Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 58

Morgunblaðið - 10.06.1992, Qupperneq 58
58 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Skíðabrekkan lagfærð Við skíðalyftuna í Jaðarseli í Seljahverfi er vinnuflokkur á vegum íþráfta- og tómstundaráðs að lagfæra jarðrask sem varð síðastliðinn vetur. Krakkarnir voru hressir og kátir þar sem þau hömuðust við að raka og slétta brautina undir lyftunni. Þau eru því af ýmsum toga, sumarverkin hjá unglingunum. Élín G. Ólafsdóttír hætt- ír sem borgarfulltrúi ELÍN G. Ólafsdóttir borgarfulltrúi Kvennalista hefur sagt af sér en hún hefur setið í borgarstjórn í sex ár, sem varafulltrúi frá 1986 til 1988 og sem aðalfulltrúi frá 1988. Guðrún Ögmundsdóttir, félags- ráðgjafi, mun taka sæti Elínar í haust. segir hún af sér vegna persónulegra j .. ™ aðstæðna en jafn- ý J skiptareglu Kvenn- \ '~m: alistans sem hún JHtQÉpK legt sé að viðhalda til að gera fleiri konum auðveldara l,u ran að taka þátt. Elín segir nauðsynlegt að hvetja konur til að taka sæti í sveitarstjórn- um, þar séu þörf verk að vinna. Hún segir hins vegar að þessi starfs- |jjL áherslu^ á að vinna ..^^1 eru' vfirleitt ógeð- EI,n felld. Á hinn bóginn er alltaf söknuður af góðu fólki sem fínnst bæði í minnihluta og meirihluta meðal embættismanna og annars starfs- fólks,“ segir Elín. Olvaður maður skemmdi tvo bíla og sinn eig’inn OLVAÐUR ökumaður varð valdur að miklum skemmdum þegar hann ók bifreið sinni á tvær aðrar við Snæland um helgina. Stolið þegar fólkið svaf SJÓNVARPI, útvarpi og öðrum hljómflutningstækjum var stolið úr kjallaraíbúð við Ásgarð um helgina, á meðan heimilisfólkið svaf. Talið er að þjófurinn, eða þjóf- Tmir, hafí farið inn um opinn glugga. Þeir höfðu á brott með sér sjónvarp, útvarp, segulbandstæki o.fl. Lögreglan var kölluð að Snæ- landi kl. rúmlega 3 aðfaranótt sunnudags. Þar hafði ölvaður öku- maður ekið bifreið sinni á fullri ferð aftur á bak, með þeim afleið- ingum að hún skall á tveimur kyrr- stæðum bifreiðum. Önnur skemmdist mjög mikið, en hin minna. Bifreið þess ölvaða lét einn- ig verulega á sjá og var óökufær eftir. Þegar lögreglan kom á vettvang voru fjórir menn á staðnum og ekki sammála um hver þeirra hafði ekið. Þeir voru því allir fluttir á lögreglustöðina og hresstist minni þeirra þá til muna, svo í Ijós kom hver hafði ekið. Auk ökumannsins í Snælandi voru þrettán ökumenn í Reykjavík grunaðir um ölvun við akstur um helgina. Sjö slösuð- ust í tveim- ur óhöppum TVÖ umferðarslys, þar sem meiðsli urðu á fólki, urðu í Reykja- vik um helgina. Á laugardag slös- uðust sex manns i hörðum árekstri og aðfaranótt sunnudags varð gangadi vegfarandi fyrir bíl á Eiðsgranda og mjaðmargrindar- brotnaði. Um kl. 13.25 á laugardag skullu tveir bílar harkalega saman á Gullin- brú. Þrír farþegar og ökumaður úr öðrum bílnum voru fluttir á slysa- deild, sem og farþegi og ökumaður úr hinum. Meiðsli þeirra voru ekki talin alvarleg. Bílarnir skemmdust báðir mikið og varð að leita aðstoðar kranabíls til að flytja þá á brott. Um kl. 3 aðfaranótt sunnudags varð maður fyrir bíl á mótum Eiðs- granda og Skeljagranda. Maðurinn mun hafa verið ölvaður og slangrað út á götuna, með þessum afleiðing- um. Hann var fluttur á slysadeild og reyndist mjaðmargrindarbrotinn. Astmatilfellum fjölgað um- talsvert á Vesturlöndum Frá skólaslitunum. Morgunblaðið/Björn Björnsson Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra: 22 stúdentar brautskráðir Sauðárkróki. FJÖLBRAUTASKÓLA Norðurlands vestra á Sauðárkróki var slitið laugardaginn 23. maí sl. í íþróttahúsinu. Þijátíu og sex nemendur brautskráðust að þessu sinni, 22 nýstúdentar, 5 með almennt verslun- arpróf, 4 iðnnemar, 8 sjúkraliðar og einn úr almennu meistaranámi. Við skólaslit afhenti Jón Fr. Hjartarson skólameistari nemend- um prófskírteini sín og viðurkenn- ingar um leið og hann fjallaði um starf skólans á liðnu skólaári. Viðurkenningar fyrir ágætan al- hiiða námsárangur á stúdentsprófí hlutu að þessu sinni Ágúst Frímann Jakobsson, en hann hlaut einnig viðurkenningu fyrir góðan námsár- angur í íslensku og þýsku, og Heið- dís Lilja Magnúsdóttir, en hún hlaut einnig viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur í ensku, dönsku, þýsku og frönsku, en Heiðdís út- skrifaðist bæði af mála- og tónlist- arbraut. Auk þeirra hlutu viðurkenningu Anna María Ágústsdóttir á hag- fræðibraut, Borgþór Ingi Guð- mundsson á iðnbraut rafí/irkjunar, Helena Svavarsdóttir á sjúkraliða- braut og Sigríður M. Ingimarsdóttir á mála- og hagfræðibraut. Þá veitti skólinn einnig nemend- um viðurkenningar fyrir störf að félagsmálum. Kveðjuorð fráfarandi útskriftar- nemenda flutti Katrín María Andr- ésdóttir en Jóna Hjaltadóttir flutti kveðjur fímm ára stúdenta og af- henti skólanum peningagjöf frá þessum hópi. Viðstaddir voru einnig tíu ára stúdentar sem fyrstir voru útskrifaðir frá skólanum og flutti kveðju þeirra Magnús Friðjónsson og afhenti skólanum að gjöf mál- verk eftir fyrrum nemanda skólans, Ægi Ásbjörnsson, sem nú stundar listnám. Við skólaslitin fluttu nemendur skólans nokkur tónlistaratriði, Sig- ríður M. Ingimarsdóttir söng ein- söng, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir lék á píanó og Ragnheiður Björns- dóttir lék á þverflautu og píanó en að lokum árnaði skólameistari nem- endum velfamarðar og óskaði þeim bjartrar framtíðar og sagði skóla síitið. - BB. Peter Burney, lungnasérfræðing- ur frá London, segir að það sem mesta athygli veki sé að frá 1930 hafí dauðsföllum vegna astma ekki fækkað. Þetta segir hann að sé ein- kennilegt þar sem dánartíðni vegna nær allra sjúkdóma hafi lækkað á þessum árum auk þess sem tækni á sviði astmalækninga sé mjög þróuð. Ástæðumar segir hann ókunnar. Að sögn Bone kunna ástæður þessa í Bandaríkjunum að liggja i því að stór hluti fólks hefur ekki aðgang að læknisþjónustu. Um þessar mundir taka íslending- ar þátt í „Evrópukönnuninni- lungu og heilsa" ásamt Svíum og löndum innan EB. Rannsóknin tekur til hátt í 200 þúsund einstaklinga í heiminum og að sögn Þórarins Gíslasonar, sér- fræðings í lungnalækningum á Víf- ilsstaðaspítala, er búist við að niður- stöður hennar muni liggja fyrir eftir eitt til tvö ár. Þórarinn segir að komið hafí í ljós að tíðni astma og astmaeinkenna sé lægri hér en í Svíþjóð en fyrirhugað er að bera niðurstöður rannsóknanna hér á landi við niðurstöður á 50 öðr- um stöðum í heiminum. Aukin mengun líklega meginorsökin, segir Roger C. Bone Regluleg notkun úðalyfja ekki heppileg Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hafa berkjuvíkkandi úðalyf sem astmasjúklingar nota nokkuð verið gagnrýnd að undanförnu. Að- spurður segir Roger C. Bone að kom- ið hafí í ljós að regluleg notkun á þeim geti leitt til þess að erfiðara geti verið að eiga við astma. „Það er hins vegar mjög mikil- vægt að athuga að jafnvel þó þetta reynist rétt þá eru þessi lyf lífsnauð- syn fyrir astmasjúklinga og allir sem þjást af astmaeinkennum ættu að nota þau. Spumingin er því ekki hvort nota eigi þessi lyf eða ekki heldur hvort nota eigi þau að stað- aldri eða einungis á meðan á astma- köstum stendur," segir Bone. Hann segir íslendinga standa framarlega á sviði astmalækninga og engin ný lyf séu á markaðinum erlendis sem ekki séu þekkt hér á landi. -------» ♦ «------- Bone segir að ástæður þessarar fíölgunar tilfella liggi ekki fyrir en líklegt sé að aukin mengun sé þama orsakaþáttur og ef til vill sá stærsti. Miklar líkur séu á að þvi meiri erting sem verði í öndunarfærunum, vegna utanaðkomandi þátta sem fólk andi að sér eins og mengunar og ofnæmis- valdandi efna, þeim mun hærri verði tíðni öndunarfærasjúkdóma. Beinar og óbeinar reykingar em, að hans sögn, taldar vera einn áhrifaþáttur. Dauðsföllum vegna astma fækkar ekki RANNSÓKNIR sem gerðar hafa verið víða um heim benda til að astmatilfellum hafi fjölgað um- talsvert á Vesturlöndum á und- anförnum árum, að sögn Roger C. Bone sérfræðings í lungna- lækningum sem staddur er hér á ráðstefnu lungnalækna sem haldin er í Háskólabíói þessa dagana. Talið að um 5% af fólki á Vesturlöndum sé nú með astma og önnur 10% séu með öndur- færaeinkenni sem séu vægari en að sumu leyti svipuð astmaein- kennum. i i i i i i i i i i i í i i í

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.