Morgunblaðið - 10.06.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
35
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Tveimur ungum mönnum var bjargað af þaki jeppabifreiðar sem ekið hafði verið út í Eyjafjarðará
i gærmorgun.
Eyjafjarðará:
Mönnum bjargað af þaki jeppa
TVEIMUR ungum mönnum var
bjargað af þaki jeppa, sem ekið
hafði verið út í Eyjafjarðará á
móts við bæinn Ytra-Gil í gær-
morgun, en hann er um 5-6
kílómetrum sunnan Akureyrar.
Samkvæmt upplýsingum varð-
stjóra Iögreglunnar á Akureyri
ætluðu mennirnir að aka yfir ána
„á sínum fjallabíl", eins og hann
orðaði það, en það reynst snúnara
en þeir héldu. Áin er á þessum
slóðum ekki mjög djúp, en víða er
í henni sandbleyta. Talið er að
jeppinn hafí fest í sandbleytu.
Er að var komið stóðu piltarnir
á þaki jeppans og var farið út í
ána á bát og þeim bjargað úr
prísundinni. Að því loknu var jepp-
inn dreginn á land.
Varðstjórinn sagði að ekki hefði
verið hætta á ferðum, veðrið
ákjósanlegt og ekki mikið í ánni,
þannig að auðvelt hefði verið að
synda í iand hefði þurft til þess
að koma.
Búnaðarbankinn:
Olga meðal viðskiptaaðila
vegna innheimtuaðgerða
Mikill fjöldi ungs
fólks í Vaglaskógi
FJÖLMENNI var í Vaglaskógi
um hvitasunnuhelgina, en talið
er að hátt á annað þúsund
manns hafi verið í skóginum
aðfaranótt sunnudagsins, mest
ungt fólk.
Sigurður Skúlason skógarvörð-
ur sagði að um 400 manns hefðu
gist í tjöldum eða hjólhýsum í
skóginum um helgina, en mikill
fjöldi gesta í leit að gleðskap hefði
lagt leið sína þangað aðfaranótt
sunnudags og væri áætlað að á
annað þúsund manns hefði þá
nótt verið í skóginum.
Sigurður sagði að um hefði ver-
ið að ræða ungt fólk, á bilinu 16
til 25 ára, og hefði það að mestu
haldið sig á einu svæði, þ.e. efra
og neðra Hróarsstaðanesi, en ró-
legt hefði verið á öðrum svæðum.
Viðskilnaðurinn var ekki sem
bestur, en Sigurður sagði að menn
hefðu þó séð það svartara. Byijað
var að hreinsa skóginn í gærmorg-
un og unnu fimm manns við rusla-
tínslu.
Ekki verður mikið um fram-
kvæmdir í Vaglaskógi í sumar, en
Sigurður sagði að reynt yrði að
lagfæra börð sem illa hefðu farið
síðustu ár. Á síðasta sumri var
gert átak hvað salernisaðstöðuna
varðar. Ný brú og aðkoma að
Vaglaskógi er á áætlun Vegagerð-
arinnar og sagði Sigurður að menn
biðu frekari tíðinda af því máli,
en fyrirhugað væri að reisa veg-
lega þjónustumiðstöð á þeim stað
þar sem brúin kemur.
Fjölnismenn
gjaldþrota:
Brynjólfur
Kjartans-
son skipað-
ur bústjóri
Byggingafyrirtækið Fjölnis-
menn hf. var í gær úrskurðað
gjaldþrota, en forráðamenn
fyrirtækisins lögðu inn til
bæjarfógeta á Akureyri
beiðni þess efnis fyrir helgi.
Brynjólfur Kjartansson hefur
verið skipaður bústjóri þrota-
búsins og sagði Erlingur Sig-
tryggsson skiptaráðandi hjá
bæjarfógetaembættinu að það
réðist á næstu dögum hvemig
tekið yrði á þeim verkefnum
sem fyrirtækið vann að. Fjölnis-
menn voru m.a. að byggja þriðja
áfanga við Síðuskóla, sem tilbú-
inn á að vera í haust, þá voru
þeir einnig með í smíðum rað-
húsaíbúðir við Huldugil og fjöl-
býlishús við Vestursíðu.
Skuldir fyrirtækisins eru um
122 milljónir króna, en eignir á
bilinu 50 til 60 mjlljónir króna.
Konur í atvinnusköpun!
UM 20 manns, forráðamenn fyr-
irtækja sem eru í viðskiptum
við Búnaðarbankann á Akur-
eyri, efndu til fundar í Lóni á
mánudag, en á fundinum var
óskað eftir því að fá fulltrúa
úr bankaráði Búnaðarbankans
norður til viðræðna. Ólga virð-
ist hafa gripið um sig meðal
viðskiptaaðila bankans, sem
tetfa að í gangi séu harkalegar
innheimtuaðgerðir. Utibússljóri
bankans segir að um sé að ræða
örfá fyrirtæki sem séu í vanskil-
um og í kjölfar innheimtu virð-
ist sem ótti hafi breiðst út.
Ekki var boðað formlega til
fundarins í Lóni, en á hann mættu
um 20 manns, forráðamenn fyrir-
tækja sem eru í viðskiptum við
Búnaðarbankann. Samkvæmt
heimildum blaðsins hefur bankinn
undanfarið gert gangskör að því
að innheimta vanskilaskuldir fyrir-
tækja og bent mönnum á að taka
fjármálin föstum tökum. Munu
aðilar vera ósáttir við skamman
frest sem þeim var gefin til þeirra
hluta.
Á fundinum var kosin þriggja
manna nefnd til að fara með þessi
mál fyrir hönd viðskiptaaðila
bankans og var á fundinum sam-
þykkt að óska eftir því að fulltrú-
ar bankaráðs Búnaðarbankans
kæmu norður til viðræðna. Sólon
Sigurðsson bankastjóri Búnaðar-
bankans er væntaniegur til Akur-
eyrar í dag, miðvikudag.
Guðmundur H. Thoroddsen,
sem gegnir stöðu útibússtjóra
Búnaðarbankans á Akureyri tíma-
bundið, sagði að grípa hefði þurft
í taumana varðandi vanskil fyrir-
tækja, taka hefði þurft á málum
sem í einhveijum tilfellum voru
komin í óefni. „Skýringin er sú
að'viðhöfum þurft að grípa í tauin-
ana hjá örfáum fyrirtækjum og í
kjölfar þess virðist sem gripið hafi
um sig einhver ótti,“ sagði Guð-
mundur.
Guðmundur sagði það stefnu
bankans að lempa málin og fara
eins mildum höndum og mögulegt
er í málum sem þessum. Vanskil
væru ekki sett í lögfræðiinnheimtu
fyrr en allt um þryti. „Við leggjum
okkur í framkróka að þurfa ekki
að fara þá leið,“ sagði Guðmundur.
Takið rnálin í eigin hendur og takið þátt
í fyrstu ráðstefnunni fyrir konur í atvinnusköpun.
Að taka ntálin í eigin hendur
Ráðstefna um atvinnusköpun kvenna
AKUREYRARBÆR
Norsku- og sænskukennara
vantar fyrir næsta skólaár. Um er að ræða 7-9
kennslustundir í hvoru tungumálinu. Umsóknum sé
skilað á skólaskrifstofu Akureyrar fyrir 15. júní nk.
Nánari upplýsingar á skólaskrifstofunni,
Strandgötu 19b, sími 27245.
Skólafulltrúi.
Aðalfundur MENOR
haldin í Alþýðuhúsinu á Akureyri
19. og 20. júní 1992.
Helstu dagskrárliðir:
Föstudagur 19. júní - kvenréttindadagurinn.
Setning - Félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir.
Kveðjur frá fyrri ráðstefnum um atvinnumál kvenna
frá Vestfjörðum og Norðurlandi vestra.
Erindi: Tímamót - ný byrjun: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir,
sagnfræðingur, þingkona.
Smiðjur: Að hafa áhrif.
Valgerður H. Bjarnadóttir og
Karólína Stefánsdóttir, Akureyri.
Ágústa Þorkelsdóttir, Refstað, Vopnafirði.
Svanhildur Árnadóttir, Dalvík.
Markaðstorg, þar sem þátttakendur kynna vörur,
þjónustu og aðgerðir í atvinnusköþun.
Ferð í Kvennalund, Naustaborgum.
Menningarsamtaka IMorðlendinga
verður haldinn laugardaginn 13. júní
1992, í Safnaðarheimili Akureyrar-
kirkju og hefst kl. 10.30 árdegis.
Fundarefni:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Fyrirhugað samstarf Menor og
Gilfélagsins á Akureyri.
3. Framtíð Menor í Ijósi skiptingar
Fjórðungssambands Norðlendinga.
4. Önnur mál.
Félagar og annað áhugafólk um menningu
og listir er hvatt til að mæta.
„Æskan og listin", dagskrá ungs listafólks
verður flutt í sal Safnaðarheimilisins kl.
12.15, og er öllum heimill ókeypis aðgangur.
Sunnudagur 20. júní.
Erindi: Konan, ísland og umheimurinn: StefaníaTraustadóttir,
félagsfræðingur, varaþingkona.
Smiðjur: Leiðir í atvinnusköpun.
Þuríður Magnúsdóttir, Iðntæknistofnun, Reykjavík.
Sigríður Sverrisdóttir, Teru, Grenivík.
Elísabet Benediktsdóttir, Byggðastofnun,
Reyðarfiröi.
Helga Erlingsdóttir, Lundarmótaseli, og
Jóhanna Valdimarsdóttir, Samkomugerði.
Erindi: Lyon Ludlam, atvinnuskapandi kona,
Los Angeles, Bandaríkjunum.
Smiðjur: Að skipuleggja framtíðina.
Þóra Þórarinsdóttir, Skeggja hf., Bakkafirði.
Elín Antonsdóttir, Akureyri.
Hildur Hákonardóttir, Selfossi.
Almennar umræöur.
Nánari upplýsingar og skráning hjá Guðrúnu og Elínu í símum
96-21210/26200/11214 (Byggðastofnun/lðnþróunarfélag Eyjafjarðar)
og Signýju í síma 96-42070 (Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga).
Þátttökugjald (f/fæði og ráðstefnugögn) er kr. 2.000,- og skráningar-
frestur er til 11. júní.
Ahugahópur um atvinnumál kvenna á Norðurlandi eystra.