Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 41 Að gera út á sjón- deildarhringimi eftir Rögnvald Hannesson Nýlega barst mér í hendur grein eftir Kristin Péturson fyrrv. alþing- ismann. Tilefni greinarinnar var frétt af morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga, þar sem ég var einn frummælenda. Hafið það verið ætlun Kristins að beina umræðunni um fiskveiði- stjórnun inn á betri brautir, eins og ráða má af ýmsum ummælum hans, þá hefur sú tilraun mistekizt. Hann hefur fátt nýtt til málanna að leggja, og þó minna nýtilegt. Höfuðkenningar hans eru þijár. (1) Það er neikvætt samband milli stærðar hrygningarstofns og nýlið- unar. (2) Ekki er hægt að byggja upp fiskistofna með því að draga úr sókn í þá. (3) Sala aflakvóta varðar við lög og þýðir sviptingu atvinnuréttinda. Hvers vegna er fiskveiðistjórnun nauðsynleg? Tökum fyrst fyrir kenningar (1) og (2). Ekki er nóg með, að þessar kenningar séu rangar, heldur mundu þær engan veginn þýða, að ekki þyrfti að stjórna fiskveiðum til að ná hámarks afrakstri, þó rétt- ar væru. Höfuðástæða þess, að fisk- veiðum verður að stjórna, er sú, að fiskistofnar eru sameiginleg auð- lind. Þeir, sem hagnýta slíka auð- lind, eru að vissu marki að veiða hver frá öðrum. Hugsum okkur, að þorskurinn komi einhvers staðar utan af hafínu á ári hveiju og að þetta endurtaki sig alltaf, enda þótt við skiljum ekki kvikindi eftir, þeg- ar vertíðinni lýkur. Væri skynsam- legt að leyfa ótakmarkaðan aðgang að veiðum við þessar aðstæður? Nei, það væri alls ekki skynsam- legt. Fisk, sem Pétur tekur í dag, gæti Páll tekið á morgun. Þó bætt sé við í flotann togara, sem gæti veitt 100 tonn á ári, ef nóg væri til af físki, þá eykst ekki aflinn um 100 tonn; afli hinna togaranna, sem fyrir voru, rýrnar, og það verður að draga þá rýrnun frá til að finna hreinan viðbótarafla togarans, sem bætt var við. Þetta er einföld og augljós afleiðing þess, að aflinn, sem hægt er að taka, er takmarkað- ur. Um það mætti væntanlega deila, hve stór aflinn gæti orðið; það er vel þekkt staðreynd, að stærð fiski- stofna er erfítt að meta. Það þýðir hins vegar ekki, að stærð fiski- stofna sé ótakmörkuð. Að láta sem svo sé og ekki þurfí að takmarka fjölda fiskiskipa umfram það, sem gerizt af sjálfu sér, er vissulega að gera út á sjóndeildarhringinn, svo notað sé orðalag Kristins. Afleið- ingarnar eru vel þekktar. Þátttakan í veiðunum yrði það mikil, að afla- verðmæti á skip hrykki rétt til að greiða kostnað þess, og gæti orðið minni. Frá þjóðhagslegu sjónarmiði er gallinn við þetta fyrirkomulag sá, að aflaverðmæti viðbótarskips er mun minna en kostnaðurinn við skipið og hugsanlega neikvætt, verðmætum er sóað í óþörf físki- skip. Rögnvaldur Hannesson „Hver er svo munurinn á landbúnaði og sjávar- útvegi í þessu sam- bandi? Einhver kann að svara því til, að bóndinn sái en fiskimaðurinn hirði bara afrakstur náttúrunnar. En þetta á ekki við um afréttar- löndin, og fiskimiðin eiga það einmitt sam- eiginlegt með afréttar- löndunum, að afrakstur þeirra er takmarkaður miðað við getuna til að hagnýta hann.“ Uppbygging stofna og nýliðun Hugsanlegt samband stærðar hrygningarstofns og fjölda nýliða þýðir það eitt, að taka verður tillit til þess þegar ákvörðun er tekin um hæfilegan ársafla. Ef þetta sam- band er neikvætt á einhveiju ákveðnu bili, ætti sókn að vera meiri og veiðistofn minni en ella. Þetta samband hefur hins vegar enga afgerandi þýðingu fyrir það, hvort takmarka eigi afla og sókn eða ekki. Ragnar Árnason prófessor hefur þegar gagnrýnt skilmerkilega röksemdir Kristins um samband hrygningarstofns og nýliðunar. Sömuleiðis hefur hann bent á þá vel þekktu staðreynd, að byggja má upp fiskistofna með því að lækka dánartölu físka, þannig að þeir komist nær þeim aldri, sem gefur hámarksþyngd. Það má að sjálfsögðu deila um, hversu langt eigi að ganga í að byggja stofnana upp. Bæði eru þau sambönd, sem hafa áhrif á upp- bygginguna, ekki að fullu þekkt, og eins er hinn efnahagslegi ávinn- ingur af uppbyggingu stofna óviss. Þetta dregur ekkert úr nauðsyn þess að hafa stjórn á veiðum og afla, en gerir hins vegar ákvarðan- ir um hæfilegan hámarksafla að meira álitamáli en ef öll sambönd væru þekkt með fullri vissu. Sala aflakvóta og atvinnuréttíndi Þá er komið að þriðju kenning- unni. Kristinn kallar sölu aflakvóta sölu á atvinnuréttindum. Slík at- vinnuréttindi ganga reyndar kaup- um og sölum í landbúnaði til dæm- is. Enginn getur farið að stunda búskap nema hann kaupi éða leigi jörð. Bændur reka ekki einu sinni búfé í afréttarlönd hvers annars nema eftir samkomulagi. Ég á ekki von á, að Kristinn mæli með því, að þessu skipulagi verði breytt; að menn til dæmis fari að bijóta land undir kálgarð í landi annarra, eða jafnvel taka upp kartöflur nágrann- ans. Svo langt ná varla hin fijálsu atvinnuréttindi í hugarheimi Krist- ins. Hver er svo munurinn á land- búnaði og sjávarútvegi í þessu sam- bandi? Einhver kann að svara því til, að bóndinn sái en fískimaðurinn hirði bara afrakstur náttúrunnar. En þetta á ekki við um afréttarlönd- in, og fiskimiðin eiga það einmitt sameiginlegt með afréttarlöndun- um, að afrakstur þeirra er takmark- aður miðað við getuna til að hag- nýta hann. Það, sem er kannski ólíkast með fiskimiðunum og afréttarlöndunum er, að við erum allskostar óvön að líta á nýtingarrétt af fískimiðum sem einkaeign. Fiskimiðin hafa hingað til verið opin öllum sem vildu og dug höfðu til að sækja þangað björg í bú. Þetta fyrirkomulag veld- ur sóun og eyðileggingu, þegar tækni og kunnátta til að hagnýta fiskimiðin fer fram úr ákveðnu marki. Þegar svo er komið, verða menn að leita að nýju skipulagi, sem gæti komið í veg fyrir eyðileggingu og ofnotkun. Út frá þeirri reynslu, sem við höfum við mismunandi efnahagsskipulagi, virðist ljóst, að slíkt skipulag verði að byggja á ein- hvers konar einkarétti til afnota fískimiðanna. Við, sem höfum gerzt talsmenn sölu aflakvóta eða ann- arra slíkra aðgerða, höfum litið á þetta sem þátt í þjóðarsátt um físk- veiðistefnuna; fáum útvöldum, sem bezt kunna til verka, er úthlutaður einkaréttur til nýtingar fiskimið- anna um lengri eða skemmri tíma til að tryggja sem bezta hagnýt- ingu, gegn því að þeir skili einhveij- um hluta af arðinum í hinn sameig- inlega sjóð landsmanna, sem stend- ur straum af útgjöldum hins opin- bera til sameiginlegra þarfa. Skilningsleysi á skipulagsbreytingum Það er náttúrlega ekkert undar- legt, að nýskipan eins og einkarétt- ur til að hagnýta fiskimið, sem fram að þessu hafa verið öllum opin, skuli valda töluverðum deilum. Mörgum finnst slíkt óréttlátt, og hafa ekki skilning á nauðsyn hins nýja skipu- lags til að trygga sem mesta verð- mætasköpun í þjóðarbúinu. Úr því að ég tók bújarðir til samanburðar, þá er kannski ekki úr vegi að nefna dæmi úr landbúnaði, sem er að nokkru leyti hliðstætt hinni svo- nefndu einkavæðingu fískimiðanna við Island. I hinum fyrrverandi Sov- étríkjum hafa verið gerðar tilraunir til að selja land til einkaaðila, í því skyni að auka framleiðslu á land- búnaðarafurðum. Þetta hefur geng- ið misjafnlega vel, af ástæðum sem ekki eru með öllu ólíkar hugmyndum Kristins Péturssonar og ýmissa ann- arra um atvinnuréttindi í fískveið- um. Eftir herferð Stalíns á þriðja áratugnum, var einkaeign á landi afnumin í Sovétríkjunum. Tvær kynslóðir fólks voru síðan aldar upp í Sovétríkjunum í þeirri trú, að einkaeign á landi væri einn af höfuðókostum skipulags, sem byggði á arðráni manns á manni og dæmt væri tii að hrynja fyrr eða síðar. Ýmsir þeir, sem keypt hafa land eftir að markaðsbúskapur og kapíalismi hófu innreið sína í hin fyrrverandi Sovétríki, hafa lent í þeim erfiðleikum, að verkalýður á samyrkjubúum hefur alls engan skilning á réttmæti slíks skipulags, en lítur á það sem stuld á sameigin- legri auðlind og ógnun við atvinnu- réttindi sín. Hinn 13. maí sl. birti brezka blaðið „Financial Times“ greinarflokk um efnahagshorfurnar í Rússlandi. Þar var viðtal við einn af hinum nýju einkabændum þar í landi. Hann plægði og sáði gras- fræi, og nú beita samyrkjubændur kúm sínum á Iand hans, sem þeir líta á sem sameiginlega auðlind. Skilti með textanum „Einkaeign" hafa í tvígang verið rifín niður og eyðilögð. Hann ætlar samt ekki að gefast upp og hefur leigt sér vopn- aða lögregluverði, sem nú eru til sölu eins og margt annað í hinum fyrrverandi Sovétríkjum, til að gæta landsins. Einnig var sagt frá konu, sem keypti land, og lenti í enn meiri erfiðleikum. Eftir að hún hafði byggt yfír sig og keypt nauðsynleg áhöld, var brenndur ofan af henni bærinn. Enda þótt vinnubrögð Kristins Péturssonar og skoðanabræðra hans eigi ekkert skylt við aðgerðir hinna rússnesku samyrkjubænda, er skilningsleysið á nauðsyn __ nýs skipulags þeim sameiginlegt. Áhrif þeirra á efnahagsframvinduna gætu í báðum tilvikum orðið ill og afdrifa- rík. Höfundur er prófessor við Versl- unarháskóla Noregs í Björgvin. Nýtt fm SENSODYNE SENSODYNE TANNKREMIÐ NÚ EINNIG FÁANLEGT I HANDHÆGUM PUMPUM. SEARCH TANNBORÐINN - MIKLU BREIÐARI EN ÞRÁÐUR. STÆRRA YFIRBORÐ NÆR BETUR TIL TANNSÝKLU OG FÆÐULEIFA OG FER BETUR MEÐ TANNHOLDIÐ. KBVHMIlA Hörgatúni 2, Garöabæ Sími 40719 Orugg festing Helstu söluaðilar BMF á íslandi: Höf uðborgars væðið: Húsasmiðjan hf., Reykjavfk. Húsasmiðjan hf., Hafnarfirði. Vesturland: Akur hf., Akranesi. Kaupf. Borgfiröinga, Borgamesi. Skipavlk hf., Stykkishólmi. Vestfirðir: Pensillinn hf„ Isafiröi. Norðurland vestra: Kaupf. V-Húnvetninga, Hvammsanga. Kaupf. Húnvetninga, Blönduósi. Kaupf. Skagfirðinga, Sauðárkróki. Norðurland eystra: KEA byggingavörudeild, Lónsbakka, Akureyri. Torgið hf„ Siglufirði. Kaupf. Þingeyinga, Húsavlk. Austurland: Kaupf. Héraðsbúa, Egilsstöðum. Kaupf. Fram, Neskaupstað. K.A.S.K. Höfn, Homafirði. Suðurland: Kaupf. Rangæinga, Hvolsvelli. Höfn-Þrlhymingur, Hellu. S.G. búðin, Selfossi. Húsey, Vetmannaeyjum. Suðurnes: Jám & skip, Keflavlk.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.