Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 35 Morgunblaðið/Rúnar Þór Tveimur ungum mönnum var bjargað af þaki jeppabifreiðar sem ekið hafði verið út í Eyjafjarðará i gærmorgun. Eyjafjarðará: Mönnum bjargað af þaki jeppa TVEIMUR ungum mönnum var bjargað af þaki jeppa, sem ekið hafði verið út í Eyjafjarðará á móts við bæinn Ytra-Gil í gær- morgun, en hann er um 5-6 kílómetrum sunnan Akureyrar. Samkvæmt upplýsingum varð- stjóra Iögreglunnar á Akureyri ætluðu mennirnir að aka yfir ána „á sínum fjallabíl", eins og hann orðaði það, en það reynst snúnara en þeir héldu. Áin er á þessum slóðum ekki mjög djúp, en víða er í henni sandbleyta. Talið er að jeppinn hafí fest í sandbleytu. Er að var komið stóðu piltarnir á þaki jeppans og var farið út í ána á bát og þeim bjargað úr prísundinni. Að því loknu var jepp- inn dreginn á land. Varðstjórinn sagði að ekki hefði verið hætta á ferðum, veðrið ákjósanlegt og ekki mikið í ánni, þannig að auðvelt hefði verið að synda í iand hefði þurft til þess að koma. Búnaðarbankinn: Olga meðal viðskiptaaðila vegna innheimtuaðgerða Mikill fjöldi ungs fólks í Vaglaskógi FJÖLMENNI var í Vaglaskógi um hvitasunnuhelgina, en talið er að hátt á annað þúsund manns hafi verið í skóginum aðfaranótt sunnudagsins, mest ungt fólk. Sigurður Skúlason skógarvörð- ur sagði að um 400 manns hefðu gist í tjöldum eða hjólhýsum í skóginum um helgina, en mikill fjöldi gesta í leit að gleðskap hefði lagt leið sína þangað aðfaranótt sunnudags og væri áætlað að á annað þúsund manns hefði þá nótt verið í skóginum. Sigurður sagði að um hefði ver- ið að ræða ungt fólk, á bilinu 16 til 25 ára, og hefði það að mestu haldið sig á einu svæði, þ.e. efra og neðra Hróarsstaðanesi, en ró- legt hefði verið á öðrum svæðum. Viðskilnaðurinn var ekki sem bestur, en Sigurður sagði að menn hefðu þó séð það svartara. Byijað var að hreinsa skóginn í gærmorg- un og unnu fimm manns við rusla- tínslu. Ekki verður mikið um fram- kvæmdir í Vaglaskógi í sumar, en Sigurður sagði að reynt yrði að lagfæra börð sem illa hefðu farið síðustu ár. Á síðasta sumri var gert átak hvað salernisaðstöðuna varðar. Ný brú og aðkoma að Vaglaskógi er á áætlun Vegagerð- arinnar og sagði Sigurður að menn biðu frekari tíðinda af því máli, en fyrirhugað væri að reisa veg- lega þjónustumiðstöð á þeim stað þar sem brúin kemur. Fjölnismenn gjaldþrota: Brynjólfur Kjartans- son skipað- ur bústjóri Byggingafyrirtækið Fjölnis- menn hf. var í gær úrskurðað gjaldþrota, en forráðamenn fyrirtækisins lögðu inn til bæjarfógeta á Akureyri beiðni þess efnis fyrir helgi. Brynjólfur Kjartansson hefur verið skipaður bústjóri þrota- búsins og sagði Erlingur Sig- tryggsson skiptaráðandi hjá bæjarfógetaembættinu að það réðist á næstu dögum hvemig tekið yrði á þeim verkefnum sem fyrirtækið vann að. Fjölnis- menn voru m.a. að byggja þriðja áfanga við Síðuskóla, sem tilbú- inn á að vera í haust, þá voru þeir einnig með í smíðum rað- húsaíbúðir við Huldugil og fjöl- býlishús við Vestursíðu. Skuldir fyrirtækisins eru um 122 milljónir króna, en eignir á bilinu 50 til 60 mjlljónir króna. Konur í atvinnusköpun! UM 20 manns, forráðamenn fyr- irtækja sem eru í viðskiptum við Búnaðarbankann á Akur- eyri, efndu til fundar í Lóni á mánudag, en á fundinum var óskað eftir því að fá fulltrúa úr bankaráði Búnaðarbankans norður til viðræðna. Ólga virð- ist hafa gripið um sig meðal viðskiptaaðila bankans, sem tetfa að í gangi séu harkalegar innheimtuaðgerðir. Utibússljóri bankans segir að um sé að ræða örfá fyrirtæki sem séu í vanskil- um og í kjölfar innheimtu virð- ist sem ótti hafi breiðst út. Ekki var boðað formlega til fundarins í Lóni, en á hann mættu um 20 manns, forráðamenn fyrir- tækja sem eru í viðskiptum við Búnaðarbankann. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur bankinn undanfarið gert gangskör að því að innheimta vanskilaskuldir fyrir- tækja og bent mönnum á að taka fjármálin föstum tökum. Munu aðilar vera ósáttir við skamman frest sem þeim var gefin til þeirra hluta. Á fundinum var kosin þriggja manna nefnd til að fara með þessi mál fyrir hönd viðskiptaaðila bankans og var á fundinum sam- þykkt að óska eftir því að fulltrú- ar bankaráðs Búnaðarbankans kæmu norður til viðræðna. Sólon Sigurðsson bankastjóri Búnaðar- bankans er væntaniegur til Akur- eyrar í dag, miðvikudag. Guðmundur H. Thoroddsen, sem gegnir stöðu útibússtjóra Búnaðarbankans á Akureyri tíma- bundið, sagði að grípa hefði þurft í taumana varðandi vanskil fyrir- tækja, taka hefði þurft á málum sem í einhveijum tilfellum voru komin í óefni. „Skýringin er sú að'viðhöfum þurft að grípa í tauin- ana hjá örfáum fyrirtækjum og í kjölfar þess virðist sem gripið hafi um sig einhver ótti,“ sagði Guð- mundur. Guðmundur sagði það stefnu bankans að lempa málin og fara eins mildum höndum og mögulegt er í málum sem þessum. Vanskil væru ekki sett í lögfræðiinnheimtu fyrr en allt um þryti. „Við leggjum okkur í framkróka að þurfa ekki að fara þá leið,“ sagði Guðmundur. Takið rnálin í eigin hendur og takið þátt í fyrstu ráðstefnunni fyrir konur í atvinnusköpun. Að taka ntálin í eigin hendur Ráðstefna um atvinnusköpun kvenna AKUREYRARBÆR Norsku- og sænskukennara vantar fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 7-9 kennslustundir í hvoru tungumálinu. Umsóknum sé skilað á skólaskrifstofu Akureyrar fyrir 15. júní nk. Nánari upplýsingar á skólaskrifstofunni, Strandgötu 19b, sími 27245. Skólafulltrúi. Aðalfundur MENOR haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri 19. og 20. júní 1992. Helstu dagskrárliðir: Föstudagur 19. júní - kvenréttindadagurinn. Setning - Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir. Kveðjur frá fyrri ráðstefnum um atvinnumál kvenna frá Vestfjörðum og Norðurlandi vestra. Erindi: Tímamót - ný byrjun: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sagnfræðingur, þingkona. Smiðjur: Að hafa áhrif. Valgerður H. Bjarnadóttir og Karólína Stefánsdóttir, Akureyri. Ágústa Þorkelsdóttir, Refstað, Vopnafirði. Svanhildur Árnadóttir, Dalvík. Markaðstorg, þar sem þátttakendur kynna vörur, þjónustu og aðgerðir í atvinnusköþun. Ferð í Kvennalund, Naustaborgum. Menningarsamtaka IMorðlendinga verður haldinn laugardaginn 13. júní 1992, í Safnaðarheimili Akureyrar- kirkju og hefst kl. 10.30 árdegis. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Fyrirhugað samstarf Menor og Gilfélagsins á Akureyri. 3. Framtíð Menor í Ijósi skiptingar Fjórðungssambands Norðlendinga. 4. Önnur mál. Félagar og annað áhugafólk um menningu og listir er hvatt til að mæta. „Æskan og listin", dagskrá ungs listafólks verður flutt í sal Safnaðarheimilisins kl. 12.15, og er öllum heimill ókeypis aðgangur. Sunnudagur 20. júní. Erindi: Konan, ísland og umheimurinn: StefaníaTraustadóttir, félagsfræðingur, varaþingkona. Smiðjur: Leiðir í atvinnusköpun. Þuríður Magnúsdóttir, Iðntæknistofnun, Reykjavík. Sigríður Sverrisdóttir, Teru, Grenivík. Elísabet Benediktsdóttir, Byggðastofnun, Reyðarfiröi. Helga Erlingsdóttir, Lundarmótaseli, og Jóhanna Valdimarsdóttir, Samkomugerði. Erindi: Lyon Ludlam, atvinnuskapandi kona, Los Angeles, Bandaríkjunum. Smiðjur: Að skipuleggja framtíðina. Þóra Þórarinsdóttir, Skeggja hf., Bakkafirði. Elín Antonsdóttir, Akureyri. Hildur Hákonardóttir, Selfossi. Almennar umræöur. Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu og Elínu í símum 96-21210/26200/11214 (Byggðastofnun/lðnþróunarfélag Eyjafjarðar) og Signýju í síma 96-42070 (Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga). Þátttökugjald (f/fæði og ráðstefnugögn) er kr. 2.000,- og skráningar- frestur er til 11. júní. Ahugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.