Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
55
i
I
)
I
I
Sýnd í A-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
'ÐAVERÐ KR. 300
5 OG 7 SÝNINGAR
ALLA DAGA
SPOTS-
WOOD
Óskarsverð-
launahafinn
Anthony
Hopkins í sinni
nýjustu mynd
Wallace (Anthony
Hopkins) er ráðinn til þess
að auka framleiðslu og
hagnað í skóyerksmiðju í
smábænum Spotswood.
Hans ráð eru: Reka starfs-
fólkið, hætta framleiðslu
og flytja inn skóna. Þar
kemur mannlegi þátturinn
inn i.
Aðalhlutverk:
Anthony Hopkins
og Ben Mendelsohn.
Leikstjóri: Mark Joffe.
MITT EIGIÐIDAHO
★ ★★★ L.A. TIMES
★ ★★★ PRESSAN
★ ★★ MBL.
Sýnd í B-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
FÓLKIÐ UNDIR
STIGANUM
Sýnd í C-sal
kl. 5, 7, 9 og 11.
Bönnuð innan 16 ára.
Vestnorrænt kvennaþing
haldið á Egilsstöðum í ágúst
Morgunblaðið/Sverrir
Frá fréttamannafundi undirbúningsnefndar Vestnor-
ræna kvennaþingsins. Þórveig Þormóðsdóttir frá BSRB,
Guðrún Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri þingsins, Ragn-
heiður Harðardóttir frá Jafnréttisráði, formaður nefnd-
arinnar, og Lísa Thomsen frá Kvenfélagasambandi ís-
lands. Auk þeirra eru í nefndinni Lára V. Júlíusdóttir
frá ASÍ og Guðrún Ámadóttir frá Kvenréttindafélagi
Islands.
) UNDIRBÚNINGUR Vest-
norræna kvennaþingsins,
er haldið verður á Egils-
) stöðum 20. til 23. ágúst,
stendur nú sem hæst. Þátt-
takendur verða konur frá
| Færeyjum, íslandi og
Grænlandi. Boðið verður
upp á fjölbreytta dagskrá,
með umræðum og mcnn-
ingarviðburðum auk ýmis-
konar kynningarstarfsemi.
Búist er við um 50 konum
frá Grænlandi, 50-100 kon-
um frá Færeyjum auk
150-200 íslenskum konum.
Undirbúningsnefnd .
kvennaþingsins boðaði ný-
lega til fréttamannafundar
um þingið. Ber þingið yfir-
skriftina Vinnumarkaðurinn,
en hver þingdagur verður auk
• þess helgaður sérstökum mál-
efnum. Fyrsta daginn verður
) fjallað um vinnumarkað og
menntun, stöðu kvenna og
kjör í þéttbýli og dreifbýli.
| Annan daginn verður rætt
um hafið, sjávarútvegs- og
umhverfismál, með tilliti til
| nýtingar auðlindarinnar.
Einnig verður rætt um áhrif
samninganna um evrópskt
efnahagssvæði, vígbúnaðar
og friðarmála á stöðu kvenna.
Síðasti þingdagurinn ber yfir-
skriftina Konur og möguleik-
ar þeirra til áhrifa. Meðal
umræðuefna verða konur í
verkalýðshreyfingunni, konur
og hagfræði, sérstök verka-
lýðsfélög fyrir konur, kvenna-
listar, og fleira.
Auk þessarar dagskrár
verður ýmislegt á boðstólum,
svo sem kynningar- og sölu-
básar þar sem konur í félög-
um og félagasamtökum ýmis-
I konar kynna starfsemi sína
eða selja framleiðslu. Sérstök
menningardagskrá verður
| fyrstu tvo dagana. Fyrra
kvöldið verður fjallað um kon-
ur í þjóðsögum landanna
I þriggja í tali og tónum, og
hið síðara sjá konur á Austur-
landi um dagskrána. Á laug-
ardagskvöld býður bæjar-
stjórn Egilsstaða þingkonum
til grillveislu í Atlavík.
Einnig verður boðið upp á
fyrirlestra, utanhússleikfimi í
umsjá íþróttakvenna, græn-
lenskan trommudans og fær-
eyskan fjöldadans. Að lokum
verður hlaðin varða með
steinum frá löndunum þrem-
ur, sem varanlegt minnis-
merki um Vestnorræna
kvennaþingið.
„Það er sorglegt hversu lít-
ið við höfum kynnst grann-
þjóðum okkar, þótt nálægar
séu,“ sagði Guðrún Ágústs-
dóttir, framkvæmdastjóri
þingsins. „En þessu viljum
við breyta — það er til dæm-
is óhemju spennandi að fá
innsýn í menningararf græn-
lenskra kvenna," sagði hún.
„Svo munu austurlensku kon-
umar taka á móti þeim fær-
eysku og fara með þær í
kynnisferðir um nágrennið.
Þess má geta að allt hið mikla
verk kvennanna að austan við
umsjón og framkvæmd þings-
ins er unnið í sjálfboðavinnu."
Guðrún kvað þingið hafa
hlotið fjárstyrk frá Vestnor-
ræna þingmannasamband-
inu, auk þess sem 3,2 milljón-
um króna sé varið til undir-
búnings þess á fjárlögum.
Gjald fyrir þingþátttöku er
2.000 krónur, og eru dag-
skrá, ráðstefnugögn og tau-
poki með merki þingsins inn-
ifalin í þeirri upphæð. Gist-
ingu er unnt að fá allt frá
700 krónum á nótt fyrir
svefnpokapláss upp í 3.700
krónur á mann í tveggja
manna herbergi. Sökum
væntanlegs fjölda þing-
kvenna verður komið upp
rútuferðum milli gistingar-
og þingstaða. í Hótel Vala-
skjálf og Hótel Eddu verður
auk þess hægt að kaupa
mat. Ferðamiðstöð Austur-
lands sér um leiguflug á þing-
ið, og kostar flugfar fram og
til baka frá Reykjavík til
Egilsstaða 10.100 krónur.
íslenskar konur geta nú
skráð sig á þingið, og liggja
eyðublöð um þátttökutilkynn-
ingar frammi hjá Jafnréttis-
ráði, á skrifstofum ASÍ og
BSRB og á eftirtöldum bæj-
arskrifstofum: Akureyri,
Neskaupstað, Höfn í Horna-
firði, Vestmannaeyjum, Sel-
fossi, Keflavík, Akranesi,
ísafírði og Blönduósi, og hjá
Ferðamiðstöð Austurlands á
Egilsstöðum. Þeir sem áhuga
hafa á söluaðstöðu, kynning-
arbás eða fyrirlestrarsal geta
einnig sótt ilm það.
REGNBOGINN SÍMI: 19000
Sjálfstæðiskonur lýsa áhuga
á háskólanum á Akureyri
HINN 23. maí sl. hélt
Landssamband sjálfstæðis-
kvenna fulltrúaráðsfund á
Akureyri. Fundinn sátu
sjálfstæðiskonur víðsvegar
af landinu, og nutu þær
góðrar fyrirgreiðslu
heimakvenna. Eins og
kemur fram í ályktun
fundarins snerist efni hans
um Háskólann á Akureyri,
menningarmál og listir og
loks um stöðu kvenna í
stjórnmálum, segir í frétt
frá landssambandinu.
þess í skólakerfinu og virtar
séu þær námsbrautir sem
leiða til starfa í þjónustu og
iðnaði.
Fundurinn fagnar þeirri
endurskoðun laga um grunn-
skóla og framhaldsskóla,
sem hafin er á vegum
menntamálaráðherra og
undirstrikar mikilvægi þess
að þjóðin búi við góða skóla-
stefnu, því að fjölbreytt og
skilvirkt skólakerfi er einn
af hornsteinum velmegunar
í landinu.
Fundurinn hvetur sjálf-
stæðiskonur um land allt til
aukinnar þátttöku í starfi
Sjálfstæðisflokksins. Með því.
móti verða konur áhrifameiri
í mikilvægari ákvarðanatöku
um mótun samfélagsins."
Frummælendur á fundin-
um voru fólk sem starfandi
er við háskólann á Akureyri
og í þeirri uppbyggingu lista-
starfs sem nú á sér stað
þar, auk ráðherra sam-
göngu- og landbúnaðarmála.
Fram kom í máli frum-
mælenda að Háskólinn og
aðrir framhaldsskólar á Ak-
ureyri skiptu verulegu máli
í atvinnulífi staðarins og
nánasta umhverfis. Þeir gátu
þess einnig að núverandi ráð-
herra samgöngu- og land-
búnaðarmála hefði lengi ver-
ið ötulasti talsmaður Há-
skóla á Akureyri.
„Fulltrúaráðsfundur
Landssambands sjálfstæðis-
kvenna, sem haldinn var 23.
maí sl. á Akureyri, lýsir
áhuga sínum á uppbyggingu
Háskólans á Akureyri, á
þeim sviðum sem hann hefur
einkum haslað sér völl á, sem
eru sjávarútvegs- og heil-
brigðisbrautir. Um leið og
fundurinn minnir á mikil-
vægt hlutverk öflugra
Tienntastofnana í þróun
byggðar í landinu minnir
hann á það hvernig skóla-
kerfið allt þarf að auka vægi
Veltingaskálinn Brú.
Veitmgaskálinn Brú
í Hrútafirði 20 ára
VEITINGASKALINN Brú í Hrútafirði hóf 20. maí sl.
sumarstarfið. I sumar á skálinn 20 ára afmæli og í til-
efni af þvi hefur yfirkokkur skálans útbúið nýjan matseð-
il þar sem allir sælkerar ættu að finna eitthvað við sitt
hæfi.
Auk þess býður Veitinga-
skálinn Brú upp á hefð-
bundna grillrétti, smurt
brauð, kaffi og kökur ásamt
öllum almennum vörum fyrir
ferðamenn.
Við skálann er bílaþvotta-
plan og sömuleiðis er selt
bensín frá ESSO. Veitinga-
skálinn Brú er rekinn af
Kaupfélagi Hrúfirðinga á
Borðeyri. Um rekstur skál-
ans í sumar sjá þær Guðlaug’
Jónasdóttir, rektrarfræði-
nemi, og Guðlaug Jónsdóttir,
matreiðslumaður, starfsfólk
skálans er um tuttugu
manns. Kaupfélagsstjóri er
Máni Laxdal.
Veitingaskálinn Brú er
opinn alla daga frá kl. 8-23.
(Fréttatilkynning)