Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 31 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjgvík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Nýjar stoðir at- vinnulífsins Islendingar eiga ótrúlega mikla möguleika á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu, skapa ný atvinnu- tækifæri, auka hagvöxt og mala gull fyrir þjóðarbúið. Við eigum nær óþijótandi orku í fallvötnum og jarð- varma, tært vatn og ómengaðar af- urðir lands og sjávar. Þjóðin er dug- mikil og vel menntuð til hugar og handa. Að því má færa sterk rök, að íslendingar hafi aðeins að litlu leyti fært sér í nyt þau miklu tæki- færi; sem fólgin eru í auðlindum allt umhverfis okkur, legu landsins og pólitískri stöðu og loks í fólkinu sjálfu. Það þarf bjartsýni, áræði og dug til að nýta þessi tækifæri og vísa út í hafsauga þeim bölmóði, sem vart hefur orðið í kjölfar upplýsinga um ástand þorskstofnsins. Samdráttur hefur verið í efna- hagslífinu sl. 3-4 ár og afleiðingin hefur verið minnkandi atvinna og skert kjör. Við höfum lifað um efni fram og safnað skuldum erlendis. Þær eru orðnar svo miklar, að ekki er á lántökumar bætandi nema til arðbærra verkefna. Ráðlegging Al- þjóða hafrannsóknaráðsins um 40% niðurskurð á þorskveiðum er því mikið áfall fyrir þjóðarbúið og getur leitt til meira atvinnuleysis en við höfum þekkt í nær aldarfjórðung, rýmandi kjara og gjaldþrotahrinu fyrirtækja. Hart er um það deilt, hvort fylgja beri ráðleggingum fiski- fræðinga út í æsar og ekki munu deilurnar minnka, þegar að því kem- ur að jafna aflaskerðinguna niður milli útgerða og byggðarlaga. Mikil áhætta er í því fólgin að hunza ábendingar fiskifræðinganna og því er líklegt, að stjómvöld verði að draga verulega úr aflaheimildum í kjölfar þess að Hafrannsóknarstofn- un leggur tillögur sínar fram síðar í þessum mánuði. En það þýðir ekkert að leggja árar í bát, þrátt fyrir þetta áfall, heldur verður að heQast handa nú þegar um að draga úr áhrifunum á efna- hags- og atvinnulífið í nánustu fram- tíð og hefja nýja atvinnusókn til framtíðar, skjóta nýjum stoðum und- ir þjóðarbúið og draga úr þeim sveifl- um, sem fylgja misjöfnu árferði í sjávarútveginum. Þetta eru ekki ný sannindi. Um það hefur verið rætt í meira en þrjá áratugi, að nýta beri orkulindir landsins til að koma á fót stóriðju og fullvinna sjávarfang. Lítið hefur þó áunnizt í þessum efnum frá tíma Viðreisnarstjómarinnar á sjö- unda áratugnum, sem réðst í stór- virkjanir og byggingu álversins í Straumsvík. Á áttunda áratugnum var jámblendiverksmiðjan byggð á Grundartanga, en síðan ekki söguna meir, þótt ýmsar ráðagerðir hafi ver- ið á prjónunum. Ein af ástæðunum fyrir þessu eru miklar pólitískar deilur um uppbygg- ingu stóriðju í samvinnu við útlend- inga, sem uppi voru m.a. fyrir u.þ.b. áratug. Framsóknarfiokkurinn, en þó sérstaklega Alþýðubandalagið, hafa verið andvígir atvinnuuppbygg- ingu með erlendu fjármagni. í þess- um efnum hafa Islendingar þurft að súpa seyðið af stjómaraðild þessara flokka síðustu tvo áratugina og á það sérstaklega við um það upp- hlaup, sem Alþýðubandalagið stóð fyrir gegn samningum við Sviss- neska álfélagið og varð til þess að skapa tortryggni í garð Islendinga meðal erlendra stórfyrirtækja. Það er ekki fyrr en með auknu fijálsræði í viðskiptum allra síðustu árin, t.d. gjaldeyrislöggjöf, að bera tekur á nýsköpun í íslenzku atvinnu- lífí fyrir framtak einstakra athafna- manna. Þar má nefna útflutning á vatni, hvers kyns vörum og búnaði til útgerðar og ýmsum sjávarafurð- um unnum úr tegundum, sem ekki hafa verið nýttar til þessa, t.d. ígul- kerum, gulllaxi og tindabikkju. Eng- inn vafi leikur á því, að óþijótandi möguleikar eru á nýtingu hvers kyns tegunda úr lífríki sjávar, sem við höfum ekki sinnt til þessa, t.d. þangs og annars gróðurs. Augu manna eru farin að opnast fyrir þessu og má m.a. marka það af þeim mikla áhuga, sem orðinn er á nýtingu búrans. Þrátt fyrir efnahagssamdráttinn eru merki um jákvæða þróun í ýms- um atvinnugreinum og má þar nefna ferðaþjónustuna, sem vaxið hefur verulega undanfarin ár, og þar eru taldir miklir framtíðarmöguleikar til aukinna tekna og atvinnu. Innan sjávarútvegsins eru merki um áhuga fyrirtækja á að hasla sér völl á er- lendum vettvangi og t.d. keypti Grandi h.f. nýiega hlut í útgerðarfyr- irtæki í Chile og fleiri fyrirtæki hafa áhuga á að selja sérþekkingu sína erlendis eða jafnvel stunda veiðar á erlendum fiskimiðum. Síðustu dag- ana hafa birzt fréttir um það, að íslenzka heilsufélagið hf. ætli að koma á fót lyfjafyrirtæki í Litháen og Delta hf. öðru í Rússlandi. Sér- þekking íslendinga í nýtingu jarð- varma hefur verið markaðssett af Virki-Orkint h.f. víða um heim og íslenzk verktakafyrirtæki hafa feng- ið verkefni erlendis, t.d. á. Græn- landi. íslenzku skipafélögin hafa einnig sótt á erlenda markaði til að auka umsvif sín. Hér hafa aðeins verið nefnd örfá dæmi um grózku, sem örlar á í ís- lenzku atvinnulífí, og enginn vafí er á því, að með aukinni efnahagssam- vinnu við nágrannaþjóðirnar og auknu viðskiptafrelsi munu íslenzk fyrirtæki og einstaklingar horfa æ meira til útlanda til að selja fram- leiðslu sína og sérþekkingu, auka tekjur þjóðarbúsins og skapa ný störf. Þáttaskil verða í þessum efn- um, þegar íslendingar gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu og á því er brýn nauðsyn, að fyrirtækin búi sig undir það hið fyrsta að færa sér í nyt þá víðtæku möguleika, sem þeim munu opnast innan tíðar. En EES-samningurinn skapar líka mikla möguleika á því að laða erlend fyrirtæki til fjárfestinga á íslandi, þar sem tollfijáls aðgangur verður að hinum auðuga markaði Vestur- Evrópu. íslenzk stjórnvöld eiga brýnt verk fyrir höndum við að kynna er- iendum fyrirtækjum þessa nýju möguleika og greiða götu þeirra sem áhuga hafa. Ingvar Örn Eiríksson með björgunarfólki sínu og foreldrum, f.v. Ingibjörg Eva Arnardóttir móðir Ingvars Arnar, Helgi Jónsson, Ingvar Örn, Anna Helga Hallgrímsdóttir og Eiríkur Ingvarsson faðir Ingvars. Þriggja ára dreng bjargað frá drukknun í Olfusá: Snör viðbrögð nágranna o g reið- hjólahjálmur urðu honum til lífs Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar: Andstæðingar ríkissijórnarinn- ar 52,8% - fylgismenn 28,1% Stjórnarflokk- arnir samanlagt með 42% fylgi STUÐNINGSMÖNNUM ríkis- stjórnar Davíðs Oddssonar hefur fækkað verulega frá því í nóvem- ber síðastliðnum samkvæmt nið- urstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun Háskóla ís- lands gerði fyrir Morgunblaðið 29. maí til 6. júní. Er spurt var: „Hvort mundir þú segja að þú værir stuðningsmaður ríkis- sljórnarinnar eða andstæðing- ur?“ svöruðu 28,1% því til að þeir væru stuðningsmenn ríkis- stjórnarinnar, 19,1% sögðust hlutlausir og 52,8% lýstu sig and- stæðinga stjórnarinnar. í könnun Félagsvísindastofnunar í nóvem- ber síðastliðnum sögðust 35,1% vera stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar, 19,3% sögðust vera hlut- lausir og 45,6% svöruðu því til að þeir væru andstæðingar ríkis- stjórnarinnar. Hvað myndu menn kjósa í alþingiskosningum nú? Samanburður við fyrri kannanir og alþingiskosningar 1991, % þeirra sem taka afstöðu 404 138,65- Vikmörk könnunar i júní1992 S'35,2 31,6 April 1991 KOSNINGAR 1991 Júní1991 Október 1991 Nóvember 1991 JÚNÍ1992 1,3 flörip 2,1 Selfossi. ÞRIGGJA ára drengur, Ingvar Örn Eiríksson, var hætt kominn er hann félt í Ölfusá fram undan Tryggvagötu á Selfossi um klukk- an 13 á sunnudag. Sjónarvottur var að atburðinum og tóks honum með aðstoð að bjarga Ingvari Erni frá drukknun. Ingvar Örn var með öryggishjálm á höfðinu sem ótví- rætt varð honum til lífs. Vöxtur var í ánni og verulegur straumur þar sem drengurinn féll í ána en annárs er þar frekar lítið vatn þegar minna er í ánni. „Ég var að draga gluggatjöldin frá glugganum á svefnherberginu þegar ég sá strákana á bakkanum. Ég fylgdist með þeim en þeir voru eitthvað að stympast og allt í einu datt Ingvar Örn aftur fyrir sig og hvarf,“ sagði Anna Helga Hallgríms- dóttir sem býr á efri hæðinni í húsi númer eitt neðst við Tryggvagötu. „Ég hljóp út á sokkunum og öskraði á Helga að koma og þjálpa mér. Hann hljóp síðan á eftir mér niður að ánni. Þetta tók ótrúlega á og ég hélt satt að segja að drengurinn væri dáinn þama í ánni,“ sagði Anna Helga. „Vissi hvers kyns var þegar ég sá hjálminn" „Ég vissi ekki hvað hafði gerst en heyrði á hljóðunum að það var eitthvað alvarlegt. Ég skellti mér í skó og hljóp út á eftir Önnu Helgu og vissi þá að einhver hafði dottið í ána,“ sagði Helgi Jónsson sem býr á neðri hæðinni á Tryggvagötu 1. Hann komst niður fyrir Ingvar Örn þar sem hann flaut um einn metra frá bakkanum um fímmtíu metrum Ingvar örn Eiríksson með hjálm- inn góða sem kom að góðum notum. neðan við staðinn þar sem hann féll útí. „Þegar ég sá hjálminn vissi ég hvers kyns var. Ég óð útí og greip í hjálminn sem losnaði þá af strákn- um en þá greip ég í handlegginn á honum og óð í land. Það er alveg klárt að hjálmurinn hefur bjargað honum því hann hreinlega flaut á hjálminum," sagði Helgi Jónsson. Ingvar Örn var með meðvitund þegar hann náðist úr ánni en var nokkuð kaldur. „Hvar er hjálmurinn minn,“ var það fyrsta sem hann sagði þegar upp á bakkann var komið. í þann mund sem Helgi kom Ingvari Erni upp á bakkann kom lögregían á sjúkrabíl og tók við honum. „Ég tel mig mjög lukkulegan mann að hafa getað náð stráknum uppúr.“ Ingvar Örn Eiríksson á heima á Tryggvagötu 4. Hann fór út að leika sér skömmu áður en atburðurinn varð. „ Rétt eftir að hann fór út datt mér í hug að rétt væri að láta hann vera með hjálminn. Ég hljóp því út á eftir honum og setti hjálm- inn á strákinn og fímm mínútum seinna var komið með hann renn- blautan," sagði Ingibjörg Eva Arn- ardóttir móðir Ingvars Arnar en henni og eiginmanni hennar Eiríki Ingvarssyni var að vonum brugðið. Ekki áformað að girða með ánni t húsunum neðst við Tryggvagötu er nokkur fjöldi ungra barna og meðal- þeirra sem rætt var við í tengslum við atburðinn voru uppi raddir um að tryggja þyrfti öryggi þeirra betur, jafnvel með girðingu með ánni. Karl Bjömsson bæjarstjóri var spurður álits á því atriði.„Það hefur verið óskráð regla hér á Sel- fossi að foreldrar hafa brýnt það fyrir börnum sínum að vera ekki að leik við ána. Það er mikilvægt að gætt sé sérstaklega að þessu þegar vatnavextir eru. Ég geri ráð fyrir að yfir þessi mál verði farið og kann- að hvernig auka megi öryggi við ána. Það er starfandi á vegum bæjar- félagsins vinnuhópur um öryggi bama og það er eðlilegt að hann fjalli um öryggi við ána eins og um önnur öryggismál barna á Selfossi. Annars eru aðstæður á bökkum Ölfusár mjög misjafnar hér á Selfossi og það hafa ekki verið uppi áform um að girða ána, en breyttar aðstæður geta vissu- lega haft áhrif þar á, svo sem aukinn bamafjöldi í nágrenni árinnar," sagði Karl Bjömsson bæjarstjóri á Selfossi. - Sig. Jóns. Möguleikar kannaðir á samstarfi við Indverja og Mexíkóbúa í sjávarútvegi FYRIRTÆKIÐ Icecon hefur í samráði við nokkur íslensk fyrirtæki ákveðið að kanna möguleika á samstarfi íslenskra útgerðarfyrir- tækja og Indveija við fiskveiðar á Indlandsmiðum. í nýlegri heim- sókn konsúls íslands í Dehli, sem rekur þar umfangsmikið fyrirtæki, var skrifað undir minnisblað um þessa könnun. Þá er Icecon einnig að kanna möguleika á samskiptum á sjávarútvegssviði við Mexíkó fyrir íslensk einkafyrirtæki. Ólafur Ragnar Grímsson alþingismaður hefur haft milligöngu um þessi tvö verkefni. Björn Bjamason hjá Icecon sagði að næstu mánuði yrði indverska fyrirtækinu, sem íslenski konsúllinn rekur, sendar skriflegar fyrirspurnir en á grundvelli svara við þeim yrði metið í haust hvort tilefni væri til að senda sendinefnd til Indlands til að gera nákvæma úttekt á sam- starfsmöguleikunum og hugsanlega samstarfssamning í kjölfarið. Björn sagðist hafa gert frumat- hugun fyrir tveimur árum á mögu- leikum á veiðum við Indland fyrir íslenskt útgerðarfyrirtæki en ekki hefði verið farið út í nákvæma at- hugun í kjölfarið, m.a, vegna þess að kröfur Indverja hefðu verið mjög strangar. Síðan hefði verið slakað á þessum kröfum, m.a. vegna þess að Indverjar gerðu sér grein fyrir að þama væri um að ræða ónýtta auð- lind sem mætti nýta með annarra hjálp. Margar vannýttar fískitegundir eru við Indlandsstrendur, að sögn Björns, sérstaklega þegar komið er út á það dýpi þar sem smábátar ná ekki til. Þar væri m.a. túnfiskur og makríll sem íslendingar gætu vel veitt með smávægis æfingu; og botnfisktegundir eins og rækja, humar, karfi og fleiri góðfískar. Icecon er einnig að athuga mögu- leika á samskiptum á sviði sjávarút- útvegs við Mexíkó fyrir íslensk eink- afyrirtæki. Bjöm sagði að þessa stundina væri verið að afla upplýs- inga bréflega frá mexíkóskum aðil- um og líklega færu fulltrúar Icecon til Mexíkós síðar í sumar. Björn sagði að í fljótu bragði virt- ust möguleikar í Mexíkó helst felast í viðskiptum með tæki til fiskvinnslu og skip frekar en veiðum í lögsögu Mexíkós. Nytjastofnar þar virtust vera fullnýttir en fiskveiðifloti Mexí- kóbúa væri úr sér genginn og tækni- væðing í fiskvinnslu komin skammt á veg. Þegar skoðað er hvernig stuðn- ingi við ríkisstjómina er háttað meðal stuðningsmanna hvers stjórnmálaflokks um sig kemur í Ijós að stjómin nýtur mests stuðn- ings meðal þeirra, sem segjast kjósa Sjálfstæðisflokkinn ef nú yrði geng- ið til kosninga, eða 80,6%, og að- eins 6,9% stuðningsmanna Sjálf- stæðisflokks segjast andvígir stjóminni. Meðal stuðningsmanna hins stjómarflokksins, Alþýðu- flokks, er andstaðan við stjórnina hins vegar 27,4%, en stuðnings- menn eru 58,1%. Af stuðningsmönnum Framsókn- arflokks eru 84,9% andvígir stjórn- inni, og 89,3% Alþýðubandalags- Fá Ijöld um hvítasunnu- helgina LÍTIÐ var um að fólk safnaðist sainan á tjaldstæðum og öðrum útivistarsvæðum um helgina, enda rigning víðast hvar. Helst var það á Norðurlandi, sem tjöld sáust. Tjaldstæði vom opin í þjóðgarð- inum í Skaftafelli um helgina, en fáir nýttu sér það, enda stytti ekki upp, að sögn starfsmanna þjóð- garðarins, sem töldu að 40-50 manns hefðu verið á tjaldstæðinu þegar flest var. I Borgarfírði voru tjaldstæði, t.d. í Húsafelli, lokuð. Mikill mann- fjöldi sótti dansleik í Logalandi á sunnudagskvöld. Að sögn lögregl- unnar í Borgarnesi náði bílalestin að samkomuhúsinu um tíma allt niður á þjóðveg, eða um 500 metra leið. Allt gekk það slysalaust. Tjaldstæði voru leyfð við Loga- land, en afar fáir nýttu sér það. Þýskalands- forseti heim- sækir Island RICHARD von Weizsacker forseti Þýskalands og eiginkona hans frú von Weizsacker eru_ væntanleg í opinbera heimsókn til Islands dagana 16.-18. júlí nk., segir í frétt frá skrifstofu forseta íslands. fólks og 84% þeirra, sem segjast myndu kjósa Kvennalistann segjast vera andvígir ríkisstjórninni. 26% stuðningur Framsóknarflokks í könnun Félagsvísindastofnunar var jafnframt spurt um stuðning við stjómmálaflokkanna, og vom þijár spurningar lagðar fyrir svar- endur. Fyrst var spurt: „Ef alþingis- kosningar væm haldnar á morgun, hvaða flokk eða lista heldurðu að þú myndir kjósa?“. Þeir, sem svör- uðu „veit ekki“ við þessari spurn- ingu, voru spurðir áfram: „En hvaða flokk eða lista heldurðu að liklegast sé að þú myndir kjósa?“. Þeir, sem enn sögðust ekki vita, voru spurðir í þriðja sinn: „En hvort heldurðu að sé líklegra að þú kjósir Sjálfstæð- isflokkinn eða einhvern annan flokk eða lista?“. Eftir tvær fyrstu spurn- ingarnar voru 17,5% kjósenda enn óráðnir, en eftir að þeir höfðu verið spurðir þriðju spumingarinnar var hlutfall óráðinna 4,8% og 8,3% neit- uðu að svara. Þegar litið er á svör við öllum þremur spurningunum samanlögð- um og aðeins tekið tillit til þeirra, sem svöruðu, kemur í ljós að 31,6% segjast myndu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn ef nú yrði gengið til kosn- inga. Flokkurinn fékk hins vegar 38,6% í síðustu kosningum og 35,2% í könnun Félagsvísindastofnunar í nóvember í fyrra. í könnuninni sögðust 10,4% kjósa Alþýðuflokkinn en flokkurinn fékk 15,5% atkvæða í kosningunum og 11,3% í könnun- inni í nóvember. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir því fýlgi minni- hluta svarenda, eða 42%, en í kosn- ingunum 1991 fengu þeir sam- anlagt 54,1%, og í könnuninni í nóvember fengu þeir 46,5%. Samkvæmt könnuninni bætir Framsóknarflokkurinn verulega við sig fylgi frá síðustu könnun, en 26,2% sögðust kjósa flokkin nú. í könnuninni í nóvember sögðust 21,7% kjósa Framsóknarflokkinn, og í kosningunum 1991 fékk flokk- urinn 18,9% atkvæða. Alþýðuband- alagið missir fylgi frá síðustu könn- un, en 17,5% sögðust myndu kjósa flokkin nú á móti 19,6% þá. í kosn- ingunum 1991 fékk Alþýðuband- alagið 14,4% atkvæða. Kvennalist- inn bætir hins vegar við sig fylgi og fengi 12,2% nú á móti 10,8% í síðustu könnun og 8,3% í kosning- unum. Fylgi annarra flokka en þeirra fimm, sem eiga menn á þingi, er óverulegt. Er litið er á fylgi flokkanna eftir landshlutum má sjá að báðir stjóm- arflokkarnir njóta meira fylgis í þéttbýlinu suðvestanlands en á landsbyggðinni. Þannig er fylgi Sjálfstæðisflokksins 35,3% í Reykjavík og 37,8% á Reykjanesi, en á landsbyggðinni er fylgi flokks- ins 24,4%. Fylgi Alþýðuflokksins í Reykjavík er 12,1%, á Reykjanesi er fylgið 12,7% og á landsbyggðinni er það 8%. Á landsbyggðinni er Framsóknarflokkurinn langstærst- ur, með 38,6% fylgi, en í Reykjavík er fylgi flokksins 14,1% og 23,2% á Reykjanesi. Fylgi Alþýðubanda- lagsins er 16,35 í Reykjavík, 10,8% á Reykjanesi og 22,4% á lands- byggðinni. Kvennalistinn nýtur sér- staklega mikils fylgis í Reyjkavík, eða 19,6%, á Reykjanesi er fýlg flokksins 13,2%, en á landsbyggð inni er fylgi Kvennalistans hins veg ar aðeins 5,3%. í könnun Félagsvísindastofnunai vartekið 1.500 manna tilviljunarúr- tak úr þjóðskrá. Viðtöl voru tekin í síma og fengust alls svör frá 1056 manns, sem er 70,4% svarhlutfall, Nettósvörun — þegar dregnir hafa verið frá nýlega látnir, erlendir rík- isborgarar og fólk sem dvelur er- lendis — er 72%. Félagsvísinda- stofnun telur fullnægjandi samræmi milli skiptingar úrtaksins og þjóðar- innar allrar eftir aldri, kyni og bú- setu og að því megi ætla að úrtak- ið endurspegli þjóðina, 18 til 75 ára, allvel. Byrjar brösótt en lítur vel út LAXVEIÐI á stöng hefur geng- ið brösótt í þeim ám sem þegar hafa verið opnaðar og kenna menn um of lágum vatnshita og miklu og skoluðu vatni. í Norð- urá, Þverá og Laxá á Ásum, þar sem veiðin hófst fyrst, telja menn að eitthvað sé gengið af laxi, en aðstæður gera mönnum erfitt fyrir að meta hversu magnið er mikið og veiði glæð- ist vart fyrr en sljákka fer í ánum og þær að hlýna. I dag hefst veiði í nokkrum frægum laxveiðiám og bera þar hæst Laxá í Kjós, Laxá í Aðaldal og síðast en ekki síst Elliðaárnar. í þeim öllum hefur sést töluvert af laxi á neðstu svæðum og má því búast við að nokkrir falli í valinn. Orri Vigfússon sagði í samtali við Morgunblaðið, að menn hefðu séð nokkra stórlaxa í Bjargstreng í Aðaldalnum um hvítasunnuna og segðu kunnugir, að þegar hann sæist í þeim stað fyrst væri það vísbending um að hann væri búinn að ganga um Kistukvísl í viku til tíu daga. 1. júní sást mikið líf undir Laxfossi í Kjósinni, en vatna- vextir síðan hafa torveldað mönn- um að fylgjast náið með frekari göngum. Norðurá hefur gefið alls nærri 50 laxa það sem af er og Þverá eitthvað aðeins meira og Kjarráin nokkra fiska þrátt fýrir afleit skilyrði. Fregnir að utan benda hins veg- ar til þess að miklu mun meira sé af laxi á ferðinni en í áraraðir. í laxveiðiám í Skotlandi, Noregi, Svíþjóð og írlandi hefur veiðin byrjað afbragðsvel og laxinn verið bæði stór og í góðum holdum. Orri Vigfússon hafði t.d. eftir veið- imanni sem hafði veitt í skosku ánni Cree í 50 ár, að hún færi nú betur af stað heldur en dæmi væru til um síðasta aldarfjórðung- inn. Sömu sögu væri að segja frá öllum helstu ám í nágrenninu og meira að segja hefðu verið að ber- ast slitróttar fregnir frá rússnesku laxveiðiánum á Kólaskaga. Þar væri veiðin betri miðað við árstíma heldur en í mörg ár. Og laxinn væri miklu vænni en áður. Orri Vigfússon sagði að þó svo að nokk- urra ára reynslu þyrfti til þess að sjá fyrir víst hvaða áhrif færeysku úthafsveiðarnar og veiðar dönsku sjóræningjabátanna höfðu á laxa- stofninn ,þá væri hann sjálfur sannfærður um það, svo og allir hans félagar í Alþjóðlegu kvóta- kaupanefndinni, að menn væru nú að sjá fyrsta árangur erfiðisins. gg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.