Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 21 FLUGELDASYNING EÐA H AGSMUN AB ARÁTT A? eftir Eirík Ingólfsson Úthlutunarreglur LÍN fyrir skólaárið 1992-93 voru afgreiddar á stjómarfundi Lánasjóðsins sunnudaginn 31. maí sl. Eins og oft áður við sömu aðstæður, var uppi talsverður ágreiningur milli ólíkra hagsmunahópa innan stjórn- arinnar, um útfærslu einstakra reglna. Þegar drög að úthlutunar- reglum voru kynnt námsmönnum þ. 21. maí var öllum málsaðilum ljóst að skammur tími var til stefnu, enda umsóknarfrestur að renna út í mörgum skólum. Full- trúar meirihlutans lýstu því yfir að .stefnt væri að því að afgreiða úthlutunarreglumar eigi síðar en 1. júní. Ekki komu fram neinar athugasemdir við þessa áætlun frá fulltrúum námsmanna en þann sama dag hófst áróðursherferð þeirra með tilheyrandi yfirlýsing- um í fjölmiðlum. Fjórir stjómarfundir voru haldn- ir fyrir 1. júní og lögðu námsmenn fram ýmsar fyrirspurnir og óskir um gögn. Var að sjálfsögðu orðið við því eins og kostur var. Nokkur tími fór í að reyna að meta áhrif af mismunandi útfærslum á regl- um um barnastuðla og tekjutillit og vom hugmyndir fulltrúa minni- hlutans að sjálfsögðu skoðaðar eins og aðrar hugmyndir. Þegar á reyndi voru fulltrúar námsmanna hins vegar ekki tilbúnir til að gera beinar tillögur um þessi atriði. Fulltrúar ríkisvaldsins gerðu hins vegar breytingar á sínum tillögum sem gengu til móts við hugmyndir námsmanna. Upplýsingaskortur og málþóf Námsmenn gagnrýndu einnig harðlega nýjar reglur um náms- framvindu og töldu reglu um skerðingu lána í hlutfalli við náms- framvindu ekki framkvæmanlega. Til þess að stjórnarmenn gætu áttað sig á þýðingu þessarar reglu vom lagðar fram upplýsingar um námsframvindu lánþega sjóðsins sundurgreindar eftir löndum. Námsmenn töldu þetta ekki nægar upplýsingar og fóru fram á að afl- að yrði gagna frá Háskóla íslands um námsframvindu háskólanema. Töldu þeir ekki hægt að afgreiða úthlutunarreglurnar nema þessar upplýsingar lægju fyrir. Auðvelt er að færa rök fyrir því að upplýs- ingar um námsframvindu háskóla- nema í heild eru ekki nothæfar sem mælikvarði á lánþega LÍN al- mennt, þar sem einungis hluti há- skólanema tekur lán og lánþegar í HÍ einungis hluti af lánþegum sjóðsins. Þessar upplýsingar hefðu því ekki bætt neinu nýtilegu við upplýsingar sjóðsins sem þegar lágu fyrir. Samt vildu námsmenn fresta afgreiðslu málsins þar til þessi gögn bærust. Námsmenn gerðu einnig kröfu um að afgreiðslu reglnanna yrði frestað þar til fyrir lægi afrit af ummælum menntamálaráðherra á Alþingi um lán fyrir skólagjöldum. Þar sem ráðherra höfðu verið kynntar tillögur um lán fyrir skóla- gjöldum og hann ekki farið fram á breytingar á þeim, var ljóst að eftirprentun á fyrrgreindum um- mælum hans myndi ekki breyta niðurstöðu málsins, enda voru eng- ar beinar tillögur um það lagðar fram. Samt vildu námsmenn fresta afgreiðslu á þessum forsendum. sem lög og ráðstöfunarfé sjóðsins gera mögulegt og öll gögn og út- reikningar sem máli skiptu fyrir afgreiðslu málsins lágu fyrir. Þess vegna var ekki eftir neinu að bíða með afgreiðslu úthlutunarregln- anna. Vantraustsyfirlýsingar og aðrar hótanir minnihiutans breyta ekki þeirri staðreynd og eru varla til þess fallnar að bæta málstað þeirra. Höfundur er varafulltrúi í stjórn LIN, skipaðuraf menntamálaráðherra. BOSCH VERKSTÆÐI Lágmúla 9 sími 3 88 20 • Vélastillingar • Smurþjónusta • Raíviðgerðir • Ljósastillingar fiRMssfiKTHi? • Diselverkstæði Eiríkur Ingólfsson. „Það er þó ljóst að tek- ið hafði verið mið af flestum meginkröfum námsmanna innan þess ramma sem lög og ráð- stöfunarfé sjóðsins gera mögulegt og öll gögn og útreikningar sem máli skiptu fyrir afgreiðslu málsins lágu fyrir. Þess vegna var ekki eftir neinu að bíða með afgreiðslu úthlut- unarreglnanna.“ Vantrauststillagan var út í hött Það var því ljóst að engin efnis- leg rök lágu fyrir því að víkja frá upphaflegri tímaáætlun um að af- greiða úthlutunarreglur þann 1. júní. Þegar námsmenn sáu að þeir gætu ekki tafið afgreiðslu málsins fremur með málþófí, báru þeir upp tillögu um vantraust á formann stjómarinnar. Vegna þess að full- trúar ríkisvaldsins fara með fjögur atkvæði af sjö í stjórninni var í hæsta máta ósennilegt að tillagan yrði samþykkt. Rétt er einnig að hafa í huga að formaðurinn er skipaður af ráðherra og því geta aðrir stjórnarmenn í raun hvorki fellt formann né kosið nýjan. Til- lagan um vantraust var því ekkert nema sjónarspil. Eftir að tillagan hafði verið felld ætluðu fulltrúar námsmanna að ganga af fundi, en hættu við þegar þeim var tjáð að ef þeir tækju ekki þátt í að af- greiða reglumar með þeim tilslök- unum sem gerðar höfðu verið, teldi meirihlutinn sig óbundinn af fram- komnum breytingartillögum. Stjórnin stóð því öll að afgreiðslu úthlutunarreglnanna. Námsmenn hafa kvartað mikið yfír því að „valtað" hafí verið yfir minnihlutann í stjóminni. Vissu- lega vora skiptar skoðanir um af- greiðslu mála og framangreindar baráttuaðferðir og yfírlýsingar námsmanna síst til þess fallnar að bæta samstarfíð innan stjómarinn- ar. Það er þó ljóst að tekið hafði verið mið af flestum meginkröfum námsmanna innan þess ramma SOLIGNUM olíuvidarvörn að þínu sumarskapi! Af áralangri reynslu vita íslendingar að Solignum olíuviðarvörnin er tvimælalaust ein sú endingarbesta á markaðnum. Og litaúrvalið er meira en nokkru sinni - Solignum Architectural fæst nú í 14 litum - einn þeirra er örugglega að þínu sumarskapi. Einnig bjóðum við Solignum grunnefni og gróðurhúsaefni. Solignum fæst í flestum málningarvörubúðum. SKAGFJÖRÐ IH H Kiistján Ó. Skogfjörá hf. Umboás- og heildverslun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.