Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JUNI 1992 KÚPLINGS —LEGUR -DISKAR, -PRESSUR, SVINGHJÓLSLEGUR nm FDNTAINE FIFTH WHEEL Dráttar- stólar @flÆRSLUN Klettagörðum 11, Reykjavík 91-6821 30-68 1580 Sturtudælur, VERSLUN Klettagörðum 11, Reykjavík 91-68 21 30-68 15 80 • • Oryggi í fæðingum og fæðingarstaðir eftir Ingibjörgu S. Einisdóttur Nokkrar umræður hafa undan- farið verið í þjóðfélaginu um fæð- ingar í tengslum við lokun Fæðing- arheimilis Reykjavíkur. Í þessari umræðu hefur oft verið minnst á öryggi í fæðingum og hefur mér fundist sú umræða ekki byggjast á nægilegri þekkingu. Sighvatur Björgvinsson heilbrigðisráðherra sagði opinberlega að best væri að allar fæðingar færu fram á Land- spítalanum, þar sem öryggið væri mest. Af orðum ráðherrans má ráða að hátækniþjónusta og nálægð skurðstofu væru besta leikin til að tryggja öryggi í fæðingum al- mennt. En er það rétt? Óryggi í fæðingu felst ekki í mikilli notkun skurðstofa í fæðingum. í Bandaríkj- unum fæðir ijórða hver kona bam sitt með keisaraskurði, en Banda- ríkin hafa samt hæstu tíðni ung- barnadauða á Vesturlöndum. I hveiju felst öryggi í fæðingum? Öryggi í fæðingum felst fyrst og fremst í þremur þáttum: I fyrsta lagi felst það í öflugri og almennri mæðraþjónustu. í öðru lagi felst öryggið í góðri hátækniþjónustu fyrir konur í áhættumeðgöngu. Og síðast en ekki síst felst öryggið í menntun, þekkingu og reynslu Ijós- mæðra og lækna, sem annast konur á barneignaskeiði. Mæðravernd Grundvöllurinn að öryggi í fæð- ingu er lagður í mæðraverndinni. Ef góð mæðravemd fyrir allar barnshafandi konur er ekki til stað- ar eins og í Bandaríkjunum, þá getur engin hátækni bjargað mál- um. Hér á landi, eins og í öðrum löndum með lágan ungbarnadauða, CASCAMITE VATNSHELT TRÉLÍM ÁRVÍK ÁRMÚU I - REYKJAVÍK - SlMI 887222 -TELEFAX 687298 mæta næstum allar þungaðar konur í mæðraskoðun. Tilgangur mæðra- skoðunar er að meta heilbrigði kon- unnar í upphafí meðgöngu og að sjúkdómar tengdir meðgöngu séu annað hvort fyrirbyggðir, eða upp- götvaðir snemma og meðhöndlaðir á fullnægjandi hátt. Með því að hafa öflugt meðgöngueftirlit er líka að stuðla að almennu heilbrigði móður og bams, en aukin áhersla á þann þátt myndi stuðla að auknu öryggi í fæðingu. Má til dæmis nefna aðstoð við barnshafandi kon- ur að hætta að reykja, ítarleg nær- ingarráðgjöf, heilbrigðisfræðsla, undirbúningur foreldra fyrir fæð- ingu og foreldrahlutverk og svo mætti lengi telja. Hátækniþjónusta fyrir konur í áhættumeðgöngu Áhættumeðganga getur skapast af ýmsum ástæðum. Konur með króníska sjúkdóma eins og til dæm- is sykursýki em alltaf taldar til áhættuhóps, vegna áhrifa sjúk- dómsins á meðgönguna. Áhættu- meðganga getur orsakast af sjúk- dómi tengdum meðgöngu, til dæm- is meðgöngueitmn (preeclampsia), sem er sjúklegt ástand á meðgöngu og einkennist einkum af háum blóð- þrýstingi, eggjahvítu í þvagi og miklum bjúg. Áhætta getur líka skapast vegna þess að fóstrin eru fleiri en eitt, eða að barnið er ekki í réttri stöðu t.d. sitjandi. Áhætta getur komið skyndilega fram «ef kona fer í fæðingu fyrir tímann. Fyrír þessar konur er nauðsynlegt að fæða bam sinn á hátæknisjúkra- húsi, þar sem skurðstofa er við hendina, og vökudeildina er til stað- ar. Þar þarf líka að vera mjög hæft starfsfólk, sem kann að bregð- ast rétt við í hveiju tilviki, því að tæknin ein og sér nær skammt. Sem betur fer fæða flestar konur í áhættumeðgöngu böm sín á eðlileg- an hátt og börn þeirra verða heil- brigð, en líkurnar em það miklar að eitthvað fari úrskeiðis að há- tækniþjónusta verður að vera til staðar. Menntun, þekking og reynsla Meðganga er eðlileg hjá miklum meirihluta bamshafandi kvenna. Þegar þessar konur fara í fæðingu skiptir ekki máli hvort þær fæði á hátæknisjúkrahúsi, litlu sjúkrahúsi úti á landi, eða á Fæðingarheimili Reykjavíkur. Hvar sem konan kem- ur inn í fæðingu er byijað á að meta hjartsláttarrit fóstursins og ef það er eðlilegt, þá er konan ekki í minna öryggi utan hátæknisjúkra- hússins. Nú felst öryggið fyrst og fremst í þekkingu og reynslu þeirra ljósmæðra og lækna, sem annast hana. Ljósmæður hafa sérþekkingu á fæðingarhjálp og menntun þeirra og reynsla gerir þeim kleift að meta hvort fæðing sé eðlileg og hvort þurfi að leita aðstoðar lækn- is. Ljósmæður geta líka metið í tíma hvort þörf gæti verið á hátækni- þjónustu og komið konunni á viðeig- andi stofnun. Ljósmæðranám er tveggja ára nám að loknu hjúkrunamámi, sem í dag er ijögurra ára háskólanám. Þegar haft er í huga að- þekking ljósmóðurinnar er ein aðaltrygging- in fyrir öryggi mæðra og barna þeirra í meðgöngu og fæðingu, þá verður nauðsyn þessarar menntun- ar augljós. Um menntun og þekk- ingu íslenskra lækna er óþarfi að fjölyrða. Eins og fram kemur hér að fram- an felst öryggi í fæðingu í: með- göngueftirliti, þekkingu og hæfni þeirra, sem annast konuna og að konur í áhættumeðgöngu fæði á hátæknisjúkrahúsi: Hér á íslandi eru allir þessir þættir fyrir hendi. Konur í áhættumeðgöngu geta fætt börn sín á Landspítalanum, sem er fyllilega sambærilegur við bestu fæðingarsjúkrahús í heiminum. Konur sem em ekki í áhættumeð- göngu. Fyrri hópurinn eru heil- brigðar konur, en hinn síðari em annað hvort veikar konur eða konur þar sem meðgangan er ekki eðlileg. Það þykir almennt ekki skynsam- legt að meðhöndla heilbrigt fólk og veikt fólk á sama hátt. Veikar kon- ur þurfa á þeirri þjónustu að halda, sem þær geta bara fengið á há- tæknisjúkrahúsi. Það hefur hins vegar hvergi tekist að sýna fram á að það auki öryggi kvenna í síðari hópnum, þ.e. kvenna, sem em ekki í áhættuhóp, að fæða á hátækni- sjúkrahúsi. Konur í eðlilegri fæð- ingu þurfa á stuðningi og öryggi að halda, sem byggir á þekkingu ljósmóðurinnar til þess að láta hið eðlilega ferli fæðingarinnar ganga fyrir sig. Þar skiptir hátæknin ekki miklu máli. Ég er samt ekki að halda því fram að ef konur eru ekki í áhættumeðgöngu, þá muni í öllum tilvikum fæðingin ganga eðlilega fyrir sig, svo er því miður ekki. En þau vandamál sem koma upp hjá þessum konum em þess eðlis að nægur tími vinnst til að koma þeim á Landspítalann, hvort sem þarf að flytja þær yfir götuna frá Fæðing- arheimilinu eða með sjúkrabíl eða sjúkraflugi utan af landi. í flestum tilvikum þar sem þarf að Ijúka fæð- ingunni með hjálp sogklukku eða tanga er hægt að gera það á staðn- um og það þarf ekki að flytja kon- una. Fjölbreytt fæðingarþjónusta Það em miklar kröfur gerðar til einnar stofnunar að hún geti komið til móts við þarfir bæði veikra og heilbrigðra kvenna í fæðingu. Og að fæðandi konur em eins misjafn- ar og þær em margar og persónu- legar þarfir hverrar konu í fæðingu eru því mismunandi. Hér á Reykjavíkursvæðinu em starfræktir margir bankar, sem veita áþekka þjónustu og margar matvömverslanir, sem selja sömu matvörumar. Engum dettur í hug að það sé nóg að hafa bara einn banka eða eina matvömverslun. Slíkt myndi líklega leiða til hærra vömverðs og lélegri þjónustu. Samt þykir mörgum eðlilegt að konur í fæðingu hafi ekkert val um fæðing- arstað. Ingibjörg S. Einisdóttir „Stuðla ber að því að sérhver fjölskylda geti tekið á móti nýjum fjöl- skyldumeðlim á þann hátt, sem hún kýs, hvort sem það er á Landspítalanum, Fæð- ingarheimilinu eða ann- ars staðar.“ | Erlendis hefur átt sér stað mikil þróun varðandi fæðingarhjálp, þar sem þjónustan hefur verið byggð upp á mismunandi hátt. Sem dæmi má nefna fæðingarheimili, þar sem konur fara heim nokkrum klukku- stundum eftir fæðingu, samræmd mæðravernd og fæðingarþjónusta, þar sem ljósmóðirin, sem konan fer til í meðgöngueftirlit, tekur líka á móti bárninu, heimafæðingar og svo mætti lengi telja. Hér á Reykjavíkursvæðinu hefur verið ótrúleg fábreytni í fæðingar- þjónustu, sem ekki er á bætandi. " Framfarir eru líklegastar til að eiga sér stað þar sem fjölbreytnin er g mest og nýjar hugmyndir eru þróað- " ar. Öflugt mæðraeftirlit og fyrir- myndar hátækniþjónusta fyrir kon- g ur í áhættumeðgöngu gerir það að " verkum að hér á landi væri hægt að þróa fjölbreytta fæðingarþjón- ustu á þess að fóma neinu öryggi. Þá gætu konur valið það fæðingar- umhverfí og þjónustuform, sem hentar þeim og fjölskyldum þeirra. Fæðing er ekki bara að koma barni í heiminn, hún er eftriminnilegasti og áhrifaríkasti atburðurinn í lífi hverrar fjölskyldu og hefur varan- leg áhrif á alla fjölskyldumeðlimi. Fjölbreytt og góð fæðingarþjónusta er því mikilvæg fjárfesting fyrir þjóðfélagið og fjárfesting sem margborgar sig. Það er e.t.v. hægt að reikna út í heilbrigðisráðuneyt- inu að það borgi sig núna í krónum V; og aurum að demba öllum fæðing- um á Reykjavíkursvæðinu á Land- spítalann, en þá er dæmið ekki (J reiknað til enda. Alls staðar erlend- is hefur komið í ljós að það er dýr- asti kosturinn að fæðingar fari fram 4 á hátæknisjúkrahúsi. Ég á erfitt með að skilja hvernig hægt er að fá aðra útkomu hér á landi. Ég mæli eindregið með því að fæðandi konur hafí sem fjölbreytt- ast val um hvar þær fæða börn sín, ekki af þvl að ein stofnun eða eitt þjónustuform er betra eða verra en hitt, heldur af því að konur í fæð- ingu eru ekki einsleitur hópur með sömu þarfírnar. Það sem hentar einnu konu í fæðingu, þarf ekki að henta annarri. Konur eru ekki allar eins, hvort sem þær eru barnshaf- andi eða ekki. Konur eiga rétt á því að þjónustan verði það fjöl- breytt að allar geti fundið eitthvað A við sitt hæfí. Stuðla ber að því að ! sérhver fjölskylda geti tekið á móti nýjum Qölskyldumeðlim á þann hátt, sem hún kýs, hvort sem það er á Landspítalanum, Fæðingar- heimilinu eða annars staðar. g Höfundur er jjósmóðir og hjúkrunarfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.