Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 55 i I ) I I Sýnd í A-sal kl. 5, 7, 9 og 11. 'ÐAVERÐ KR. 300 5 OG 7 SÝNINGAR ALLA DAGA SPOTS- WOOD Óskarsverð- launahafinn Anthony Hopkins í sinni nýjustu mynd Wallace (Anthony Hopkins) er ráðinn til þess að auka framleiðslu og hagnað í skóyerksmiðju í smábænum Spotswood. Hans ráð eru: Reka starfs- fólkið, hætta framleiðslu og flytja inn skóna. Þar kemur mannlegi þátturinn inn i. Aðalhlutverk: Anthony Hopkins og Ben Mendelsohn. Leikstjóri: Mark Joffe. MITT EIGIÐIDAHO ★ ★★★ L.A. TIMES ★ ★★★ PRESSAN ★ ★★ MBL. Sýnd í B-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. FÓLKIÐ UNDIR STIGANUM Sýnd í C-sal kl. 5, 7, 9 og 11. Bönnuð innan 16 ára. Vestnorrænt kvennaþing haldið á Egilsstöðum í ágúst Morgunblaðið/Sverrir Frá fréttamannafundi undirbúningsnefndar Vestnor- ræna kvennaþingsins. Þórveig Þormóðsdóttir frá BSRB, Guðrún Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri þingsins, Ragn- heiður Harðardóttir frá Jafnréttisráði, formaður nefnd- arinnar, og Lísa Thomsen frá Kvenfélagasambandi ís- lands. Auk þeirra eru í nefndinni Lára V. Júlíusdóttir frá ASÍ og Guðrún Ámadóttir frá Kvenréttindafélagi Islands. ) UNDIRBÚNINGUR Vest- norræna kvennaþingsins, er haldið verður á Egils- ) stöðum 20. til 23. ágúst, stendur nú sem hæst. Þátt- takendur verða konur frá | Færeyjum, íslandi og Grænlandi. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá, með umræðum og mcnn- ingarviðburðum auk ýmis- konar kynningarstarfsemi. Búist er við um 50 konum frá Grænlandi, 50-100 kon- um frá Færeyjum auk 150-200 íslenskum konum. Undirbúningsnefnd . kvennaþingsins boðaði ný- lega til fréttamannafundar um þingið. Ber þingið yfir- skriftina Vinnumarkaðurinn, en hver þingdagur verður auk • þess helgaður sérstökum mál- efnum. Fyrsta daginn verður ) fjallað um vinnumarkað og menntun, stöðu kvenna og kjör í þéttbýli og dreifbýli. | Annan daginn verður rætt um hafið, sjávarútvegs- og umhverfismál, með tilliti til | nýtingar auðlindarinnar. Einnig verður rætt um áhrif samninganna um evrópskt efnahagssvæði, vígbúnaðar og friðarmála á stöðu kvenna. Síðasti þingdagurinn ber yfir- skriftina Konur og möguleik- ar þeirra til áhrifa. Meðal umræðuefna verða konur í verkalýðshreyfingunni, konur og hagfræði, sérstök verka- lýðsfélög fyrir konur, kvenna- listar, og fleira. Auk þessarar dagskrár verður ýmislegt á boðstólum, svo sem kynningar- og sölu- básar þar sem konur í félög- um og félagasamtökum ýmis- I konar kynna starfsemi sína eða selja framleiðslu. Sérstök menningardagskrá verður | fyrstu tvo dagana. Fyrra kvöldið verður fjallað um kon- ur í þjóðsögum landanna I þriggja í tali og tónum, og hið síðara sjá konur á Austur- landi um dagskrána. Á laug- ardagskvöld býður bæjar- stjórn Egilsstaða þingkonum til grillveislu í Atlavík. Einnig verður boðið upp á fyrirlestra, utanhússleikfimi í umsjá íþróttakvenna, græn- lenskan trommudans og fær- eyskan fjöldadans. Að lokum verður hlaðin varða með steinum frá löndunum þrem- ur, sem varanlegt minnis- merki um Vestnorræna kvennaþingið. „Það er sorglegt hversu lít- ið við höfum kynnst grann- þjóðum okkar, þótt nálægar séu,“ sagði Guðrún Ágústs- dóttir, framkvæmdastjóri þingsins. „En þessu viljum við breyta — það er til dæm- is óhemju spennandi að fá innsýn í menningararf græn- lenskra kvenna," sagði hún. „Svo munu austurlensku kon- umar taka á móti þeim fær- eysku og fara með þær í kynnisferðir um nágrennið. Þess má geta að allt hið mikla verk kvennanna að austan við umsjón og framkvæmd þings- ins er unnið í sjálfboðavinnu." Guðrún kvað þingið hafa hlotið fjárstyrk frá Vestnor- ræna þingmannasamband- inu, auk þess sem 3,2 milljón- um króna sé varið til undir- búnings þess á fjárlögum. Gjald fyrir þingþátttöku er 2.000 krónur, og eru dag- skrá, ráðstefnugögn og tau- poki með merki þingsins inn- ifalin í þeirri upphæð. Gist- ingu er unnt að fá allt frá 700 krónum á nótt fyrir svefnpokapláss upp í 3.700 krónur á mann í tveggja manna herbergi. Sökum væntanlegs fjölda þing- kvenna verður komið upp rútuferðum milli gistingar- og þingstaða. í Hótel Vala- skjálf og Hótel Eddu verður auk þess hægt að kaupa mat. Ferðamiðstöð Austur- lands sér um leiguflug á þing- ið, og kostar flugfar fram og til baka frá Reykjavík til Egilsstaða 10.100 krónur. íslenskar konur geta nú skráð sig á þingið, og liggja eyðublöð um þátttökutilkynn- ingar frammi hjá Jafnréttis- ráði, á skrifstofum ASÍ og BSRB og á eftirtöldum bæj- arskrifstofum: Akureyri, Neskaupstað, Höfn í Horna- firði, Vestmannaeyjum, Sel- fossi, Keflavík, Akranesi, ísafírði og Blönduósi, og hjá Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum. Þeir sem áhuga hafa á söluaðstöðu, kynning- arbás eða fyrirlestrarsal geta einnig sótt ilm það. REGNBOGINN SÍMI: 19000 Sjálfstæðiskonur lýsa áhuga á háskólanum á Akureyri HINN 23. maí sl. hélt Landssamband sjálfstæðis- kvenna fulltrúaráðsfund á Akureyri. Fundinn sátu sjálfstæðiskonur víðsvegar af landinu, og nutu þær góðrar fyrirgreiðslu heimakvenna. Eins og kemur fram í ályktun fundarins snerist efni hans um Háskólann á Akureyri, menningarmál og listir og loks um stöðu kvenna í stjórnmálum, segir í frétt frá landssambandinu. þess í skólakerfinu og virtar séu þær námsbrautir sem leiða til starfa í þjónustu og iðnaði. Fundurinn fagnar þeirri endurskoðun laga um grunn- skóla og framhaldsskóla, sem hafin er á vegum menntamálaráðherra og undirstrikar mikilvægi þess að þjóðin búi við góða skóla- stefnu, því að fjölbreytt og skilvirkt skólakerfi er einn af hornsteinum velmegunar í landinu. Fundurinn hvetur sjálf- stæðiskonur um land allt til aukinnar þátttöku í starfi Sjálfstæðisflokksins. Með því. móti verða konur áhrifameiri í mikilvægari ákvarðanatöku um mótun samfélagsins." Frummælendur á fundin- um voru fólk sem starfandi er við háskólann á Akureyri og í þeirri uppbyggingu lista- starfs sem nú á sér stað þar, auk ráðherra sam- göngu- og landbúnaðarmála. Fram kom í máli frum- mælenda að Háskólinn og aðrir framhaldsskólar á Ak- ureyri skiptu verulegu máli í atvinnulífi staðarins og nánasta umhverfis. Þeir gátu þess einnig að núverandi ráð- herra samgöngu- og land- búnaðarmála hefði lengi ver- ið ötulasti talsmaður Há- skóla á Akureyri. „Fulltrúaráðsfundur Landssambands sjálfstæðis- kvenna, sem haldinn var 23. maí sl. á Akureyri, lýsir áhuga sínum á uppbyggingu Háskólans á Akureyri, á þeim sviðum sem hann hefur einkum haslað sér völl á, sem eru sjávarútvegs- og heil- brigðisbrautir. Um leið og fundurinn minnir á mikil- vægt hlutverk öflugra Tienntastofnana í þróun byggðar í landinu minnir hann á það hvernig skóla- kerfið allt þarf að auka vægi Veltingaskálinn Brú. Veitmgaskálinn Brú í Hrútafirði 20 ára VEITINGASKALINN Brú í Hrútafirði hóf 20. maí sl. sumarstarfið. I sumar á skálinn 20 ára afmæli og í til- efni af þvi hefur yfirkokkur skálans útbúið nýjan matseð- il þar sem allir sælkerar ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Auk þess býður Veitinga- skálinn Brú upp á hefð- bundna grillrétti, smurt brauð, kaffi og kökur ásamt öllum almennum vörum fyrir ferðamenn. Við skálann er bílaþvotta- plan og sömuleiðis er selt bensín frá ESSO. Veitinga- skálinn Brú er rekinn af Kaupfélagi Hrúfirðinga á Borðeyri. Um rekstur skál- ans í sumar sjá þær Guðlaug’ Jónasdóttir, rektrarfræði- nemi, og Guðlaug Jónsdóttir, matreiðslumaður, starfsfólk skálans er um tuttugu manns. Kaupfélagsstjóri er Máni Laxdal. Veitingaskálinn Brú er opinn alla daga frá kl. 8-23. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.