Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992
43
margir og þá helst nokkrir sagn-
fræðingar, greinina aðeins hjálpar-
grein fyrir sagnfræðina og töldu
að fomleifafræðingum væri ekki
fært að bæta við söguna á sama
hátt og þeim tókst við rýni í ritað-
ar heimildir. Björn heitinn Þor-
steinsson skrifaði árið 1966 í bók
sinni Ný íslandssaga:,, Fornminja-
fræðin er hjálpargrein sagnfræð-
innar“ og að „fornminjafræðingar
vinna að fornminjarannsóknum,
semja um þær skýrslur og ritgerð-
ir, en þær eru heimildir sagnfræð-
inga við söguritun." Margir þekkt-
ir sagnfræðingar hafa verið á þess-
ari skoðun og líklega hefur léleg
fornleifafræði, þar sem engin þorði
að setja fram nýjar kenningar, sem
brutu í bága við viðtekin sannindi
án þess að hafa sagnfræðing að
leiðarljósi, ýtt undir slíkar skoðan-
ir. Meðal annars hélt hinn þekkti
sagnfræðingur Peter Sawyer því
fram, að fomleifarannsóknir væru
einungis dýr staðfesting á því sem
við þegar vissum úr rituðum
heimidum. Hann skipti þó fljótlega
um skoðun.
íslenskir fornleifafræðingar
hafa í og með haldið því fram að
„í samanburði við þessar heimildir
(þ.e.a.s. ritaðar) eru fornleifar
tímabilsins (landnámsins) engin
undirstaða undir sögu þjóðarinn-
ar“. Svo skrifaði Kristján Eldjárn
í doktorsritgerð sinni Kuml og
Haugfé, 1956. Á sjöunda áratugn-
um var blómleg umræða um til-
gang miðaldafomleifafræðinnar
miðað við sagnfræði. Nokkrir
skandinavískir sagnfræðingar,
sem greinilegar börðust við nýjar
skoðanir og hugmyndir, lýstu stríði
á hendur fornleifafræðinni og töldu
hana vera eins konar frístunda-
gaman, sem menn gætu stundað
til hjálpar sagnfræðingum. Þegar
ekki er lengur hægt að kreista
meira út úr sömu heimildinni, þótt
að mismunandi hugmyndafræði
hafi verið beitt, er skiljanlegt að
sumir líti öfundaraugum til hinna
mörgu möguleika fomleifafræð-
innar.
Rabies Archaeologorum
Sumir fræðimenn hafa einnig á
kostnað fornleifafræðinnar predík-
að rannsóknarstefnu, þar sem boð-
skapurinn er að maður rannsaki í
hófi og bíði frekar 21. aldarinnar,
þegar fólk sem er betur í stakk
búið en við tekst á við fortíðina.
Upphafsmaður þessarar kenningar
heitir Dr. Olaf H. Olsen. Hann er
nú þjóðminjavörður Dana. Hann
er sagnfræðingur að mennt, en
stundaði um langt árabil merkar
fornleifarannsóknir. Eftir glæstan
feril sem fornleifafræðingur lýsti
hann sjúkdómnum Rabies Archae-
ologorum, hundaæði sem hann
taldi marga fornleifafræðinga
bera. Hann taldi, að allar fornleifa-
rannsóknir væri eyðilegging og
lagði því til að sem minnst væri
grafið. Slík stefna er ef til vill skilj-
anleg í landi sem Danmörku, þar
sem hefur verið grafið einna mest
í öllum heiminum, og þar sem forn-
leifafræðin er eins gömul og þjóð-
ernisvitundin. En ekki er á henni
mark takandi í landi þar sem forn-
leifafræðin hefur ekki fengið að
slíta barnsskónum og þar sem
fræðigreinin hefur lengst af þjáðst
af Absentia Archaeologiae vegna
þess að íslendingasögumár og
dýrkun á þjóðveldisöldinni urðu að
leiðarljósi fyrir íslensku þjóðemis-
vitundina. Það virðist sem formað-
ur fornleifanefndar, sem reyndar
★ Rcrdprint
TIME RECORDER CO.
Stlmpllklukkur fyrlr
nútíö og framtfð
OTTO B. ARNAR HF.
Skipholti 33 ■ 105 Reykjavík
Símar 624631 / 624699
er prófessor í sagnfræði, hafi kenn-
inguna um fornleifafræðingasjúk-
dóminn að leiðarljósi. í grein í Þjóð-
viljanum þann 18. ágúst 1990 hélt
hann ranglega fram að kenning
þessi hafi haft mikil áhrif í alþjóð-
íegri umræðu. Þetta er ekki rétt.
í sama riti og greinin birtist á
ensku árið 1980 var svargrein
þekkts bresks fornleifafræðings,
sem ekki hafði mikið álit á skoðun
Olsens. Hún hefur í hæsta máta
haft áhrif á Grænlandi, þar sem
nokkrir danskir fornleifafræðing-
ar, búsettir í Danmörku, hafa
veigrað sér við rannsóknir með
þeim rökum að of fáar norrænar
rústir séu þar.til og með því yfir-
skini að ekki beri að móðga Græn-
lendinga með of miklum rannsókn-
um á hinni norrænu byggð á Græn-
landi. Hið rétta er þó, að fornleifa-
fræðingarnir dönsku eru að vernda
starfssvið sitt á Grænlandi fyrir
fornleifafræðingum frá öðrum
löndum, sem komið hafa með ný-
stárlegar og áhugaverðar kenning-
ar um byggð norrænna manna á
Grænlandi, þ. á. m. Thomas Mc-
Govem. Honum var einnig vegna
útilokunarstefnu sumra meðlima
fornleifanefndar nærri bannað að
stunda rannsóknir á Ströndum
sumarið 1990. Mengun af völdum
manneskjunnar í dag, sem hvorki
hefur hliðsjón af hagsmunum þjóða
og rétti þeirra til menningarar-
fleifðar, leiðir til þess að á næstu
öld verði t.d. ekki hægt að bjarga
fornminjum úr málmum á svæðum
þar sem sýruregn er mikið. Þá
kemur aðgerðarleysi að engum
notum.
Enginn vafí leikur á því að for-
maðurinn hafi þá skoðun, að ís-
lenskir fomleifafræðingar séu
óttalega klunnalegir fræðimenn,
sem eyðileggi fomminjar, er eitt-
hvað fyrirmyndarfólk á næstu öld
sé betra að rannsaka. — Ef til vill
er best að bíða, sagði víst einhver
þegar hjólið var uppgötvað.
Ræðum málin
Nú þegar okkur sýndist að ný
fornminjalög gætu gefíð möguleik-
ann á að grípa gæsina og rannsaka
fomminjar og fá upplýsingar um
menningarsögu okkar, sem ekki
fást á gulnuðu skinni handritanna,
er reynt á afturhaldssaman hátt
að hindra framfarir í nafni hags-
muna þjóðarinnar.
í ágúst í sumar er fýrirhuguð
eins dags ráðstefna íslenskra fom-
leifafræðinga. Á hana hafa boðað
komu sína fornleifafræðingar og
nemar, en því ver og miður hafa
ekki allir boðað komu sína. Slík
ráðstefna er tilvalin til að ræða
málin. Því vandinn er ekki einung-
is kominn til vegna þjóðminjalag-
anna frá 1989, eða vegna ein-
strengingslegra vinnubragða fom-
leifanefndar. Vandinn á sér eldri
rætur. Okkur ber að efla íslenska
fornleifafræði eins og allar aðrar
fræðigreinar á íslandi, og óviðkom-
andi ættu sem minnst að skipta
sér af því hvernig það er gert.
Eins og við skrifuðum í greinum
okkar árið 1990 var gott að fá ný
lög yfir íslenskar fomleifarann-
sóknir. En ekki þarf að bera við
hagsmunum þjóðarinnar og rétti
til menningararfleifðar og koma
þannig í veg fýrir rannsóknir, líkt
og við fomleifafræðingar séum af
óæðri kynstofni og hefðum nýverið
misþyrmt íjallkonunni fríðu.
Stefna ber að því að Þjóðminja-
safnið verði öflugri fræði- og rann-
sóknarstofnun en hún er í dag.
Safnið verður á hveijum tíma að
hafa það fólk í þjónustu sinni sem
hæfast er og ekki ber að koma í
veg fyrir rannsóknir þeirra er
standa utan við stofnunina. Eflum
fomleifafræðina á íslandi.
Höfundar eru fomleifafræðingar
og stunda rannsóknir og kcnnsiu
við Gautaborgar- og
Árósarháskóla.
Rúmlega 3.780 kr. söfnuðust á hlutaveltu sem þessar dömur héldu
til ágóða fyrir Rauða kross íslands. Þær heita Lilja Erlendsdóttir,
Sigríður Erlendsdóttir, Jóhanna Ásta Vilhjálmsdóttir og Anna Krist-
jana Vilhjálmsdóttir.
VI!\M\
Laugardaginn 06.06.1992 Flokkur: A
Vinningsupphæð:
Ipííl '
Nr. 147361 Kr. 1.197.680,- 1
fmxi
Nr. 3766 Kr. 119.768,- 3
Nr. 31 Nr. 32 Nr. 68 Nr.74 Kr. 495,- 1208
GRAM K-245 GRAM K-285 GRAM K-395
GRAM KF-195 GRAM KF-233 GRAM KF-264
GRAM KF-250
172 Itr. kælir + 62 Itr. trystir
B: 59,5 cm D: 60,1 cm
H: 126.5 cm-135,0 (stillanleg)
GRAM KF-355 GRAM KF-344
274 Itr. kælir + 62 Itr. frystir
B: 59,5 cm D: 60,1 cm
H: 166.5- 175,0 cm (stillanleg)
194 Itr. kælir + 146 Itr. frystir
B: 59,5 cm D: 60,1 cm
H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg)
166 Itr. kælir + 31 Itr. frystir
B: 55,0 cm D: 60,1 cm
H: 106.5 cm
nú aöeins 42.900 kr.
39.890
(staðgreitt)
204 Itr. kælir + 29 Itr. frystir
B: 55,0 cm D: 60,1 cm
H: 1£6.5
nú aöeins 49.950 kr.
46.450
(staðgreitt)
199 Itr. kælir + 64 Itr. frystir
B: 55,0 cm D: 60,1 cm
H: 146.5 cm
nú aöeins 57.650 kr.
53.610
(staðgreitt)
nú aöeins 56.950 kr. nú aöeins 71.800 kr. nú aöeins 78.450 kr.
52.960 66.770 72.960
(staðgreitt) (staðgreitt) (staðgreitt)
Góöir greiösluskilmáiar: 7% staögreiösluafsláttur og 3% aö auki
séu keypt 2 eöa fleiri stór tæki samtímis (magnafsláttur). EURO og
VISA raögrelöslur til allt aö 18 mánaöa, án útborgunar
/FOniX
HÁTÚNI 6A SÍMI (91) 24420
á stórlækkuóu verði
nú aöeins 49.950 kr. nú aöeins 52.650 kr. nú aöeins 71.950 Kr.
46.450 48.960 66.910
(staðgreitt) (staðgreitt) (staðgreitt)
Málið er heitt því með sérstökum samningi við GRAM
verksmiðjurnar bjóðum við nú allar gerðir dönsku
GRAM kæliskápanna á stórlækkuðu verði. GRAM
býður 16 gerðir kæliskápa með eða án frystis,
til innbyggingar eða frístæða, til dæmis neðangreinda:
244 Itr. kælir
B: 55,0 cm D: 60,1 cm
H: 126.5 cm
274 Itr. kælir
B: 59,5 cm D: 60,1 cm
H: 126.5 - 135,0 cm (stillanleg)
379 Itr. kælir
B: 59,5 cm D: 60,1 cm
H: 166.5 - 175,0 cm (stillanleg)