Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 2
0
2
seei ImC/i, .oi 5r!;iA''n!>HVQiM qjga.iíi^i
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra:
Til greina kemur að
endurskoða búvöru-
sammnginn frá grunni
Akurej^ri.
„BUVORUSAMNINGURINN er
engin heilög örk,“ sagði Halldór
Blöndal landbúnaðarráðherra á
fundi með bændum í Laugaborg
í Eyjafjarðarsveit í gærkvöldi.
FjöUeikahús í Reykjavík:
Sæljónin
komintil
landsins
SÆLJÓNIN þijú sem deilt
hefur verið um hvort hafa
megi til sýnis i fjölleikahúsi
í Reykjavík í sumar eru kom-
in til landsins. Dýravemdar-
nefnd ríkisins mun líklega
taka ákvörðun í dag um hvort
hafa megi dýrin til sýnis hér-
lendis í sumar að sögn Sig-
urðar Sigurðarsonar, for-
manns nefndarinnar.
Dýravemdamefnd mun meta
aðbúnað sæljónanna í dag og
ef hún telur hann fullnægjandi
mun Jörundur Guðmundsson,
sem ætlar að reka ijölleikahús-
ið, fá ieyfí til að hafa sæljónin
til sýnis í sumar. Að sögn Sig-
urðar Sigurðarsonar er hins
vegar ekki fullvíst hvort nefnd-
inni takist að meta aðbúnaðinn
í dag.
Hann sagði að sá samdráttur í
sauðfjárframleiðslu sem bændur
stæðu nú frammi fyrir væri mjög
alvarlegur, og yrðu þeir að mæta
fyrirsjáanlegum tekjusamdrætti
með hagræðingu og vöraþróun.
Halldór sagði að á síðustu tveim-
ur ámm hefði orið 32% samdráttur
í sauðfjárframleiðslu og 7% í fram-
leiðslu mjólkur. Ljóst væri að bænd-
ur fengju ekki bætur vegna þessa
til frambúðar, og óhjákvæmilegt
væri að bændum myndi fækka og
byggð dragast saman af þessum
sökum. Hann sagði að opinber af-
skipti af landbúnaðarmálum undan-
fama áratugi hefðu ekki leitt til
góðs, og of mikil yfírstjóm myndi
síður en svo lyfta bændastéttinni
upp úr þeim þrengingum sem hún
væri nú í. Farsælast væri að bænd-
ur tækju sjálfír ábyrgð á sínum
sölumálum, eins og nú hyllti reynd-
ar undir að yrði.
Landbúnaðarráðherra sagði að
þó svo að endurskoðun yrði hafín
á búvörusamningnum, þá stæði
ekki til að draga úr greiðslum til
bænda, og í heild sinni yrði staðið
við það sem kveðið er á um í samn-
ingnum. Hann sagði skynsamlegt
að kannað yrði gaumgæfilega
hvemig best væri að veija fjármun-
um til greinarinnar, og í máli hans
kom meðal annars fram að hugsan-
lega mætti spara 300-400 milljónir
árlega með því að gefa áburðarverð
fijálst.
Landspítalinn vill gera
70 hjartaðgerðir í viðbót
STJÓRNARNEFND Ríkisspítala hyggst gera heilbrigðisráðuneytinu
tilboð um að Landspítalinn geri allt að 70 hjartaaðgerðir til viðbót-
ar þeim um 200 aðgerðum sem fjárveiting er fyrir nú í byijun árs.
63 sjúklingar eru á biðlista eftir hjartaaðgerðum og þykir ljóst að
senda þurfi sjúklinga út ef hjartaaðgerðir hér á landi verði einung-
is um 200 í ár. Það er hins vegar þrefalt dýrara en að framkvæma
aðgerðimar hér.
Að sögn Áma Gunnarssonar, for-
manns stjómamefndar ríkisspítal-
anna, er ljóst að þörf er fyrir um
270 hjartaaðgerðir í ár.
„Við höfum ákveðið að bjóðast til
að taka að okkur þessar 70 aðgerðir
í viðbót í stað þess að Trygginga-
stofnun ríkisins þurfí að greiða
kostnað fyrir sjúklinga sem þiirfi að
fara utan í aðgerðir," segir Árni.
Hann segir að hjartaaðgerðimar
séu tvisvar til þrisvar sinnum dýrari
ytra og því yrði um mikinn spamað
fyrir ríkissjóð að ræða.
„Við erum jafnframt að kanna
hvort við gætum tekið að okkur
hjartaðgerðir á útlendingum ef vel
gengur með að minnka biðlistann
hjá okkur þar sem hver aðgerð myndi
væntanlega geta fært inn tekjur sem
greiddi eina aðgerð á íslendingi,"
segir Ámi.
Morgunblaðið/Sverrir
Fjölmennt norrænt læknaþing
28. þing norrænna fæðinga- og kvensjúkdóma-
lækna var sett af Sighvati Björgvinssyni heilbrigð-
isráðherra í Perlunni í gærkvöldi. Þingið er stærsta
læknaþing hérlendis í ár en um 750 þátttakendur
sækja það, þar af rúmlega 500 fæðinga- og kven-
sjúkdómalæknar frá öllum Norðurlöndunum.
Skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar:
Framsóknarflokkur
fengi 26,2% atkvæða
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN fengi 31,6% atkvæða ef kosið væri
til Alþingis nú og hefur tapað 3,6% fylgi frá því í nóvember, sam-
kvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Félagsvísindastofnun
Háskóla íslands hefur gert fyrir Morgunblaðið. Framsóknarflokkur-
inn fengi 26,2% sem er 4,5% hærra hlutfall en í nóvember. í könnun-
inni nú segjast 28,1% svarenda vera stuðningsmenn ríkisstjórnarinn-
ar, 52,8% eru andstæðingar hennar og 19,3% eru hlutlausir.
í samsvarandi skoðanakönnun
sem gerð var í nóvember síðastliðn-
um fékk Sjálfstæðisflokkurinn
35,2% fylgi samanborið við 31,6%
nú, en í kosningunum 1991 fékk
flokkurinn 38,6% atkvæða. Fram-
sóknarflokkurinn fékk 21,75 fylgi
í könnuninni í nóvember, 26,2% nú,
en í kosningunum fékk hann 18,9%
atkvæða. Alþýðubandalagið hefur
17,5% fylgi samkvæmt könnuninni,
fékk 19,6% í nóvember en 14,4% í
kosningunum. Kvennalistinn mæl-
ist með 12,2%, heldur meira en í
nóvember þegar hann hafði 10,8%
en 8,3% í kosningunum. Alþýðu-
flokkurinn fékk f könnuninni nú
10,4% fylgi, hann naut 11,3% fylg-
is í nóvember, en fékk 15,5% at-
kvæða í kosningunum.
Þegar afstaðan til ríkisstjórnar-
innar er greind eftir stuðningi svar-
enda við flokka, þá kemur í ljós að
80,6% stuðníngsmanna Sjálfstæðis-
flokksins styðja ríkisstjórnina en
6,9% eru andstæðingar, og 58,1%
stuðningsmanna Alþýðuflokksins
styðja stjórnina, en 27,4% eru and-
stæðingar. Af stuðningsmönnum
Framsóknarflokksins styðja 3,6%
ríkisstjómina, en 84,9% eru henni
andvígir, og sömuleiðis styðja 3,6%
stuðningsmanna Alþýðubandalags-
ins stjórnina en andstæðingar eru
89,3%. Af stuðningsmönnum
Kvennalistans styðja 2,7% stjórnina
og andstæðingar hennar eru 84%.
Sjá frétt á miðopnu.
Þrotabú ÍSNO selt
fyrir 22 milljónir
Hlutafélagið Rifós stofnað um reksturmn
Morgunblaðið/Ingvar
Hætta á mengunarslysi hjá Isaga
Slökkviliðið í Reykjavík var í gærkvöldi kallað
að athafnasvæði ísaga við Stórhöfða, en þar
rauk gufa upp af gaskút. í upphafi var haldið
að þar væri um klórgas að ræða, en það er eitr-
að og hefði getað valdið nokkurri mengun.
Slökkviliðsmenn sprautuðu fyrst vatni á gufuna
en fljótlega tókst að loka kútnum og koma hon-
um í gám, þar sem hægt var að tappa af honum
og eyða efninu. Samkvæmt upplýsingum frá
slökkviliðinu er nú talið að ekki hafí verið klór-
gas í kútnum, en í gærkvöldi var ekki enn vitað
um hvaða lofttegund hér var að ræða.
UNDIRBÚNINGSHÓPUR um
nýtt hlutafélag um ÍSNO keypti
í gær fasteignir og lausafé þrota-
bús ÍSNO fyrir 16 milljónir króna
og seyði og klakfisk fyrir 6
milljónir króna, sem borgað
verður upp innan eins árs, að
sögn Ólafs Jónssonar sem er í
undirbúningsnefnd fyrir hið nýja
hlutafélag. Hlutafélagið, sem
fengið hefur nafnið Rifós, mun
ekki taka við skuldum þrotabús-
ins sem áætlaðar hafa verið um
700 milljónir. Landsbanki íslands
og ýmsir opinberir sjóðir voru
stærstu einstöku lánardrottnar
ÍSNO.
í Morgunblaðinu hefur áður kom-
ið fram að bókfært verð eigna fyrir-
tækisins var um 400 milljónir
króna. „Það er ekkert athugavert
við það að undirbúningshópurinn
skyldi kaupa þrotabú ISNO fyrir
22 milljónir eins og staðan er nú í
fiskeldi. Enginn annar aðili var til-
búinn að greiða hærra verð á jafn
skömmum tíma og við gerum. Þess
vegna er verðið jafn lágt og við
fáum þrotabúið nú á. í hinu nýja
hlutafélagi verður breiður hópur
hluthafa og þar á meðal_ nokkrir
af fyrrum starfsmönnum ÍSNO og
heimamenn í Kelduhverfi," segir
Ólafur Jónsson.
„Við munum skoða ýmsa þætti
til að bæta og efla rekstur Rifóss.
Hingað til hefur fyrirtækið einungis
verið í laxeldi en til greina kemur
að vera einnig með annars konar
fiskeldi." sagði hann.
-------» ------------
Tværtrillur
vélarvana
Vogum.
EINS tonna opinn grásleppubát-
ur, Sigþór frá Vogum, dró í
gærkvöld tvær vélarvana trillur,
Fengsæl HF og Lilju Helgu KE,
að landi í Vogum. Trillurnar
höfðu verið á færaveiðum, en
vegna vélarbilunar hjá Lilju
Helgu tók Féngsæll hana í tog
út af Vatnsleysuströnd. Fengsæll
varð síðan vélarvana á hvirflun-
um út af Vogum.
Þórður Vormsson á Sigþóri var
að vitja um grásleppunet er hann
sá tvo báta liggja saman, en athug-
aði það ekki nánar fyrr en menn
um borð veifuðu til hans. Kom þá
í Ijós að báðár trillurnar voru vélar-
vana. Tók Þórður síðan trillurnar í
tog og dró þær að landi í Vogum.
Hann sagði það hafa verið létt verk,
þrátt fyrir að þær væru mun stærri
en hans eigin trilla. E.G.