Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 60

Morgunblaðið - 10.06.1992, Page 60
 RIDGID SINDRI - sterkur í verki MOHGUNBLADID, ADALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Með 80 fiskteg- undir af djúpslóð Setningn á fiskabókinni frestað SETNINGU á bókinni íslenskir fiskar var frestað á síðustu stundu, þar sem skipveijar og vísindamenn á togaranum Júlíusi Geirmunds- syni frá ísafirði höfðu veitt yfir 80 tegundir fiska í rannsóknar- leiðangri, sem nú er að ljúka. Þar af eru nokkrar fisktegundir sem ekki hafa verið skráðar hér fyrr. Ólafur Einarsson, leiðangurs- stjóri, sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær, þar sem þeir voru að ljúka 14 daga rannsóknarleið- Landspítalinn: Kostnaður Tvið opnun slysadeildar kannaður KOSTNAÐUR við opnun slysa- deildar á Landspítalanum verð- ur kannaður á næstunni. Þetta var samþykkt á fundi stjórnar- nefndar ríkisspítalanna í gær. Ámi Gunnarsson, formaður stjómarnefndar ríkisspítalanna, segir í viðtali við Morgunblaðið að það hafi verið talinn einn stærsti gallinn á rekstri Landspítalans að hann hafí ekki slysadeild. „í þessari spítalaumræðu allri sem nú gengur yfir tel ég það fyllilega koma til greina að við opnum litla slysadeild. Á fundi stjómamefndarinnar í gær var samþykkt að athuga bæði með húsnæði og kostnað við slíkt á næstunni," segir Ámi. angri á djúpslóðinni vestur og norður af landinu, að hann hefði rökstuddan grun um að þeir væm með nokkrar tegundir fiska, sem ekki hefðu verið skráðar hér áður. Hann sagði að þeir hefðu smakkað á þeim flestum og væru allar ætar og sumar ljúffengar, þar á meðal stinglax, sem hann sagði afbragðs matfisk, gljáháfur og gjölnir, sem hann kunni einnig vel að meta. Um borð eru sex sérfræðingar frá Hafrannsóknarstofnun og eru gerðar margháttaðar rannsóknir á aflanum. Til dæmis eru tekin sýni úr maga fiskanna, kvamaprafur, sýni af hreistri og fiskurinn veginn og lengdarmældur. Júlíus Geir- mundsson er væntanlegur til hafn- ar á ísafirði næstkomandi laugar- dag. Sjá Ur verinu, bls. C4. 5.000 króna sandhverfa Vestmannacyjum. Tvær lifandi sandhverfur hafa borist Náttúragripasafninu í Eyjum frá því eldisstöð Hafrann- sóknarstofnunnar auglýsti eftir sandhverfum sem þeir vildu greiða 5.000 krónur fyrir. Krist- ján Egilsson, safnvörður Nátt- úragripasafnsins í Eyjum, sagði í samtali við Morgunblaðið að eldisstöð Hafrannsóknarstofn- unar í Grindavík hyggðist gera frumrannsóknir á sandhverfunni til að athuga með möguleika á eldi hennar en sandhverfan er dýr matfiskur víða erlendis. Sandhverfan er flækingsfískur hér við land en fæst oft við Suðurlandið yfir sumartímann og því var leitað eftir því við Náttúragripasafnið í Eyjum að það tæki á móti fiskum sem bærust lifandi að landi. F^rir viku barst fyrsta sandhverfan með Skuld VE. í gær bættist önnur við er Danski Pétur VE kom með lifandi sandhverfu til hafnar og á myndinni sést Krist- ján taka á móti henni um borð í bátnum. Grímur Morgunblaðið/Sigurgeir Lyfjaskírteinum fjölgar úr 6.000 í 20.000: Stefnir í að lyfjakostiiaður verði 300 milljónir umfram fjárlög ÚTGJÖLD sjúkratrygginga vegna lyfja stefna í að verða 2,5 milljarðar króna en gert er ráð fyrir 2,2 milljörðum í fjár- lögum að sögn Einars Magnúss- onar, deildarstjóra hjá heil- brigðisráðuneytinu. Hann segir aðalástæðuna aukna útgáfu lyfjaskírteina. Þeim hafi fjölgað úr 6.000 fyrir um ári í um 20.000 nú. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráherra segir að fjölgun lyfjaskírteina sé einung- is ein af 3-4 skýringum á því að ekki hafi tekist að spara sem skyldi á árinu. Hann segir að boðaðar hafi verið frekari spamaðaraðgerðir sem feli í sér að hlutfallsgjald lyfja taki við af fastagjaldi. Einar sagði að góður árangur hefði náðst í fyrra þegar stefnt hefði verið að því að ná fram 400 milljóna króna sparnaði á einu ári en hann hefði orðið tæpar 600 milljónir á hálfu ári. „Á þessu ári var svo ætlunin að reyna að spara 800 milljónir og var þá miðað við þá þróun sem orðið hefði ef ekk- ert hefði verið gert 1. júlí í fyrra. Það markmið virðist ekki ætla að nást nema eitthvað meira verði gert. Útgjöldin stefna í um 2,5 milljarða en fjárlög gera ráð fyrir 2,2 milljörðum,“ sagði hann og benti á að gríðarlegur fjöldi lyfj- askírteina væri aðalskýringin á miklum kostnaði. Lyíjaskírteini era ætluð þeim Arðbærara að flytja álverksmiðjur Norðmanna til Islands en selja raforku til Bretlands: Flutningur á xh álframleiðslu Norðmanna sparar 20 milljarða - segir Guðmundur Magnússon prófessor GUÐMUNDUR Magnússon prófessor telur að þegar hagkvæmustu viðskipti með raforku séu athuguð þá sé arðbærara að flytja álverk- smiðjur Norðmanna til íslands, og selja þá orku sem þar Iosnar á markaðnum í Noregi eða annars staðar í Evrópu, heldur en að flyfyja raforku frá íslandi eftir sæstreng til Bretlandseyja, eins og rætt hefur verið um að gera eftir 10-20 ár. Orkukerfi annarra Norðurlanda en íslands séu samtengd, og verið sé að ráðast í lagn- ingu sæstrengja annars vegar frá Svíþjóð til Þýskalands, og hins vegar frá Danmörku til Þýskalands. Þetta kemur fram í erindi sem Guðmundur flytur í dag á norrænni ráðstefnu um viðskipti með raforku, sem haldin er í Hankö í Noregi. „Raforka til stóriðju í Noregi er seld til fyrirtælqanna undir markaðsverði, eða á 10 norska aura/kWst, eða enn lægra verði þegar markaðsverðið er 20-30 norskir aurar/kWst. Framleiðslu- kostnaður á íslandi er hins vegar um 10 norskir aurar fyrir 10 TWst af orku. Þannig sparast um 20 milljarðar íslenskra króna á ári með þessum tilflutningi. Vitað er að norsku álfyrirtækin þurfa að fara að endurnýja verksmiðjur sínar sem flestar era orðnar gaml- ar. Sömuleiðis era langtímaorku- samningar þeirra að renna út,“ segir Guðmundur í erindinu. Varðandi strengjaorku frá Is- landi til Bretlandseyja, þá segir hann að hún muni lenda í mikilli samkeppni við orku framleidda úr kolum og gasi, þannig að ekki sé nóg að geta framleitt orkuna og flutt hana á markaðinn. Það verði að vera hægt að selja hana líka. „Nú er því kjörið tækifæri til þess að beita hugmyndafluginu og freista þess að ná samningum við Norðmenn um þessi atriði. Með því móti getum við bætt okk- ur samdrátt í þorskveiðum. Bæði norsk fyrirtæki og norska ríkið hagnast á þessu og svo íslending- ar. Þetta er í rauninni tilgangur- inn með samningnum um evr- ópskt efnahagssvæði, þ.e. að láta markaðinn ráða. Hin ósýnilega hönd markaðsins vinnur því með íslendingum að þessu leyti. At- vinnusjónarmið koma eflaust til umræðu. Norðmenn ættu að standa vel að vígi við að bjóða í framkvæmdir við orkuver og verksmiðjur á íslandi, og það væri ekkert á móti því að nokkrir Norðmenn flyttust nú aftur til íslands. Það væri ekki núna fyrst og fremst vegna hárra skatta og nægs jarðnæðis á ísland, heldur vegna orkunnar í fallvötnum landsins," segir Guðmundur í er- indinu. sem þurfa að bera mikinn lyfja- kostnað. Einar sagði að ekki hefði verið kannað hvort um misnotkun þeirra væri að ræða. „En það er orðið visst áhyggjuefni hvað kortin era orðin mörg og menn hafa ekki fundið neina lausn á því,“ sagði hann. Einar sagði að hluti af skýr- ingunni á fjölgun lyfjaskírteina gæti verið að fólk hefði hreinlega ekki vitað að skírteinunum fyrr en við breytinguna 1. júlí í fyrra. Sighvatur Björgvinsson heil- brigðisráðherra sagði að vissulega hefði ætlunin verið að ná fram meiri sparnaði og með lagabreyt- ingu í janúar hefði verið boðuð breyting í þá átt sem fælist í því að leyfa að farið yrði frá fasta- gjaldi lyfja yfir í hlutfallsgjald. Hann sagði að í kjarasamningum hefði verið samþykkt að haft yrði samráð við verkalýðshreyfmguna áður en af breytingunni yrði. Nú stæðu yfír viðræður við fulltrúa hennar um málið. Ráðherra sagði að aukin útgáfa lyfjaskírteina væri einungis ein af 3-4 megin- skýringum á því að ekki hefði te- kist sem skyldi að spara á árinu. Læknar fá rúmlega 500 krónur fyrir að sækja um lyfjaskírteini fyrir sjúklinga og skiptir þá ekki máli hvort skírteinið fæst. Sig- hvatur var spurður hvort hann héldi að greiðslumar hvettu lækna til að sækja um lyijaskírteini fyrir sjúklinga sína og sagðist hann ekki trúa því að læknar sæktu um skírteini fyrir 500 kallinn. „Ég held að læknar sæki um skírteinin til að hlífa sjúklingum sínum við að taka á sig aukinn kostnað," sagði Sighvatur Björg- vinson heilbrigðisráðherra.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.