—10 stig sunnanlands, en allt að 15 stig um landið norðanvert,_ VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDAG:Fremur hæg sunnanátt. Skúrir um landið sunnanvert og 7— 10 stig hiti en þurrt og allt að 16 stiga hiti norðanlands. HORFUR Á FÖSTUDAG: Sunnanstrekkingur með súld eða rigningu sunnantil, en þurrt og sumsstaðar léttskýjað nyrðra. Hiti 9—13 stig sunnanlands en allt að 25 stiga hiti á norðanverðu landinu. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. o Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað r r r * r * r r * r r r r r * / Rigning Slydda * * * * * * * * Snjókoma Alskýjað V V V Skúrir Slydduél Él Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrimar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig.^ 10° Hitastig Súld Þoka V riig.. FÆRÐA VEGUM: (Kf. 17.30ígær) Allir helstu þjóðvegir landsins eru nú færir, utan einstaka vegakaflar sem lokaðir eru vegna aurbleytu, svo sem Þorskafjarðarheiði á Vestfjörðum. Vegna aurbleytu eru sumstaðar sérstakar öxulþungatakmarkanir á veg- um á sunnanverðum Vestfjöröum og austan Þórshafnar á Norðaustur- landi og eru þær tilgreindar með merkjum við viðkomandi veg. Aliir hálendisvegir landsins eru lokaðir vegna aubleytu og snjóa. Vegagerðín. VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tfma hítí veöur Akureyri 18 mistur Reykjavlk 7 rigning Bergen 25 léttskýjað Helsinki 18 léttskýjað Kaupmannahöfn 21 léttskýjað Narssarssuaq 3 þoka Nuuk 2 léttskýjað Ósló 23 hálfskýjað Stokkhólmur 18 léttskýjað Þórshöfn 16 skýjað Algarve 21 skýjað Amsterdam 20 skýjað Barcelons 21 skýjað Berlín 25 skýjað Chicago 18 alskýjað Feneyjar 21 þokumóða Frankfurt 20 hálfskýjað Glasgow 17 mistur Hamborg 23 skýjað London 21 skýjað LosAngeles 16 léttskýjað Lúxemborg 15 skúr Madrid 17 skýjað Malaga 23 léttskýjað Mallorca 23 skýjað Montreal 17 léttskýjað NewYork 21 skýjað Orlando 24 alskýjað París 21 Skúr Madeira 20 háHskýjað Róm 22 háifskýjað Vín 16 rigning Washington 23 þokumóða Winnipeg 12 urkoma Tillaga í borgarstjórn: Fæðandi konur fái beinar greiðslur TILLAGA sjálfstæðismanna um að borgarsfjórn beini þeirri hugmynd til heilbrigðisráðuneytis að teknar verði upp beinar greiðslur til fæð- andi kvenna, svo skapast geti aukið val foreldra á fæðingarþjónustu, var samþykkt á fundi borgarstjórnar í síðustu viku. Með því móti er talið að hægt verði að vekja áhuga fagaðila á sjálfstæðum rekstri í fæðingarþjónustu. Tveimur tillögum fulltrúa minnihlutans var vísað frá á fundinum. Borgarfulltrúar Nýs vettvangs báru fram tillögu á fundinum um að borgarstjóm samþykkti að skipa nefnd til undirbúnings stofnunar nýs fæðingarheimilis í Reykjavík. Frá Kvennalista, Alþýðubanda- lagi og Framsóknarflokki kom til- laga um að borgarstjóm samþykkti að hefja viðræður á ný við heilbrigð- isráðherra til að fullreyna vilja ráðu- neytisins til að halda starfsemi Fæðingarheimilis Reykjavíkur áfram í óbreyttri mynd. Jafnframt yrði greitt jafnvirði launa eins sér- fræðings við Fæðingarheimilið til bráðabirgða, á meðan á viðræðum stæði. Tillögum minnihlutans var vísað frá með þeim rökum að borgarstjórn hefði ítrekað Iýst þeirri skoðun sinni að við ákvörðun heilbrigðisráðun- eytisins um að flytja það flármagn sem Borgarspítala hefði verið út- hlutað til rekáíurs Fæðingarheimiiis Keykjavíkur, yfír til ríkisspítala, yrði áhersla lögð á að tryggja áfram þann valkost sem þjónusta Fæðing- arheimilsins hefði verið. Vilji heilbrigðisráðuneytisins til þess að byggja upp samskonar fæð- ingaraðstöðu á Landspítala og verið hefði á Fæðingarheimili Reykjavík- ur hefði enn verið ítrekaður í þréfi sem stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkurborgar hefði borist frá ráðu- neytinu í síðustu viku. Tillaga sjálfstæðismanna um að borgarstjórn beini þeirri hugmynd til heilbrigðisráðuneytis að teknar verði upp beinar greiðslur til fæð- andi kvenna var samþykkt með 10 atkvæðum meirihluta sjálfstæðis- manna gegn 2 atkvæðum Ólínu Þorvarðardóttur og Guðrúnar Ágústsdóttur. Aðrir fulltrúar minni- hluta sátu hjá. Sala hlutar ríkisins í fjórum fyrirtækjum: Öll verðbréfafyrirtækin hafa skilað inn tilboðum NÚ hafa verðbréfafyrirtækin 5 skilað inn tilboðum um að annast undirbúning og sölu á hlut ríkis- ins í fjórum fyrirtækjum, Lyfja- verslun ríkisins, íslenskri endur- tryggingu, Steinullarverksmiðj- unni og Þróunarfélaginu. Einka- væðingarnefnd ríkisstjórnarinnar á eftir að fara yfir tilboðin og ákveða hvaða verðbréfafyrirtæki mun sjá um umsjón með sölu hlut- ar ríkisins í hveiju hinna fjögurra fyrirækja, að sögn Hreins Lofts- sonar formanns framkvæmda- nefndar um einkavæðingu. Verðbréfafyrirtækin Handsal, Kaupþing, Landsbréf, Verðbréfa- markaður íslandsbanka og Fjár- festingarfélagið, buðu öll í umsjón með undirbúningi einkavæðingar Lyfjaverslunar ríkisins og íslenskrar endurtryggingar. Þau buðu öll nema Vei-ðbréfamarkaður íslandsbanka (VÍB) í umsjón með undirbúningi einkavæðingar Steinullarverksmiðj- unnar. í undirbúning með umsjón einkavæðingar Þróunarfélagsins buðu Fjárfestingarfélagið, Lands- bréf og Kaupþing. Hreinn Loftsson segir tilboð verðbréfafyrirtækjanna vera áþekk en til að segja eitthvað frekar um tilboðin eigi eftir að skoða þau nánar. Rólegt í eft- irlitsfluginu „LÖGREGLAN fór í eftirlits- flug um helgina með þyrlu Landhelgisgæslunnar og fylgdist með umferð á vegum, sem var venju fremur róleg miðað við Hvítasunnuhelg- ina,“ sagði Magnús Einarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, í samtali við Morgunblaðið. Magnús sagði að þyrlan hefði einnig flogið yfir hálendið, til að fylgjast með umferð. Ekkert athugavert hefði verið við um- gengnina þar. „Það gekk allt vel, eins og í borginni og á veg- um út frá henni,“ sagði hann. Olafur H. Einarsson héraðslæknir látínn ÓLAFUR H. Einarsson, fyrrver- andi héraðslæknir í Hafnarfirði, lést á Sólvangi aðfaranótt mánu- dagsins 8. júní. Olafur fæddist á Svalbarða í Miðdölum, Dalasýslu, 9. desember 1895 og var 96 ára er hann lést. Hann lauk embættisprófí í lækn- isfræði við Háskóla íslands 1929. Hann stundaði eftir embættispróf framhaldsnám í áföngum í Þýska- landi og Danmörku á árunum 1929- 1932. Hann var skipaður héraðs- læknir í Flateyjarhéraði í ágúst 1930-1932, í Grímsneshéraði 1932- 1947 og í Hafnarfjarðarhéraði 1947-1966. Eftir að hann lét af störfum sem héraðslæknir vegna aldurs, rak hann sjálfstæða lækna- stofu í Hafnarfírði í allmörg ár. Hann var í stjórn RKrd. Hafnarfjarð- ar 1948-1960 og var formaður deildarinnar um skeið. Hann gegndi einnig fleiri trúnaðarstörfum, þar sem hann starfaði sem læknir. Eig- inkona hans var Sigurlaug Einars- Ólafur H. Einarsson dóttir frá Brimnesi í Skagafirði, en hún lést árið 1985. Þau eignuðust 6 böm og eru 5 þeirra á lífí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.