Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.06.1992, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 10. JÚNÍ 1992 Hvítasunnumót Fáks: Stórmótsbrag- urinn hafði bet- ur gegn veðrinu Nökkvi frá Þverá sigraði B-flokkinn eins og búist var við að lokinni forkeppni, knapi er Baldvin Ari Guðlaugsson. Prati frá Stóra-Hofi hlaut Sölvabikarinn þar sem hann stóð efstur Fákshesta, knapi er Alfreð Jörgensen. _________Hestar_____________ Valdimar Kristinsson ÞÓTT veðurguðirnir væru allir að viya gerðir í að spilla fyrir Fáksmönnum þegar þeir héldu sitt árlega Hvítasunnumót með meiri myndarbrag en vepja er, í tilefni sjötugsafmælis félagsins höfðu Fáksmenn þó betur. Mótið hófst á föstudag þar sem B- flokksgæðingar og börn. mættu til dóms. Veðrið setti svip sinn á mótið þá þrjá daga sem keppni stóð yfir og verst var það síðasta daginn, annan I hvítasunnu, þeg- ar síst skyldi. En þrátt fyrir allt tókst að halda þeirri spennu sem alltaf fylgir sönn- um stórmótum. í B-flokki kom fram ný stjarna, Nökkvi frá Þverá, sem Baldvin Ari Guðlaugsson sat en hann vantaði aðeins herslumuninn á að ná 9,0 í aðaleinkunn sem eru óopinber mörk úrvalsgæðingsins í dag. Hlaut hann 8,99 í einkunn þannig að tæpara gat það ekki ver- ið. Það voru helst Prati frá Stóra- Hofi og Alfreð Jörgensen sem veittu Nökkva og Baldvini einhveija keppni en hann stóð efstur Fáks- hesta í þessum flokki og var verð- launaður sem slíkur með Sölvabik- amum. í A-flokki gæðinga var for- keppni nokkuð spennandi. Allir reiknuðu með Gými í fyrsta sætið og fór það allt eftir áætlun en keppnin um sæti úrslitum var hins- vegar það sem hélt spennunni gang- andi enda mikið um nýja lítt reynda hesta. Ekki voru allir sammála dóm- umm um úrslitasæti. Fannst ýms- um að öskubuskan úr röðum stóð- hesta Seimur frá Víðidal eiga meira skilið og hefði að ósekju mátt verma sæti Gusts frá ísabakka í úrslitun- um. Þá komst Sörli frá Skjólbrekku á undarlegan hátt í úrslitakeppnina sem níundi hestur en hann og Nátt- ar frá Miðfelli voru jafnir eftir fyrsta útreikning en þegar betur var reiknað hafði Náttar betur og Sörli hefði þar með átt að vera út úr myndinni. Þess má þó geta að Sörli og knapi hans sýndu það í sjálfum úrslitunum að þau áttu þar heima er þau unnu sig upp í sjötta sæti. Þetta er gott dæmi um það hvemig hestar eru vandæmdir ef þeir koma snemma inn í dóm í for- keppni en Sörli var tólfti inn. Hér er þetta fyrst og fremst spurning um fordæmi þegar reglur eru snið- gengnar eins og þarna var gert. Svipað dæmi mun hafa átt sér stað í barnaflokki á mótinu. Úrslita- keppnin í A-flokki var ótrúlega skemmtileg og stóðu knapar sig þar með mikilli piýði því allan tímann hellirigndi og ekki var logn. Nokkr- ar breytingar urðu á röð hestanna. Stóðhesturinn Dofri frá Homafirði sem Aðalsteinn Aðalsteinsson sýndi af mikilli snilli féll úr þriðja sæti í það sjöunda en að mati undirritaðs hlaut hann of háa einkunn í for- keppninni. Er við hæfi að gefa yfir 9,0 fyrir fegurð í reið þegar hestur sýnir áberandi taglslátt þegar að honum er lagt og liggur greinilega á beisli af miklum þunga inn á milli? Höfði frá Húsavík vann sig úr fjórða í þriðja sæti, Gustur fór í níunda sætið og Fáni frá Hala vann sig upp úr sjöunda sæti í fjórða. Gýmir hélt fyrsta sætinu og Þristur öðru sætinu, Þokka fimmta sætinu og Náttar því áttunda. í unglingaflokki sigraði Sigurður Matthíasson á Bessa frá Gröf en hann var einnig eftstur eftir for- keppnina. Þrír stóðhestar vom sýndir í unglingaflokki sem er sjálf- sagt einsdæmi. Undirstrikar það góða reiðmennsku unglinganna og einnig að þau eru tekin sem fullgild- ir reiðmenn. í bamaflokki sigraði Guðmar Þór Pétursson á Kvisti frá Skeggstöðum en hann virtist hafa nokkra yfirburði yfir keppinauta sína. Hlaut Guðmar 9,22 fyrir ásetu sem er góður árangur en hann var einnig með hæstu einkunn 8,63 fyrir gangtegundir. Mikil umræða átti sér stað á síðasta ársþingi LH um hvort ætti að gefa sérstaklega fyrir ásetu í úrslitum og af því til- efni fylgdist umsjónarmaður Hesta nokkuð með störfum dómara í úr- slitum og mátti þar greinilega sjá að mestur tími þeirra fer í pappírs- vinnu með ritaranum en minni tími í að fylgjast með keppendunum og má draga þá ályktun að sú röðun sem framkvæmd er geti verið mjög handahófskennd. Virðist spumingin standa um það hvort menn vilji fá röðun fyrir ásetu og hugsanlega ónákvæmari vinnu eða að sleppa ásetunni í upréttingu spjalda og betri athygli dómara á keppendum. Undanhald samkvæmt áætlun Kappreiðar hjá Fáki eru góður mælikvarði á gróskuna í kappreið- um hérlendis og kemur enn betur í ljós þegar nú er haldið stórmót með þeim hætti eins og nú er gert. Verður ekki betur séð en þátttakan fari síminnkandi ár frá ári og er nú svo komið að enginn skráir í 300 metra brokk og 250 metra stökk og lítil sem engin þátttaka er í 350 og 800 metrunum og jafnvel í skeið- inu sem margir hafa talið óvinnandi vígi má sjá merki um undanhald. Allir sem vilja hljóta að sjá að hér Sigurður Matthíasson sigraði í unglingaflokki á Bessa frá Gröf, en Þóra Brynjarsdóttir til vinstri varð önnur á Fiðringi. Sigurður hlaut einnig knapaverðlaun. flýtur að feigðarósi sem er í sjálfu sér í góðu lagi ef allir eru sammála um að það sé hrossarækt og hesta- mennsku til framdráttar. Ef svo er ekki er gott að menn geri sér grein fyrir því að þetta lagast ekki af sjálfu sér. En það voru Leistur frá Keldudal og Sigurbjöm sem sigmðu að venju liggur manni við að segja. Tíminn ekkert sérstakur en Erling og Vani gerðu sitt til að hafa sigur af Leisti Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson A-flokksgæðingar að verðlaunafhendingu lokinni, lengst til vinstri má þekkja formann Fáks Viðar Halldórsson og Rögnu Bogadóttur konu hans sem afhentu verðlaunin, næstir koma Einar Oder á Gusti, Hinrik á Náttari, Aðalsteinn á Dofra, Olil á Sörla, Atli á Þokka, Kristinn á Fána, Sigurður á Höfða, Sigurbjörn á Þristi og Trausti Þór situr sigurvegarann Gými og við hlið þeirra stendur Jóhanna Björnsdóttir eigandi Gýmis. hagstæð kjör, langur lánstími, sveigjanlegt lánshlutfall, margir gjaldmiðlar m IÐNÞROUNARSJOÐUR Kalkofnsvegi 1 150 Reykjavík sími: (91) 69 99 90 fax: 62 99 92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.